Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 38

Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 38
tilliti bæri jafnframt að skýra lögin svo, þar sem annað væri ekki tekið fram, að framlag atvinnurekanda í eigin lífeyrissjóð félli undir rekstrar- kostnað. Þá yrði ekki fallist á þau rök ríkissjóðs að greiðslumar teldust einkaneysla Helga þar sem hann hefði ekki sjálfval um það hvemig þessum fjármunum væri varið. Framlagið félli undir „nauðsynlegan og óhjákvæmi- legan“ kostnað hans sem atvinnurek- anda í því skyni að afla teknanna. Ríkislögmaður ákvað að áfrýja til Hæstaréttar í árslok 1995 eftir að hafa fengið áfrýjunarleyfi. Leyfið þurfti að fá þar sem um svo Iitlar fjárhæðir var að ræða að málið sem slíkt var ekki dómtækt. Leyfið fékkst og byggðist á því að málið gæti snert mjög marga aðila. Helgi segir að í fyrra hafi verið áætlað að þetta gæti snert nokkrar þúsundir manna með einkarekstur, til dæmis lækna, lögfræðinga, endur- skoðendur, trillusjómenn og iðnaðar- menn sem ekki hafa stofnað einka- hlutafélag um rekstur sinn og hugsan- LÍFEYRISMÁL aðar sem heimilt væri að gjaldfæra. Helgi hafði því haft endanlegan sigur. Þá taldi einn hæstaréttardómari Helga eiga að fá kröfu sinni framgengt af tveimur ástæðum, bæði vegna þess að hann ætti rétt á því eins og aðrir að vera skattffjáls af ígildi mót- framlags vinnuveitanda í lífeyrissjóð og vegna þess að hann ætti að geta talið þetta ígildi til kostnaðar í at- vinnurekstri sínum þar sem hann gæti ekki starfað þar að öflun tekna án þess að fella á sig lögbundna skyldu til framlags í lífeyrissjóð. „Þetta var það atriði sem ég var alltaf með í mínum rökum, að ef það yrði greiðslufall af minni hálfu þá yrði þetta sótt til mín með lögheimtu og ég slyppi aldrei. Þess vegna gat þetta aldrei orðið mitt ráðstöfunarfé. Þar með er þessu slegið föstu.“ BREYTING Á DÓMAPRAXÍS Helgi segist í upphafi hafa rætt við ýmsa aðila, meðal annars lífeyris- að „náttúrlega" sé ekki um neitt stór- fé að ræða. Dómur Hæstaréttar er tímamóta- dómur, enda hefur með honum verið endanlega staðfest að atvinnurek- andahlutinn í lífeyrissjóðsgreiðslum, sex prósentin sem atvinnuveitandinn greiðir á móti fjórum prósentum laun- þegans, telst til rekstrargjalda og er frádráttarbær í rekstri alveg eins og hjá lögaðilum. Það hefur mikla þýð- ingu fyrir einyrkja sem eru í sjálf- stæðum rekstri, að minnsta kosti fyrir þau tíu prósent einyrkja sem tal- ið er að hafi greitt skatt af þessum greiðslum síðustu árin. Þetta þýðir lægri skattstofn fyrir þá. EINYRKJAR GETA VALIÐ Lífeyrissjóðsmál hafa verið til um- ræðu að undanfömu, enda um skylduaðild að ræða. Talið er að sjálf- stæðir atvinnurekendur, aðallega einyrkjar, hafi reynt að sleppa því að greiða í lífeyrissjóð. Áðurgreindur dómur ætti að hvetja menn til að hafa EKKI EINKANEYSLA! / dómnum segir að í skattalegu tilliti beri að skýra lögin svo, þar sem ekki sé annað tekið fram, að framlag atvinnurekenda í eigin lífeyrissjóð falli undir rekstrarkostnað. Ekki sé fallist á þau rök ríkissjóðs að greiðslurnar teljist einkaneysla Helga þar sem hann hafi ekki sjálfval um það hvernig þessum fjármunum sé varið. lega bændur. Fjárhæðin gæti numið samtals hundruðum þúsunda króna á ári og þýtt minni tekjur í ríkissjóð. Á SAMfl RÉTT OG AÐRIR í desember féll svo dómur í Hæsta- rétti sem staðfesti dóm héraðsdóms og sagði að meginreglan í skattarétti væri að öll gjöld, sem fæm í að afla tekna, tryggja þær og halda þeim við, kæmu til frádráttar frá tekjum af at- vinnurekstri og sjálfstæðri starfsemi. Undantekningar yrðu að vera skýrar og ótvfræðar ef um þær væri að ræða. í lögum væri enginn munur gerður á fyrirtækjum eftir rekstrar- formi þeirra. Stefnda, það er Helga, hafi verið skylt að greiða iðgjöld í líf- eyrissjóð af tekjum sínum og teldust slík skylduframlög til rekstrarkostn- sjóði, og velt fýrir sér að óska eftir fjárhagslegum stuðningi frá þeim en ekki látið verða af því. Hann segist hafa fengið fulla samúð og hvatningu og því ákveðið að taka áhættuna og hugsanlegt fjárhagstap, um 200-300 þúsund krónur í málskostnað, einfald- lega á sig. í héraðsdómi hafi svo verið dæmd óvenjuhá málsvamarlaun og sömuleiðis í Hæstarétti þannig að þær áhyggjur hafi verið úr sögunni. Þar hafi komið fram breyting á dóma- praxís því að lengi vel hafi málsvam- arlaun verið dæmd svo lág að ekki hafi nægt sem þóknun til lögmannsins. „Ég fæ skattinn af þessu til baka fyrir rekstrarárin 1991, 1992 og 1993 en ég er búinn að fá þetta viðurkennt fyrir rekstrarárið 1994. Væntanlega fara þeir því ekki að hreyfa við því fyrir 1995,“ segir Helgi og bætir við lífeyrissjóðsmálin á hreinu. í grein í Frjálsi verslun, 9. tölublaði 1995, er greint frá því að einyrkjar geti valið um að greiða í sameignarsjóð eða sér- eignarsjóð til að geta átt notalegt ævi- kvöld og ráðið tekjum sínum síðustu æviárin sjálfir. Rétt er að rifja upp að samtrygg- ingarsjóðimir em meira en ellilífeyr- istrygging, með örorku-, maka- og bamalífeyristrygggingu, meðan sér- eignarsjóðimir eru ekki með neina tryggingu. Þar fá sjóðfélagamir ein- faldlega eign sína til baka og auðvitað er skynsamlegt að kaupa líf- og slysa- tryggingar. Sem betur fer hafa marg- ir, og kannski flestallir, farið að lögum og greitt í samtryggingarsjóði og nú verða þeir sjálfsagt enn fleiri því að áðurgreindur dómur gerir það enn hagstæðara en áður fyrir einyrkja. 38

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.