Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 3

Frjáls verslun - 01.04.1981, Side 3
t þessu tölublaði Frjálsrar verzlunar er fjallað um sögu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Er stiklað á stóru og fjallað um hina ýmsu þætti um störf v.R. svo sem þann svip sem félagið setti á Reykjavikur- lífið á árum áður með margháttuðu skemmtanahaldi, fyrirlestrum og málfundiAm um ýmis framfaramál borgar- búa og verzlunarstéttarinnar sérstaklega. A síðari tímum hefur bein kjarabarátta fyrir heill og hamingju hinna fjölmörgu er að verzlunar-og skrifstofustörfum vinna, orðið yfirgnæfandi i viðfangsefnum V.R. 1 dag er V.R. öflugasta launþegafélag landsins og þ6 að verkefni félagsins séu að verulegu leyti kjaramál hefur félagið beitt sér fyrir viðtæku félagsstarfi og tekið þátt i mörgum verkefnum i tengslum og sam- starfi við aðra aðila. Velta félagsins var á sl. ári um 230 millj&nir gamalla krðna og eru helztu kostn- aðarliðir i starfseminni skrifstofu-og stjórnunar- kostnaður, eða liðlega helmingur af gjöldum, en önnur helstu gjöld eru iðgjöld til Landssambands isl. verzl- unarmanna. Um leið og Magnúsi L. Sveinssyni formanni V.R. og verzlunarfólki er 6skað til hamingju er ekki úr vegi að minnast á þann aðila sem tekið hefur hvað mestan þátt i m&tun félagsins undanfarna tvo áratugi, fyrr- verandi formann þess,Guðmund H. Garðarsson. Það er mikil ábyrgð sem hvilir á forustumanni laun- þegafélags og mikið vald. Notkun á þvi valdi til já- kvæðra hluta i þjóðfélaginu skiptir megin máli. Mis- notkun á þvi valdi getur haft alvarlegar afleiðingar og gert atvinnulifinu erfitt fyrir eins og verkföll og skæruhernaður gegn atvinnurekstrinum. Forystumenn V.R. hafa fyrr og siðar lcunnað að beita áhrifum sinum á höfsaman en árangursríkan hátt. Þeir hafa jafnan haft að leiðarljósi þau sannindi að saman fer vel- gengni atvinnufyrirtækjanna og batnandi hagur laun- þeganna. 3

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.