Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 71

Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 71
bréf frá útgefanda Þaö hefur fráleitt fariö framhjá neinum aö mörg íslensk fyrirtæki hafa átt í verulegum erfiö- leikum aö undanförnu. Hafskipsmáliö hefur veriö mjög í sviðsljósinu aö undanförnu, taprekst- ur Arnarflugs fyrstu sex mánuöi ársins og nokkur skip hafa þegar veriö seld á nauðungarupp- boöum og komist þannig í eigu opinberra sjóöa. Mikill samdráttur viröist blasa viö hjá mörgum fyrirtækjum og rekstrarstöövun hjá öörum. Þetta ástand hlýtur aö leiða hugann aö því hver sé ástæöan fyrir því aö svo illa gengur. Þaö hlýtur aö vera mjög alvarlegt mál þegar atvinnurekst- urinn á i svo miklum erfiöleikum. Þaö er engan veginn einkamál þeirra sem eiga og reka þessi fyrirtæki þótt erfiðleikarnir bitni mest á þeim — hér er einnig um atvinnu hundruöa manna aö ræöa, afkomu fjölda fjölskyldna sem eru í mikilli óvissu um afkomu sína í framtíöinni. Þaö er ósköp einfalt aö segja aö þau fyrirtæki sem ekki bera sig eigi bara aö fara á hausinn, en þaö gleymist stundum hverjar afleiöingarnar veröa. Vitanlega er rekstur margra íslenskra fyrir- tækja þannig aö hann getur ekki talist til fyrirmyndar og þeim getur fátt oröiö til bjargar. Þaö er í sjálfu sér einfaldast aö kenna stjórnendunum um þegar illa gengur og horfa fram hjá þeirri staöreynd að íslensk fyrirtæki hafa raunar um langt skeiö átt viö ramman reip aö draga og ekki náö aö byggja sig þannig upp að þeim væri mögulegt að mæta erfiöleikatímum. Ekki er ótrúlegt aö þaö séu áhrif óðaverðbólgunnar sem hófst kringum 1970 og hefur staöið allt til dagsins i dag sem eru þess valdandi aö atvinnurekstur á íslandi stendur nú svo höllum fæti sem raun ber vitni. Þaö er eitt af einkennum veröbólgutíma aö menn ætla sér ef til vill um of í fjárfestingum. Sparnaöur verður nánast að bannoröi og eina leiöin til þess aö veröa ekki undir í baráttu er að taka skrefin út í óvissuna í von um að ekki verði stigið niöur í dýið. Verö- tryggingakerfið og háir vextir hafa skapaö atvinnurekstrinum jafnvel meiri vanda en hinum al- menna launamanni þótt minna sé um þaö talaö. Enginn efast um aö verötryggingakerfiö var í sjálfu sér nauösynlegt, a.m.k. ef þaö gat leitt af sér aukinn innlendan sparnaö og þar meö minnkað erlendar lántökur. Ein af forsendum þess aö þetta kerfi standist er sú aö verulega dragi úr verðbólgunni. Nokkuð hefur áunnist á því sviöi en þó ekki nærri nóg. Enn er hér meiri veröbólga en víöast annars staöar og því miöur eru ekki horfur á verulegum bata í þeim efnum. Þaö er alkunna aö þótt fyrirtæki fái leyfi til eöa geti hækkaö þjónustu sina þá kemur slík hækk- un alltaf eftir á og mismunur á hækkunum og veröbreytingargjöldum skella því á fyrirtækjun- um meö fullum þunga. Helstu útflutningsfyrirtækin hafa ekki einu sinni möguleika á því aö hækka framleiöslu eöa þjónustu sína þar sem þaö eru aörir sem ráöa þar feröinni í verðlagn- ingu og þær gengisfellingar hafa engin raunveruleg áhrif til þess aö bæta stööu þeirra. Þær hafa sannarlega veriö skammgóöur vermir. Vitanlega eru margar leiöir færar til úrbóta en því miöur viröist ekki vera pólitískur vilji til þess að taka á málunum. Þaö ætti öllum að vera Ijóst að íslenskt þjóöfélag stendur ekki undir þeirri gífurlegu samneyslu sem því er ætlaö og hafi nokkur aðili fjárfest ranglega á síöustu ára- tugum þá er það ríkiö sem einnig hefur aukiö á þenslu og veröbólgu með ýmsum aögeröum sínum. Margir áttu von á því að sú ríkisstjórn sem nú situr aö völdum myndi sporna viö fótum og raunar reyndi hún að gera þaö. Þá komu til pólitískar aögerðir sem greinilega nutu mikils stuönings sem brutu niöur þann ávinning sem náðst haföi og viö hjökkum nú aftur í sama far- inu. Eini munurinn er sá aö nú er þaö aö koma á daginn sem margir óttuöust — aö atvinnufyrir- tækin standast ekki álagiö. Og aö þaö skuli vera framleiðslufyrirtækin og þjónustufyrirtækin sem falla samtímis segir töluverða sögu. 71

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.