Alþýðublaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 10
Styrkur til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Bretlandi Breska sendiráftiö I Heykjavfk hefur tjáö isienskum stjórnvöldum, aö The British Council bjóöi fram styrk handa tslendingi til náms eöa rannsóknastarfa viö há- skóla eöa aöra visindastofnun I Bretlandi háskólaáriö 1974-75. Gert er ráö fyrir, aö styrkurinn nægi fyrir far- gjöldum til og frá Bretlandi, kennslugjöldum, fæöi og hús- næöi, auk styrks til bókakaupa. Umsækjendur skulu hafa lokiö háskólaprófi og aö ööru jöfnu vera á aidrinum 25-30 ára. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist mennta- málaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. des- ember n.k. — Tilskiiin eyöublöö, ásamt upplýsingum um nauösynleg fylgigögn, má fá i ráöuneytinu og einnig í breska sendiráðinu, Laufásvegi 49. Menntamálaráðuneytið, 12. nóvember 1973. Höfum fyrirliggjandi: Br-etti — Hurðir — Vélarlok — Geýmslulok á Volkswagen f allflestum litum. Skiptum á einuní degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Rílasprautun Garðars Sigmundssonar *Skiphólti ?5. Simar 19099 og 20988. Sprungnviðgerðir Vilhjálmur Húnfjörð Simi: 50-3 - '1 . 'v i): y, W \ 'lj ~ PÓSTUR OG SiMI Póst- og simamálastjórnin óskar eftir nokkrum loft- skeytamönnum til náms í simritun. Umsóknir á eyðu- blöðum stofnunarinnar sendist póst- og simamálastjórn- inni fyrir 1. desember n.k. Nánari upplýsingar hjá: skólastjóra Póst- og simaskólans, simi 26000, yfirdeildarstjóra ritsimans, simi 26000, stöövarstjóranum i Gufunesi, simi 33033. DAS pronto leirinn, sem harðnar án brennslu. SÚPER boltinn Pongo Pazzo, sem má móta eins og leir. Einnig skemmtilegir og fallegir litir, vatnslitir, vaxlitir, pastellitir og vaxleir. MÍKADO pinnar, töfl, borðtennissett o.fl. þroskandi leikföng. Opið kl. 14—17. STAFN H.F. Umboðs og heildverslun. TILKYNNING TIL LAUNASKATTSGREIÐENDA Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að 25% dráttarvextir falla á launa- skatt fyrir 3. ársfjórðung 1973, sé hann ekki greiddur i siðasta lagi 15. nóvember. Fjármálaráðuneytið Allt eins og venjulega Valur vann á endasprettinum Valur-UMFN 94:84 (36:44) Valsmenn skora fyrstu tvær körfurnar 4:0, og búist var við aö það sé aðeins upphafið á stór- sigri Vals, en það var eitthvað annað. UMFN minnkar muninn og t.d. er staðan eftir nokkrar Staðan Staðan i körfu er þannig fyrir langa hléið: Valur I.R. K.R. Arm. IS HSK UMFN UMFS 2 2 0 187:167 4 stig. 1 1 0 102: 64 2 stig. 1 1 0 96: 72 2 stig. 1 1 0 81: 78 2 stig. 3 1 2 155:166 2 stig. 1 0 1 83: 93 0 stig. 2 0 2 162:175 0 stig. 2 0 2 134:185 0 stig. min. 6:5 fyrir Val, en UMFN kemst fyrst yfir 21:17 og siðan eru það Njarðvikingar sem leiða allt fram i siðari hálfleik. Valsmenn hittu mjög illa mestan hluta fyrri hálfleiks, en UMFN lék þá ágætlega, með Gunnar Þorvarðarson og Brynj- ar Sigmundsson sem bestu menn, en besti leikmaður liðsins siðasta keppnistimabil David Dewany leikur nú ekki lengur með liðinu, og hefur það áhrif til hins verra. Valsmenn hófu siðari hálf- leikinn með mikilli stórskota- hrið, og voru leikmenn liðsins ó- þekkjanlegir frá fyrri hálfleik, Valur kemst yfir 53:52 og hafði siðan forystuna til loka leiksins, en aldrei var munurinn mikill, oftast þetta 3—6 stig, nema rétt fyrir leikslok þá bættu þeir við forskot sitt, svo að 10 stigum munaði á liðunum i leikslok. Þórir Magnússon sem hafði fremur hljótt um sig i fyrri hálf- leik, átti stærstan þátt i sigri Valsmanna, þvi i siðari hálfleik gerði hann 24 stig Þrir leikmenn bera af i UMFN-liðinu og eru það þeir Gunnar Þorvarðarson, Brynjar og Hilmar Hafsteinsson, og er sá siðastnefndi gifurleg lang- skytta, en það háir UMFN mikið að hafa ekki góðan miðherja. Þá má fastlega búast við þvi að Ármann, Valur og 1S berjist um þriðja sætið i mótinu, en þó er fullsnemmt að spá nokkru um það, þrátt fyrir mannfall, virðast KR og 1R ennþá vera sterkust i körfunni. Stigahæstir: Valur: Þórir Magnússon 32, Jóhannes Magnússon 18 og Torfi Magnús- son 12. UMFN: Gunnar Þ. 23, Brynj- ar 22, Hilmar 18 og Einar 12. Vitaskot: Valur: 18:10. UMFN: 16:6. Sigurður Jóakimsson stekkur inn i teiginn, en brotiö var gróflega á honum, en ekkert dæmt. Mynd: Steinninn. Haukar heppnir þar Haukarnir standa nú á toppi 1. deildar meö 3 stig eftir tvo leiki, ásamt Fram. Og Haukarnir eru miklir lukkunnar pamfilar aö standa i þessum sporum, þvi sigur þeirra yfir Armanni eru ein- hver mesti heppnissigur sem maöur hefur oröiö vitni aö. Eftir aö Armann hafði haft yfir allan leikinn, ef undanskilin eru nokkur skipti i siöari hálfleik þegar staöan var jöfn, tókst Haukum aöeins einu sinni aö ná yfirhöndinni. Og það var þegar Höröur Sigmars- son skoraöi úr vitakasti eftir aö venjulegum leiktima var lokiö. En samt hlutu þeir bæöi stigin aö launum, en Armenningarnir sátu eftir meö sárt enniö. Þeir heföu I þaö minnsta átt skiliö annaö stig- iö, ef ekki bæöi, og þaö var mikið aö kenna þeirra eigin glópsku I lokin aö Haukar skyldu vinna 14:13. Það vakti athygli manns þeg- ar liö Haukanna hljóp inn á, að það ,,átti” hreinlega húsið. Fagnaðarlætin voru margföld á við það þegar FH hljóp inn á völlinn fyrr um kvöldiö. Það var greinilegast á öllu að itök Hauka meðal unga fólksins i Firðinum eru mikil. Og allir heimtuðu á- horfendur sigur, og Haukarnir ætluðu að færa þeim hann, létt- an sigur. En Armenningarnir voru ekki eins auðveld bráð og Haukarnir hugðu. Þeir voru furðu naskir aö finna leið fyrir boltann i markið hjá landsliðs- markveröinum Gunnari Ein- arssyni, og vörn Armenninga með Ragnar Gunnarsson sem besta mann, var fastari fyrir en menn ætluöu. Og fyrr en varði var staðan orðin 6:2 og 20 mín- útur af leik. Haukum tókst heldur að laga stöðuna fyrir hlé, og staðan i hálfleik var 8:6. 1 byrjun siöari hálfleiks var munurinn óbreyttur, en u.þ.b. er 10 minútur voru Iiðnar af s.h., tóku Haukarnir mikinn sprett, skora þrjú mörk og ná að jafna 10:10. Eftir þetta var baráttan i algleymingi, og spennan gifur- leg. Armenningarnir voru yfir- leitt fyrri til aö skora, en Hauk- arnir jöfnuðu jafnharðan. Undir lokin höfðu Ármenningarnir það i hendi sér aö ná jöfnu, sem þeir heföu eflaust gert sig ánægða með. En mistök i sókninni kost- aði það að Haukarnir komust i skyndisókn, boltinn barst inn á linu, þar sem harkalega var brotið á Svavari Geirssyni, viti var dæmt og úr þvi skoraði Hörður 14:13, en áður höfðu timaveröir flautað leikinn af. Mörk Hauka: Hörður 6 (2 v.), Guðmundur 4, Arnór, Óli, 01., Svavar og Þórir eitt mark hver. Mörk Armanns: Jón Ástv. 5, Hörður 3, Vilberg 2, Björn, Ragnar og Þorsteinn eitt mark hver. Haukarnir voru nú mun slak- ari en gegn Fram á dögunum, einkum i sókninni, t.d. var Stefán Jónsson ekki nema svip- ur hjá sjón. Þeir Hörður og Guð- mundur voru burðarásar sókn- arinnar. Markvarslan var slök til að byrja meö, en batnaði til muna þegar Ómar Karlsson kom i markið, og i s.h. varði Gunnar einnig mjög vel. Armannsvörnin var ákaflega sterk i þessum leik, og mark- varsla Ragnars góð, sérstak- lega i f.h. En sem fyrr er sóknin slakasti þáttur Armannsliösins, hún er svo einhæf. Stafar það af tilfinnanlegum skorti á stór- skyttum. Það er helst að Jón Astvaldsson geti kallast þvi nafni, en stökkkraftur hans er með fádæmum. Þá hafa Ar- menningar tvo topp linumenn i sinum röðum, Vilberg og Þor- stein. Leikurinn var nokkuð harður, og urðu dómararnir fimm sinn- um að visa af leikvelli. —SS. 0 Miðvikudagur 14. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.