Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 5 Markús Örn Antonsson Vónbrigði Viðbrögð mín við úrslitunum eru vonbrigði yfir því að hafa hafnað í ío. sætinu,“ sagði Mark- ús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri, í gær. „Ég hafði sett markið á 4. til 6. sætið í upphafi prófkjörsbaráttunnar og skerpti það svolítið með því að nefna 4. sætið. Ég gerði mér grein fyrir því að þetta yrði þungur róður vegna þess að þama vom þingmenn fyrir sem voru líklegir til þess að fá gott endurkjör. En ég gerði mér nú vonir um að annað þeirra sæta sem losnuðu yrðu mögu- leiki fyrir mig en það varð ekki.“ Markús segist myndu þiggja 10. sætið ef kjörnefnd og fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kæmist að þeirri niðurstöðu að bjóða hinum það. „Ég ætla að vera með í þessu ef mér býðst það.“ Voru mistök að stefna svona hátt, hefðirðu átt að vera hógvœr- ari? „Ég er ekki viss um það. Menn hafa margir hverjir verir hógvær- ir í þessum prófkjörsslag og ekki uppskorið neitt sérstaklega vel í samræmi við það. Menn sem hafa farið í þetta oftar en einu sinni og verið afskaplega hæ- verskir og prúðir í byrjun hafa ekki skilað neinum sérstökum ár- angri með því, en færst í aukana í seinni prófkjörum þegar þeir hafa gert tilkall til ákveðinna sæta ofar á listanum.“ -SG ÍSPRINSESSAN LEONCIE -HINN FRÁBÆRI SKEMMTIKRAFTUR VILL SKEMMTA UM LAND ALLT. MEIRIHÁTTAR SKEMMTIATRIÐI. AUK ÞESS KENNI ÉG SÖNG OG PÍANÓLEIK. SÍMI 4 28 78 Friðrik Sophusson Frambærílegir og sterkir einstaklingar „Þessi niðurstaða leggst náttúrlega mjög vel í mig,“ segir Fríðrik Sop- husson. „Ég hef reyndar ekki skoðað fyrri úrslit en mér sýnist þetta vera besta kosning sem ég hef fengið og er sjálfstæðismönnum þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem ég held að sé ótvíræður fyrir forystu flokksins og reyndar forystuhlutverk hans í rík- isstjórninni. Ég sé ekki annað en það fólk sem lenti í efstu sætunum sé ffambærilegt og sterkir einstaklingar. Ég tel það ekki áfall fyrir flokkinn að ekki hafi náðst bindandi kosning. Þetta eru tæp 50 prósent sem kusu og ein af ástæðunum hlýtur að vera sú að það voru óvenju fáir í kjöri og það er búið að vera að kjósa áður á þessu ári og reyndar í prófkjöri líka. Þannig að það getur ekki verið áfall þegar yfir sjö þúsund Reykvíkingar taka þátt í að raða á lista. Ég held að það teljist þvert á móti stórkostlegur árangur.“ Davíð Oddsson gaf ekki færi á að hafa neitt eftir sér um prófkjörið í gær. -LAE Björn Bjarnason Mér líður vel „Ég er mjög ánægður með úrslitin. Þetta fór alveg eins og ég óskaði eftir. Aðalatriðið fyrir mig var að halda minni stöðu,“segir Bjöm Bjamason. „Mér líður vel sem 3. þingmaður Reykvíkinga og ég mun halda áfrarn að gegna þeim skyldum sem því fylgja.“ Finnstþér ekki áfall fyrir flokkinn að ekki náðist bindandi kosning? „Nei, mér finnst það ekki áfall. Mér finnst um 7000 manna þátttaka vel viðunandi miðað við að þetta er þriðja kosningahrinan sem gengur yf- ir okkur hér í Reykjavík í ár. 1 Sviss eru þjóðaratkvæðagreiðslur tíðar og eftir því sem þær eru offar, þeim mun minni þátttaka verður í þeim. Það er ekkert áfall fyrir það kerfi sem Sviss- lendingar hafa.“ -LAE Geir H. Haarde Besta útkoma mín Úrslitin urðu einn, tveir ogBjörn, en ekki einn, tveir og Geir. Hvað finnst þér um það? „Ég vil bara segja að þetta er mjög góður árangur hjá mér og þetta er besta útkoma sem ég hef fengið í prófkjöri til þessa og ég vil nota tæki- færið og þakka stuðningsmönnum mínum fyrir þeirra ágæta ffamlag í þessu,“ sagði Geir H. Haarde. „Mér þykir sérstaklega gaman að hafa feng- ið, flest atkvæði af öllum sem tóku þátt í þessu. I öðru lagi tel ég að það sé mjög sigurstranglegur listi sem kemur út úr þessu og það er náttúr- lega kjarni málsins. í þriðja lagi tel ég að Björn sé mjög vel að því kominn að vera í 3. sætinu og hans árangur sýnir að hann hefur staðið undir því trausti sem honum var sýnt síðast. Ég tel að hann manni það sæti vel þótt ég hafi viljað vera þar sjálfúr." -LAE Katrín Fjeldsted Ekki síðasta útspilið „Þetta er náttúrlega bara niður- staða þeirra sjálfstæðismanna sem tóku þátt í prófkjörinu og ekkert ann- að en gott um hana að segja,“ sagði Katrín Fjeldsted. „Núverandi þing- menn raðast í sjö efstu sætin og það mátti svo sem sjá það fyrir að sú yrði útkoman og erfitt yrði að brjótast inn í þann hóp. Ég hef verið að fara yfir tölurnar og þar kemur í ljós að ég er með þriðja mesta stuðninginn í 1. sæt- ið og 2. sætið. Ég lít því svo á að mínir stuðningsmenn hafi veitt mér rosa- legan stuðning í rauninni. Ég er nú sú eina sem bað ekki um ákveðið sæti heldur eitt af efstu sætunum og það má svo sem velta því fyrir sér hvort það hafi verið rétta aðferðin en ég verð bara að vera baráttuglöð í þessu.“ -LAE Lára Margrét Ragnarsdóttir Staða kvenna mátt vera aðeins betri „Þessi útkoma leggst vel í mig og ég er ánægð með hana. Ég held að ég geti fyrst og ffemst þakkað hana góðum sjálfstæðismönnum vitt og breitt í flokknum,“ segir Lára Margrét Ragn- arsdóttir. „Ég sæki fylgi mitt ekkert ffekar til eins hóps eða annars innan flokksins. Staða kvennanna á listan- um hefði gjaman mátt vera aðeins hærri en það em mjög sterkir menn á listanum, bæði karlar og konur. Það er svolítil íhaldssemi gagnvart því að setja konur ofarlega og við bíðum bara effir að hugarfarið breytist pínu- lítið á næstu árum.“ Ert ánægð með þinn árangur? „Já, ég er það ég fékk það góða kosningu í 6. sætið og hún nánast jaðrar við 5. sætið, þannig að það er hið besta mál.“ -LAE Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 5. nóvember Ungur maður úr atvinnulífinu / JÖFNUN ATKVÆÐISRÉTTAR Atkvæðisrétt landsmanna verður að jafna. Kjördæmaskipun landsins þarf að taka til endurskoðunar og kosningalögin eiga að vera skiljanleg fyrir hinn almenna borgara. Atkvæðajöfnun á að framkvæma með fækkun þingsæta, en ekki fjölgun, eins og ávallt hefur gerst samhliða slíkum leiðréttingum. / NÝ VIÐHORF í UMHVERFISMÁLUM Umhverfismál mega ekki verða að skrifræðisbákni eða nýjum skattstofni fyrir vinstri tnenn. Vænlegra er að aðgerðir hins opinbera felist í því að hvetja fyrirtæki til að gera umhverfisvernd að þætti í gæðastjórnun. / EFLING ATVINNULÍFSINS Lækka ber hlutfall virðisaukaskattsins og færa hann í eitt þrep. Skattastefnan verður að miðast við að auka samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja, ábatinn af því kemur öllum þegnum landsins til góða. Meðal annars ber að auka skattaívilnanir vegna nýsköpunar og rannsóknarstarfa. / Lækkun matarverðs til neytenda Veruleg lækkun matawerðs er mikilvægasta kjarabótin fyrir alla landsmenn. Slíkri lækkun má na fram með frjálsum innflutningi landbunaðarafurða, sem hefði í för með sér mikla verðsamkeppni, sem myndi skila sér til neytenda. Einnig verður að afnema mismunun milli einstakra búgreina og geia íslenskum landbúnaði kleift að takast á við erlenda samkeppni á heilbrigðum grundvelli. X VIKTOR B. KJARTANSSON í 5. sæti STUÐNINGSMENN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.