Alþýðublaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.03.1973, Blaðsíða 7
BAK- VERK- URINN ERDÝR • Sifellt fleira fólk finnur nú fyrir bakverkjum eða veröur fyrir hryggskööum. 1 Dan- mörku t.d. hafa á síöustu tveim árum 2265 manns komizt á öryrkjabætur vegna hryggskaöa — og var þaö næstum 6% allra þeirra, sem þau tvö árin komust á öryrkjabætur. Ekki er vitað, hversu margir hljóta nú öryrkja- bætur I Danmörku vegna bakskaða — þar eð hætt er að halda spjaldskrá um fjölda öryrkja innan hvers sjúk- dómshóps. En eftir likum aö dæma ætti aö mega margfalda töl- una 2265 með 10 til þess að finna fjölda allra þeirra, sem I Danm. þiggja örorku- bætur vegna skaða á hryggjarsúlu eða á bakvöðv- um. Margt af þessu fólki er tiltölulega ungt að árum. Og ef slikir örorkubótaþegar eru u.þ.b. 22 þúsund, eins og lik- ur benda til, þá samsvarar það árlegum örorkubótum að upphæð 330 millj. d.kr. En ef gera á reiknings- dæmið upp frá sjónarmiði samfélagsins, þá verður einnig að reikna með þeim framleiðslumöguleikum, sem forgörðum fara vegna þessa sjúkdóms — þ.e.a.s. þeim verðmætum, sem vinna þessara 22 þúsunda myndi hafa s,kilað hefðu þeir verið vinnufærir. Og þá er ó- hætt að bæta a.m.k. öðrum 330 m.d.kr. viö. Sem sagt: Ef gera á upp kostnaðinn við „slæmu bök- in” — án þess að taka kostn- að við sjúkrahússmeðhöndl- un inn i það dæmi — þá er hann a.m.k. 700 m. d.kr. á ári. Jaínvel þótt örsök ymissa hryggskaða megi rekja bein- linis til slæmrar aðbúðar á vinnustað, þá mun það aldrei hafa komið fyrir, að launþegi hafi fengið dæmdar bætur af þeim sökum — bakveiki er einfaldlega ekki á listanum yfir atvinnusjúkdóma, jafn- vel ekki i sjálfum velferðar- rikjunum á Norðurlöndum. Per Gregersen, læknisfræði- legur ráðunautur D.A.S.F., segir: — Málið er, að mikið af brjósklosi i hryggjarliðum, kölkun og hryggskekkjum má beinlinus rekja til vinnu- staðanna. Það er of mikið á- lag á hryggsúluna, röng staða o.s.frv. Það er svo sem hægt að segja, að það sé sök fólksins sjálfs ef það situr i rangri stellingu eða lyftir þungum hlutum með röngum hætti. En innréttingarnar á vinnustaðnum —borð, stólar o.s.frv. — ráða þvi, hvort unnt sé að gæta þeirrar var- úðar sem til þarf svo hrygg- inn ekki saki. Það er að visu sagt, að búið sé að fjarlægja þrældóminn af vinnustöðun- um — flestum a.m.k. — en þær kringumstæður verða þó oft, að beita verði öllu afli og þá oft þegar likaminn er i stöðu, sem ekki getur talizt beinlinis heppileg. En i heildina séð þá er ekki svo auðvelt að færa sérstak- ar töluskýrslur um eymsli I baki — svo næstum þvi ómögulegt er að gera sér i hugarlund, hversu margir ganga um með sllka kvilla. O------------------ ERÞÉR ILLTf Er þér illt í bal inu? Líkast til. Athuganir, ser gerðar hafa verið í Dan- mörku benda nefnilega til þess, að u.þ.b. annar hvor maður þjáist a bakveiki og flestir hafa fengið slæmsk í bakið a.m.k. einu sinni á ævinni. Bakkvillar og bakverkir starl yfirleitt af því, að fólk notar líkama sinn rangt. Menn sitja rangt, standa rangt, liggja rangt og beygja sig rangt. Kjarni málsins liggur svo í því, sem ,,einstaklingur- inn" til vinstri ( myndinni hér t hliðar sýnir — nefnilega hryggjarliðun- um. Sakir rangrar notkun ar slitna þeir o mikið eða ójafnt, van skapast ellegar rýrna og afleið- ingarnar verða slitgikt, vöðva bólga — jafnvel alger örorka. ÞJODIN MES BAKVERK? • Athuganir, sem gerðar hafa verið i Danmörku, benda til þess, að u.þ.b. helmingur þjóðfé- lagsþegnanna þjáist af bak- verkjum — og eru þær niðurstöð- ur þannig fengnar, að ætla má, að ástandið hér á landi sé ekki svo ýkja ósvipað. Þessi niður- staða er að visu ágizkun, en þau atriði, sem benda i þá átt, eru mörg. Tiu prósent allra þeirra, sem ekki eru taldir hæfir til herþjón- ustu i Danmörku, eru dæmdir frá vegna bakkvilla. Sex prósent þeirra, sem kom- ast á örorkubætur, eru öryrkjar vegna bakkvilla. Og talsverður hópur af þeim hermönnum, sem sleppa i gegn- um fyrstu læknisskoðun, eru sið- ar sendir heim vegna slæmsku i baki. Á biðstofum læknanna situr fjöldinn allur af fólki með eymsli i baki. Iðnfyrirtækin og sjúkrahúsin hrópa á sjúkraþjálfara til þess að vinna bug á bakverkjunum — og margir sjúkraþjálfarar fá sjálfir slæmsku i bakið vegna vinnuálagsins. Þriðjudagur 27. marz. 1973 SLÆMSKA í BAKI NOTUÐ SEM AFSðKUN • Hversvegna hefur helm- ingur dönsku þjóöarinnar bakverk? — Þetta er aö visu ágizk- un, en slæmska i baki er án efa algengasta orsökin fyr- ir þvi, að fólk leiti læknis. Og orsakir frávisunar frá herþjónustu ásamt ástæð- unum fyrir þvi, aö fólk dæmist öryrkjar, segja einnig töluvert, segir Ib Russel, yfirlæknis. — En hvers vegna eru nú skyndilega svo margir, sem hafa eymsli I baki? — Það er ekki vist, aö þeir séu neitt fleiri nú en áður, en málið er, að i dag gefum við sjúkdómsein- kennum meiri gaum en áð- ur. Lltum á orsakirnar fyrir þvi, að fólk fær ör- orkubætur. Slæmska i baki • Þeir eru mjög fáir, sem ekki hafa einhvern tima á ævinni fengið verk i bakið og i flestum tilvikum hef- ur orsökin verið sú, að fólk hefur notað bakið rangt. Ef maður beygir sig niður með beina fæt- ur til þess að lyfta 20 kg (eða t.d. gosgrykkja- kassa) þá þurfa hryggjaliðirnir ekki aö- eins að geta staðizt 20 kilógramma þunga — aldeilis ekki. Hinir þrir til fjórir fersentimetrar, sem hver brjóskdiskur á milli hryggjarliðanna er á stærð og þunginn liggur á, verður að mæta u.þ.b. 380 kg. þrýstingi. Það er oftast röng notkun baks- ins, sem er orsök sársaukans — vegna þess að aðeins litill hluti manna er fæddur með þá bak-galla, sem orsakað geta sársauka. Ib Rossel er yfirlæknir á beinsjúkdómadeild Bispebjerg-sjúkrahúss- ins, en það mun vera sá staður i Danmörku, þar sem finna má flest veiku bökin. — Þegar tala á um or- sakir bakveiki, þá er sennilega bezt að byrja á að slá þvi föstu, að likami mannsins er byggður út frá þvi, að hann gangi á fjórum fótum — en ekki tveimur, eins og hann nú gerir. Meginatriðið er, að u.þ.b. helmingur af likamsþunga mannsins er borinn uppi af hryggsúl- er oft tilgreind sem ástæða — en þaö er spurning, hvort bakveikin sé einasta orsök- in. Breytingar i iðnaði, hraöinn, streita o.s.frv. gera það oft að verkum, að fólk á aldrinum 50—60 ára gefur miklu meiri gaum að bakverkjum sínum, en það myndi hafa gert, ef allt gengi sinn rólega gang. Við megum ekki gleyma þvi, að meö aldrinum eykst hættan á bakkvillum einnig af liffræðilegum orsökum. — En hvers vegna veröur ungu fólki illt I bak- inu? — Margt af þvi er með Scuermann-bak — þ.e.a.s. hryggjarliðirnir hafa ekki vaxið rétt á unglingsskeið- inu. En miklu fleiri þjást af unni. Spjaldhryggjarlið- irnir 5 eru viðkvæmastir — að sumu leyti vegna þess, að þeir eru neðstir, en einnig vegna þess, að það er einmitt þar, sem hryggsúlan bognar, þeg- ar fólk lýtur áfram. Og það er næstum alltaf I spjaldhryggnum, sem fólk kvartar undan verkj- um. Röng notkun baksins leiðir til þess, sem við nefnum „slitgikt” — þ.e.a.s. kvilla, sem á ræt- ur sinar að rekja til þess, að slitfletir hryggjarlið- anna hafa eyðzt. Fólk talar mikið um brjósklos, en I rauninni er það ákaflega sjaldgæft. Miklu algengara er brjóskskekkja eða brjóskrýrnun. 1 hryggjar- súlunni liggja brjóskplöt- ur á milli allra hryggjar- liða — þessar brjóskplöt- ur er ekki hægt að greina á röntgenmyndum, en með þvi að athuga fjar- lægðina á milli hryggjar- liðanna er hægt að sjá, hversu stór hver plata er. Ef slik brjóskskifa verður fyrir miklum þrýstingi, þá skekkist hún eða rýrn- ar. Þá aðeins ef þrýsting- urinn er svo mikill, að brjóskplatan skýzt úr skorðum sinum milli hryggjarliðanna er um brjósklos að ræða. Þá þrýsta brjóskflögurnar i hinni sundurrifnu plötu á taugarnar. Þá fær maður ischias ef þrýstingurinn á Ib Rossel, yfirlæknir við sjúkrahúsið i Bispebjerg: --- Djúpstæðasta orsök allrar bakveiki er sjálfsagt sú, að manneskjan gekk eiginlega á 4 fótum — en ekki upprétt á tveimur. þvi, að brjóskið á milli hryggjarliðanna hefur losnað og færst úr sinum rétta stað. Við höfum einnig meö- höndlað fólk meö brjósklos, brjóskummyndanir, sem engan sársauka fann. Röntgenmyndir af mið- aldra fólki sýna, að margt af þvi ætti að vera með verki i baki vegna þess, að slitfletir hryggjarliðanna eru gengnir upp — en það finnur engan sársauka. taugarnar veldur meiri eða minni lömun á fæti. En sem sagt: Brjósk- rýrnun er miklu algeng- ari en brjósklos. Og það, sem er enn algengara er vöðvabólga (myosis). Oft eru þessar vöövabólgur miklu sársaukafyllri, en brjóskrýrnun.Þær eiga sér margar orsakir, en oft slæmar likamsstöður viö vinnu og einnig oft vegna þess, að fólk reynir að spenna bakvöðvana til þess að draga úr verkjum vegna brjóskrýrnunar. En orsakirnar fyrir bakveiki geta einnig verið meðfæddar. Þar ber mest á þeim fæðingargalla, að annar fóturinn sé styttri, en hinn. Littu bara á eyrun á þér i spegli. Eru þau alveg eins? Áreiðanlega ekki og á sama hátt eru báðir fæt- ur aldrei alveg eins. Oft er á þeim hæðarmunur og hann hefur i för með sér hryggskekkju, sem bæði getur valdið vöðvabólg- um, brjóskrýrnunum og gigt. Þá er það einnig til, sem við nefnum Sceur- mann — en það er rangur vöxtur hryggjarliðanna á unglingsaldri. Það var þessi sjúkdómur, sem hrjáði hina kengbognu erfiðismenn fyrri daga. Oft hélt fólk, að þeir hefðu „klofinn” hrygg eða hefðu slitið hann skakk- an. En oftast var orsökin Sceurmann-sjókdómur. RETTU UR BAKINU t • Hvort heldur sem maður á sér heilbrigt bak ellegar er svo ólánsamur að vera veik- ur I baki, þá er það maður sjálfur, sem til lengdar ræð- ur mestu um, hvort bakverk- irnir láti að sér kveða. Þau duga ekki öll þessi bognu bök. Fólk á að liggja rétt (ekki á of mjúku). Fólk á að sitja rétt (með beint bak og stuðning við lendarnar). Fólk á að iyfta rétt (lyfta með fótunum, en ekki með bakinu). Og umfram allt má maður aldrei vinda upp á lik- amann og lyfta þunga um leið. Og fólk á að hafa rétta likamsstöðu við vinnu — i verksmiðjunni, að skrifstof- unni eða heima. Meðhöndlun á sjúkum bök- um er viðfangsefni lækn- anna. En þeir geta ekki til eilifðarnóns „gert við” aumt bak. Þeir geta aðeins hjálpað um stund (með teygjun, nuddi, hitameðferð, stutt- bylgjumeðferð eða meö þvi aðsprauta sérstökum lyfjum I hina sáru vöðva. Og ef brjóskios er alvarlegt þarf vitaskuld aö beita skurðar- hnifnum. En eftir að slík fyrsta hjálp hefur verið veitt er það undir sjúklingnum sjálfum komið að gæta baksins — og um- fram allt er mikilvægt að gæta þess frá unga aldri. Vegna þess, að þá skaða, sem hryggsúlan kann að verða fyrir (slit, rýrnun o.s.frv.) er ekki unnt að lag- færa aftur — það er aðeins hægt að deyfa einkennin og draga úr þeim. Þegar maður lyftir með bognu baki þá er OLKASSINN 380 KlLÚ Á ÞYNGD og þessi 380 kíló eru borin uppi af 3—4 fersentimetra stórri brjóskflögu milli hryggjarliðanna og á einu vetfangi getur það eyðilagt heilbrigt bak. • Atvinnulýðræði — Við höfum komið á atvinnulýðræði hér i fyrirtækinu. Þú mátt velja um hvort þú vilt gula eða rauða skrúfjárnið. BÍLISMINN ; Nærri sturlaður af örvæntingu greip 48 ára gamall búðareigandi, Sabino de Freitas I bænum Goiana i Brasiliu, grjót og grýtti að bflum er óku fram hjá þar sem bifreið hafði ekið yfir ung- an son hans. Þrir bflar stönzuðu við grjóthriðina, eigendur þeirra gengu út og mölbrutu höfuð kaupmannsins á vegar- kantinum og héldu svo leiðar sinnar. 5 ÁR TIL: Tékkneska þingið samþykkti samróma á fimmtudaginn að kjósa Ludwig Svoboda forseta næsta fimm ára kjörtfmabil. LENGRI FRÍ: Laun- þegar i Vestur-Þýzkalandi geta árið 1980 búizt við að fá átta vikna sumarfri, haldist fram- leiðniaukningin og ef vinnuvik- an styttist ekki niður fyrir 41 stund. Þetta er álit nefndar sem skilað hefur skýrslu til stjórnar- innar i Bonn. Nefndin leggur einnig til að stefnt verði að þvi að eftirlaunaaldur verði þá kominn niður i 60 ár. VIÐS VEGAR AÐ FORSETI 1976: siagur er hafinn innan bandariska Repúblikanaflokksins um hver hljóta skuli útnefningu sem frambjóðandi flokksins i for- setakosningunum 1976. Spiro Agnew varaforseti stefnir að sjálfsögðu að útnefningu, en upp á siðkastið hefur verið rætt um að John Conally, fyrrum fjár- málaráðherra og rikisstjóri i Texas, hafi hug á að reyna við embættið. Conally er reyndar demókrati, en hefur i hyggju að skipta um flokk, og hann var forsvarsmaður herferöarinnar „Demókratar fyrir Nixon” i kosningunum i fyrra. 1 hana- stélssamkvæmum i Washington er haft fyrir satt að Conally muni reyna að fá Edward Brooke, öldungadeildarþing- mann frá Massachusetts sem varaformannsefni, en Brooks er þeldökkur. PAFAGAUKURINN A FERÐ: Henri Charriere, höfundur met- sölubókarinnar „Papillon” (Páfagaukurinn) fór fyrir skemmstu i ferðalag, en hann býr I Parfs. Fyrsti viðkomustaðurinn var Marbella á Spáni, en þaöan fór hann til Þýzkalands, Kanada og Jamaika, þar sem veriö er aö hefja töku kvikmyndar eftir bók- inni. Steve McQueen mun leika aðalhlutverkið. Hvar sem Charriere kemur kynnir hann nú nýju bókina sina „BANCO”. A myndinni er kona höfundarins með manni sfnum við brottförina frá Paris. Þriðjudagur 27. marz. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.