Alþýðublaðið - 18.03.1973, Side 3

Alþýðublaðið - 18.03.1973, Side 3
N - KONA Kona fædd í Bogmanns- merki og karlmaður fæddur í BOGMANNSMERKI 23. nóv. — 20. des. Enda þótt hún kunni að dragast að karlmanni, sem fæddur er undir sama stjörnu- merki og hún er sjálf, mundi hún komast að raun um, ef þau giftu sig, að nokkur ljóður væri á hjónabandinu. Þó að þau væru gædd sömu jákvæðu eigin- leikunum og hefðu sömu áhuga- mál, þá mundi koma i ljós að gallar þeirra væru mikið til hinir sömu, og vegna þess mundu þau ekki bæta hvort annað upp. Það Það er ekki ólik- legt, að þau reyndust svo lik, að þau fengju tiltölulega fljótt leiða hvort á öðru, og færu að helga sig þvi meir tómstundaiðju sinni og áhugamálum. Eigi að siður er liklegt að þau væru hvort öðru ástrik, og eins að þau gætu skemmt sér vel saman, en hvort um sig mundi þarnast einbeitt- ari maka sem beindi orkunni inn á réttar leiðir. Að siðustu gæti svo farið, að fátt eitt yrði til að halda hjúskap þeirra saman, Ekki samt svo að skilja, að þau mundu geta sigrazt á þessum erfiðleikum með einbeitni og einlægum vilja, þannig að hjónabandið yrði farsælt. Kona fædd í Bogmanns- merki og karlmaður fæddur i STEINGEITARMERKI 21. des. — 19. janúar. Ýmsir örðugleikar mundu fljótlega gera vart við sig, ef þau tvö gengju i hjónaband. Hann er oftast nær hlédrægur, og lætur ekki vel að opinbera til- finningar sinar, en hún aftur á móti opinská og fer ekki i neina launkofa með ástriki sitt eða aðrar tilfinningar. Enda þótt hann geti verið ástriðuheitur á stundum eru ástriður hans yfir- leitt eingöngu holdlegar, og skortir þann innileika, sem henni er mikilvægur. Hann er oft alvörugefinn og ákaflega raunsær og hagsýnn, og eins vist að hann liti á glaðværð hennar og löngun til að skemmta sér, sem kæruleysi og skort á ábyrgðartilfinningu. Sökum varfærni sinnar I pen- ingamálum, gæti hann virzt nízkur, þar eð hann vildi spara fyrir framtiðina, heldur en skemmta sér. Mundi henni þá að öllum likindum finnast sem nokkrir fjötrar væru á hana lagðir, og hneigð hans til að skipa henni fyrir verkum og skipta sér af heimilishaldinu gæti leitt til þess að hún missti stjórn á skapi sinu. Þau yrðu þvi bæði að fórna ýmsum sér- kennum sinum, ætti hjóna- bandið að verða farsælt. Kona fædd f Bogmanns- merki og karlmaður fæddur í VATNSBERAMERKI 20. janúar — 18. febrúar. Fáir mundu reynast Bog- mannssystur valdari eigin- menn, en þeir sem i þessu stjörnumerki eru fæddir. Ættu litil vandkvæði að verða á þvi að hjónaband þeirra yrði hið ham- ingjusamasta. Bæði hafa sterka trjálsræðishneigð og mundu þvi ekki beita hvort annað ráðriki eða drottnunargirni. Bæði eru harla ástrik, og allar likur þvi til að hjónabandið byggðist fyrst og fremst á gagnkvæmum skilningi og einlægri ást. Bæði eru yfirleitt mjög vel gefin og mundu eiga mörg sameiginleg áhugamál. Vingjarnleg fram- koma hennar og glaðværð mundi gera henni auðvelt að umgangast hina mörgu vini hans. Ef einhver deiluefni segðu til sin er eins vist að þau myndu ræða þau af hreinskilni og skyn- semi. Hann er venjulega örlátur og góðviljaður og kann vel að meta friðsælt heimilislif, og ætti þvi hjónaband þeirra undantekningarlitið að verða hið farsælasta. Kona fædd í Bogmanns- merki og karlmaður fæddur í FISKAMERKI 19. febrúar — 20. marz Nokkur vandkvæði mundu segja til sin i hjónabandi þeirra, þar eð þau eru ólik að eðlisfari en þó ekki þannig að þau myndu bæta hvort annað upp. Senni- lega mundi og Bogmannssystir ekki dragast að honum, en ef svo færi, þá yrði erfitt að halda við hann friði og samræmi. Geð- sveiflur hans eru örar, og skapið harla viðkvæmt og mundi hún eiga erfitt með að átta sig á skapbrigðum hans. Astrikur getur hann verið og umhyggju- samur, en sennilegt að henni mundi gremjast stöðug krafa hans um að fá ást sina endur- goldna og vel það Eins hvað hann yrði henni háður um margt, þar eð hann mundi að öllum llkindum skorta einbeitni og viljastyrk, og láta henni ftir að taka allar mikilvægar ákvarðanir, og þótt hún skorist yfirleitt ekki undan ábyrgðinni að sinum hluta, mundi hún ætlast til þess að hann tæki hluta hennar á sig. Það er ekki óliklegtað hún mundi þreytast á þessum örgeðja, draumlynda manni, og mundi það krefjast mikils umburðarlyndis af hennar hálfu að hjónaband þeirra yrði hamingjusamt. KARLI BOGA- MERKI Ylfur um nætur og sundurskorin konulík Stjörnuspekingur í Lubeck fyrir rétti — ákærður fyrir að hafa myrt fjórar konur A hverjum morgni safnast fólk I biðröð fyrir utan dóms- húsið I Liibeck, þar sem réttað er i máli stjörnufræðingsins Arwed Imiela, sem ákærður hefur verið fyrir morð á f jórum konum. Hinn ákærði hefur endanlega skýrt réttinum frá ástriðu sinni: Veiðimaðurinn stendur yfir næturbráð sinni og ýlfrar eins og úlfur. Aðeins hefur tekizt að finna lik tveggja fórnarlamba. Þau höfðu verið hlutuð sundur og grafin I grennd við veiðikofa ákærða i Fehmern. Lögreglan hefur árangurslaust leitaö hinna likanna tveggja i tvö ár. En peninga þeirra hafði ákærði lagt inn á bankareikning sinn I Celle. Imiela neitar sekt sinni, og hann hefur ekki sagt stakt orð I réttarsalnum i margar vikur. Dómarinn og verjandinn, sem báðir eru konur, deila um laga- leg' atriði. Þar kom, að verjandinn ætlaði að draga sig i hlé, en dómarinn neyddi hana til að halda áfram störfum. Akærði hefur skýrt svo frá, að konurnar tvær, sem fundust sundurbrytjaðar nærri kofa hans, heföu framið sjálfsmorð, og einhver ókunnugur væri valdur að hvarfi þeirra. Konurnar voru mæðgur, og sama er að segja um konurnar tvær, sem eru enn ófundnar. Hann sagði, að þær hefðu ekki aðeins leitað til hans eftir sálar- styrk, heldur hefðu þær einnig leitað ráða i fjármálum, og þvi hefðu þær fengið honum allt sitt reiðufé. Imiela var handtekinn I iburðarmikilli ibúð sinni ágúst 1970. Ástæðan var sú, að það hafði vakið furðu bankastarfs- manna i Celle, að peningar höfðu verið yfirfærðir á reikning hans af reikningi, sem auðug 47 ára gömul Ekkja Ilse Evels og 19 ára dóttir hennar áttu. Þær höfðu verið týndar I tvo mánuði. Tveimur dögum eftir hand- tökuna fundust lik þeirra við veiðikofa stjörnufræðingsins. Hann er einnig grunaður um að hafa myrt hina 71 árs gömlu Mariu Onnu Kiegerle og Annemarie dóttur hennar. Fé þeirra hafði verið flutt á reikning Imielas og loðkápur þeirra og skartgripir fundust i ibúð hans. Rithandasérfræðingar hafa lýst þvi yfir i réttinum, að ' Imiela hafi falsað rithendur kvennanna, er peningar þeirra voru fluttir á bankareikning hans. Fyrrverandi unnusta ákærða, hin 27 ára gamla Ulrike Roland, hefur skýrt frá þvi, að hún var send til Stokkhólms i dularfullum erindagerðum. Imiela hafði sagt henni, að hann ynni á vegum bandarisku njósnastofnunarinnar CIA. Ulrike Roland póstlagði bréf i Stokkhólmi samkvæmt fyrir- mælum, og með þeim ætlaði Imiela að láta svo lita út sem hinar týndu væru á ferðalagi i Sviþjóð. Imiela segir fyrir rétti, að Ulrike Roland hafi verið við- stödd, er konurnar frömdu sjálfsmorð, en hún neitar þvi. Hún hefur hins vegar skýrt frá þvi, að Imiela vakti hana einu sinni, neyddi hana til að af- klæðast og skrifa foreldrum sin- um hinzta bréf. Siðan neyddi hann hana til að leika „rússneska rúlettu”. Hún fékk að velja á milli tveggja byssu- kúlna, og var önnur þeirra sprengikúla. Hann hlóð skamm- byssu og þrýsti henni að likama hennar, en hætti við að hleypa af. Hann segist hafa gert þetta til að þvinga hana til að segja sér allt af létta um sjálfsmorð kvennanna. Þessi réttarhöld, sem hafa varað i fjóra mánuði, eru hin lengstu og dularfyllstu I sögu Vestur-Þýzkalands. Svo virðist, sem þessi 43 ára stjörnu- fræðingur hafi furöulegt vald á kvenfólki. Meðal annars hefur hin fyrrverandi unnusta hans skýrt réttinum grátandi frá þessu. Annars eru grátandi konur engin nýlunda i máli þessu, og konan sem annast málsvörnina hefur oft misst stjórn á skapi sinu við réttar- höldin. ** * Sunnudagur 18. marz 1973 Q

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.