Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Side 56

Frjáls verslun - 01.11.1997, Side 56
Ráðning Bjarna Ármannssonar, 29 ára for- stjóra Kaupþings, í stól forstjóra Fjárfestinga- banka Islands, var með helstu fréttum í við- skiptalífinu á árinu. Sjá Frjálsa verslun (8. tbl.). Frétta- skýring Frjálsr- ar verslunar um kvótakóngana fjóra, sem eiga kvóta íyrir rúma 11 milljarða, vakti verðskuldaða athygli og varð tílefni tíl mikilla umræðna í þjóðfélaginu. Sjá Frjálsa verslun (8. tbl.). Vidskiptafrétt ársins, aö mati Frjálsrar verslunar, er tvímælalaust fréttin afsölu Bruna LIFIS á um 3,4 milljaröa til Landsbankans. Viöskiptalífiö nötraöi ogskalfí nokkrar vikur; □ iðskiptaírétt ársins 1997 eru kaup Landsbanka ís- lands á helmingshlut Eignarhaldsfélags Bruna- bótafélags íslands í VÍS og LÍFÍS á um 3,4 milljarða í byrjun mars sl. Ohætt er að segja að engin viðskiptafrétt á árinu hafi komist með tærnar þar sem þessi hafði hæl- ana. Það var eins og jarðskjálfti riði yfir viðskiptalífið þegar þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Landsbankanum klukkan 16.00, föstudaginn 14. mars. Helgin framundan fór í þessa frétt - og gott betur. Næstu daga og vikur var um fátt annað rætt. I afar ítarlegri fréttaskýringu Fijálsrar verslunar um kaupin kom glöggt fram hve mikil leynd hafði hvílt yfir viðræðunum. Innan bankans og Brunabótafélagsins vissu sárafáir um hvað var í gangi. I Landsbankanum var það Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Hamla, eignarhaldsfélags Landsbankans, sem stýrði málinu - og aðeins með vitund æðstu banka- stjóra. Innan bankans vissu engir aðrir um málið. Hjá Brunabótafélaginu komu aðeins þeir Hilmar Pálsson, framkvæmdastjóri félagsins, og stjórnarformaðurinn, Valdimar Bragason, að málinu. Meira að segja Axel Gísla- son, forstjóri VIS, fékk ekkert að vita af viðræðunum íyrr en þær voru komnar á fullt skrið. Höfundar fléttunnarvoru þeirTryggvi Gunnarsson, lög- maður og einn eigenda A&P Lögmanna við Borgartún 24, og áðurnefndur Jakob Bjarnason. Tryggvi hefur um áraraðir unnið yfirgripsmikil verkefni fýrir Landsbankann. Kveikjan að kaupunum var frétt í Morgun- blaðinu hinn 11. janúar um að hlutur Bruna- bótar kynni að vera til sölu. Það var þó ein- göngu Tryggvi sem sá um þreifingarnar við Hilmar hjá Brunabót; þeir lögðu grunninn að kaupunum. FRÉTTASKÝRING: Jón G. Hauksson. 56

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.