Alþýðublaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.03.1973, Blaðsíða 11
1 x 2 — 1 x 2 í SKUGGA MARÐARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt Okkur var ekki aðeins boðið til Whiteladies og Wakefield Park heldur einnig til prestsetursins og á mörg önnur heimili. Við vorum orðin hluti af daglegu lifi þarna i nágrenninu, Maud Mathers sá um það. Ég var fegin að geta orðið að liði, þvi ég hafði fengið miklar mætur á henni. Hún virtist hafa svo heilbrigðan hugsunarhátt. Ég bar einnig mikla virðingu fyrir henni. Tilfinningar minar gagn- vart Mintu og Franklyn báru vissan keim af afstöðu Stirlings til þeirra. Það var eins og hann hefði dálitla fyrirlitningu á þeim. Hann var sffellt að klifa á þvi að þau væru ekki eins og við, að þau væru af öðru sauðahúsi. Hvenær sem þau bar á góma kom hálfgerður meðaumkunarhreim- ur i rödd hans. Ég hló að honum fyrir, en þetta hafði sin áhrif á mig. Lucie ruglaði hann dálitið i riminu. Ég vissi hversvegna. Hún var likari okkur. Hún hafði ekki vanizt hóglifi i uppvextinum; hún var hagsýn og gerði sitt ýtrasta til að lifa eftir efnum og ástæöum. Stirling gerði sér grein fyrir þessu. Það snart mig illa að sjá hvernig hann hlakkaði yfir ógæfu Cardewsfólksins. Þó gat ég ekki með öllu áfellzt hann, þvi allt sem hann gerði, gerði hann af hollustu við minningu föður sins. Laugardaginn fyrir uppskeru- hátiðina fór ég til að hjálpa Maud Mathers aö skreyta kirkjuna. Við kepptumst við að koma fyrir körfublómum, dahlium og liljum kringum altarið. Þarna voru einnig risavaxin grasker ásamt tómötum og kálhausum til sýnis. Kornbundin voru skreytt rauðum borðum og raðað upp við hliðina á ljúffengum nýbökuðum brauðum, sem siðar yrði úthlutað hinum þurfandi. KRILIÐ OP/NBER ‘oTQFnu/V klrkr FORKJq SfímHL 3 GLj'fll fír/P Vfífí/ flUD L/TU / 8 ÚR GfírtCr HRfíP i' /0 /rlRVUÍl T/ 'du n O50D/H H.US/ HfíPP VR- V . SKO&/ ' 5 f KOHU c>PU- 7 GSNG UR \ GEIT/ fíRfínuVfi GRODUR. Lfírrv 6 J SUND mfífíuíi HER gfrg/ YCTrfí D/ [ H Fy&r/ ít $/0*57/, ► ERTfí Fí.ifíG PÍLf9 z ■* l.ÝH/LORt>* S — Þetta hefur verið gott uppskeruár, sagði Maud og horfði á mig niður úr efstu rim stigans sem hún stóð i við að festa ryð- brún haustlauf utaná kopar- handrið. — Varaðu þig að detta ekki, sagði ég. — Ég er búin að skreyta þennan blett nákvæmlega eins siðustu fimm árin. Ég er orðin fótviss. Ég gekk til hennar og hélt við stigann fyrir hana. — Hvernig í ósköpunum færi ef þú værir úr leik? spurði ég. — Pabbi hefur marga til að hjálpa sér, sem gerðu það alveg eins vel. — Þvi trúi ég ekki. Og hugsaðu bara um vinnuna, sem þú myndir bæta á veslings Hunter lækni. Hann er þegar ofhlaðinn störfum. — Já, sagði hún alvarleg i bragði. — Það er hann. Hún kom nú niður úr stiganum og ég veitti þvi athygli hve rjóð hún var i vöngum. — Ég hef oft sagt honum að hann ætti að hafa einhvern til að hjálpa sér, hélt hún áfram. — Stundum hef ég áhyggjur af honum. Hún beit á vörina. — Hann virðist... kviða- fullur. Það er vegna þess hvað hann hefur mikið að gera. Ég sagði að ég væri viss um að þetta værirétthjá henni. Ég hefði einnig veitt þvi eftirtekt. — Heldurðu að þessi körfublóm færu vel með laufunum? spurði ég hana. — Prýðilega. Ég vildi óska að eitthvað væri hægt að gera fyrir Hunter lækni. Svo fór hún að tala um hann, óeigingjarna umönnun hans við sjúklinga sinaj allt hið góða sem hann hefði gert hinum og þessum. Ég raðaði blómunum og grein- unum og hugsaði með sjálfri mér: Hún er ástfangin afhonum. Ég brá mér oft á hestbak þetta haust. Vera min i Ástraliu hafði gert mig fullnuma i reiðlistinni og auðveldast og hagkvæmast virtist að komast leiðar sinnar með þvi að fara riðandi.Stirling fór stund- um með mér. Hann var að verða eirðarlaus og gerði hverja áætlunina af annarri. Hann ætlaði að kaupa land og sá i anda sjálfan sig sem héraðshöfðingja, en það sagði ég honum að væri að sölsa undir sig stöðu Franklyns Wake- field. — Ég sé ekki að neitt mæli á móti þvi að við gætum verið tveir, sagði hann þá. En fyrst var að eignast Whiteladies og hann var engu nær þvi marki en þegar við komum. Hann vildi fara á fund Sir Hilarys og gera honum tilboð. Ég taldi honum hughvarf vegna þess að ég var viss um að hann myndi verða fyrir vonbrigðum; og hann fór að ráðum minum þegar ég minnti hann á að hann gæti aflað sér óvildar Cardewsfólksins ef það kæmist að raun um hvers- vegna hann sæktist eftir vinfengi við það. Við Franklyn Wakefield riðum oft út saman. Hann gerði sér að venju að koma til Kaupmanns- hússins og stinga upp á að hann sýndi mér einhvern hluta sveitar- innar, sem ég hefði ekki séð áður. Ég hafði gaman af þessum ferð- um. Við tjóðruðum oft hestana fyrir utan gamla krá — hann virtist alltaf vel þekktur á þessúm stöðum — og fengum okkur að borða brauð, ost og eplavin. Maturinn var ávallt sérstaklega bragðgóður og mér þótti gaman að hitta fólkið, sem hann kynnti mig fyrir. Ég fann glöggt i hve miklum metum hann og fjölskylda hans voru og mér þótti gott að finna það. Mér þótti þaustilmurinn 'dá- ^amlegur — mistrið, sem oft lá i loftinu, reykur af brennandi laufi þegar við fórum framhjá ein- hverjum garðinum, svalviðrið, sem beit i kinnarnar. Ég horfði á trén smámsaman afklædd lauf- skrúði sinu svo greinarnar mynduðu netmynztur viö grá- bláan himininn. Og ég varð margs visari um skyldur héraðs- höfðingja, þvi hann tók þær alvarlega; ég vandist hinum fremur formlega talsmáta hans og fór að geöjast að honum. Þegar ég var með honum gleymdi ég hinni yfirlætisfullu afstöðu Stirlings, sem ég hafði smitazt af. Það var eitthvað áreiðanlegt við þennan mann, sem ég bar virð- ingu fyrir. Mér varð einnig ljóst hve vel hann unni foreldrum sin- um. Hann helgaði þeim krafta sina. Sömuleiðis leiguliðum sin- um og ég varð undrandi á þvi hve mikið hann vissi — og gerði sér farum að kynnast högum þeirra. Hlýviðrisdag einn i nóvember, þegar rauð sólin var hulin mistri og kóngulóarvefir sveipuðu lim- gerðin,riðum viðútsaman. Hann var venju fremur hljóðlátur þennan dag og ég spurði hann hvort nokkuð heföi orðiö til að angra hann. — Það er ekki annað en það sem við var búizt, svaraði hann. Hunter læknir álitur að faðir minn eigi aðeins sex mánuði eftir ólifaða. — Ó, það þykir mér leitt. — Hann er orðinn gamall og heilsa hans fer versnandi. Ég hef meiri áhyggjur af móður minni. — Er hún veik Hka? — Nei, en þau hafa alltaf verið svo háð hvort öðru. Þau voru ná- grannar og hafa þekkzt frá barn- æsku. Ég veit ekki hvernig henni reiddi af ef faðir minn dæi. — Hún hefur yöur. — Ég held aö það nægði ekki. Hún yrði svo sorgbitin, að það yrði henni að bana. — Haldiö þér að fólk geti dáið úr sorg? — Lifinu myndi vera lokið fyrir henni. Ég hugsaði um sjálfa mig og Mörð. Hann hafði verið mér svo mikils virði og þó var ég hér, eins lifandi og nokkru sinni áður. Við riðum áfram þegjandi og ég vissi að hann fann samúð mina. Það var þennan dag sem viö fundum kettlingana. Þegar við heimsóttum einn bóndabæjanna i landareign hans, kom kona bóndans út úr eldhúsinu þurrk- andi hveiti af örmum sér og Franklyn kynnti mig sem nýja leigjandann I Kaupmannshúsinu. — Það er gott, gamalt hús, sagöi bóndakonan, — og þér gætuð ekki fengiö betri húsráð- anda. Hún krafðist þess að við drykkjum hjá sér glas af heima- brugguðu ylliberjavini og borð- uðum eina af bollunum, sem hún hafði veriö að taka út úr ofninum. Við sátum á stólum i eldhúsinu og hún sagði Franklyn frá þeirri fyrirætlun bóndans að láta hluta akursins liggja ósáinn næsta ár. j Stór gulbrúnn köttur kom inn og j neri sér malandi upp við fætur mér. — Nú er Tibbles gamla að snikja sér enn eina mjólkur- 8. leikvika — leikir 24. feb. 1973. (Jrslitaröðin: 211—1X1—Xll—111 1. vinningur: 12 réttir — kr. 113.000.00 nr. 1207 nr. 25538 nr. 67756 2. vinningur: 11 réttir — kr. 2.000.00 — 249 _ 20460 — 34265 — 42827 — 67587 — 1629 _ 22009 — 34793 — 43326 + — 68565 — 2051 _ 22951 — 34988 — 44120 + — 68711 — 2818 _ 23329 — 35024 — 44509 . — 69390 + — 3658 _ 23889 — 35727 — 45812 — 69683 — 7642 _ 25118 + — 35911 — 47255 — 70086 — T696 _ 28930 — 36270 + — 47862 — 70525 + — 10067 _ 29153 + — 36819 — 47873 — 70813 + — 11101 _ 29417 — 38349 — 48008 — 74665 + — 14180 _ 32333 — 38683 — 61939 — 74904 — 16149 _ 32661 — 39554 + — 61954 — 75349 + — 17464 _ 32954 — 39807 — 63205 — 78041 — 17562 _ 33879 + — 41233 — 65278 — 79164 + — 18812 + _ 33904 + — 41271 — 65393 — 80534 + — 19034 _ 33954 + nafnlaus Kærufrestur er til 19. marz. Kærur skulu vera skrifieg- ar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aöalskrif- stofunni. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 8. leikviku verða póst- lagðir eftir 20. marz. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvfsa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — tþróttamiöstööin — REYKJAVtK Auglýsing um verðhækkunarstuðul fyrir fyrningu eigna í atvinnurekstri Skv. ákvæðum 4. tl. 7. gr. laga nr. 7/1972 um breyting á lögum nr. 68 15. júni 1971 um tekju- og eignarskatt, hefur fjármála- ráðuneytið, i samráði við Hagstofu ís- lands ákveðið, að verðhækkunarstuðlar vegna verðbreytinga árið 1972, skuli verða sem hér segir: 1. Verðhækkunarstuðull eigna—annarra en bifreiða —, sem tilgreindar eru i 1. tl. A- liðs 15. gr. laga nr. 68/1971, verði 15%. 2. Verðhækkunarstuðull bifreiða, sbr. 1. tl. A-liðs 15. gr. laga nr. 68/1971, verði 25%. 3. Verðhækkunarstuðull eigna, sem til- greindar eru i 2. tl. A-liðs 15. gr. laga nr. 68/1971, verði 26%. Fjármálaráðuneytið, 27. febrúar 1973. V) Ú T B O Ð Tilboð óskast um sölu á 10 borholudælum fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru aflient i skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 27. marz n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Góöar bækur í HÚSI MÁLARANS GRENSÁSVEG111 Fimmtudagur 1. marz. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.