Alþýðublaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.03.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson. Frétta- stjóri Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Sími 86666. Blaðprent hf. HANNIBAL SAMA SINNIS Sá óvænti en ánægjulegi atburður hefur gerzt, að einn af ráðherrum rikisstjórnarinnar hefur tekið undir með Alþýðublaðinu um, að nú eigi tslendingar að senda málsvara til Haag. At- burðurinn var óvæntur vegna þess, að almennt var talið, að rikisstjórnin væri staðráðin i að tefla i þá tvisýnu, að gera þetta ekki. Atburður- inn var ánægjulegur vegna þess, að beztu menn eru sammála um, að eins og málum er nú komið geti það ekki orðið til annars en gagns fyrir ís- lendinga að senda fulltrúa til þess að flytja mál Islands fyrir alþjóðadóminum i Haag. Nú hefur sú skoðun fengið öflugan talsmann innan sjálfr- ar rikisstjórnarinnar, mann, sem hefur hug- rekki til þess að koma fram fyrir þjóðina og segja undanbragðalaust sinn hug jafnvel þótt það kunni að valda einhverjum samvinnuerfið- leikum við þá einstrengingslegu atvinnupóli- tikusa, sem hann umgengst i rikisstjórninni. Það var einber, en ánægjuleg tilviljun, að ein- mitt þann sama morgun og ummæli Hannibals Valdimarssonar um málsvara til Haag urðu opinber birti Alþýðublaðið forystugrein um málið, þar sem nauðsyn þessa var rökstudd með nákvæmlega sama hætti og Hannibal Valdi- marsson gerði. Hann metur sem sagt málið á nákvæmlega sama hátt og Alþýðublaðið og fær þvi hver maður séð, að röksemdir Alþýðublaðs- ins mótast ekki fyrst og fremst af einhverri and- úð á rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar, eins og Þjóðviljinn er að reyna að afgreiða málið með. Ekki er þó Hannibal Valdimarsson að ráðast á sjálfan sig, eða hvað? Ekki er hann að afhenda Bretum vopn til þess að nota gegn rikisstjórn ís- lands, svo notað sé orðaval Þjóðviljans? Auðvit- að ekki. Hann sér bara — á sama hátt og Al- þýðublaðið — að þetta er öruggasta leiðin til þess að tryggja hagsmuni Islands. Það getur ekki orðið okkur til annars en ávinnings að senda nú málsvara til Haag á sama hátt og það getur ekki orðið Bretum og Vestur-Þjóðverjum til annars en óhagræðis. Þetta sá Alþýðublaðið. Þetta sá Hannibal Valdimarsson. Þess vegna eru Alþýðublaðið og Hannibal Valdimarsson sammála gersamlega án tillits til þess þótt ann- ar aðilinn sé i stjórn, en hinn styðji stjórnarand- stöðuna. Til þess enn einu sinni að leggja áherzlu á höfuðröksemdir Alþýðublaðsins — og Hannibals Valdimarssonar — fyrir þvi, að íslendingum beri að senda málsvara til Genf, þá skal það tek- ið fram, að reynslan hefur sýnt, að timinn vinn- ur með okkur. Allir reikna með þvi, að haf- réttarráðstefnan muni samþykkja stefnu i fisk- veiðilögsögumálum, sem okkur verði hagstæð. Þar með hefur málið unnizt. Þangað til verðum við að varðveita og bæta stöðu okkar og forðast að taka óþarfa áhættu. Ef enginn málsvari íslands mætir nú i Haag, þá getur dómstóllinn fellt dóm sinn þegar i haust — áður en málstaður okkar getur orðið þeirrar griðarmiklu liðveizlu aðnjótandi, sem almennt er gert ráð fyrir að niðurstöður hafréttarráð- stefnunnar verði okkur. Ef við hins vegar send- um málsvara getum við auðveldlega frestað dómsuppkvaðningunni i tvö-þrjú ár — þ.e.a.s. fram yfir hafréttarráðstefnuna. Við getum ekki annað en grætt á sliku. Sú aðferð er öruggust. Þá teflum við málinu ekki i neina tvisýnu. Að sjálfsögðu felst hins vegar i þessu engin viður- kenning á, að dómstóllinn hafi lögsögu i málinu. Við höfum neitað þvi og auðvitað stöndum við fast á þeirri neitun. En röksemdin fyrir þvi að senda nú mann til Haag er yfirgnæfandi. Hún er hafin yfir flokka- pólitik, eins og ljóst má nú vera. LÝÐRÆÐI OG EFNAHAGSMÁL 1 lýðræði felst það, að sérhver einstaklingur hafi rétt til þess að hafa áhrif á stjórn sameiginlegra mála i þjóðfélagi, óskoraðan rétt og jafnan, frjálsan rétt og óháðan öllu valdi annarra, bæði að þvi er snertir málefni rikis og einstakra stjórndeilda innan þess, svo sem sveitarfélaga. Forsenda lýðræðis er frelsi á öllum sviðum, mál- frelsi, prentfrelsi, fundafrelsi, trúfrelsi, frelsi til þess að mynda hvers konar samtök til þess að berjast fyrir skoðunum og hugsjónum, þar með talið frelsi til þess að mynda stjórnmála- flokka. Þvi fer þvi miður viðs fjarri, að meginhluti mannkyns búi nú við lýðræði. Það er ekki aðeins i van- þróuðum löndum i efnahagstilliti, þar sem menntun er ábótavant, sem stjórnarfar er ekki grund- vallað á lýðræði. Það á einnig við um þróuð iðnaðarriki, þar sem almenn menntun er á mjög háu stigi. En i V-Evrópu fyrst og fremst á lýðræðið sér langa sögu að baki og hefur náð miklum þroska. 1 þessum hlutum heims hefur það orðið grundvöllur þeirra þjóðfélaga, sem náð hafa lengst á sviði velmegunar og vel- ferðar og orðið undirstaða and- legs þroska og framþróunar i menningarmálum, sem fært hef- ur hundruðum milljóna hamingju. A undanförnum áratugum hafa menn i lýðræðisrikjum smám saman gert sér æ ljósara, að það lýðræði, sem nefna mætti stjórnarfarslegt lýðræði og hefur andlegtfrelsi að forsendu, er ekki eitt sér nægilegt til þess að tryggja einstaklingnum að fullu það jafnrétti, sem þó er höfuðtil- gangur þess, að hann öðlist. Þótt það sé einstaklingi auðvitað mikilvægt að geta haft frjáls og jöfn áhrif á skipan sameiginlegra mála i þjóðfélagi, þá getur ójöfnuður i efnahagsmálum vald- ið ranglæti. Þótt einstaklingurinn hafi áhrif á stjórn rikis og sveitarfélaga, getur rangleitni siglt i kjölfar þess, ef hann hefur engin skilyrði til áhrifa á stjórn atvinnutækja, sem starfrækt eru i þjóðfélagi og ráðið geta úrslitum um afkomu hans og hag. Jafnaðarmenn tóku að gera sér grein fyrir þessum staðreyndum fyrir meira en einni öld. Það var kjarni i kenningarkerfi þeirra, jafnaðarstefnunni, að áhrif einstaklinganna á atvinnulifið og réttláta skiptingu eigna og tekna ætti að tryggja með þvi að þjóð- nýta atvinnutækin. Siðar var þeirri kenningu bætt við, að haga ætti framleiðslu og neyzlu i sam- ræmi við gerðar áætlanir, þ.e. stunda áætlunarbúskap. A undanförnum áratugum hafa skoðanir jafnaðarmanna i þess- um efnum smám saman verið að breytast. Grundvallarhugsjónin um réttlátt og frjálst þjóðfélag er enn hin sama, og að einstakling- arnir eigi rétt til áhrifa á stjórn atvinnutækja og að nauðsynlegt sé, að framleiðslu og neyzlu sé hagað i samræmi við skynsam- lega áætlunargerð. En aukin fræðileg þekking á lögmálum markaðshagkerfis og vaxandi skilyrði rikisvalds og opinberra stofnana til þess að hafa áhrif á framleiðslu og neyzlu og þar með skiptingu tekna og eigna hafa rennt rökum undir þær skoðanir, að allsherjar þjóðnýting allra at- vinnutækja sé ekki vænlegasta leiðin til þess að auka framleiðslu og tryggja réttláta tekjuskipt- ingu, né heldur að miðstýrð alls- herjaráætlunargerð sé likleg til þess aö tryggja hina hagkvæm- ustu notkun framleiðsluafla þá framleiðslu, sem sé i nánustu samræmi við óskir neytenda, og þá tekjuskiptingu, sem talin verði réttlátust. Reynsla kommúnista- rikja i A-Evrópu virðist og hafa orðið einmitt þessi. Þar hafa komið margskonar ágallar i ljós á hinni algeru þjóðnýtingu, sem þar hefur verið framkvæmd, og hinni miðstýrðu allsherjar- áætlunargerð, sem beitt hefur verið. Þess vegna hafa sum kommúnistarikjanna vikið i verulegum atriðum frá hinum gömlu kenningum, svo sem Júgó- slavia, það er kunnara en frá þurfi að segja, að stjórnendur Tékkóslóvakiu vildu á sinum tima hverfa frá þessum hugmyndum i verulegum atriðum, en fengu þvi ekki ráðið vegna erlendra af- skipta. í Sovétrikjunum sjálfum ereinnig rætt um áberandi ágalla á allsherjarþjóðnýtingunni og hinum miðstýrða áæflunar- búskap þar i landi og ýmsar hugmyndir uppi um breytingar. Skoðanir jafnaðarmanna um viða veröld eru nú yfirleitt á þá lund að i þjóðfélagi, sem búa eigi þegnum sinum sem bezt lifskjör og sem mest réttlæti i efnahags- málum og eigi þvi skilið nafnið velferðarriki, eigi rekstur at- vinnufyrirtækja sumpart að vera i höndum opinberra aðiia, þ.e. rikis og sveitarfélaga, sumpart i höndum sam vinnufélaga og sumpart i höndum einkaaðila. Siðan eigi rikisvald og opinberar stofnanir að hafa aðstöðu til þess að hafa heildaráhrif á það, hvern- ig framleiðsluskilyrðin eru hag- nýtt og hvernig þjóðartekjum er skipt, með heildaráætlunargerð, sem sé leiðbeinandi fyrir alla at- vinnustarfsemi, og með stefnu sinni i fjármálum rikisins og bankamálum, jafnhliða þvi, sem almannatryggingakerfið og skattakerfi sé beitt til réttlátrar tekjujöfnunar, auk þess sem hið opinbera telji það skyldu sina að sjá borgurunum fyrir fullkominni heilsugæzlu, og sem mestri menntun, sem auðveldustum að- gangi að hvers konar menningar- verðmætum og skilyrðum til heil- brigðs lifs á öilum sviðum. Auðvitað er hér um að ræða markmið,sem ekki er auðhlaupið að ná, en jafnaðarmenn telja þó að keppa beri að. NÚ FAUK VARAFORMAÐURINN! Það er synd að segja, að það sé ekki fjörugt félagslifið hjá Félagi frjálslyndra i Reykjavik þessa dagana. Fyrst samþykkir félags- fundur að vikja Bjarna prófessor úr formannssæti i félaginu og fela varaformanni félagsins, Guð- mundi Bergssyni, að gegna for- mannsstörfum fram til næsta aðalfundar. Siðan kemur stjórn félagsins saman og samþykkir — eftir að hafa samþykkt með rök- studdri dagskrá (!) að gera Ingu Birnu að fundarstjóra (Bjarni var ekki mættur) — að vikja varafor- manninum úr embætti þar sem hann hefði „brotið þann trúnað er stjórnin veitti honum” með þvi að seilast til valda i félaginu. Eru þá orðnir tveir formenn i Félagi frjálslyndra i Reykjavik og tveir varaformenn, þvi stjórnin kaus Ottó J. Björnsson varaformann eftir að hafa svipt Guðmund Bergsson titlinum. t nýútkomnu tbl. af Nýju landi segir frá siðasta þætti þessarar viðureignar um embættin með svofelldum orðum: Stjórnarfundur i SF i Reykjavik varhaldinn 2. marzsl. kl. 6e.h. að Laugavegi 28. Rætt var um fundarboð Guðmundar Bergsson- ar til stjórnarfundar i SF kl. 9 um kvöldið að Vonarstræti 8. Samþykkti stjórnin að boða til fundar kl. 9 um kvöldið að Vonar- stræti 8. A þessum tima og þess- um stað var svo settur fundur i stjórn SF. Fundinn setti varafor- maður SF. Guðmundur Bergsson, þar sem formaður Bjarni Guðnason var ekki viðstaddur. Þá var samþykkt með rökstuddri dagskrá að Inga B. Jónsdóttir yrði fundarstjóri þessa fundar. Las siðan ritari Brynjar Viborg upp fundargerð siðasta fundar (þ.e. fundarins kl. 6). Stjórnarfundurinn samþykkti sið- an að leysa Guðmund Bergsson frá störfum varaformanns i félaginu, þar sem hann hefði brotið þann trúnað, er stjórn félagsins veitti honum, þegar hann i andstöðu við lög félagsins (sbr. 4. gr. um stjórn og kosning- ar og það ákvæði að stjórn félags- ins skiptir með sér verkum), reyndi að taka stjórn félagsins i sinar hendur. Þess skal getið, að Guðmundur Bergsson er vita- skuld i stjórn félagsins áfram, enda rétt til þess kjörinn. Stjórn félagsins kaus siðan Ottó J. Björnsson varaformann sinn. FLOKKSSTARFIÐ AÐALFUNDUR Aðalfundur Kvenfélags Alþýðuflokksins i Hafnarfirði verður haldinn i Alþýðuhúsinu miðvikudaginn 21. marz n.k. og hefst kl. 20.30. Á DAGSKRANNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 12. Upplestur og kaffidrykkja. STJÓRNIN Laugardagur 17. marz 1973 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.