Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 13.02.1997, Blaðsíða 24
HELGARPOSTURINN 13. FEBRÚAR 1997 6. TBL. 4. ÁRG. VERÐ 250 KR. Islenskar konur vekja gjarnan eftirtekt og jafnvel furöu er- lendra gesta fyrir frækilega framgöngu í samskiptum kynj- anna. Dönsku nektardansararnir sem skemmtu á Píanóbarn- um og Óðali nú um helgina eru vanir menn og kalla ekki allt ömmu sína í samskiptum viö kvenfólk, en æsingur hinna ís- lensku valkyrja gekk fram af piltunum. Konunum var boöið upp á að fá einkadanssýningar bak viö lukt tjöld. Þetta virðist hafa veriö meira en margar þeirra þoldu og misstu þær algjörlega stjórn á gjöröum sínum. Tveir dansaranna komu verulega skaö- aöir frá einkadansinum, annar útklóraöur og hinn meö vænt tannafar á rassinumi... egar forseti íslands og frú mættu á frumsýningu í Óperunni síðastliöið laugardagskvöld vildi svo óheppilega til að stór jeppabifreið var fyrir framan innganginn. Það var ekki viðlit fýrir forsetahjónin að komast úr bifreið sinni, því sökum griðarlegs fannfergis undanfarna daga voru stórir skaflar alls staðar nema beint fyrirframan innganginn. Sýningin var um það bil aö hefjast og bílstjóri for- setabílsins tók á það ráð að flauta á bílstjóra og farþega í jeppanum. En þrátt fyrir að forsetabíl- stjórinn legðist á flautuna hreyfðist hinn bíllinn ekki úr staö og Ijóst að viðkomandi stóö nokk á sama um vandræði forseta þessa lands. Eftir langt þóf og mik- ið flaut sté loks út úrjeppanum prúðbúinn maöur, Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskips... Hljótt hefur verið um kosningabaráttu biskupsefna að und- anförnu en það þýðir þó ekki að allt sé með kyrrum kjör- um. Séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum er sagður hafa heldur verið að sækja í sig veörið að undanförnu og sumir kirkjunnar menn munu nú vera að komast á þá skoðun að framboð hans sé alls ekki vonlaust. Fram aö þessu hefur Sigurður Sigurðsson vígslubiskup verið álitinn helsti keppi- nautur Karls Sigurbjömssonar. Nú þykjast menn sjá fram á að ef fýlgi Gunnars á Reynivöllum verði svipaö og Sigurðar eða meira þegar nær dregur kosningum sé hugsanlegt að fýlgismenn Siguröar muni fylkja sér um séra Gunnar, sem þá gæti átt allgóða möguleika á að ná kjöri... Sigurður Georgsson lögmaður fékk áminningu frá stjórn Lögmannafélagsins og síöar Hæstarétti fýrir ummæli um Má Pétursson sem Helgarpósturinn hafði eftir honum á sínum tíma. Sigurður og lögmaður hans, Magnús Thoroddsen, fyrr- verandi forseti Hæstaréttar, kærðu íslenska rikið til Mannréttindadómstólsins í Straséborg eftir úr- skurö Hæstaréttar í þessu máli og laust fýrir ára- mót lýsti mannréttindanefnd dómstólsins því yfir að málið væri hæft til flutnings fyrir dómstólnum. Nýjustu fregnir af málinu eru svo þær að dóm- stóllinn hafi lagt fram tillögu til sátta. Tillagan er sögð ganga út á að tslenska ríkið greiði Sigurði lá skaðabætur og taki á sig allan kostnað. Sigurður er sagöur reiðubúinn að samþykkja sáttatillöguna en í dómsmáiaráðu- neytinu eru menn að sögn tvístígandi... Ínæstu viku er kosiö til Stúdentaráðs Háskóla Islands þar sem Vaka mun freista þess að velta meirihluta Röskvu, sem haldiö hefur velli sl. sex kosningar. Vökumenn eru vondaufir um árangyr eins og má sjá á síöasta Vökublaði. Þar skrifar Björgvin Guðmundsson, sem fariö hefur mikinn síðustu árin T stúdentapólitíkinni, forystugrein og spyr: Hvers vegna í ósköp- unum erekki hægt að kaupa einn bjórí rikinu? Jamm... Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, ætlar að sækjast eftir því aö leiöa lista Sjálfstæðisflokksins við næstu bæjarstjórnarkosningar, en margir bjuggust viö að Sig- urgeir myndi draga sig í hlé eftir aö hafa verið bæjarstjóri allt frá stofnun Seltjarnarneskaupstaðar. Þaö eru ekki góðar fréttir fyrir Jón Hákon Magnússon, sem skipar annað sætið á lista sjálfstæðismanna og haföi hugsað sér aö taka við af Sigur- geiri. Þeim Jóni Hákoni er ekki vel til vina og það eru enn verri fréttir fyrir hann að ekki stendur til að halda prófkjör, en Jón Hákon felldi Emu Nilsen úr öðru sætinu fyrir síðustu kosingar við lítinn fögnuð Sigurgeirs... Ein fasteignasala er nú komin á Veraldarvefinn með heima- síðu þar sem hægt er að skoða söluskrána. Þetta er fast- eignasalan Frón sem jafnframt mun einmitt þessa dagana vera aö ganga frá sölu á ónefndum vestfirskum togara til Danmerk- ur. Og að sjálfsögðu hefur undirbúningur að þeirri sölu nánast einvörðungu farið fram á Vefnúm... upphæö í Domino's Pizzn Ef þú kaupir pizzu og stóran skammt af brauðstöngum - sækir pizzuna, þá færðu aðra pizzu fría. GRENSÁSVEGI 11 • HÖFÐABAKKA 1 • GARÐATORGI 7 • SÍMI 58-12345 Kvennalistinn á sér óljósa framtíö og á Alþingi er farið að bera víurnar T ein- stakar þingkonur. Mest áberandi er hvað Framsóknar- flokkurinn sækist eftir vinfengi við Krístínu Ást- geirsdóttur og lætur hún sér þaö vel líka. Aðrar þingkonur Kvennalistans gefa lítt færi á sér og það gaf þeim orðróm byr aö Krist- ín Einarsdóttir og Guðný Guð- bjömsdóttir íhuguðu sjálfstætt framhaldslíf í pólitTk. Og auðvitaö er búiö að finna handa þeim nýjan flokk. Þær búa til Græningiaflokk meö Hjörleifi Guttormssyni, sem ekki hefur átt hamingjusama vist í Alþýðubanda- laginu undanfariö... Ayfirborðinu er heilmikill völlur á Frjálsri fjöl- miðlun, útgáfufélagi DV, sem komst yfir4/- þýðublaðið í síðustu viku og stofnaði til Dags- Tímans fyrir stuttu. Flaggskipið sjálft er hins veg- ar ekki í góðum málum gagnvart helsta keppi- naut sínum, Morgunblaðinu. Upplag DV hefur skroppið saman og ekki I annan tíma veriö jafn- mikill munur á prentuðum eintökum blaðanna . tveggja...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.