Helgarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Bréf til Karls Th. Birgissonar Að lokum legg ég til... Sæll vertu. Á ég að segja þér, Kalli, að mér finnst þú vera farinn að líkjast dálítið honum Kató gamla í skrifum þínum um fjöl- miðla: „Að lokum legg ég til að Ríkisútvarpið verði rekið út af almennum auglýsingamark- aði...“ Þetta hljómar orðið í hverju tölublaði af Helgarpóst- inum og hefur fyrir löngu misst bæði merkingu og áhrifamátt. Og ég er satt að segja orðinn hundleiður á að heyra þetta vegna þess að þetta er svo vanhugsað. í síðasta blaði endurómar þetta í svari við grein Lilju Á. Guðmundsdóttur. í sama blaði er leiðarinn lagður undir lof- söng um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu sem Ríkisend- urskoðun sendi frá sér í síð- ustu viku. En af því mér finnst þú aðeins hafa lesið það sem hentar þér í þeirri úttekt lang- ar mig að benda þér á eitt at- riði sem greinilega hefur farið framhjá þér og leggja svo fyrir þig nokkrar spurningar. Skyldur Ríkisútvarpsins Ég veit að þér er bölvanlega við að hið opinbera móti sér fjölmiðlastefnu, en það hefur Alþingi nú samt gert að nokkru leyti og einn partur þeirrar stefnu birtist í lögum um út- varp. Þar er Ríkisútvarpinu m.a. lögð sú skylda á herðar að senda út tvær hljóðvarpsdag- skrár og eina sjónvarpsdag- skrá og skulu útsendingar ná til alls landsins og næstu miða. í úttekt Ríkisendurskoðunar segir svo á bls. 9 um þetta til- tekna markmið: „Nokkuð skortir á að þessum markmiðum sé náð. Til þess að svo geti orðið er áœtlað að fjár- festa þurfi fyrir allt að 4,7 millj- arða króna og að árlegur við- bðtarrekstrarkostnaður Rfkisút- varpsins verði um 830 milljónir króna. Hœkka þyrfti afnota- gjöldin um 760 krónur á mán- uði efná œtti þessum markmið- um...“ Þegar betur er rýnt í þessar tölur sést að obbinn af fjár- þörfinni eða tæpir 3,5 milljarð- ar króna er stofnkostnaður við dreifikerfi svo hægt sé að koma sendingum stofnunar- innar um allt land og næstu mið. Afgangurinn er stofn- kostnaður við fimm lands- hlutastöðvar (þar af eina í Reykjavík) og fræðsluvarp, en við skulum láta það liggja milli Hún snýst nú samt... Æi, Þröstur, þetta fer nú að verða þreytandi umræða. Það er raunar freistandi að hætta þessu tuði, úr því mér hefur ekki tekizt að gera mig skiljan- legan núna tvær vikur í röð. En ég get verið þrjózkur. Laggó: Innlegg mitt var um tvennt. Að okkur væri sterkt Ríkisút- varp nauðsynlegt (svarið er sumsé já við fyrstu spurning- unni), en um leið að núverandi fyrirkomulag afnotagjalda stæðist ekki. Það er bæði ósanngjarnt og stríðir gegn öll- um eðlilegum viðskiptaleik- reglum, þ.e. að til þess að geta nýtt mér þjónustu eins aðila á markaði þurfi ég að borga öðr- um fyrst. Það er út í hött. Ég lagði til í staðinn að RÚV yrði kostað af almennu skattfé, með föstu framlagi úr ríkis- sjóði. Það væri tilfærsla á sköttum, frá eigendum út- varps- og sjónvarpstækja (sem myndu losna undan af- notagjaldinu) til almennra skattgreiðenda. í öðru lagi að á meðan Ríkis- útvarpið nyti greiðslna úr ríkis- sjóði gengi ekki að það keppti við einkaaðila um auglýsinga- tekjur, sem eru þeim iífsnauð- synlegar. Það er ekki sann- gjarnt og dregur úr afkomu- möguleikum einkafjölmiðla sem hafa, þrátt fyrir allt, stór- bætt íslenzkt fjölmiðlaum- hverfi. Þess vegna lagði ég líka til að RÚV færi af auglýsinga- markaðnum. Þetta þýðir væntanlega að hækka þurfi framlög úr ríkis- sjóði til að gera Ríkisútvarpinu fært að sinna hlutverki sínu. Annars vegar til að klára nauð- synlega fjárfestingu og hins vegar til að tryggja rekstrar- tekjur. Þá verður svo að vera. Þýðir það skattahækkanir? Ekki nauðsynlega. Ég er tilbú- inn að hafa nokkrar skoðanir á því hvar mætti lækka ríkisút- gjöld pg hvernig mætti spara hjá RÚV, en þetta er ekki vett- vangurinn til þess. Hins vegar vil ég að ríkið láti staðar numið þarna — með sterku Ríkisútvarpi sem truflar markaðinn eins lítið og unnt er - og skipti sér ekki frekar af fjöi- miðlun í landinu. Og kemur þar að skandinavísku martröð- inni. í greininni, sem þú vísar til, er talað af nokkurri aðdáun um þann praxís Norðmanna, að ríkisstyrkja dagblöð, „sér- staklega dagblöð úti á lands- byggðinni sem orðið hafa und- ir í samkeppninni við annað blað á staðnum". Af kurteisi við greinarhöfund gerði ég þetta ekki að umræðu- efni í svargrein minni. Hug- myndin er næstum því of vit- laus til að í hana sé eytt prentsvertu. Það kemst ekki inn í minn þykka haus, nema hugsanlega sem brandari, að ríkið eigi að styrkja dagbiöð sem hafa orðið undir í sam- keppni, bara af því að þau eru til. Ég þykist vita að röksemdin sé, að blöð séu lýðræðinu nauðsynleg og blaðalestur sé hverri þjóð hollur. Ég get tekið undir það síðarnefnda, en seint samþykki ég að bara ein- hver blöð, blaðanna vegna, séu lýðræðinu holl. Góð blöð eru góð og fólk vill lesa þau. Vond blöð, sem ekki nógu margt fólk nennir að lesa, eiga að hætta að koma út. Það væri raunar atvinnuör- yggi í því fólgið að vita að ríkið myndi borga brúsann, sama hvernig blaðið gengi. En ekki held ég þó að það sé uppskrift að góðu blaði eða góðri fjöl- miðlun. Frekar uppskrift að leti, kraftleysi og hugmynda- leysi. Og ekki get ég ímyndað mér að þú viljir stuðla að því. Ég hef sumsé ekki trú á að með ríkisstyrkjum megi búa til gott fjölmiðlakerfi, ekki frekar en þeim hefur tekizt að bæta landbúnaðarkerfið, útgerðina, fiskvinnsluna og allt hitt. Fjöl- miðlun er nefnilega líka biss- ness. En, úps! — nú er kominn upp í mér bókhaldarinn. Beztu kveðjur, Karl Th. Birgisson P.S. Það er laukrétt hjá þér að ég er hrifnari af frjálslyndi og hreinum línum í engilsax- neskri hugsun en ríkisstyrkja- forsjárhyggju Skandínava. Því fylgja hins vegar hvorki mar- traðir né krampar — bara svona endalaust tuð. Ekki opinbera stefnu í U Sf: i»> rnmttm ms» ís>?í*«»#«W ZtamémtJSS tií ivartí,«*seiw ‘‘fLSíi, öjgsf: s tgsswg, sffáiS2S55P3S# Um opinbera stefhu í fjölmiðlun eftir Ulju Á. Guömundsdóttur Herra ritsttóTÍ. nTOijitudagítuj 2fi- októH-r sl, birtist i i>la« Hou 8rei» utitiir (itlinum opinbera œtm f tjMmtShm. t:g víl byrja r Jjvt a8 tuikfca fyrir Uaffið ttuli iterii aii unttalsehti t>íngs .'ktuitartlli&ííu «<u optobíra ■<oa 1 ijolmíðlmi seot vtft a K. .kihaniKStWtir Iftgðum tn « m*it var fyrir á Ak igl 1». ofct sfc Hitís vvgitr ttr uð gagttl-ýiilvi'rí livf: ináleitta' auft þessl ntofjólluji <rr. I»ví .Ittt ber ui»í|ítllunin t«ss iggl vtUtl it« hniumiurmn. art Th. Blrgtaoft. Iiciur ekfcl ,líttt sór itJitli* o* biýtitr t>ar njulessar vlnnuregtur vantl- •rar bíaöitmttttttsku. Skríf Hvar stwidur triitta i greinar- serftlnnl? Slftsr s«í;ir KTB: ,Miý fcrun- ar, án þess að ég vtti þaö iyrii víst. aö þær lAtja vtl)í ixrði þrengía itfl ftiyftarh,jJiii á viftfcu- rekntt Ijölrotðlunum ag ieyía ríklttu itö kcppa m þá á ójöíii .Eino tomnín er nð ftt% j kdtparpfð fari af aagtH- hluta. Það er ekki síst þetta mark- mið sem menn hafa í huga þeg- ar þeir eru að verja það fyrir- komulag að Ríkisútvarpið skuli fá bæði lögboðin afnotagjöld og tekjur af auglýsingum. Við vitum vel að það er tiltölulega auðveit og ódýrt að koma sendingum útvarps til rúmlega 90% þjóðarinnar, en afgangur- inn af landinu og miðin eru svo dýr að ríkið hefur hingað til heykst á því og einkastöðvarn- ar láta sig ekki einu sinni dreyma um það. Hvaða leið vilt þú fara? Nú ætla ég að spyrja þig, Kalli, hvort |jú ert samþykkur því að setja Ríkisútvarpinu svona markmið. Ef svarið er nei, þá ætla ég að biðja þig að segja það hátt og skýrt þannig að það heyrist alla leið til Vestfjarða og út á miðin við landið. Ég ætla líka að biðja þig að fara með þetta svar þegar þú leggur næst á Öxnadalsheiðina eða einhvern annan fjallveg í tvísýnu veðri og útvarpið deyr út rétt í þann mund sem þulurinn ætlar að fara að veita þér upplýsingar um veður og færð. En ef þú svarar játandi þá ætla ég að biðja þig að segja mér hvaða leið þú vilt fara til að ná markmiðinu. í málflutn- ingi þínum um auglýsingatekj- ur Ríkisútvarpsins hefur þú hingað til einskorðað þig við tillögur um að skerða tekjur stofnunarinnar. En þú vilt kannski hækka afnotagjöldin, ekki bara um 760 krónur á mánuði heldur líka sem nemur þeim hálfa milljarði sem Ríkis- útvarpið hefur í auglýsinga- tekjur (sem er u.þ.b. fjórðung- ur tekna stofnunarinnar). Eða viltu kannski sækja þetta fé í ríkissjóð? Á þá að hækka skatt- ana okkar? En í guðanna bænum, ekki segja að það sé hægt að ná þessu markmiði með því að segja liðleskjunum á Ríkisút- varpinu upp og bæta stjórnun- ina. Það þarf vissulega að taka til hendinni þar í ýmsum mál- um eins og úttekt Ríkisendur- skoðunar bendir á. En að halda að það skipti sköpum um fjárhagslega afkomu stofn- unarinnar og möguleika henn- ar á að sinna skyldum sínum er óraunsæi. Skandinavíska martröðin Og fyrst ég er nú byrjaður að hnotabítast þetta í þér þá finnst mér skelfilegt að hugsa til þess hvað þú ert hræddur við skandinavíska forsjár- hyggju í málefnum fjölmiðla. Þú hlýtur að hafa martraðir með þessu. Ég veit að þér læt- ur frjálslyndi engilsaxa mun betur í eyrum, en þú gætir nú að minnsta kosti kynnt þér for- dómalaust hvað aðrir hafa ver- ið að gera. í áðurnefndri grein Lilju er nefnilega minnst á það hvernig Norðmenn hafa hagað sinni styrkjapólitík. Dæmi jæirra sýnir að ríkisvaldið getur bæði haft stefnu í málefnum fjöl- miðla og framfylgt henni án þess að skerða á einn eða neinn hátt frelsi þeirra sem við þá starfa. Og meira að segja aukið bæði lýðræðið, fjöl- breytnina og blaðalestur í leið- inni. Hins vegar get ég skilið ótta þinn við afskipti íslenskra stjórnmálamanna af fjölmiðl- um, þau hafa haft skelfilegar afleiðingar eins og dæmin sanna og á það ekki síður við um frjálsa markaðinn en Ríkis- útvarpið. En ég held að það leysi engan vanda að setjast bara niður, loka eyrunum og kyrja eins og Kató gamli: Að lokum legg ég til... Þröstur Haraldsson blaðamaður og lausamaður hjá Ríkisútvarpinu P.S. Hvað er það sem fær þig til að halda að bókhaldararnir og viðskiptafræðingarnir hjá Ríkisendurskoðun séu öllum öðrum færari um að móta skipulag og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins? Er það þann- ig hjá ykkur á HPI Ertu þá bara leppur fyrir einhvern bókhald- ara? Sami. Ó djei Simpson og Djísus Krœst Ekki entist mér alveg síðasti þáttur til að svara bréfi Rík- harðs Brynjólfssonar á Hvanneyri. Hann segir í lokin: „PS. Ér þessi Ó Djei Simp- son, sem sumir ljósvakamiðl- ar taia um þessa dagana, sá sami sem skrifaður er O.J. Simpson? Gaman væri að heyra þá miðla skammstafa nöfn og heiti á hollensku eða svahílí! Önnur persóna er stundum kölluð upp þegar mikið liggur við í sömu miðl- um, en sá heitir Sísus Kræst eða Djísus Kræst. Er hann í körfuboltanum eða hvað?“ Þetta eru þarfar ábending- ar. Enska er mikið skammstaf- anamál. Aigengt er þar að skammstafa nöfn stofnana og borga og jafnvei fólks. Nú virðist mér sú siðvenja vera að færast æ meir inn í ís- lensku — og það sem verra er; menn nota gjarna enska staf- rófið. Þær skammstafanir, sem al- gengastar eru, tengjast flestar fjölmiðlum. Má þar nefna nöfn útvarps- og sjónvarpsstöðva eins og MTV (emm tí ví) og BBC (bí bí sí). I þessum flokki eru líka ýmsar skammstafanir sem tengjst kvikmyndum og sjónvarpi. O.J. Simpson er af þeim heimi og heitir því hvorki 0 Joð Simpson né Oj Simpson heldur Ó djei Simp- son. Á sama hátt er borgin Los Angeles að breyta um nafn og heitir nú í munni margra fjölmiðlamanna L.A., sem er borið fram ell ei að bandarískum sið. Körfubolti er vin- sæil hér á landi. Mestu snillingar heims í þeirri íþrótt leika í NBA-deildinni í Bandaríkjunum. Áður en farið var að fjalla að ráði um banda- rískan körfubolta í sjónvarpi töluðu áhugasamir íslend- ingar ævinlega um enn bé a-deildina. Nú færist mjög í vöxt að tala um enn bí ei. Oft er talað um bandarísku stofnan- irnar CIA og FBi, og verður æ algengara að nota ensku bók- stafaheitin og nefna þar sí æ ei og eff bí æ — enda koma þessar stofnanir oft við sögu í kvikmyndum. Fleiri dæmi mætti tína til um ensk bók- stafaheiti í íslensku máli, en þessi verða látin duga. Mér finnst þessi tíska til lýta og legg til að vörpungar (þeir sem vinna við útvarps- og sjón- varpsstöðvar) breyti henni. Það eru þeir sem ráða hvort íslensk ungmenni heyra og sjá það nýjasta í emm té vaff eða emm tí ví. — Notum ísienskt stafróf í íslensku máli. Við skulum tii samanburðar skoða hvað gert er í umfjöllun um ýmsar pólitískar stofnanir sem gjarnan eru nefndar ein- hverri skammstöfun. Þar eru heiti stofnananna að jafnaði þýdd og búnar til íslenskar skammstafanir (með íslensk- um bókstafaheitum). Sem dæmi má nefna EES, RÖSE, EB og SÞ. — Um hitt mætti setja á langar tölur, hvernig á að nota punkta og upphafsstafi í skammstöfunum; en það verður ekki gert hér að sinni. Eitt atriði þessu tengt skal þó nefnt. Þegar stofnanir, fé- lög eða fyrirtæki bera heiti sem er fleiri en eitt orð, skal samkvæmt íslenskum staf- setningarreglum einungis skrifa fyrsta orðið með stór- um staf (nema aðrar reglur heimti fleiri stóra stafi). En setjum nú svo að við stofnuð- um félag sem héti Hið íslenska málverndarféiag. Svo ætluð- um við að láta búa til vegg- spjald til að kynna félagið. Þá er býsna hætt við því að aug- lýsingamenn þeir sem við fengjum til starfa settu heiti félagsins upp með enskum hætti og rituðu Hið íslenska Málverndarfélag. — Slík ensk eftiröpun sést alltof oft í aug- lýsingum og pésum sem aug- lýsingastofur setja upp fyrir fyrirtæki. Þegar við íslendingar bölvum notum við einkanlega orðið helvíti og svo ýmis nöfn á húsbóndanum í neðra. í ensku og suður-evrópskum málum tengist ljótur munn- söfnuður miklu meira kynlífi og trú, og nota menn, sem þau mái tala, gjarnan upphrópanir tengdar þeim málaflokkum þegar við Islendingar segjum heivítis djöfull í daglegu tali, en árans ári ef við erum að þýða fyrir sjónvarp. Mér finnst hins vegar alger óþarfi að apa slíkt eftir útlendingum og nota nafn Krists sem blóts- yrði og nefna hann þar að auki upp á ensku, eða þá að segja fökk jú í tíma og ótíma. Slíkt er hvorki íslenska né í samræmi við íslenska biótsyrðahefð. (Algengt er að menn ruglist á orðtökum og slái sam- an tveimur slíkum. Nýlegt dœmi úr útvarpi varþegar ung- lingar suður með sjó fóru að berja hver á öðrum og slags- málin urðu að lokum svo mögnuð að lögreglan skakkað- ist í leikinn.j „Önnur persóna erstundum kölluð upp þegarmikið liggur við, en sá heitirSísus Kræst eða Djísus Krœst. Erhann í körfu- holtanum eða hvað?“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.