Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 21

Fregnir - 01.11.1995, Blaðsíða 21
skildu vel kostina við að geta stöðugt fengið stuðning frá öðrum einstaklingi. í lok ráðstefnunnar var stungið upp á því að komið yrði á fót samstarfshópi á vegum NORDINFO sem undirbyggi námsleið sem öll Norðurlöndin gætu nýtt sér. Mikill áhugi var á því að notfæra sér þá reynslu sem fengist hefur en eiga jafnframt samstarf við Breta um skipulag og framkvæmd hinnar nýju námsleiðar. A tímum fjölbreytilegra tölvusamskipta er sannarlega fýsilegt að koma á námsframboði sem að einhverju leyti getur verið sameiginlegt fyrir mörg lönd þó sumir þættir þess geti verið sérstakir í hverju landi fyrir sig. Kristín Indriðadóttir, Kennaraháskóla Islands. Nýtt tímarit um Internetið Lindin hf hefur hleypt af stokkunum nýju tímariti sem heitir Internetió. Ætlunin er að tímaritið komi út á tveggja mánaða fresti en auk þess mun efni blaðsins verða aðgengilegt á heimasíðu Lindarinnar. Þar munu greinar birtast í hverjum mánuði og geta menn hvort heldur pantað áskrift að prentuðu útgáfúnni eða netútgáfúnni. Tímaritið mun birta upplýsingar um íslensk og erlend gagnasöfn, vefsíður og heimildir á netinu. Tímaritið er komið að hluta inn á Internetið sem kynningarblað, en síðan verður það selt í áskrift á 100 kr. á mánuði og einnig mun hægt að fá það í áskrift í prentuðu formi á 300 kr. heftið. Lindin hf hefúr einnig gefíð út nýja bók um Internetið og notkun r Islendinga á þessu töfraneti. Bókin ber nafiiið A upplýsinga- hradbraut. í þessari nýju bók eru frásagnir 15 íslendinga sem nýta sér möguleika netsins á ýmsa vegu. Fregnir 3-4/95 21

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.