Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 68

Frjáls verslun - 01.01.1996, Qupperneq 68
Síðustu árin höfum við haft alveg nóg af umsækjendum um lán og því höfum við ekki þurft að auglýsa mikið. Aður en lánin eru endanlega veitt höfum þann sið að heim- sækja alla umsækjendur hvar sem er á landinu eða á Grænlandi og í Færeyjum." Steinar er sextugur að aldri. Hann er kvæntur Sig- urlínu Helgadóttur, gjald- kera hjá Reykjavíkurborg og eiga þau tvo uppkomna syni. Hann segist eyða frí- Steinar B. Jakobsson bjó og starfaði í Bandaríkjunum og Danmörku í 30 ár áður en hann kom til Islands. STEINAR B. JAKOBSSON, LÁNASJÓÐIVESTUR-NORÐURLANDA ánasjóðurinn er stofnun sem veitir lán til þróunarverk- efna innan Vestur-Norður- landa sem eru Færeyjar, ís- land og Grænland. Sjóður- inn tók til starfa í ársbyrjun 1988 og fór hægt af stað en nú er mikið að gera. Lánin eru flest til íslands í ýmis verkefni. AðaUega í mat- vælaiðnað, fiskverkun og ferðaþjónustu," segir Stein- ar B. Jakobsson, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda. Sjóð- urinn er með skrifstofu við Engjateig 3 og þar starfa fjórir starfsmenn alls. Allir eiga möguleika á að sækja um lán úr sjóðnum, jafnt ein- staklingar sem fyrirtæki. Grunnur sjóðsins eru fjár- veitingar frá öllum Norður- löndunum, ásamt Færeyj- um og Grænlandi, og situr einn frá hverju hinna fimm ríkja í stjóm sjóðsins, auk fulltrúa Færeyinga og Grænlendinga. Sjóðnum er ætlað að standa undir sér og skila arði til nýrra verkefna. Þess vegna er krafist góðra veða eða ábyrgða fyrir lán- um og ekki lánað út á góða hugmynd eingöngu. Steinar segir að mikil vinna sé lögð í að greina umsóknir. „Við viljum sjá einhverja nýsköpun og þar er t.d. hugbúnaður mikilvægur. Helst á verkefnið að vera tO þess að auka útflutning eða takmarka innflutning. Við erum mjög ánægðir með að fá inn á milli þróunarverk- efni sem lofa góðu. Það vill hins vegar brenna við að góðir hugvitsmenn eiga lítið fé og litlar tryggingar á bak við sig og fá því synjun. Við höfum þó mjög breitt lánstil- boð og vextir eru með lægsta móti.“ Steinar tók við fram- kvæmdastjórastarfinu við stofnun sjóðsins og hefur því mótað allt hans starf. Hann er menntaður raf- eindaverkfræðingur frá Þýskalandi en þangað fór hann að loknu stúdents- prófi. Hann bjó og starfaði í Bandaríkjunum og Dan- mörku í 30 ár áður en hann kom til starfa á íslandi. Störf hans á erlendri grund voru af ýmsum toga, sem yfir- verkfræðingur og stjórn- andi stórra fyrirtækja. „Ég er ekki dæmigerður bankamaður og að mörgu leyti ágætt að hafa þennan bakgrunn því ég hef reynslu í að greina vandamálin. Það eru góðar hugmyndir í gangi en þær mættu gjaman vera fleiri og á víðari grundvelli. stundum sínum í lestur og að hlusta á tónlist. Þau hjón- in sækja tónleika og eru með áskriftarkort á tónleika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. „Ég er ákaflega hrifinn af Sinfóníuhljómsveitinni og tel að þar sé unnið gott starf og á heimsmælikvarða," segir Steinar. Aðspurður segist hann lesa fræðibæk- ur og skáldskap jöfnum höndum á íslensku og er- lendum málum. Þau hjónin hafa einnig fasta miða í Borgarleikhúsinu og Þjóð- leikhúsinu. „Reykjavík er mjög lifandi borg og úr miklu að velja í menningu. Hér er líka stutt að sækja í góða listviðburði og við höfum verið mjög áhugasöm um listir og menningu síðan við fluttum heim.“ 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.