Alþýðublaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 5
lalþýðuj aðið D! Alþýöublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Frétta- stjóri Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgöarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Simi 86666. Blaðprent hf. ÓSANNINDI AFHIUPUD Ræða Magnúsar Kjartanssonar í útvarpinu s.l. mánudagskvöld er óheiðarlegasta ræða< sem flutt hefur veriðá Alþingi árum saman. Hann hóf tölu sína á að fara niðrandi orðum um ,,hina æfðu stjórnmála- menn'' og ,,atvinnupólitíkusa" og átti þá við and- stæðinga sína á Alþingi og endaði hana með því að skrökva upp óhróðri á þá í sambandi við meðferð Vestmannaeyjavandans. Fullyrti Magnús Kjartans- son þar berum orðum, að stjórnarandstæðingar hefðu brugðizt þjóðinni í Vestmannaeyjamálinu með þvi að neita að fallast á skynsamlegar leiðir til lausnar, sem ríkisstjórnin hefði bent á. Með því hefðu stjórnarand- stæðingarnir — „atvinnupólitíkusarnir" — tekið sér fyrir hendur að splundra þjóðareiningu í málinu og bæru þeir ábyrgð á því, að ríkisstjórnin hefði orðið að fallast á varasamar aðgerðir til hjálpar Vestmanna- eyingum, sem nú veittu flóðbylgju verðhækkana yfir þjóðina. Þessi dæmalausa ræða Magnúsar Kjartanssonar er svo óskammfeilin, að engu tali tekur. Svo fyrst sé vikið að orðræðum hans um „æfðu stjórnmálamenn- ina", hver er þá meiri atvinnupólitíkus, en Magnús Kjartansson sjálfur. Einsog Gylfi Þ. Gíslason benti á íræðuá Alþingi s.l. þriðjudag er Magnús Kjartansson eini stjórnmaálaforinginn á Alþingi, sem á allri sinni starfsævi hefur aldrei lagt hönd að neinu nema pólitísku stússi. Ungur að árum gekk hann kommún- ismanum á hönd og allt til þessa dags hefur hann alla atvinnu sína haft af því að vera kommúnisti og engu öðru. Magnús Kjartansson er því sjálfur örugglega mesti „atvinnupólitíkus" á Islandi bæði fyrr og síðar. Allt sitt hefur hann þegið af pólitíkinni og er svo enn. Annað meginefni ræðu Magnúsar Kjartanssonar, brigzl hans í garð stjórnarandstöðinnar fyrir svik við málstað þjóðarinnar í Vestmannaeyjamálinu, var svo ófyrirleitið, aðengum væri trúandi til þess að viðhafa slíkt — nema mesta atvinnupólitíkusi á íslandi, Magnúsi Kjartanssyni. I það skiptið gekk Magnús þó sennilega feti lengra, en hann ætlaði sér, því í umræð- um á Alþingi á þriðjudaginn stimpluðu bæði forsætis- ráðherra og forseti Sameinaðs Alþingis Magnús Kjartansson opinberlega ósannindamann er þeir urðu ekki við áskorunum Jóhanns Hafsteins um að stað- festa frásögn Magnúéár Kjartanssonar af atburðum Vestmannaeyjamálsins og samþykktu með þögn sinni þá yfirlýsingu Jóhanns Hafstein, að ef þeir ekki yrðu við þeirri áskorun myndi hann skoða þögn þeirra sem opinbera staðfestingu þeirra á að AAagnús Kjartansson færi með ósannindi. Staðreyndin er nefnilega sú, að þaö voru ekki stjómarandstæðingar, sem réðu urslitum urn, að ríkisstjómin hætti við að leggja fram „goðu 1111og- urnar sínar svo sem eins og verkfallsbann, bann við qrunnkaupshækkunum, vísitöluskerðingu o.fl.þ.h. undir hatti Eyjahjálpar. Það voru þingmenn ur liði stjórnarsinna sjálfra, sem neituðu að styð|a þessar fyrirhuguðu „góðu" aðgerðir ráðherranna og svo mikil harka var komin i málið, að Björn Jónsson, 1for- seti ASt, hefði hætt stuðningi við st|ornma á þeirri sömu stundu sem hún hefði lagt þessar „goðu tillog- ur sínar fram. Hitt er rétt, sem Magnús Kjartansson raunar „gleymdi" að minnast á, að það var verk Alþýðu- flokksins, að söluskattur væri ekki látinn hækka um 3% eins og ríkisstjórnin vildi, heldur um 2% eins og raunin varð. Þrátt fyrir milli 90 og 100% hækkun á fjárlögum á tveim árum ætlaði ríkisstjórnin að neita að leggja fram svo mikið sem krónu úr opinberum sjóðum eða að fresta svo mikið sem einni fram- kvæmd. Allar þær 2000 milljónir, sem Viðlagasjóður átti aðfá, átti að leggja á bök almenningstil viðbótar við annað. Þessum ráðagerðum neitaði Alþýðuflokk- urinn. Það varfyrir hansorð, sem ríkisstjórnin féllst á að falla frá tillögu sinni um 3% söluskattshækkun en fallast þess í stað á tillögu Alþýðuflokksins um 2% söluskattshækkun og frestun opinberra framkvæmda og framlög úr opinberum sjóðum því til viðbótar. Þetta er staðreynd, sem Magnús Kjartansson „gleymdi" að geta um í óheiðarlegustu ræðu, sem flutthefurveriðá Alþingi. Ensú staðreynd má vel vitnast. Alþýðuflokkurinn óttast ekki dóm þjóðarinn- ar fyrir þessi afskipti. Það eru ýmsir aðrir, sem þurfa að vera hræddir. MAN ENGINN EFTIR RÁDDEILDARFÚLKINU? 1 umræðum um vantraust á ríkisstjórnina, sem fram fóru á Alþingi s.l. þriðjudag, ræddi Jón Armann Héðinsson m.a. land- helgismálið. Hann sagði um það: ,,Ég vil byrja meö þvi að lýsa ánægju minni yfir aðgerðum varöskipanna okkar á s.l. sólar- hring, og ég mælist til þess aö fast verði haldið áfram með sama hætti. Mál var til komið að hefjast handa við að verja landhelgina okkar og sýna öörum þjóöum, að útfærslan á ekki að vera pappirs- plagg. Við erum hér aö verja llfs- hagsmuni okkar, og þaö má öllum vera ljóst, að til þess verðum viö að takast á við þann vanda sem við er þar að eiga, þótt við höfum rýran skipakost. Það var samþykkt hér á Alþingi fyrir löngu að hefjast handa um endurnýjun eða kaup á skipi. Ég hef ekkert frétt af þvi hvað hefur gerzt i þvi máli, en það væri lik- lega fróðlegtað vita hvernig þeim undirbúningi liður. Þvi þaö er óþolandi, ef þær fregnir eru réttar að Bretar hafa i skjóli hjálpar- skipa sinna og ytri aöstæðna hér á Islandi, tekið upp meiri fisk á okkar miðum nú eftir útfærsluna en verið hefur”. Þá vék Jón Armann að ástandinu I efnahagsmálunum og þvi mikla áfalli, sem ráðdeildar- fólk hefur orðið fyrir vegna fram- ferðis rikisstjórnarinnar. Hann sagði: Við afgreiöslu fjárlaga fyrir sfðustu áramót, kom í Ijós, að útgjaldahækkun á tveimur ár- um hefur orðið 100% á tveggja ára timabili. í málefnasamningn- um góða var talaö um, að það ætti að hætta verðbólgu og gæta hófs, þó var markið ekki sett hærra en það, að við áttum aö fylgjast sem næstmeð nágrannalöndum.En er þetta ekki verðbólguaukandi? Hvað er þá verðbólguaukandi, ef það er ekki tvöföld hækkun rikis- útgjalda á svona skömmum tima? Og þaðhefur oft verið talað um það, að fjárlögin væru spegil- mynd af stefnu viðkomandi rikis- stjórn, sem núverandi fjármála- ráðherra hefur oft vitnaö I og notað þaö orðalag. Nei, þrjár gengisfellingar hafa átt sér stað, ein ekta islenzk að þvi er hæstv. viðskiptaráðherra hefur sagt hér, aörar vegna ytri aðstæðna. Þó hefur þvl veriöJýst yfir, að verð- lag er nú með þeim ágætum á okkar útflutningsafurðum að slikt hefur ekki átt sér stað áöur, um 63% afurða okkar eru að visu skráð á dollara og bundin dollara, þannig að þaö hlýtur i eöli sinu að vera nokkuð erfitt að fylgja óbreyttu gengi, þegar dollarinn fellur mikið, en skv. þeim upplýsingum, sem fyrir liggja virðist manni þrátt fyrir allt ekki hafa verið nein ástæða til þess að fylgja dollaranum að fullu núna I siðasta skipti þegar hann féll. Og ekki var hugleitt neitt þaö tjón, sem sparifjáreigendur verða fyrir þegar dollarinn fellur um 10% og annar gjaldeyrir um 10% eða jafnvel meira. Spari- fjáreigendur verða fyrir tjóni á 2. milljarð og það er ekki rætt hér I þingsölunum, það skiptir þjóðina engu máli. Afleiðingin af þessu er sú, eins og drepiö hefur verið á hér áður i dag, að menn fjárfesta nú eins og þeir geta, eyða spari- fénu eins og þeir hafa möguleika til og þetta kyndir allt undir verð- bólguna, hefur þveröfug áhrif. Fólkið sér fram á, að það er um að gera að koma peningunum i lóg I bil, fasteign eða einhvern veginn, svo að þeir rýrni ekki um of. Þrátt fyrir marggefnar yfir- lýsingar hjá hæstv. rikisstj. i málefnasamningnum um að þeir munu alls ekki beita gengis- fellingu til úrræða 1 efnahags- vanda. Rikisstjórn hinna vinnandi stétta, eins og þeir vilja kalla sig, er sem sagt mesti hvati til aukinnar verðbólgu hér á landi, vegna ráðleysis, vegna samstöðuleysis um lausn efna- hagsmála. Þá ræddi Jón Armann Héöinsson um Vestmannaeyja- vandann og það furöulega fram- ferði Magnúsar Kjartanssonar, að ásaka stjórnarandstöðuna um ábyrgðarleysi og ósamvinnuþýð- leik, þegar staöreyndin væri sú, að skortur á fylgi stjórnarsinna sjálfra við tillögur rikis- stjórnarinnar hafi mestu ráöiö um, að hún þorði ekki að leggja þær fram á Alþingi. Einnig ræddi Jón Armann um togaraverkfallið. Hann sagði: „Hér var fyrir nokkru rætt mikið um togaraverkföllin og það að vonum, og þaö er nú ljóst, að enn er þaö I hnút og jafnvel i verri hnút en nokkru sinni áður. Það er lika oröiö ljóst, aö togaraverk- fallið er deila á milli togara- eigenda, hvort sem menn vilja ræða það sem eigendur einkaút- gerðar eða bæjarútgeröar, þá er það orðin deila milli eignaaðila og rikisvaldsins. Og þessa deilu verður að leysa. Það er hneisa, að þessi stórvirku nýju tæki, liggi hér viku eftir viku bundin og það sé ekki ráöizt á þann vanda, sem hér er um að ræða og hann leystur. Það er staðreynd, aö þó aö þessi skip séu glæný, þá verður rikissjóður strax aö gefa meö þeim, áður en þau hefja reksturinn. Menn fóru til hæstv. fjármálaráðherra aö kaupa togarana vegna þess að þá var von um það að hægt væri að reka þá viö þau skilyrði, sem við- reisn hafði búiö til. En þvi miður er sú von brostin og þess vegna er verkfallið komið. Og togarasjó- menn eru ekki of sælir af þeim tekjum, sem þeir hafa og mundi koma lltið inn hjá hæstv. fjmrh. i rikiskassann, ef allir hefðu sllkar tekjur sem þeir. Tveir þingmenn Alþýöu- flokksins, þeir Eggert G. Þor- steinsson og Jón Armann Héðinsson, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktun- ar um lifeyrisréttindi sjó- manna. TiIIögugreinin hljóðar Alþingi áiyktar að skora á rfkisstjórnina að láta semja og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga, er tryggi sjómönnum er skráðir hafa verið á islenzk skip I tiltek- inn árafjölda, full lifeyrisrétt- indi við 60 ára aldur. 1 greinargerð með tillögunni ræða þingmennirnir nánar atriði málsins og gera grein fyrir þvi, hvers vegna tillagan er flutt. Þar segir svo: Fátt mun Islenzku efnahags- Ilfi nauðsynlegra en að ávallt sé nægilegt framboð af fólki til að stunda sjó og vinna sjávarstörf. Á undanförnum árum og ára- tugum hefur oft verið minnt á sérstöðu sjómanna I Isienzku at- hafnalifi, langvarandi fjarveru þeirra frá heimilum slnum, óreglulegan vinnutlma og þá ekki slzt öryggisleysi um störf I landi, þegar aldur og þreyta færist yfir. Þrátt fyrir stórstlgar fram- farir I öllum aðbúnaði um borð I skipunum sjálfum má við hver vertiðaskipti hjá veiðiflotanum heyra látlausar auglýsingar eftir sjómönnum, og munu þess ófá dæmi, að skip hefji veiðar, án þess að fullmannað hafi ver- ið. Það er þvl eðlilegt, að leitað veröi eftir þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru, til að gera sjómannsstörf eftirsóknarverð- ari en þau eru I dag. Hin gleöi- lega endurnýjun alls fikkveiði- flota landsmanna á slðustu ár- um og áratugum hlýtur einnig að kalla á fleiri sjómenn til starfa. Til þess að hvetja menn tii starfa á sjó þarf áreiðanlega margt til að koma, og ekkert eitt atriði mun ráða úrslitum um, hvort menn velja sér llfsstarf á þeim vettvangi. Tillaga sú til þingsályktunar, sem hér er flutt, snertir afieins einn þátt þessa vandamáls, þ.e. fjárhagslega tryggingu elli- áranna. Ekki verður efazt um það' aö sjómannsstarfiö er eitt af likamlega erfiðustu störfum, sem unnin eru I þjóöfélaginu, þrátt fyrir tilkomu tækninýj- unga, sem létt hafa að nokkru störfin hin siöustu ár. Eftir að starfsþrek tekur að minnka, hafa sjómenn nánast enga möguleika á framhaldandi störfum til sjós. 011 rök hniga þess vegna að þvi, að sjómenn fái full llfeyrisréttindi fyrr en þeir, sem vinna viö aðrar starfsgreinar. Laugardagur 10. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.