Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 22.05.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR I Irglitakpppni MRA Meistanataktar Houston Barkley segist vera hættur •Leikmenn Houston Rockets sýndu frábæra frammistöðu og lögðu Phoenix Suns, 115-114, á heimavelli þeirra síðarnefndu í oddaleik liðanna um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Petta var þriðji leikur Houston í röð sem þeir urðu að sigra í til þess að falla ekki úr keppni, en leikmenn Houston virðast þrífast best undir pressu á við þessa og sýndu að það var engin tilviljun að þeir urðu meistarar í fyrra. „Við höfum trú á okkur sjálf- um,“ sagði Olajuwon, sem skor- aði 16 af 29 stigum sínum í fjórða hluta leiksins. „Við erum ennþá meistararnir. Við verðum bara að vera hógværir, spila af krafti, þá held ég að við getum endur- tekið leikinn." Clyde Drexler skoraði einnig 29 stig fyrir Houston, sem sló Pho- enix út úr úrslitakeppninni ann- að árið í röð í sjö leikja seríu.s Með sigrinum varð Houstonl fyrsta liðið í 13 ár til þess að“ komast áfram í úrslitakeppninni eftir að hafa lent 3-1 undir. Tap Phoenix skyggði á frá- bæra frammistöðu Kevins John- son, sem setti persónulegt met og skoraði 46 stig. Hittni John- sons var með eindæmum góð en hann setti niður 21 af 22 skotum sínum af vítalínunni. Charles Barkley var illa hrjáður af meiðsl- um en átti engu að síður góðan RikSmits, hollenski mið- herjinn í Indiana Pacers, nær skoti yfir Patrick Ewing, miðherja og leiðtoga New York Knicks, sem nú eru úr leik eftir 95-97 stiga tap í gærkvöldi. leik, skoraði 18 stig og tók 23 frá- köst. Barkley var mjög miður sín eftir leikinn og sagði að hann væri að öllum líkindum hættur að spila körfubolta. Barkley hef- ur áður talað um að leggja skóna á hilluna án þess að láta verða ef því, en það yrði svo sannarlega sjónarsviptir að þessum litríka og skemmtilega leikmanni ef hann ákveður að standa við orð sín að þessu sinni. Houston var 10 stigum undir í hálf- leik og Phoenix virt- ist ætla að klára dæmið. Drexler og Sam Cassell voru hins vegar ekki á því að gefast upp og sýndu hreint ótrúlegan leik í þriðja fjórðungi og settu samtals niður 26 stig, Drexler 14 og _ Cassel 12. Á meðan | þessu stóð sat“ Olajuwon á bekknum vegna villuvandræða og meiðsla og horfði á félaga sína snúa leiknum sér í hag. Olajuwon kom síðan aftur til skjalanna í loka- fjórðungnum og leiddi sína menn til sigurs með því að skora þá 16 stig.B Charles Barkley og Hakeem Olajuwon kljást í síðasta leik Phoenix og Houston. Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á góðri siglingu á Kleifar- vatnsleið. Sigurvegarar Norðdekk- flokksins, Hjört- ur P. Jónsson og ísak Guðjóns- son, sýndu góð tilþrif í sínu fyrsta ralli. ■ ■ ... i: þær sem lentu í fyrsta til þriðja sæti auk sigurvegaranna í Norðdekk- flokknum. Frá hægri: Rúnar Jónsson, Óskar Ólafsson, Hjörtur P. Jónsson, Stein- grímur Ingason, Páll Kári Pálsson, Jón R. Ragnarsson, ísak Guðjónsson og Jóhannes Jóhannesson. Fyrsta, annað, þriðja og — fyrsta! Her sjast bilarnir sem lentu í fyrsta, öðru og þriðja sæti aranna í Norðdekk-flokknum. —-aukbílssigurveg- Islandsmeistararnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson voru i goou tormi um helgina og sigruðu örugglega í fyrsta ralli sumarsins. Ekki minni eftirtekt en rallbílarnir sjálfir hlaut eftirfarinn í Hafnar- fjarðarrallinu, en hann varað þessu sinni splunkunýr Hummer-jeppi, sem hinn gamalreyndi rallari Ævar Hjartarson hefur hafið innflutning á. því sú, að þrátt fyrir mikinn hraða var keppnin lítil í topp- baráttunni það sem eftir var rallsins — þrír efstu höfðu sín sæti allörugg og héldu þeim allt til endamarks. Sigurvegarinn, Rúnar Jóns- son, hafði þetta að segja þegar hann var að ralli loknu inntur álits á úrslitunum: „Það er að sjálfsögðu góð til- finning að vinna fyrsta rall árs- ins — það hefur okkur ekki tek- ist áður eftir því sem ég man best. Keppnin í toppbaráttunni hefur reyndar oft verið meiri; það var nokkuð óvænt að okkur tækist að halda forystunni svona frá upphafi til enda. Við erum vanir því að Steingrímur veiti okkur harða samkeppni, það er yfirleitt meiri keppni milli okkar en var í dag. En við erum í fínu formi, það hefur örugglega sitt að segja. Ástand veganna er líka hugsanlega okkur á fjór- hjóladrifinu eilítið í hag; sérleið- irnar eru sumar grófar, þurrar og lausar. í mikilli lausamöl er verra að hafa bara afturdrif. En þetta var bara fyrsta keppni sumarsins; við eigum eftir að etja kappi við Steingrím í fleiri keppnum og hver verður ís- landsmeistari kemur fyrst í Ijós í haust. Sigur í fyrstu keppninni er þó óneitanlega gott veganesti — nú ætlum við okkur bara að halda sama striki og stefna á að halda titlinum." SPENNANDI KEPPNI í NORÐDEKK-FLOKKNUM Það sýndi sig í þessu fyrsta ralli ársins, að spennan í rallinu í sumar verður mest í Norðdekk- flokknum svokallaða. Um Norð- dekk-flokkinn gilda sérstakar reglur: Til að vera gjaldgengur í honum þarf bíllinn að hafa vél sem er að hámarki 1.600 ccm og drif á aðeins einum öxli; öku- menn með A-réttindi eru útilok- aðir frá keppni í flokknum, en í honum er keppt til sjálfstæðra verðlauna. Norðdekk-flokkurinn hefur opnað óreyndari mönnum leið til þátttöku í ralli án þess að kosta þurfi til þess háum fjár- hæðum. Alís voru fjórir bílar skráðir til leiks í Norðdekk- flokknum. Baráttan var hörð all- an tímann á milli Corollanna þriggja, sem höfðu rásnúmer 5, 6 og 8. Fjórða-áhöfnin,. sem keppti á framdrifnum Peugeot 205 (rásnúmer 9), ók í upphafi rallsins á eilítið lakari tíma en „flokksbræður" þeirra á Coroll- unum, en þeir lentu svo líka í hremmingum, sem gerðu út af við möguleika þeirra á að ná betra sæti. Á fjórðu sérleið fauk upp húddið og á þeirri fimmtu vildi ekki betur til en svo að þeir veltu. Með snarræði og harð- fylgi tókst þeim félögum, Þorkatli Símonarsyni og Þórarni Þórssyni, að koma bílnum aftur á hjólin, halda sér í keppninni og klára rallið! Á fyrstu sérleiðunum náðu Rúnar Tómasson og Sigurður Gunnarsson bestu tímunum í flokknum, en á fjórðu sérleið, Isólfsskála, sprakk hjá þeim, sem kostaði þá að minnsta kosti 90 sekúndur. Hjörtur P. Jónsson og Isak Guðjónsson, sem komu fast á hæla Rúnars og Sigurðar á fyrstu sérleiðunum, tóku við for- ystunni í flokknum og héldu henni til endamarks, sem skilaði þeim í fjórða sætið í heildina. Þorsteinn P. Sverrisson og Ingvar Guðmundsson á þriðju Coroll- unni (með rásnúmer 6) náðu •bestum tíma í flokknum á nokkr- um leiðum, en enduðu 55 sek- úndum á eftir Hirti og ísak. Að rallinu loknu fékkst sigur- vegarinn í flokknum, Hjörtur P. Jónsson, til að segja nokkur orð um úrslitin: „Það er mjög ánægjuleg til- finning að hafa náð sigri í flokkn- um. Þetta var fyrsta rallið sem ég tók þátt í sem ökumaður, og samkeppnin í flokknum var mjög jöfn og hörð. Við eigum það allir sameiginlegt, nýliðarn- ir, að við gerum mörg mistök ennþá, feilskiptingar eru til dæmis allt of algengar; það tek- ur sinn tíma að komast upp í þjálfun. En eins og sannaðist í þessu ralli er keppnin í Norð- dekk-flokknum mjög jöfn og útlit fyrir spennandi keppni í sumar. Bílum á eftir að fjölga í flokknum í næstu keppnum. Mér líst vel á framhaldið, ég, ísak og þjón- ustuliðið okkar myndum sterka liðsheild sem eykur manni sjálfstraust og trú á áframhald- andi góðan árangur." Það urðu fleiri fyrir skakka- föllum í þessu ralli en þeir veltufélagar á Peugeotnum, sem sagt var frá hér að ofan. Þegar á annarri sérleið urðu tveir bílar að hætta keppni: Vauxhall Che- vette þeirra Sigurðar Braga Guð- mundssonar og Rögnvaldar Pálmasonar bræddi úr sér og í Lada Samara-bíl þeirra Jóns B. Hrólfssonar og Einars L. Lee gaf vatnslásinn sig sem varð til þess að heddpakkningin fór. Stefán Ásgeirsson og Birgir Már Guðnason á Ford Escort með Ro- ver V8-vél (gengi X) urðu fyrir því óláni að sprengja dekk í tví- gang á þriðju og fjórðu sérleið (ísólfsskálaleið fram og til baka frá Grindavík), svo að þeir neyddust til að aka alla fjórðu sérleiðina á sprungnu. Við þetta töpuðu þeir það miklum tíma, að þótt þeir hefðu oftast náð fjórða besta tíma urðu þeir að lokum að gera sig ánægða með sjötta sætið. Skipulag og framkvæmd ralls- ins tókst með ágætum og lauk því á áætluðum tíma um klukk- an fjögur síðdegis hjá Aðalskoð- un í Hafnarfirði. Áætlað er að næsta rall fari fram 24. júní næstkomandi. Það verður einn- ig haldið á vegum Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur.B UM MIÐJAN BADMINT0N íslendingar töpuðu síð- asta leik sínum á heims- meistarumótinu í badm- inton, sem fram fer þessa dagana í Lausanne í Sviss. Pólverjar sigruðu okkar fólk 5-0 og lentu íslendingar því í þriðja sœti í sínum riðli og um miðjan hóp í heildar- keppninni, en alls taka 50 þjóðir þátt í henni. Einstaklingskeppni hefst í dag, mánudaginn 22. maíM PÚAÐ Á FAXA SAMKVÆMT VENJU. VÖLDU ALLTAF VITLAUST LIÐ íslensku áhorfendurnir í Laugardalshöll ákváðu að styðja Króata í úr- slitaleik þeirra við Frakka. Pað var eftir öðru í keppninni en áhorfendur virtust alltaf styðja oitlaust lið — eða það lið sem tapaði. Þessu til staðfestingar tóku þeir upp á að púa á Staffan „Faxa“ Olsson í leiknum um 3. sœti og auðvitað unnu Svíar. Enginn skilur reyndar af hverju var púað á Faxa, þar sem ekki er vitað til þess að hann hafi gert íslendingum grikk í þessari keppniM Eins og nœrri má geta brutust út gífurleg fagn- aðarlœti í Tórínó ígœr þegar fyrsti ítaliumeist- aratitill Juventus í níu ár var í höfn eftiryfir- burðasigur gegn Parma í gœr. Parma, sem varð að vinna leikinn til að halda lifí í voninni um titilinn, átti aldrei möguleika í leiknum og er nú tíu stigum á eftir Juventus þegar aðeins tvœr umferðir eru eftir. Mörkin gerðu þeir Vialli, Deschamps og grárefur- inn Ravanelli, sem skor- aði tvö mörk. Roberto Baggio vann hér með sinn fyrsta (talíumeist- aratitil, en hann átti frábœran leik og lagði upp þrjú markannaM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.