Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.05.1968, Blaðsíða 9
K.F.U.M K.F.U.K, Fyrir nokkru var haldinn að- alfundur fiskræktarfélagsins Látravík h.f. Á fundinum flutli Jón Sveinsson, rafv.meist ari, framkvæmdastjóri félags- ins, skýrslu félagsstjórnarinn- ar og mun hér getið þess helzta í henni. Hluthafar eru alls 190 og hefur þeim fjölgað um 25 á starfsárinu. Á síðastliðnu sumri var sleppt í Lárvatn á Snæfells- nesi við Grundarfjörð um 45.000 ársgömlum laxaseiðum flestum af sjógöngustærð, en af þeim voru 480 merkt með sérstökum plastmerkjum frá Veiðimálastofnuninni, ennfrem ur var sleppt um 24.200 sum- aröldum laxaseiðum í vatnið. Hafa þá verið sett frá upphafi í Lárvatn, um 110.000 ársgöm- ul og sjógönguseiði og um 140.000 sumaralin laxaseiði, en alls hafa 1.690 sjógönguseiði verið merkt hjá félaginu. Nú í vor á félagið um 350.000 ný- klakin laxaseiði, sem verða al- in fram á sumar hjá Skúla Páls syni Laxalóni í Mosfellssveit, en þar að auki hrygndu um 150 laxar í Lárvatni í haust og vetur. í júní og júlí í fyrra var lokið við gildrubúnað í Lár- ósi og unnið var að þéttingu á hinum 300 m. langa stíflu- garði, en hvorutveggja hefur staðið áf sér öll stórviðri vetr arins. Ekki mátti gildran vera seinna tilbúin, því að seint í júní varð fyrst vaft við lax utan við garðinn, og um miðj an júlí gekk fyrsti fullvaxni laxinn í gildruna, en alls gengu 229 laxar í gildruna fram í miðjan september. Mest var gangan 19. og 20. ágúst, en þessa tvo daga gengu alls 113 laxar. Alls veiddúst í gildruna 6 merktir laxar, allir í ágúst- mánuði, ennfremur veiddust 3 merktir laxar í tveimur sjáv arvöðlum eigi víðsfjarri Lárósi. Allir voru þessir laxar merkt- ir í maí 1966, að Laxalóni í Mosfellssveit, og fluttir þaðan samdægurs í Lárvatn, voru þeir þá 15 — 17 cm að lengd, en þegar þeir veiddust aftur voru þeir 60—70 cm og höfðu lengst um 45 cm að meðaltali frá útsetningu. Vógu laxarn- ir 2—4 kg eftir einn vetur í sjó, en dæmi voru um, að ó- merktir laxar voru 4,5 kg eft ir einn vetur í sjó, sem er ótrú lega ör vöxtur, þar sem ÍSxa- seiðin vega yfirleitt 15—100 grömm, þegar þau ganga til ■ sjávar. Sérstaklega athyglisvert er, að af 850 sjógönguseiðum, merktum í maí 1966, voru 250 ' son. tveggja ára af Elliðaárstofni, en fyrrnefndir 9 merktu full- vöxnu laxar voru einmitt úr hópi þessara seiða, og hin 600 voru ársgömul af Sogs- og Hvítárstofni (Svarthöfða), en ekkert þeirra hefur ennþá endurlieimzt sem fullvaxinn lax, sem stafar líklega af því, að lax af þessum stofnum dvelst oft 2 — 3 ár í sjó, auk þess sem seiðin voru ári yngri þegar þau voru sett út. Alls var 800 sjógönguseiðum sleppt 1966 af tveggja ára Elliðaár- stofninum, en af hinum laxa- stofnunum tveimur um 64,000 ársgömlum seiðum, að hluta í sjógöngustærð. Freistandi er því að álíta, að margir af hin- um 229 endurheimtu löxum í fyrrasumar séu úr hópi seið- anna 800 af Elliðaárstofni og væru það þá góðar heimtur, eða 20—30%. En ómögulegt er að fullyrða neitt um þetta. Á síðastliðnu starfsári voru gerðar ýmsar athuganir á á- standi Lárvalns, mælt hitastig á ýmsum tímum og seltustig, einnig var, sem fyrr, fylgzt með seiðum og ætismöguleik- um. Voru sumar þessar athug- anir gerðar af sérfróðum mönnum og fundu þeir m.a. margar tegundir lífvera í vatn inu. Um miðjan marz síðast- liðinn var hitaslig vatnsins 1°. Voru þá teknir úr vatninu í rannsóknarskyni, 4 fullvaxn ir laxar, 3 urriðar, 2 bleikj- ur og 2 laxaseiði, 20 og 24 cm. Einn fullvaxni laxinn virtist ekki hafa lokið hrygningu, því að ennþá voru hrogn í hon um er hann veiddist. Æti virð ist haldast yfir veturinn, eins og raunar hefur komið í Ijós fyrr, því að í flestum fiskun- um fannst mikið af marfló, m.a. var einn fullvaxni lax- inn úttroðinn af henni, enn- fremur fundust í nokkrum fiskanna: ánamaðkar, botn- dýr og botngróður. Alhugun á fyrrnefndum 11 fiskum var gerð af mönnum í Hafránn- sóknastofnuninni og Veiði- málastofnuninni. í fyrra sumar varð varl við, að menn urðu gripnir veiðiá- huga og voru net sumsstaðar lögð í sjó með ströndinni ut- ar frá Lárósi. Var reynt að sporna við þessu, m.a. með því að fara fram á, að lögregluyf- Framhald á bls. 14, / Séð yfir stíflugarðinn. Flóðgáttin er í forgrunni myndarinnar. Tanginn til hægri á myndinni hefur orðið til, eftir að stíflan var gerð. Óvenjulegur bílvegur. Hér sést mannvirkjagerðin skýrt og greini. lega. Myndir: Jón Sveinsson Óskar Guðmunds- Aldarminning séra Friðriks Dagana 24.-26. þ. m. efna félögin í Reykjavík og Hafnarfirði til samkomuhalda í tilefni af aldarafmæli stofnanda þeirra, séra Friðriks Friðrikssonar. Samkomur iverða hvert kvöld þessa daga kl. 8,30 í húsi félaganna við Amt- mannsstíg. Á samkomunni annað kvöld (föstu dag) flytur séra Sigurjón Guðjónsson, fyrrv. prófastur, erindi um skáldið og rithöfundinn Friðrik Friðriksson. Lesið verður úr verkum hans í bundnu og óbundnu máli. Kórsöngur og einsöngur. Allir velkomnir. K.F.U.M og K.F.U.K. í Reykjavík og Hafnarfirði. Fæðingarheimiliðí Kópavogi auglýsir Vegna áskorana kvenna í Kópavogi hefi ég á- kveðið að halda rekstri fæðingarheimilisins á- fram, óbreytt fyrst um sinn. Eins og fyrr mun utanbæjarkonum veitt mótttaka hvaðan sem er. Sama gjald fyrir allar. Jóhaima Hrafnfjörð, ljósmóðir. Tilkynning frá Rafveitu Hafnarfjarðar Innheimtuskrifstofa Rafveitunnar verður framvegis opin alla virka daga nema laugar- daga kl. 8,30—16,30. Einnig í hádeginu. — Athygli skal vakin á nýju innheimtufyrir- komulagi m. a. að greiða má rafmagnsreikn-.. inga í bönkum bæjarins. Nánari upplýsingar um hið nýja innheimtu- fyrirlcomulag verða sendar öllum notendum, með næstu rafmagnsreikningum. Rafveita Hafnarfjarðar. Þessa árs merki á bifreiðar félagsmanna verða afhent á stöðinni frá 27. maí til 15. júní n.k. Athugið, að þeir sem ekki hafa merkt bifreið ar sínar fyrir 16. júní njóta ekki lengur rétt- inda sem fullgildir félagsmenn og er samn- ingsaðilum Þróttar eftir það óheimilt að taka þá í vinnu. STJÓRNIN. 23- maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ O U „f ■ . ; , , . 1 ' *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.