Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.02.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprent h.f. BARNASKAPUR ÞJÓÐVILJANS Alltaf er Þjóðviljinn samur við sig. Þrátt fyrir allar yfirlýsingar um, að löngu sé búið að skera á öll opinber tengsl við alheimskommúnismann og stjórnmiðstöðvar hans tvær — Moskvu og Peking — leynir blaðið þvi ekki, að i mati þess á öllum viðburðum liðandi stundar er fyrst af öllu athugað, hvernig þeir fari saman við hagsmuni hins alþjóðlega kommúnisma. Þvi aðeins, að samanburðurinn leiði til hagstæðrar niðurstöðu fyrir „málstaðinn” dæmist viðburðurinn góður i augum Þjóðviljamanna. Eina framförin, sem hjá blaðinu hefur orðið um áratuga skeið er sú, að nú dettur i það svona stöku sinnum að láta sig einhverju varða viðburði eða atvik, sem ekki snerta á nokkurn hátt hagsmuni alheims- kommúnismans — hvorki til ills né góðs. En að blaðið ljái máls á þvi, að eitthvað það kunni að eiga rétt á sér, sem það telur að einhverju leyti ganga á snið við málstað alheimskommúnism- ans er af og frá. Þannig hefur t.d. þab furðulega ástand skap- azt þessa siðustu daga, að i skrifum Þjóðviljans er það orðið algert sáluhjálparatriði i sambandi við björgunarstörfin i Vestmannaeyjum og endurreisn staðarins, að Bandarikjamenn komi þar hvergi nálægt. 1 leiðara eftir leiðara og for- siðufregn eftir forsiðufregn er endurtekið: Bandarikjamenn hafa ekkert gert og Banda- rikjamenn mega ekkert gera. S.l. laugardag var það aðal-forsiðuuppsláttur Þjóðviljans að hlakka yfir þvi, að fregnir Morgunblaðsins um, að Bandarikjamenn hefðu sent af stað hjálparlið til þess að bjarga eignum Eyjamanna hefðu reynzt stórlega ýktar. Til allrar hamingju væri slikt ennþá bara á umræðustigi! Til allrar ham- ingju fyrir hverja? Vestmannaeyinga? Eða málstað alheimskommúnismans, svo skringi- legt sem það nú kann að vera, að það sé ,,mál- staðnum” til framdráttar að bandariskum her- mönnum sé meinað að moka vikri af húsþökum úti i Vestmannaeyjum eða að útvega pramma til þess að flytja á sóffasett og flökunarvélar? Þjóðviljinn er orðinn svo heltekinn af baráttu sinni gegn bandariskum hjálparsveitum og bandariskum hjálparvilja, að annað kemst ekki lengur að og rás viðburða i Vestmannaeyjum snýst ekki lengur um annað. Blaðið og ritstjórar þess hafa sett allt sitt stolt i að koma i veg fyrir að bandarisk aðstoð berist íslendingum og blað- ið slær þvi upp sem sigurfregnum,ef fregnir um bandariskan stuðning reynast ekki á rökum reistar. Þetta viðhorf þeirra Þjóðviljamanna er svo barnalegt og smásálarlegt að það er ekki einu sinni hægt að taka það til alvarlegrar umræðu. Auðvitað ætla íslendingar ekki að betla um að- stoð, hvorki hjá einum né öðrum. En að sjálf- sögðu meta þeir og þakka vinarboð um aðstoð og fyrirgreiðslu og hvaða ástæða er að taka þar eina ákveðna þjóð út úr og sýna henni frekleg- ustu ókurteisi þegar hún vill hjálpa eins og hinir. Barátta Þjóðviljans við bandariskan velvilja og barnalegt sigurhrós hans yfir þvi, sem Banda- rikjamenn ekki gera okkur til aðstoðar er svo heimskulegt að við ekkert verður jafnað — ann- að en þá við fyrri athafnir Þjóðviljans er hann fann sig knúðan til þess að veifa röngu tré þar eð „málstaðurinn” þyrfti á þvi að halda. ÚR HEIMI JAFNAÐAR- STEFNU „STORI NORMAN” SIGURVEGARINN k NfJA-SJÁLANDI Haustið 1972 var mikið um þingkosningar i heiminum. Þá var hrópað hátt um hina miklu kosningasigra Nixons Banda- rikjatorseta og Willy Brandts i Vestur-Þýzkalandi, en minna var rætt um glæsilegan sigur Jafnaðarmannaflokksins i Nýja Sjálandi, sem flokkurinn vann öllum á óvart og e.t.v. átti mikinn hlut i tryggum sigri sósialdemó- krata i Astraiiu einnig. Verka- mannaflokkurinn i Nýja Sjálandi vann 55 þingsæti af 87 sætum ný- sjálenzka þingsins. Flokkurinn fékk þvi 32ja þingsæta meiri- hluta, — miklum mun stærri meirihluta, en ihaldsmenn höfðu nokkru sinni haft. Hvorki meira né minna en 6 af hundraði kjósenda snéru frá ihalds- flokknum og öðrum flokkum yfir til Verkamannaflokksins. Væru kosningaúrslitin mikill sigur fyrir Verkamannaflokkinn, þá voru þau i ennþá rikara mæli stórkostlegur persónulegur sigur fyrir flokksforingjann, hinn 49 ára gamla Norman Eric Kirk, sem hefur veitt flokknum forystu frá þvi árið 1965. Tvisvar áður hefur hann stjórnað flokknum i baráttunni við hinn ihaldssama Þjóðarflokk, sem ávallt virtist hafa mjög sterka stöðu i stjórn- málalifi ný-sjálenzku þjóðarinnar. í þriðja skiptið, sem hann veitti flokki sinum forystu i slikum átökum, lagði hann sig allan fram i baráttunni, og það er ekki svo litið fram að leggja, þvi „Stóri Norman” er 186 cm hár á sokka- leistunum og vegur 104 kg. „Stóri Norman” stjórnaði nú flokki sinum i baráttu fyrir nýrri stefnu, sem m.a. felur i sér, að Nýja Sjáland segi sig úr öryggis- bandalaginu SEATO (hliðstætt NATO og á sama hátt og það með Bandarikin sem hinn „sterka aðila”) og kalli heim þá rösklega lOOOhermenn, sem verið hafa i Vietnam og Singapore. Jafnframt fól þessi nýja stefna Verkamannaflokksins það i sér, að Nýja Sjáland viðurkenndi stjórn Alþýðulýðveldisins Kina og tæki upp stjórnmálasamskipti við hana. En þrátt fyrir þessi nýju við- horf i utanrikismálum fól hin nýja stefna Verkamannaflokksins þó i sér ennþá meiri umbreytingar i innanrikismálum. Með inngöngu Breta i Efnahagsbandalag Evrópu óttuðust Nýsjálendingar um hina gömlu og góðu markaði sina á Bretlandseyjum fyrir kjöt ull og mjólkurvörur, og eitt af Norman Eric Kirk. kosningaloforðum Normans var að leggja alla áherzlu á að leita nýrra markaða. Hann lofaði einnig að rikisstjórn Verka- mannaflokksins myndi reyna að stöðva verðbólgu, bæta launa- kjör, koma á eftirliti með myndun og ráðstöfun arðs, lækka eignaskatta og skattlagningu á yfirvinnutekjum — ráðstafanir, sem kosta munu 800 millj. dollara segir Norman sjálfur. Að kosningunum loknum sagði erlendur blaðamaður, sem fylgzt hafði með kosningabaráttunni: „Þetta verður allt öðru visi Nýja- Sjáland, en hingað til.” Og sigur- glaður Norman Eric Kirk iklæddur blárri skyrtu með rautt bindi lýsti þvi yfir, að kosningarnar hefðu verið sigur fyrir alþýðufólkið. „Forsætisráð- herra verður að vera þess um- kominn að geta hlýtt á rödd nágrannans, en ekki bara á það, sem samráðherrarnir segja. Þaö er að sjálfsögðu ekki hægt að upp- fylla allar óskir fólksins, en þetta er stjórn alþýðunnar, og þegar allt kemur til alls, þá er það hún, sem hefur völdin.” Og „Stóri Norman” bætir við: „Það er trúa min, að Verkamannaflokkurinn sé kominn til að vera lengi við völd.” Og stjórn- málafréttaskýrendur blaðanna virðast honum sammála i þvi. Norman Eric Kirk fæddist i smábænum Waimate á Suðurey og óx úr grasi við knöpp kjör. Hann var aðeins 12 ára gamall, þegar hann varð að hætta i skóla til þess að fara að vinna og hjálpa föður sinum, atvinnulausum hús- gagnasmið, við að fæða og klæða fjölskylduna. Norman stundaði margvisleg störf. Hann vann við hreingerningar, pipulagnir, rennismiði, vélaviðgerðir og sem járnbrautarstarfsmaður. En hann var framgjarn drengur og lagði stund á vélfræðinám i bréfa- skóla. Þegar hann hafði lokið prófi i iðninni gerðist hann vél- stjóri i námum og á skipum. Stjórnmálaferil sinn hóf hann þritugur að aldri, þegar hann varð borgarstjóri i verksmiðju- bænum Kaiapoi nálægt Christchurch og var hann þá yngsti borgarstjóri i sögu lands sins. Aðeins 34ra ára gamall var hann kjörinn til þings og fór þá strax að bera mjög á honum sem stjórnmálamanni. Hann var frjálslyndur, en vingjarnlegur, og ákveðinn náungi, sem einkum var þekktur fyrir hversu vel og ræki- lega hann klauf öll pólitisk vandamál til mergjar. Kirk hefur alla tið verið miðju- maður i flokki sinum og hefur neyðzt til þess að þurfa ávallt að fullnægja hinum og þessum kröf- um frá annað hvort vinstri eða hægri armi flokksins til þess að geta haldið honum saman. Engu að siður hefur hann verið at- hafnasamur og ýtinn, en þó sýnt nægilega hógværð til þess að fá stuðning hinna rólyndari og hæg- látari meðal kjósenda. Allt varð þetta til þess að starfsbræður hans i stjórnmálunum hafa litið á hann sem þroskaðan stjórnmála- mann, fordómalausan og mjög málefnalegan. Allir þessir kostir — ásamt þvi, að hann er sérlega góður ræðu- maður, — urðu til þess, að Norman Eric Kirk var kjörinn flokksformaður árið 1965 aðeins 42ja ára að aldri. Þar með gat hann hafið hið mikla og erfiða starf að endurreisa flokkinn eftir kosningaósigurinn mikla árið 1960. Asamt embætti forsætisráð- herra mun Kirk einnig taka að sér embætti utanrikisráðherra. Ein af ástæðunum til þessa er, að Verkamannaflokkurinn eftir svo mörg ár i stjórnarandstöðu skortir reynd ráðherraefni. Aðeins einn af ráðherrum núver- andi ríkisstjórnar hefur áður átt sæti i stjórn. En e.t.v. er megin- ástæðan fyrir þvi, að Kirk tók einnig að sér embætti utanrikis- ráðherra auk forsætisráðherra- embættisins sú, að hann vill að kjósendur fái að sjá öll kosninga- loforðin •— lika á sviði utanrikis- málanna — rætast. ALÞYÐUFLOKKSFELAG REYKJAVÍKUR AUGLYSIR VIÐTALSTÍMAR ÞINGMAHNA OG BORGARFULLTRIÍA ALÞYÐUFLOKKSINS Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavikur hefur ákveðið að gang- ast fyrir því, að Reykvikingum gefist tækifæri á að hitta að máli þingmenn Alþýðuflokksins úr Reykjavik og borgarfulltrúa. t þeim tilgangi mun stjórnin auglýsa viðtalstima reglulega hvern fimmtudag á timabilinu frá kl. 5 til 7 e.h., þar sem hinir kjörnu fulltrúar Reykvíkinga úr Alþýðuflokknum skiptast á um að vera til viðtais. Viðtalstimarnir verða haldnir á skrifstofu Alþýðu- flokksins, Hverfisgötu 8-10. Næstkomandi fimmtudag, 15. febrúar, er það Sigurður E. Guð- mundsson, skrifstofustjóri, sem verður til viðtals á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10 á timabilinu frá kl. 5 til 7. Notið þetta tækifæri til viðræðna við einn af forystumönnum Alþýðuflokksins. Þeir, sem ekki geta komið, geta hringt i 1-50-20, en það er siminn i viðtalsherberginu. Sigurður E. Guðmundsson. Alþýðuflokksfélags Reykjavikur. Þriöjudagur 13. febrúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.