Alþýðublaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.10.1973, Blaðsíða 8
 LEIKHÚSIN OVATNS- BERINN 20. jan. - 18. feb. GóÐUR. Fjárhagsmál þin ættu aö vera i gó&u lagi um þessar mundir og dagurinn ætti að flestu leyti að geta gengið þér mjög i haginn. Gættu þess samt að treysta ekki öðrum en þeim, sem þú veist að eru trausts þins verðir. iQkFISKA- WMERKIÐ 19. feb. • 20. marz GÓÐUR: Þú nýtur óvenju- mikils trausts á vinnustað þinum um þessar mundir og starfsfélagar þinir eru mjög vinsamlegir i þinn garð. Ef þú býrð yfir ein- hverjum nýjum hugmynd- um eða áætlunum, þá ættir þú að reyna að hrinda þeim i framkvæmd i dag. 21. marz - 19. apr. GÓÐUR: Þú ert vel á þig kominn likamlega og athygli þin og dómgreind eru vel vakandi. Ef þú nýtir þér hinar hagfelldu aðstæöur skynsamlega, þá ættir þú að geta komið heil- miklu I verk. Heimilisað- stæður þinar eru góðar og fjölskyldulif farsælt. 20. apr. • 20. maí GÓÐUR:. Ef þú hefur i hyggju að gera einhver viðskipti eða þarft að undirrita einhverjar fjár- hagsskuldbindingar, þá skaltu láta af þvi verða i dag. Þú mátt gjarna leita álits einhvers kunnugs manns á viðskiptunum, áður en þú lætur af þeim verða. ©BURARNIR 21. maí - 20. júní GÓÐUR: Dagurinn i dag ætti að flestu leyti að geta orðiö þér mjög hagstæður. Þó skaltu gæta þess að taka ekki þátt i neinum vafasömum viðskiptum. Ekki er allt gull, sem glóir og ekki allir viðhlæjendur vinir. Treystu aðeins þeim, sem þú veist að eru traustsins verðir. ©KRABBA- MERKIÐ 21. júní - 20. júlí GÓÐUR: Þú færð senni- lega óvænt og kærkomin tiðindi I dag — jafnvel frá fjarskyldum ættingja, sem þú hefur ekki haft samband við lengi, en vill gjarna veita þér fyrirgreiðslu eða liðsinna þér á einhvern hátt. Þiggðu liðveisluna. Hún er boðin af góðum hug. LJÚNIÐ 21. júlí - 22. ág. GÓÐUR: Þér áskotnast óvæntur möguleiki til þess að auka tekjur þinar og ef þú heldur vel og skynsam- lega á spilunum, þá ættir þú að geta uppskorið riku- leg laun erfiðis þins. Láttu nána vini þina njóta góös af. Þeir munu launa þér liðveisluna siðar. 23. ág. • 22. sep. GóÐUR: Þú hefur átt i einhverjum smávægi- legum erjum við maka þinn eða félaga að undan- förnu, en nú eru þau vand- kvæði leyst að sinni og dagurinn ætti að geta orðið þér ánægjulegur. Farðu varlega i peningamál- unum. Þér kemur það vel siðar aö eiga handbært fé. @ VOGIN 23. sep. - 22. okt. GÓÐUR: Dagurinn verður stórtiðindalitill, en engu að siður einkar ánægjulegur. Þú afkastar að visu ekki mikilli vinnu, en veröur samt vel ágengt i öðrum málum og þá fyrst og fremst einkamálunum. Vertu umburöarlyndur við fjölskyldu þina og trúr vinum þinum. ®SP0RÐ- DREKINN 23. okt - 21. nóv. GóÐUR:Þetta ætti að geta oröið sérlega fjölbreyttur og ánægjulegur dagur. Þú átt sennilega mjög ánægju- lega samfundi við fólk, sem þér fellur vel i geð, og allt eins er liklegt, að þú takir þátt i einhverjum mann- fagnaöi i kvöld þér til mikillar ánægju. ©BOGMAD- URINN 22. nóv. - 21. des. GÓDUR: Þetta ætti að geta oröið góður dagur I lifi þinu ogánægjulegur i endur- minningunni .Þú ættir einkum og sér i lagi að leggjaáherslu á gott sam- neyti við fjölskyldu þina og ættingja. Samverustundir við þá verða báöum aðilum mjög ánægjulegar og upp- lifgandi. 22. des. - 9. jan. GóÐUR: Þú átt sennilega eftir að eiga mikil sam- skipti viö ungt og fjörugt fólk, þegar á daginn liður. Jafnframt munu opnast fyrir þér nýir möguleikar, sem þú ættir að nýta vel og skynsamlega. Haltu dómgreind þinni vel vakandi. Þá ætti þér vel að farnast. RAGGI RÓLEGI OWEKI CANTRELL L0U.AR HRjN&NUtA UtA TERR'/ FiARVIN LE'iNILEfekN HÓFUÐPA.UK MHÓÐA- EFL AUET ER HAHN A0 HALDA UPP ’A AÐ HAFA LOblÐ ETÍURLVF3ADREIFIN&U UPFA núiln or*, FJALLA-FÚSI ÖL:ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ FLÓ A SKINNI i kvöld kl. 20,30. FLÓ A SKINNI miðvikudag kl. 20,30. ÖGURSTUNDIN fimmtudag kl. 20,30. FLÓ A SKINNI föstudag kl. 20,30. FLÓ A SKINNI laugardag kl. 20,30. 120. sýning. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. — Simi 16620. KABARETT sýning miðvikudag kl. 20. HAFIÐ BLAA HAFIÐ Þriðja sýning fimmtudag kl. 20. Hvit aðgangskort gilda. SJÖ STELPUR sýning föstudag kl. 20. Miðasala 13.15 til 20. Simi 1-1200. HVAÐ ER Á SEYÐI? Mænusóttarbólusetning verður fyrir full- orðna i vetur i Heilsuverndarstöðinni a mánudögum frá 17-18. NATTÚRUGRIPASAFNIÐ Hverfisgötu 115. Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 — 16.00. Arbæjarsafn verður opið alla daga nema mánudaga frá 14-16 til 31. mai 1974. Leið 10 -• ' frá Hlemmi. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR, við Njarðargötu, opið alla daga frá kl. 1.30 — 16.00. LOFTLEIÐIR Almennar upplýsingar um flug, komu og brottför flugvéla eru veittar allan sólar- hringinn i skrifstofusima Loftleiða á Reykja- vikurflugvelli, sem er 20200, og á flug- afgreiðslunni á Keflavikurflugvelli, simi 22333 Farpöntunum veitt móttaka allan sólar hringinn i sima 25100. FLUGFÉLAG ISLANDS Upplýsingar um flug og farpantanir kl. 8.00-23.30 i sima 16600. EIMSKIP. Sjálfvirkur simsvari 22070, sem veitir upp- lýsingar um skipaferðir allan sólarhringinn. Skipafréttirnar lesnar inn kl. 11 á hverjum morgni. Frekari upplýsingar og farmiða- pantanir i sima 21460 kl. 9.00-17.00. SAMBANDIÐ Upplýsingar um skipaferðir sambandsskipa i sima 17080 kl. 8.30-17.00. UMFERÐARMIÐSTÖÐIN Upplýsingar um ferðir áætlunarbila I sima 22300 kl. 8.00-24.00. Upplýsingar um lækna og lyfjabúðaþjónustu i Reykjavik eru gefnar i simsvara 18888. AFMÆLI Attræður er i dag, miðvikudag, ólafur Gunnlaugsson, vélstjóri til heimilis að Melteigi 10 á Akranesi. Ólafur á að baki langan sjómennskuferil, lengst af sem vélstjóri. Siðustu árin, eftir að hann hætti að stunda sjóinn var hann svo starfsmaður Sementsverksmiðju rikisins, en hann hefur nú hætt störfum. Kona Ölafs er Gyða Halldórsdóttir. ræktarstörf að sitja hér og glápa á trén vaxa af sjálfu sér? Þriöjudagur 2. október 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.