Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Page 65

Frjáls verslun - 01.01.1996, Page 65
Skoda Felicia er álitlegur bíll fyrir fjölskyldur, sölumenn eða til flutninga. Skoda er nýr bíll frá grunni eftir að Volltswagen eignaðist meirihluta í verksmiðjunum. „Nú getum við boðið Skoda Felicia sem virðisaukabíl. Skoda Felicia er nýr bíll frá grunni eftir að Volkswagen eignaðist meirihluta í fýrirtækinu. Felicia hefur fengið mjög góða dóma og komið vel út úr árekstursprófunum. Þrátt fyrir aukin gæði er bíllinn enn seldur á góðu verði. Því er Skoda Felicia mjög álitlegur bíll fyrir fyrirtæki sem minni vaskbíll fyrir sölumenn eða til flutninga. Gæðin eru fyllilega sambærileg við asíska og aðra evrópska bíla. Menn eru mikið að hagræða í rekstri og þar er Skoda kostur sem við hvetjum stjórnendur fyrirtækja til að velta alvarlega fyrir sér. Við teljum að ekki sé liægt að gera hagstæðari kaup sé tekið tillit til gæða og hins lága verðs. A næstunni munum við kynna sendibíla- og pallbílsútgáfu þessa bíls. Síðar í vor kemur Felicia Plus sem er upphækkuð sendibílaútfærsla með meira rými,“ segir Sigurður Kr. Björnsson, markaðsstjóri Jöfurs hf. Hann segir að Skoda sé mikið keyptur af verktökum og iðnaðar- mönnum og sem sendlabíll í stærri fyrirtæki. Verð Skoda Felicia er frá 681.000 kr. án vsk en skutbíllinn, Felicia Combi, kostar frá 777.000 kr. án vsk. Dodge Ram er núna einn vinsælasti pallbíllinn. Hann er fáanlegur með einni frægustu og þrautreyndustu dísilvél sem völ er á. Dodge Ram er pallbillinn „Dodge Ram pickup er einn vinsælasti pallbíllinn í dag. Þetta er bíll fyrir þá sem þurfa sterkan vinnuþjark sem hefur líka þann lúxus sem kröfuharðir kaupendur vilja ekki vera án. Hægt er að framleiða Dodge Ram eftir þörf- um hvers og eins og fá bílinn sem grindarbíl og með tvö- föld hjól að aftan en þannig útbúnir henta þeir sérlega vel. Dodge Ram er til dæmis hentugur fyrir fiskflutninga, en við höfum selt nokkrum í þeirri atvinnugrein bílinn. Hann er fáanlegur með íjórhjóladrifi. Líkt og með Boxerinn er hann fáanlegur í mörgum útfærslum. Til dæmis með sturtu, eða sem gámaflutningabíll eða með vinnupöllum. Hann er fáanlegur með 8 cyl 318 eða 360 vél og eða V10 8 lítra 300 hestafla bensínvél. Þá fæst bíllinn með einni fræg- ustu og þrautreyndustu dísilvél sem völ er á, 5.9 lítra Cummins með forþjöppu (turbo) og millikæli (intercool- er). Þegar reynir á kraft og afl er ljóst að þessi bíll er sá rétti. Bíllinn getur verið með rými fyrir 3 eða 6 mann- eskjur í stýrishúsi fyrir framan pall,“ segir Sigurður. Staðalbúnaður í Dodge Ram bifreiðum er m.a. ABS- bremsur að aftan, líknarbelgur, vökvastýri og útvarp. Einfaldasta útfærsla kostar 2.215.000 með vsk. Fjórhjóladrifinn kostar Dodge Ram frá 2.550.000 með vaski og fjórhjóladrifinn dísilbíll er á verði frá 2.995.000 með vaski. Öllum bílum fylgir 7 ára ábyrgð á verk- smiðjuryðvörn. Jöfur fagnar 50 árum Jöfur hf. í Kópavogi stendur á merkum tímamótum. Nú eru liðin 50 ár frá stofnun fyrirtækisins. Það var árið 1946 að stofnað var fyrirtæki um innflutning á fyrstu Skoda bifreiðunum til landsins. Árið 1976 var nafninu breytt í Jöfur hf. og nú hefur fyrirtækið umboð fyrir Skoda, Peugeot og Chrysler bifreiðar. Þá flytur Jöfur einnig inn hjólbarða fyrir bíla og önnur farartæki og má nefna merki eins og Cooper, Firestone, Barum og Colway. jöruR Nýbýlavegi 4. Sími: 554 2600

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.