Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 56
SKILABOÐ TIL STJÓRNVALDA ÁFRAM ÍSLAND! Þeim þjóðum, sem senda leikmenn sína með haft á fótum, verður ekki ágengt á alþjóðlegum leikvelli samkeþþninnar, segir Sverrir Bernhöft □ fram ísland! Áfram ísland!. Við erum stödd í Laugardals- höll og erum að fylgjast með spennandi landsleik í handbolta á milli Islands og Suður - Kóreu. Það glymur í höllinni er okkar menn skora sín glæsilegustu mörk. Hversu oft höfum við ekki heyrt þúsundir hvetja okkar fólk til dáða í keppnum við lið annarra þjóða? Áfram ísland! Áfram ísland! Við hrópum okkur hás og sigur- gleðin, sigurvonin fyllir okkur þjóð- legum metnaði. Við getum þetta! Við milljónaþjóðirnar segjum við: „Sex menn hlaupa ekkert hraðar en einn.“ Á bak við liggur þjóðarstoltið og vonin um að fá að njóta sigurgleðinnar eftfr að við höfum lagt verðugan andstæð- ing að velli í sanngjörnum leik þar sem menn vinna á verðleikum sínum, á jafnréttisgrundvelli. Við setjumst upp í bílinn og kveikjum á útvarpinu. Þar er enn verið að greina frá sigrinum. Okkar maður er dynjandi hás og ræð- ur sér vart fyrir gleði. ísland 24 - Kórea 23. „Hér er æðisgengin stemmning." Hann teygir á sigur- stundinni. „Sjónvarpið mun sýna úr leiknum eftir ellefufréttir í kvöld“ segir hann. Við drífum okkur heim og veltum okkur enn upp úr spennunni. Sofnum með bros á vör. Það er morgunn og við veltum fyrir okkur atburðum gærkvöldsins. Hvað sáum við? Hvað er svona sérstakt við SKILABOÐ TIL STJÓRNVALDA Sverrir Bernhöft þessa spennu og leikinn hvemig sem hann annars fer? Það, sem tryggir okkur möguleikann á sigri fyrir utan gott fólk, sem kann sitt fag í íþrótt- inni, eru leikreglumar. Mjög öflug, alþjóðleg samtök gæta þess með hörku að þær séu haldnar. Það fólk, sem þannig tryggir öllum þjóðum, smáum sem stóram, jafnan aðgang að sigrinum þegar á völlinn er komið, á þakkir okkar skildar. Án samtaka og samstöðu um að viðhalda sanngjöm- um reglum, sem skulu yfir alla ganga væri aðstaða, okkar sjálfsagt allt önn- ur og verri. Við stæðum sjálfsagt og spyrðum: „Af hverju getur ekki íþróttaforystan eða alþjóðasambandið komið sér saman um að búa svo um hnútana að við getum tekið þátt án þess að vera heftir af ósanngjörnum leikreglum?" Lesandi góður, myndir þú nenna á landsleik þar sem mótaðil- inn fengi 5 mörk í forgjöf? Auðvitað ekki. Það er eins með keppnisreglur í handbolta og keppni um viðskipti, bæði innanlands og á alþjóðlegum markaði. Leikreglurnar þurfa að vera sem jafnastar. Enn í dag, þremur og hálfum áratug eftir að Viðreisnar- stjórnin tók við völdum, er íslenskt viðskiptalíf að berjast við stjórnvöld um að koma á sambærilegum leik- reglum hjá okkur og önnur lönd hafa á markaðnum. Berjast fyrir að fá tæki- færi til að njóta sín, bera nýjar hug- myndir undir markaðinn, bæði heima og á alþjóðlegum markaði. íslendingar verða að láta sér skilj- ast að þótt djúpt haf skilji okkur frá öðrum þjóðum þá ver það okkur ekki frá veruleikanum. Það kostar t.d. tíu sinnum meira að stofna fyrirtæki á íslandi en á Bretlandi. Tekjuskattur á lítil og meðalstór fyrirtæki er 25% í Bretlandi en 33% á íslandi. Stór, al- þjóðleg fyrirtæki láta hagsmuni hlut- hafa sinna ráða og reka sín fyrirtæki þar sem atvinnan ein og þekking fólksins ræður en skattheimtu illa rekinna ríkissjóða er einfaldlega ekki ansað. Ekki má heldur gleyma því að aukin atvinna og hagvöxtur eru um allan heim tengd frumkvæði einstakl- inganna sem stofna fyrirtæki og láta hendur standa fram úr ermun. Um allt land má sjá eigendur lítilla fyrirtækja vinna myrkranna á milli til að koma þeim á legg. Þegar vel tekst til ráða EF MÓTHERJINN FENGI 5 MÖRK í FORGJÖF? „Lesandi góður. Myndir þú nenna á landsleik þar sem mótherjinn fengi 5 mörk í forgjöf? Auðvitað ekki. Það er eins með keppnisreglur í handbolta og keppni um viðskipti bæði innanlands og á alþjóðlegum markaði; leikreglurnar þurfa að vera sem jafnastar. “ MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.