Alþýðublaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.12.1972, Blaðsíða 3
Nú fer hann að lengja t gær var skemmstur sólar- gangur og vetrarsólhvörf. Fer þvi nú með hverjum degi að lengjast sá timi, sem sólar nýt- ur á norðurhveli jarðar. Þetta vitum við nútimamenn úr almanakinu. Almenn þekking á gangi him- intunglanna hefur liklega aldrei verið minni en hún er nú. For- feður okkar vissu þessa hluti löngu fyrr en nokkrar sögur greina og hátið ljóssins er eld- forn, og stóð, til skamms tima, i engu sambandi við fæðingu Frelsarans. Langafar okkar miðuðu við tunglið, þegar þeir skiptu árinu i mánuði. t fyrra- dag var fullt tungl og þá byrjaði sá mánuður, sem Mörsugur nefndist, eftir þeirra timatali. Skammdeginu veldur halli sá, sem möndull jarðar myndar við braut sólarinnar. Vegna þess, að sólbrautin er sporbaugur. lengir daginn hægar fyrst eftir vetrarsólhvörf og nú næstu daga ekki nema fáeinar minútur dag hvern. Þýzkur stjörnufræðingur, Jo- hannes Kepler, var lærisveinn og aðstoðarmaður Danans Tycho Brahes. Byggði hann lögmál á rannsóknum meistara sins, sem við hann er kennt, Keplers-lögmálið. Er það nú rúmlega 400 ára gamalt. A þessum fræðum hefur verið þekking i Evrópu frá aida öðli. Nýlegar fornleifarannsóknir á menningu Megalita, sem byggðu m.a. Bretlandseyjar, hafa sannað þetta. t hinni helgu Jerúsalem var sólargangur i gær tveim stund- um skemmri en hann verður lengstur. Gyðingar fögnuðu lika lengri degi, og er það eins og hver önnur undursamleg ráð- stöfun almættisins, að Jesús Kristur skyldi i heiminn borinn á slikum fagnaðartima. Allt um það fögnum við nú jói- um og bjartari dögum og i öllum skilningi fer nú i hönd sannköll- uð ljóssins hátið. jgamjerðÚMrf Umferðarnefnd og lögregian i Reykjavik og lög- reglan i Hafnarfirði. Gull- bringu- og Kjósarsýslu efna til getraunar fyrir skólabörn, sem nefnist ,,t jólaumferðinni”. Get- raunaseðlum hefur verið dreift til allra skólabarna á aldrinum 7-12 ára. Getraunin er þannig uppbyggð, að börnin eiga að svara 10 spurningum um um- ferðamál með aðstoð foreldra og forráðamanna. t Reykjavik eru vinningar 150 bækur og 2 reiðhjól. t Hafnar- firði og Gullbringu- og Kjósar- sýslu eru vinningar 50 bækur. Dregið verður úr réltum svör- um á Þorláksmessu og munu lögreglumenn aka vinningunum heim til barnanna á aðfanga- dag. Þetta er i sjötta skipti, sem efnt er til getraunarinnar ,,í jólaumferðinni”. FISK- URINN BAN- EITR- AÐUR! Japanska stjórnin varaði i gær við þvi að fiskur, sem veiddur er á miðunum umhverfis Japan kunni að innihalda svo mikið magn hins eitraða, kemiska efnis PBC, að það geti verið lifshættulegt að borða hann. Japanska útvarpið gerði mikið úr þessari frétt i gærkvöldi, sem er enda skiljanlegt, þvi Japanir eru mesta fiskneyzluþjóð i heimi. Einkenni PBC-eitrunar eru ýmis- leg, en helzt þau að ber 5 ógleði, uppköstum, augnlokin bólgna, eymsli i útlimum, vaxtarbreyt- ingar á nöglum og kvalir i húð- inni. Sé um magn að ræða leitir eitrunin nær undantekninga- laust til dauða. Ráðuneyti það, sem hefur með fiskveiðar og umhverfisvernd að gera upplýsti i aðvöruninni að nær allar tegundii liska. sem veiðast á 11 helztu miðunum umhverfis Japan, hefðu reynzt hafa inni að halda, er visinda- leg rannsókn var gerð, meira en 3 ppm PBC, eða þrjá millj- ónustu, sem er hámark PBC Framhald á 16. siðu. SJO ARA AFMÆLI 5 ÁRA ÁÆTLUNAR Borgarstjórnarmeirihluti Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik á það sameiginlegt með Rússum, að honum gengur illa að ljúka við 5 ára áætlanirnar. Nú er 5 ára áætl- un um byggingu ibúðarhúsnæðis, sem samþykkt var af borgar- stjórn um miðjan marz 1966, brátt orðin 7 ára gömul, og er áætlun- inni þó enn ólokið. t ályktunartillögu, sem minni- hlutaflokkarnir i borgarstjórn Reykjavikur hafa borið fram sameiginlega, er lagt til, að kapp- kostað verði að ljúka fyrrgreindri 5 ára áætlun i ibúðabyggingum á árinu 1973. Jafnframt leggja minnihluta- flokkarnir til, að reistar verði samtals 350 ibúðir á vegum Grunaðir hass- menn yfirheyrðir ,HEROIN-HNEYKSLI í NEW YORK 200 manna flokkur sér- þjálfaöra lögreglumanna leita nú ákaft 130 kílóa af heróini og kókaíni sem horfið hefur úr vörzlu lög- reglunnar í New York. ,,Þetta er mesta hneyksli sem ég hef vitað til innan lögreglunnar", sagði Pathrick Murphy, lögreglustjóri New York borgar, á fundi með blaðamönnum í gær. Þetta mikla magn eit- urlyfja hefur lögreglan í New York komizt yfir á undanförnum árum. Átti það að vera í öruggri vörzlu, og var ekki vitað betur en svo væri, þegar hið sanna kom skyndilega i Ijós. Nú þegar Ijóst er, að horfið hafa 58 kíló af kókaíni og 72 kíló af heróini, og er jafnvel bú- izt við að meira vanti. I sumum tilfellum átti að nota eiturlyfin sem sönnunargögn í réttar- höldum gegn smyglurum. Þannig var það t.d. með 43 kíló af heróíni sem gert var upptækt 1962, hin svo- kallaða franska sending. Mál þetta hefur orðið víð- frægt, bæði af bókum og í kvikmynd. Var bókin framhaldssaga i Alþýðu- blaðinu fyrr á þessu ári. / / LOFTARASIRNAR: 2 SENDIRAD f HANOIIIRDU FYRIR ÁRÁS borgarinnar á árunum 1974-1977 og borgarstjórn mæti með þeim hætti hinum gifurlega húsnæðis- skorti, sem nú rikir i Reykjavik. Minnihlutaflokkarnir leggja til, að þessar 350 ibúðir skiptist þann- ig: 1. Byggðar verði 100 ibúðir fyrir aldrað fólk. 1 búðir þessar verði bæði fyrir einhleypinga og hjón og sérstaklega hannaðar með það i huga, að þær henti sem bezt öldruðu fólki. 2. Byggðar verði 150 tveggja herbergja ibúðir, er eingöngu verði leigðar ungu fólki , sem er að stofna heimili. Hámarksleigu- timi i þessum ibúðum verði 3-5 ár. 3. Byggðar verði 100 ibúðir, tveggja, þriggja og fjögurra her- bergja og leigðar efnalitlu fólki, sem er i húsnæðisvandræðum. Framhald á 7. siðu. Bandariskar sprengjuflugvélar héldu áfram sprengjuárásum á skotmörk i Norður-Vietnam af fullum krafti fjórða daginn i röð, og samkvæmt fréttum frá Hanoi og Haiphong hefur orðið gifurlegt manntjón, og miklar skemmdir á mannvirkjum. 1 Hanoi skemmdust sendiráð Kúbu og Egyptalands, aðaljárn- brautarstöð borgarinnar, orkuver og flugvöllurinn skemmdist. Yfir- herstjórnin i Saigon hefur engar tilkynningar gefið út um skemmdir af völdum sprengju- árásanna. Aftur á móti hefur yfirher- stjórnin tilkynnt, að tveggja B-52 sprengjuflugvéla i viðbót sé sakn- að, og þá sé tala týndra f/ugvéla orðin sex eftir að árás;rnar hófust að nýju. Yfirvöld i Hanoi segja hins vegar, að loftvarnarliðið hafi skotið niður niu llugvélar og tekið fjölda bandariskra her- manna til fanga. Á meðan Bandarikjamenn halda lóftárásum á N.-Vietnam áfram af fullum krafti hefur her- stjórn Þjóðfrelsisfylkingarinnar ákveðið að halda sólarhrings vopnahlé á jóla- og nýjársdag. Aður hefur vopnahlé um jól og nýár vanalega verið i þrjá daga hvora helgi. Þá gerðist það á 171. vikulega friðarfundinum i Paris, að full- trúar N.-Vietnam og Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar gengu af fundi til þess að mótmæla sprengjuárás- um Bandarikjamanna á N.-Viet- ; nam. 1 yfirlýsingu frá þeim segir m.a., að árásirnar verði ekki til ! þess, að NN.-Vietnam láti af kröfu sinni um, að Bandarikin undirriti samningsuppkastið, sem lagt var fram 20. nóvember. Ekki hefur verið ákveðið hve- nær næsti fundur verður haldinn, en talað hefur verið um 4. janúar. Oldungadeildarþingmaður demókrata i Kaliforniu, Alan Cranston, lýsti þvi vfir i gær, að hann hygðist leggja fram iaga- frumvarp i bandarisku öldunga- deildinni, sem fela mun i scr stiiðvun striðsaðgcrða Banda- rikjamanna i Victnam fyrir 3. janúar næstkomandi. A hinn bóginn lýsti Barry Gold- water, öldu nga deildarþing- maður, i gær yfir fullum stuðningi við aðgerðir Nixons. Vestur og Austur skrifa undir 1 gær var undirritaður i Austur- Berlin grunnsáttmáli milli Aust- ur- og Vestur-Þýzkalands, sem kveður á um samband rikjanna. 1 sáttmálanum viðurkenna rikin hvort annað, og hann opnar rikj- unum leið til inngöngu i Samein- uðu þjóðirnar. Brandl kanzlari V.-Þýzkalands, sagði i útvarpsræðu eftir undirrit- unina, að samningurinn afmái ekki hinn hugmyndafræðilega mun rikjanna né minnki hann, og hann lagði áherzlu á, að friður verði tryggður á þeim svæðum þar sem árekstrar séu óumflýj- anlegir. Framhald á 7. siðu. Útlendingarnir, sem eru Hol- lendingur og Bandarikjamaður, eru einnig farnir að gefa meiri upplýsingar en i upphafi, en lög- reglustjórinn vildi ekki skýra frá efni þeirra Útlendingarnir voru úrskuðr- aðir i allt að 30 daga gæzluvarð- hald þann 8. desember sl. og sagði lögreglustjóri, að þeir yrðu að öll- um likindum látnir a.m.k. sitja inni fram yfir áramót. Nú er beðið eftir þýðingarmikl- um gögnum erlendis frá, sem væntanleg eru á næstunni. Eru bundnar miklar vonir við, að þær komi verulegum skrið á málið. Allmargir tslendingar hafa nú verið yfirheyrðir vegna handtöku útlendinganna tveggja á Kefla- vikurflugvelli snemma i þessum mánuði, en þeir höfðu um eitt kiló af hassi i fórum sinum, sem talið er að hafi átt að se'ja hér með milligöngu ákveðinr.a Islendinga. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið fékk i gær hjá lög- reglustjóranum á Keflavikurflug- velli, er hér um að ræða Islend- inga, sem likur benda til, að hafi veriðisambandiviðfyrrnefnda út- lendinga. Ekki vildi hann þó segja að svo stöddu, hvort einhver þeirra hafi játað samvinnu við út- lendingana, þar sem rannsóknin væri enn á frumstigi. MENNTASKOLANEMARUPP VÍSIR AÐ NOTKUN Á LSD Rannsóknarlögrcglan og hæjarfógetaembættið i llafnar- firði hafa upplýst LSD mál, sem lögreglan komst á snoðir um fyrir skiimmu. Tveir menntaskóla- nemar piltur og stúlka, voru úr- skurðuð i gæzluvarðhald, en liafa verið látin laus. Samtals voru sex manns viðrið- in málið, tvær stúlkur og fjórir piltar. Upphaflega varð ung stúlka uppvis að þvi að hafa i fórum sin- um einn LSI) skammt og við yfir- heyrslur viðurkenndi hún að hafa fengið efnið hjá menntaskólapilti á dansleik i Reykjavik. Ilann var yfirhcyrður og nokkr- ir aðrir og að lokum kom i ljós, að piltur úr Reykjavik hafði keypt sex skammta i Kristjaniu i Kaup- mannahöfn og haft það með sér til landsins. Efninu hafði hann jkomið fyrir i þerripappir, en : þanuig er nær ómögulegt að finna Iþað. Sigurður llallur Stefánsson, fulltrúi bæjarfógetans i Hafnar- 1 firði vann að rannsókn málsins og ( sagði hann i viðtali við Alþýðu- hlaðið i gærkvöldi, að mál þetta væri minni liáttar og að öllu leyti , upplýst. o Föstudagur 22. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.