Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.05.1987, Blaðsíða 45
Jónas Ragnarsson kaupmaður íNonna & Bubba: Keypti þegar flestir spáðu hruni ísmásöluversluninni JÓNAS RAGNARSSON er kaupmaður í Keflavík hann er þriðji elstur bræðranna átta, 35 ára að aldri. Við hittum hann fyr- ir á heimili hans í Keflavík einn laugardagseftirmið- dag fyrir skömmu og báð- um hann að segja okkur af sjálfum sér í stuttu máli. „Ég fór ungur út á vinnumarkað- inn, kláraði ekki skólann og fór að vinna hjá Landssímanum 14 eða 15 ára gamall. Það þótti nú víst mörgum ekkert góð latína þá, en við fórum snemma að heiman strákarnir og gátum vel staðið á eigin fótum, vor- um vel undir það búnir. f ÚTGERÐ 17ÁRA, - HÚ S ASMÍÐAR 19 ÁRA Seinna fór ég á snurrvoð og svo fór ég að læra húsasmíði og var víst baldinn nemi skilst mér. Sjórinn átti ekki allskostar við mig, en ég eignað- ist góða vini og félaga til sjós. Sautján ára fór ég út í trilluútgerð ásamt Þorsteini Sigurðssyni, sem er æskufélagi minn og mikill vinur, raf- virkjameistari í dag. Við gerðum út frá Höfnunum, — þetta gekk nú svona upp og niður eins og gengur", segir Jónas og hlær við þessari end- urminningu, sem er nánast bernsku- minning, en óneitanlega hafa þeir út- gerðarmennimir verið í hópi þeirra yngstu í þeirri stétt. Húsamíðanáminu lauk Jónas, en var í miðju námi farinn að vinna sem verktaki, sem var látið gott heita á þeim árum, enda þenslan mikil í byggingabransanum um þetta leyti. Nítján ára gamall var Jónas kominn með verkstæði ásamt Hannesi bróð- ur sínum í skúr sem þeir fengu til umráða. Byggingamennskunni héldu þeir áfram árum saman. Á tímabili kynntist Jónas starfi lögreglumanns- ins, en það starf hentaði honum eng- an veginn, sagði hann. „Það var erfitt að vera í smíðinni og ekki heillavænlegt til frambúðar að mínum dómi, allt of mikið um brjálæðisleg undirboð. Ég ákvað 1979 að reyna fyrir mér í verslun, sem ég hafði nú ekki komið nálægt fram að þeim tíma. Ég stofnaði gjafa- vöruverslunina Róm, litla búð, sem ég rak síðan í tvö ár. Hannes fór síð- ar yfir í fasteignasölu hérna í bæn- um. Þetta var mikið stökk fyrir okk- ur báða, en fór kannski betur en margir spáðu“. KAUPMENNIRNIR SELDU REKSTURINN, OG GERÐUST LAUNÞEGAR! Það var svo árið 1981 að Jónas frétti að Verslunin Nonni & Bubbi væri til sölu. Þetta var virt verslun, sem þeir kaupmennirnir Jón Axels- son og Þorbjöm Einarsson höfðu stofnað lýðveldisárið 1944. Verslun- in hafði á tíma verið með 6 sölubúðir, fjórar í Keflavík, eina í Sandgerði og eina í Garði. Nú vildu þeir félagar eiga rólegri daga og áhyggjulausari en þá sem kaupmenn almennt eiga. Jónas gekk til samninga við þá félaga, og eftir 3 mánuði var kaup- samningurinn undirritaður. Um þetta sama leyti var það á allra vit- orði að Kaupfélag Suðumesja væri með stór plön um meiriháttar mark- aðsverslun í Njarðvík, Samkaup. Þá þóttu það ekki minni tíðindi að Hag- kaup ætluðu að byggja veglega yfir stafsemi sína í Njarðvík. Þótti mönn- um þá að kaupmaðurinn á horninu ætti ekki glæsta framtíð á Suður- nesjum, markaðimir mundu gleypa allt með húð og hári. En Jónas hlust- aði lítið á efasemdarmennina, en tók til að versla að Hringbraut 92. „Yfirleitt hafa menn orðið að láta í Jónas Ragnarsson kaupmaður. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.