Alþýðublaðið - 12.04.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.04.1973, Blaðsíða 9
íþróttir 2 SA FIMMTANDI ER HELDUR... Sakleysislegur—en leynir á sér Rétt einu sinni urðu úrsiitin á þann veg, að þau kollvörpuðu spá- dómum hinna vísustu manna. Það er ekki ofsögum sagt, að það er erfitt hlutverk þessa dagana að vera spámaður, þegar úrslit verða, sem raun ber vitni. Og ef við förum yfir það helzta, sem kom á óvart á sfðasta getraunaseðli þá komum fyrst að tapi Arsenal fyrir Sunderland i Bikarnum. Þá tapaði Liverpool fyrir Birmingham, sem er eitt af neðstu liðunum. Newcastle tapaði á heimavelii fyrir West Ham og sömuleiðis tapaði Tottenham á heimaveili fyrir Southamton. Og sfðast en ekki sfzt tapaði QPR fyrir Oxford. Allt eru þetta úrsiit, sem maður átti ekki von á. Alþýðubiaðið ásamt tveim enskum biöðum stóðu sig bezt með 5 ef betur er að gáð leiki rétta og megum við þvf sæmilega vel við una. Vísir, Morgun- blaðið og Suðurnesjatíðindi voru með 4 rétta, en Tfminn og Þjóð- viljinn ásamt tveim enskum voru með 3 ieiki rétta, en Sunday Times rak lestina með einn leik réttan. Það er ennþá mikii barátta á báðum endum deildarinnar og enn óséð hvaða iið sigrar og eins hvaða lið koma tii með að falla i 2. deild. Það má þvi enn búast við óvæntum úrslitum f þeim leikjum, sem eftir eru og þvi rétt að vera við öllu búinn. Næsti getraunaseðill, sem er nr. 15 litur ósköp sakleysislega út, en hann leynir á sér og þvf rétt að taka einhverja áhættu. Við snúum okkur þá aö spánni: Arsenal-Tottenham 1 Leikmenn Arsenal verða vonandi búnir að ná sér eftir tapið gegn Sunderland um s.l. helgi, þegar þeir mæta Tottenham á Highbury næsta laugardag. Nú getur Arsenal einbeitt sér að sigri i 1. deild, eftir að þeir eru úr leik i bikarnum og góður áfangi að þvi marki væri óneitan- lega sigur i þessum leik. Þetta verður jafn leikur, en ég spái Arsenal sigri. Coventry-Derby 1 Staða þessara liða i deildinni er svo til jöfn og hvorugt eiga þau möguleika á sigri þar og bæði eru þau örugg um sæti i deild- inni. Þetta er erfiður leikur, þar sem allt getur skeð, en spá min er sigur fyrir Coventry, en rétt er að benda á jafntefli, sem kemur vissulega vel til greina. gegn Sheff.Utd. og tapaði leiknum og dýr- mætum stigum i fallbaráttunni. Ipswich var hinsvegar óheppið að tapa öðru stiginu til Man. City. Það verður hörð barátta á Selhurst Park, þegar þessi lið mætast þar og óvist um úrslit. Sennilegast þykir mér að liðin skipti stigunum og spái þvi jafntefli. Leicester-Birmingham 2 Þetta er erfiður leikur, þar sem hér eig- ast við lið, sem hafa líka stöðu i deildinni, þar sem Leicester er með 32 stig, en Birm- ingham 33 stig eftir 37 leiki. Birmingham gerði sér litið fyrir og sigr- aði Liverpool um s.l. helgi, en liðið hefur staðið sig mjög vel að undanförnu og unnið hvern sigurinn öðrum betri. Nú spái ég Birmingham sigri og jafnvel þótt á útivelli sé. Liverpool-WBA X Liverpool tapaði fyrir Birmingham um s.l. helgi, en þau úrslit komu mjög á óvart og komu sér illa fyrir Liverpool i baráttunni Crystal Pal.-Ipswich X um 1. sætið. Ekki þykir mér óliklegt að Crystal Pal. lék mjög illa s.l. laugardag taugar leikmanna Liverpool, séu eitthvað farnar að slappast og hver veit nema að WBA, sem einnig þarf á stigum að halda, takist að hirða annað stigið i þessum leik? Man.City-Sheff.UTD. 1 Man.City mátti þakka fyrir að ná öðru stiginu á Portman Road um s.l. helgi gegn Ipswich, en Sheff.Utd. vann léttan sigur yf- ir slöku liði C.Pal. Þar sem ég hef jafnan litla trú á Sheff.Utd. á útivelli, spái ég Man.City sigri i þessum leik, enda er liðið ekki auðunnið á heimavelli. Norwich-Chelsea X Bæði þessi lið eru mjög slök um þessar mundir, enda má segja að Norwich sé næst- um dæmt til falls i 2. deild og ekkert nema kraftaverk getur bjargað þvi að öðruvisi fari. Chelsea leikur hvern leikinn öðrum lé- legri og tapaði siðast á heimavelli fyrir Stoke. Helzt er ég á þvi, að liðin geri jafntefli i þessum leik, en heimasigur jafnt sem úti- sigur koma einnig til greina. Þetta er kannski það síðasta sem við sjáum til Jackie Charlton á knattspyrnuvellinum. Hann meiddist i leiknum gegn Wolves, og myndin er tekin rétt áður en hann yfirgaf völlinn á 32. minútu. Óliklegt er talið að hann geti leikið meira með Leeds I vetur, en þetta er að öllum iikindutn sfðasta árið hans hjá Lecds, þvi reiknað er með þvi að hann taki að sér framkvæmdastjórn hjá Middiesbrough i vor. Southamton-Newcastle 1 Dýrlingarnir unnu sætan sigur yfir Tottenham á White Hart Lane á laugardag- inn, en Newcastle tapaði á St. James Park fyrir West Ham og eru það einnig óvænt úr- slit. Southamton vegnar að öllu jöfnu vel á heimavelli og spái ég að svo verði einnig að þessu sinni, enda reikna ég fastlega með sigri Dýrlinganna. Stoke-Man.Utd. 1 Man.Utd. hefur sennilega bjargað sér frá falli, þótt enn séu fræðilegir möguleikar á þvi að liðið falli. Stoke hefur leikið vel að undanförnu og bendir öruggur útisigur yfir Chelsea eindregið til þess. Ég hef þvi mikla trú á þvi að Man. Utd. sæki ekki gull i greipar Stoke á Victoria Ground um næstu helgi og spái þvi heima- sigri. West Ham.-Leeds 1 Þar sem Leeds hefur tryggt sér að leika til úrslita i bikarnum, veit ég ekki hvort leikmenn liðsins hætta enn einu sinni á það að reyna sig af alefli i deildarkeppninni, en Leeds hefur einmitt farið flatt á slikum sperringi. Ég held þvi að West Ham vinni þennan leik, sem mundi þýða, að möguleik- ar Leeds væru endanlega úr sögunni, sem sigurvegari i 1. deild. Wolves-Everton 1 Þetta ætti að vera einn af öruggum leikj- um á þessum seðli, þvi vart verður þvi trú- að, að Everton geri stóra hluti gegn úlfun- um. Úlfarnir eiga góða möguleika á að ná einhverju að 5 efstu sætunum, þar sem liðið er nú með 40 stig og hefur leikið tveim leikj- um færra en næstu lið á undan. Spá min er þvi heimasigur. Huddersfield-Burnley X Huddersfield má muna sinn fifil fegri, þvi nú er liðið i alvarlegri fallhættu i 2. deild, en ekki er langt siðan liðið lék i 1. deild. Leik- menn munu þvi leggja sig alla fram gegn Burnley, sem nú er efst i deildinni og reyna a.m.k. að krækja sér i annað stigið. Það er þvi ekki óliklegt að þessum leik ljúki með jafntefli. DEILDIN A LOKASTIGI LIVERPOOL MEÐ BEZTA STÖÐU Nú fer að síga á seinni hiuta deildarkeppninnar ensku. Aðeins þrjú félög eiga möguleika á sigri I 1. deild að þessu sinni, Liver- pool, Arsenal og Leeds. Hér birtum við til gamans skrá yfir þá leiki sem liðin eiga eftir. Samkvæmt henni virðist Liverpool eiga auð- veldustu ieikina, en Arsenal á þá erfiðustu. Ileimlið eru talin á undan. LLVERPOOL: Liverpool-W.B.A. Newcastle-Liverpool Liverpool-Leeds Coventry-Liverpool Liverpool-Leicester ARSENAL: Arsenal-Tottenham Everton-Arsenal Southampton-Arsenal West Ham-Arsenal Leeds-Arsenal I.EEDS: West Ham-Leeds Leeds-Manch.Utd. Leeds-C.Palace Liverpool-Leeds Southampton-Leeds Leeds-Arsenal Birmingham -Leeds o Fimmtudagur 12. apríl 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.