Alþýðublaðið - 21.08.1969, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.08.1969, Blaðsíða 7
AlþýSublaðið 21. ágúst 1969 7 ÞEFA UPP EITURLYF □ Lögreglan í Danmörku hrósar nú happi yfir að vera búinn að eignast góða „sam- verkamenn“ í baráttunni við eiturlyf.iasmygl þar í landi. Á dögunum var haldin all nýstárleg sýning, þar sem tveir hundar voru látnir sanna hæfni sína í að finna eiturlyf í far- angri manna eða vösum þeirra. Ekki stóð á hundunum að leysa þessi verkefni fljótt og vel. — Myndin sýnir annan hundinn vísa á eiturlyf, sem falin eru í bílhjólbarða. I MINNING: Árni K. Valdemarsson Hvorki varst þú spurður né heldur ég, — og brostinn er strengur. Árni Valdemarsson prentsmiðjustjóri, sem í dag hverfur til moidar, kveður á miðjum aldri, 46 ára gamall. Hann var Reykvíkingur að ætt og uppruna. Kynni okkar hóf- ust við prentnám í ísafoldar- prentsmiðju lýðveldisárið 1944 og áttum við nokkra samfylgd æ síðan. Það var oft kátt í króknum okkar við prentnámið. En vettvangur starfs og leiks fór að taka á sig alvarlegri myndir, draumadísin var þá þegar komin í spilið og það birti yfir í setjarasal, þegar Halla kom í heimsókn, jafnan hýr í bragði. Vorið 1946 fórum við félag- arnir til Kaupmannahafnar. Ætlunin var að afla sér frekari þékkingar á sviði svartlistar. Það var stutt sumar og ánægju- ríkt. Þau sumarkvöld sat Árni títt við skriftir, það þurfti ekki að spyrja, eiginkonan beið heima. Ég saknaði vissulega góðs félaga, þegar leiðir skildu síðsumars 1946. Árni hafði góða og gilda ástæðu til heim- ferðar, enginn fær undan skor- ast, því „ástin er eins og dögg, sem fellur á hjörtu vor, þegar Guði þóknast.“ — Hallfríður Bjarnadóttir og Árni K. Valde- marsson voru gefin saman í hjónaband 10. nóvember É945. Þau eignuðust 3 börn, Þorgeir Loga og Harald, sem báðir stunda prentnám, og Ingibjörgu, sem leggur fyrir sig iðnnám í hárgreiðslu. Um 15 ára skeið, 1946—1961 hlotnaðist Árna sá trúnaður að verðleikum að vera verkstjóri I í stærstu prentsmiðju landsins, I ísafoldarprentsmiðju. — Hann | naut þess í starfi sínu að vera ■ ágætur iðnaðarmaður, smekk- I vís, skapljúfur og þægilegur i I umgengni. Árið 1961 setti Árni á stofn I eigin prentsmiðju og stýrði til I dauðadags. Verk þessara ára | lofa meistara sinn. « Vegna samfylgdar á námsár- 1 um, vegna nábýlis fyrirtækja S okkar, vegna sameiginlegra á- * hugamála, hélzt vinátta okkar I til hinztu stundar og fyrir það I ber að þakka. Það er sjónarsviptir að Árni _ Valdemarssyni. — Hann var | snyrtimenni til huga og handar, I sómakær iðnaðarmaður og frá- ■ bær fjölskyldufaðir. ■ Árni Valdemarsson var kall- 1 aður brott úr þessari jarðvist á 1 miðjum starfsdegi, — og víst er, að það er mikil reynsla að 'J deyja. Vandamönnum hans, | börnum og eiginkonu er mikill I harmur kveðinn. Megi þeim ■ veitast styrkur á stund sorgar- | innar. Á ungum aldri reyndum við * allir að verða að mönnum. Árna I tókst einnig óumdeilanlega að | verða að góðum dreng. Orðstír 1 hans mun lifa. « Arnbjörn Kristinsson. f Hagsmunasamtök skólafólks □ Hagsmunasamtök skóla- fólks voi’u stofnuð í byrjun þessa sumai-s. í upphafi var bar- áttan gegn atvinnuleysi aðal- verkefni samtakanna. Fram- kvæmd hefur verið atvinnuleys- iskönnun í nokkrum gagnfræða- skólum í byrjun hvers mánáðar, og einnig haft samband við at- vinnumálanefndir menntaskól- anna, og er nú að vænta nýrra talna um atvinnuástandið með- al skólafólks. Hlutverk samtakanna er „að sameina félagsafl skólafólks til baráttu í félags- og hagsmuna- málum.“ Hagsmunasamtökin hafa mjög beitt sér fyrir mál- stað nýstúdenta í læknadeildar- i málinu og öðrum helztu bar- i áttumálum þeirra. Hagsmunasamtökin hafa leit- að stuðnings hjá verkalýðs- [ hreyfingunni og hafa hlotið j fjárstyi'k til starfsins frá Vei’ka- mannafélaginu Dagsbrún. Iðnnemasamband íslands hef- ur leyft samtökunum afnot af skrifstofu sinni að Skólavörðu- stíg 16, sími 14410. 'Starfsmað- I ur er Sveinn R. Hauksson, — (heimasíini 35638). □ „öll stríðsvopn eru tortímindi gagnvart mannin- um, en efnafræðileg og sýklakynjuð vopn eru 'í sér- flokki vopna, sem beita má gegn öllu lífi á jörðinni. Verði þessum vopnum nokkurn tíma beitt að umtals- verðu marki í styrjöld, getur enginn sagt fyrir, bve víðtæk áhrif þeirra verða, né að hve miklu leyti þau breyta því samfélagskerfi og því umhverfi, sem við lifum í. Þess1 yfirvofandi hætta er jafn brýn ifyrir það land, sem byrjar að beita þessum vopnum, eins og fyrir landið, sem verður fyrir árásinni — án tillits til þess hvaða varnaðarráðstafanir árásaraðilinn hefui gert samtímis því sem hann þróaði árásarvopnin . . . Og almennir borgarar verða í enn meiri hættu stadd- ir en hermenn.“ Þetta ei' iitdi'áttui’ úr skýrslu þeirri, sem 14 sérfræðingar sömdu um áhrif hinna svo- nefndu „líffræðilegu“ eða „eðlis fræðilegu" vopna. Séi’fi’æðing- arnir voru tilnefndir af U Thant framkvæmdastjóra samkvæmt ályktun Allsherjarþingsins á fyrra ári. í sérfræðinganefnd- inni voru menn frá löndum aust an og vestan jáx’ntjaldsins, frá stórveldum jafnt og smáþjóð- um. Meðal þeirra var einn Noi’ð urlandabúi, Lars-Ei’ik Tammel- in dósent, deildai’stjóri í rann- sóknamiðstöð sænska hersins. Hann segir um óvissuna í sarn- bandi við þessi vopn; — Sá möguleiki er til dæm- is fyrir hendi, að land sem béit- ir líffræðilegu vopni komi af stað drepsótt, sem taka kynni áratugi að vinna bug á. Svo eru aðrar hræðilegar hliðar á málinu, sem við vitum ekkert með vissu um ennþá, til dæmis hin erfðafræðilegu áhrif. Hér er með öði'um orðum um að ræða vopn, sem haft geta geig- vænleg áhrif á mannkynið margar kynslóðir fram í tim- ann. Við vörum einmitt við þessari stórkostlegu hættu í skýrslunni. U Thant lýkur formála sín- um fyrir skýrslunni með því að hvetja aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að samþykkja og staðfesta Genfarsáttmálann frá 1925, þar sem lagt er blótt bann við notkun eiturgass og sýkla- vopna. og til að skilja þarín sáttmála svo, að hann taki til allra sýklakvnjaðra, efnafræði- legra og líífræðilegra vopna (einnig táragass), og til að stuðla að eyðileggingu slílcra vopna þegar í stað. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.