Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Síða 74

Frjáls verslun - 01.11.1997, Síða 74
Mrozek; Lars Norén hefur að- eins fengið inni með eitt verk. Ekki verður heldur komist hjá að kvarta undan misráðnu leikstjóravali. Ég hef þegar nelht Guðjón Pedersen, sem hefur fengið fleiri og betri tækifæri en aðrir ungir leik- stjórar undanfarin ár, og Villiöndina, jólaleikrit leik- hússins í fyrra, þar sem leik- hússtjórinn greip til þess þjóð- ráðs að fá landskunna skemmtikrafta til að túlka Ib- sen. Auðvitað fór gamli maður- inn sjálfur forgörðum í aðför- unum, en hver sýtir það? Ahorfendur mættu á svæðið fram eftir vetri og sumir skemmtu sér, að sögn, hið besta yfir öllu saman. Að öðru leyti var fátt um fína drætti í Þjóðleikhúsinu eft- ir síðustu áramót. Aðaltromp vorsins var Köttur á heitu blikkþaki Tenessee Williams, þar sem Erlingur Gíslason sást í fyrsta skipti í langan tíma í verðugu hlutverki. En sviðsetning Hallmars Sigurðssonar var bragðlaus og átakasnauð, og batnaði ekki við tónaspilið, sem var makað ofan i sýninguna, eins og leikendur væru ófærir um að hrifa hug og hjörtu áhorfenda í krafti listar sinnar. Að loknu misheppnuðu leikári var kammer-útgáfa af Fiðlaran- um á þakinu sjálfsagt það skásta sem leikhúsið gat boðið upp á í efdrrétt, og hann hefur farið svo vel ofan í landslýð, að hann er orðinn einn af aðalréttum þessa leikárs. Bjargvætturinn firá Iitháen og íslenskur „stórleikstjóri" Erlendir gestaleikir hafa verið sorglega sjaldgæfir á íslensku sviði undangengin ár. Ekki þarf þó að hafa um það mörg orð, hversu mikilsverðar slíkar heimsóknir eru fyrir jafn einangrað leikhúslíf og okkar. Það var því með talsverðri eftirvæntingu, að maður fór að sjá geslaleik Þjóðleikhússins í Vilníus með Grímu- dansleik rússneska 19. aldar-skáldsins Lermontovs undir stjórn hins margfræga Rimas Tuminas, sem þjóðleikhússtjóri hefur kjörið til að heíja íslenskt leikhús í nýtt og æðra veldi. Það er fljótsagt, að þetta var afar vel unnið sjónarspil með sterkum andstæðum hlýrra og kaldra lita. Leikarar voru einnig ágætir, þó tæpast í neinum meistaraflokki, og leikmátinn ekki ósvipaður því sem fyrr hefur sést frá hendi Tuminas; leiknum fremur beint út til salarins en inn á við til mótleikenda, og mikið um stílfærðar hópsýningar við tónlist. Auðvitað bætti Tuminas ýmsu við frá eigin brjósti, m.a. kómískum þjóni sem látinn var velta táknrænum snjóbolta fram og aftur um sviðið. Uppátektar- semin var þó hófstilltari en ýmis fyrri tilþrif hans í Þjóðleikhús- inu. Anægjulegt var að sjá, hversu Þjóðleikhúsið á góða snjó-vél. Það er altalað meðal íslensks leikhúsfólks, að Tuminas sé, ............................• þrátt fyrir tiðar heimsóknir sínar hingað, alls ekki sáttur við þann knappa tíma sem honum er hér skammtaður. Hann er mun betra vanur frá Litháen, þar sem leikhús-sov- étið leyfði mönnum að æfa sýningar lengur og betur en tíðkast vestanmegin í álfunni (segi menn svo það hafi verið alvont!). Verk Tuminas hér, segja sumir, hafa því fremur verið eins og hálfköruð drög en fullunnin verk. Af þessum sökum var forvitnilegt að sjá eitthvert verk frá hans hendi, unnið við aðstæður, sem hon- um eru eðlilegar. Leikrit Lermontovs, Mask- arad, er þekktasta leikverk þessa rússneska rómantíkers sem lifir í krafti ljóða sinna og sagnagerðar. Þetta er svona lókal klassík, sem sjaldan eða aldrei er leikin utan Rússlands og nánasta áhrifasvæðis. Ætli það séu ekki einmitt veikburða skáldverk af þessu tagi - verk sem eru slík börn síns tíma, að óhugsandi væri að flytja þau í einhvers konar raunsæisformi - sem henta leikstjórum eins og Tuminas best? Þarna rekur hann sig ekki á neina fastmótaða listræna hug- mynda- og aðferðafræði, sem taka verður tíllit tíl, eins og hjá Moliére og Tsjekhov, heldur getur gefið hugarflugi sínu lausan taum. Það, sem hann býr til á sviðinu með hjálp leikara og annars starfsliðs, er fagurt ásýndar, ekkert sem leikhúsið þarf að skammast sín fyrir, en það kveikir enga elda í sálinni og gleymist fljótt. Eitt af mestu vandamálum nútímaleikhússins eru leikstjórar, sem skilja ekki - eða vilja ekki skilja - að textinn og lögmál hans setja þeim ákveðin takmörk. Ekki treystí ég mér til að skipa Tum- inas í þann ílokk, þó að hann færi vissulega yfir strikið í Don Juan. Það er hins vegar ljóst, að Islendingurinn Guðjón Pedersen telur sig eiga í fullu tré við hvaða höfund sem er og keppist þessi miss- erin við að „betrumbæta" hvert stórskáldið á fætur öðru, laga verk þeirra eftir margvíslegum hugdettum sínum og krydda þau með sínum sérstæða „húmor“. Sýning hans á Sem yður þóknast í Þjóð- leikhúsinu í fyrravor var ein af þessum þrautastundum í leikhús- inu, sem maður vildi helst gleyma sem fyrst, en Guðjón er eftirlæti leikhússtjóra sem treysta honum til allra góðra verka. Jafnvel skólastjóri Leiklistarskólans telur hann færan um að veita útskrift- arnemendum leiðsögn í Nemendaleikhúsinu. Guðjón Pedersen skeytir því engu, að hvert skáldverk - hvert skáld og hver tími - býr yfir ákveðnum sérleik, sem leikstjórinn verður að virða, vilji hann á annað borð koma fram sem marktæk- ur túlkandi skáldskaparins. Ætli hann sér að búa til úr leikritinu eitthvað allt annað en það sem höfundur sá fyrir sér, ber honum að leggja spilin á borðið og skýra fyrir áhorfendum, hvað honum gengur tíl, þó ekki væri nema með yfirlýsingu í leikskrá og rétt- Tilkomumikil snjókoma í Þjóðleikhúsinu: Úrgestaleik Þjóðleikhússins í Vilníus. Úttekt Jóns Viðars á leikhúsárinu 1997 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.