Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.04.2000, Blaðsíða 24
FORSÍÐUGREIN Skynet Telematics.com er á OTC:BB hlutabréfamarkaðn- um í Bandaríkjunum - sem er undirmarkaður NASDAQ. Þegar inn á markaðinn er komið á Netinu er hsegt að finna fyrirtækið undir Skyi.ob. Þá er hægt að slá inn www.Skamp.co.uk á Netinu til að finna frekari upplýsingar um búnaðinn og fyrirtækið. málaheimi Lundúna. Hann rak um tíma fjárfestingarfyrirtæki og kom að fjár- mögnun allt að 80 fyrirtækja, þar á meðal Hard Rock Café, á alþjóðavísu. „Tom kom að fyrirtækinu nokkrum mánuðum áður en ég íjárfesti fyrst í því. Bara það eitt að hann kæmi að fyrirtækinu fyrir rúmum tveimur árum sem 40% hlut- hafi gaf þvi ákveðið vægi. Hann ákvað að stýra fyrirtækinu sjálfur og trúir mjög á við- skiptahugmynd þess. Hann heiúr þróað það í að verða alhliða þjónustufyrirtæki fyrir öku- menn sem byggist á upplýsinga- og íjar- skiptatækninni. Hann hefúr lagt áherslu á að geta boðið pakka, hafa Skami>teldð sem fjöl- " ■ hæfast, til að geta fengið sem mestar tekjur af þjónustunni. Skynet Telematics.com er með viðskiptahugmynd- ina og þjónustuna en hefur samið við Comroad í Þýskalandi um framleiðslu á sjálfum Skamp-búnaðinum en hefur viðskiptasamn- inga við fleiri eins og td. Casio.“ En hvemig atvikaðist það tíl að þú settíst í stjórn Skynet Telemat- ics.com í síðastliðnum mánuði ? „Tom Wilmot var í Reykjavík fyrir um ári. Hann hafði heyrt um mig og fjárfestingar Islendinga í fyrirtækinu. Hann hringdi í mig og bauð mér að hitta sig á Hótel Sögu til spjalls. Við ræddum þar saman nokkuð lengi. Eftir þetta höfum við verið í ágætu sambandi. Eg heimsótti hann og forráðamenn fyrirtækisins á bílasýningu í London í október sL og aftur þegar ég var í London í lok janúar. Það er mikið að gerast í fyrirtækinu og það hefur haldið áhuga mínum á því. Eg hef öðruvísi bakgrunn en margir aðrir; læknir með mik- inn áhuga á tækni sem og reynslu af gerð og sölu hugbúnaðar á erlendum mörkuðum. Ég held að það hafi vakið athygli hans og ef- laust hefúr það líka haft áhrif að hann er íslenskur í aðra ættina og þótt ánægjulegt að sjá fjárfestingar okk- ar í því - og ef til vill fúndist eðli- legt að hópur- inn ætti fúll- trúa í stjórn- inni. Það varð að minnsta kosti úr að þeir buðu mér að setjast í stjórn fyrirtæk- isins.“ Valþór á sjálfur töluverðan hlut í Skynet Telematics.com en hópurinn í heild á yfir 10%. Auk einstaklinga eru nokkrir fagfjár- festar á íslenska fjármálamarkaðnum hlut- hafar. Þónokkrir hafa keypt bréf beint af markaðnum í gegnum Netið eða verðbréfa- stofúr. Alls er talið að um 300 íslendingar eigi núna í fyrirtækinu en fjöldi hluthafa í því er um 900. íslendingar eru því hátt í þriðjungur allra hluthafa. íslenski stimpill- inn er raunar enn sterkari þar sem Bretinn Tom Wilmot er íslenskur í aðra ættina. Fleiri fyrirtæki Fjárfestingahópurinn sem Valþór tengist á orðið í fjölda erlendra fyr- irtækja. Mörg eru í byrjun á hinum svonefnda gráa markaði ytra en stefna á markað eða eru þegar skráð á NAS- DAQ-markaðnum eða undirmörkuðum hans. „Hópurinn á í International Strategy (www.ezyfind.com). Þetta fyrirtæki er með nýstárlega netgátt líkt og Yahoo en það kemur frá Ástraliu og er þegar komið í alþjóðlega dreifingu; vex hratt og dafnar. In- finite Technology (ITCS) er annað er sérhæfir sig í tölvulausnum fyrir grafíska vinnslu eins og fyrir tölvukvikmyndir (video), þrí- víddarmyndir, sýndarveruleika og svo framvegis. Inn í þetta fyr- irtæki eru komnir lykilmenn í nokkrum stórum og þekktum fyr- irtækjum, eins og Texas Instruments. Fyrirtækið vinnur lausnir og framleiðir fyrst og fremst fyrir aðra framleiðendur, þ.e. „business to business". Þetta fyrirtæki er á Nasdaq. Þá á hluti af hópnum í hafnfirska fyrirtækinu Brunnum sem framleiðir ís- þykknivélar. Það er með góða tækni á alþjóðavísu sem ég hef mikla trú á. Brunnar hafa verið í fjárhagslegum vandræðum og staðið fremur illa en þar eru núna komnir nýir stjórnendur og ný stjórn. Við ætlum að taka höndum saman og gera sem mest úr þessu, rétta dæmið við. Þetta verður spennandi en um leið krefj- andi verkefni og ekki er séð fyrir endan á öllum erfiðleikum enn- þá. Að endingu má nefna spennandi íslenskt-enskt hugbúnaðar- fyrirtæki, Memphis Ltd, sem er enn á gráa markaðnum en er með góða hugbúnaðargerð og spennandi framtíðarhoríur." Hvemig metur þú hinar miklu lækkanir sem orðið hafa á Nas- daq markaðnum að undanförnu? „Ég tel að þarna hafi verið um eðlilega leiðréttingu að ræða í mörgum tilvikum. Mörg fyrirtæki eru ekki komin nægilega áleiðis hvað varðar að vinna grunnvinnuna við að byggja sig upp en engu að síður hafði verð þeirra rokið upp. Þegar upp er stað- ið er það hagnaður fyrirtækja sem telur og til lengdar er ekki bara hægt að selja nafúið dotcom eða annað sýndarverðmæti. Ég hef hins vegar mikla trú á tækni- og upplýsingageiranum í framtíðinni og tel að mörg fyrirtæki í þeim geira eigi eftir að sanna sig og ná árangri, önnur heltast úr lestinni eins og gengur." Með sveitablóð í æðum Eiginkona Valþórs er Anna Sigurbjörg Gilsdóttir, frá Neskaupstað, hjúkrunarfræðingur. „Ég kynntist henni í Templarahöllinni á menntaskólaárunum. Fór þangað til að dansa og þar byrjaði dansbakterían hjá okkur. Dans hefur alltaf verið sameiginlegt áhugamál okkar beggja. Við byrjuðum að búa þegar ég var í fimmta bekk í MR Við eigum tvo syni og „Það kannast margir við mig svona," sagði Valþór þegar þessi mynd var tekin. Eins oggejur að skilja eru símtölin mörg og löng vegna fjármála og fjárfestinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.