Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 9
KASTLJÓS • O • O:• .O Jóhannesarpassían flutt í heilu lagi Jóhannesarpassia J.S. Bachs verður nú i fyrsta sinn á Islandi flutt i heilu lagi og óskert i vik- unni fyrir Páska. Það er Pólýfónkórinn ásamt 30 manna kammerhljómsveit og 7 ein- söngvurum, sem flytur verkið i Háskólabiói á skirdag og föstu- daginn langa undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Pólyfónkorinn flutti Jó- hannesarpassiuna stytta i Kristskirkju og Laugardalshöll árið 1967, en siðan hefur verkið ekki verið flutt hér. Áður hafði Tónlistarfélagskórinn flutt hluta verksins undir stjórn Dr. Urbancic á árunum 1943 og 1950. Jóhannesarpassian var frum- flutt i Leipzig árið 1723 og er fyrst hinna stærri kórverka Bachs. Pólýfónkórinn flutti Mattheusarpassiu Bachs i fyrsta sinn á Islandi vorið 1972 við mikla aðsókn og almennt lof áheyrenda. Væntir kórinn þess, að Jóhannesarpassian fái nú ekki siðri undirtektir, þegar hún er flutt hér i heild i fyrsta sinn, enda er Jóhannesarpassian ekki siður vinsæl af almenningi en Mattheusarpassian. Jóhannes- arpassian þykir einstakt verk i sinni röð vegna hinnar dramatisku spennu verksins, sem fjallar um pislarsögu Krists á mjög raunhæfan og veraldlegan hátt, sem ekki á sinn lika i neinu öðru tónverki um þá atburði. Pólifónkórinn æfir nú verkið af kappi, en kynning þess hófst i kórnum I haust og reglubundnar æfingar hafa verið tvisvar I viku frá áramótum. Hlutverk kórsins er stórt, svo og sum einsöngs- hlutverkin, sem eru mjög vandasöm, en með þau fara: Michael Goldthorpe — tenór — guðspjallamaður Sigurður Björnsson — tenór — ariur Malcolm King — bassi — Pilatus og bassaariur Halldór Vilhelmsson — bassi — Kristur Ingimar Sigurðsson — bassi — Pétur Elisabet Erlingsdóttir — sópran — ariur Ruth Magnússon — alto — ariur. Michael Goldthorpe fór með hlutverk guðspjallamannsins i Mattheusarpassiunni fyrir tveimur árum i veikindaforföll- um Sigurðar Björnssonar, en nú er vonast til að þeir skipti með sér verkum i Jóhannesarpassi- unni og Sigurður fari með ein- söngsariurnar. Halldór Vil- helmsson hefur sungið með Pólýfónkórnum frá upphafi og farið með hlutverk Krists bæði i Mattheusarpassiunni og Jó- hannesarpassiu. Ingimar Sigurðsson fór einnig með hlut- verk Péturs i Mattheusarpass- iu, en Malcolm King kemur nú fram i fyrsta sinn hér á landi. Hann starfar sem óperusöngv- ari við Covent Garden i London, en hefur getið sér frábært orð sem ljóða- og óratoriusöngvari víða um Evrópu og hlotið hæstu viðurkenningu við söngskólana i Siena og Santa Cecilia i Róm. Elisabet Erlingsdóttir stundaði söngnám i Þýskalandi I mörg ár. HVAD ER j. ÚTVARPIKU? Miðvikudagur 20. marz 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7,00 8.15 Og 10.10. Morgun- leikfimikl. 7,20. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dabl.) 9,00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þorleifur Hauksson heldur áfram að lesa söguna „Elsku Mió minn” eftir Astrid Lindgren (17). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Úr játningum Ágústinusar kirkjuföður kl. 10.25: Séra Bolli Gústafsson i Laufási les þýðingu Sigur- björns Einarssonar biskups (16) Kirkjutónlist kl. 10.40. Tónlisteftir Igor Stravinský kl. 11.00: Gold og Fizdale leika Sónötu fyrir tvö pianó./ Coumbiu-hljómsveitin leikur „Koss álfkonunnar”. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.30 Með sinu lagiBvavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 14.30 Sfðdcgissagan: „Föstuhald rabblans” eftir Harry Kamel- mann.Séra Rögnvaldur Finn- bogason les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: Norræn tónlist.Filharmóniusveitin i Osló leikur Conserto Grosso Norvegese op. 80 eftir Olav Kielland: Höfundur stjórnar. Eyvind Möller leikur á pianó Chaconnu op. 32 eftir Carl Nielsen. Filharmónisveitin I Osló leikur Sinfóniu nr. 2 Bjarne Brustadt> övind Fleldstedt. stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15. Veöurfregnir. 16.25 Popphornið. 17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „óli og Maggi með gullleitar- mönnum” eftir Armann Kr. Einarsson. Höfundur les (6). 17.30 Framburðarkennsla i spænsku- 17.40 Tónleikar. 18.00 Til umhugsunarÞ>áttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Orð af orði. Hefur rikis- stjórnin þingstyrk til áfram- haldandi setu? Þorsteinn Páls- son stjórnar umræðum, en þátttakendur eru: Hjálmar Hannesson, Jón Steinar Gunn- laugsson lögfræðingur og Kjartan Ólafsson ritstjóri. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur Jón Sigurbjörnsson syngur islenzk lög; Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Söguslóðir. Sigvaldi Jóhannes- son bóndi i Enniskoti i Viðidal flytur erindi um landnám Ingimundargamla; fyrri hluta. c. Liðins tima lýsigull. Elin Guðjónsdóttir flytur annan hluta hugleiðingar Bjartmars Guðmundssonar frá Sandi um þineyskar stökur og höfunda þeirra. d. Æviminningar Eiriks Guðlaugssonar. Baldur Páimason les fjórða hluta frásögu húnvetnsks erfiðis- manns. e. Um islenzka þjóð- hætti, Árni Björnsson cand. mag. talar. f. Kórsöngur Karlakór Akureyrar syngur; Askell Jónsson stj. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn” eftir Martin Anderson Nexö. Einar Bragi skáld byrjar lestur sögunnar i þýðingu sinni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (33). 22.25 Framhaldsleikritið: „Hans hágöfgi” eftir Sigurð Róberts- son.Fyrsti þáttur endurfluttur. Leikstjóri: Baldvin Halldórs- son. 23.15 Nútimatóniist. Halldór Haraldsson kynnir. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárloét. HVAÐ ER Á SKJÁNUM? Reykjavík Miðvikudagur 20. mars 1974 18.00 Skippl. Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 18.25 Svona cru börnin — i Tyrk- landi • Norskur fræðslumyndaflokkur um börn I ýmsum heimshlut- um. Þýðandi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 18.45 Gitarskólinn- Gitarkennsla fyrir byrjendur. 7. þáttur. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.20 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Konan min i næsta húsi- Breskur gamanmyndaflokkur. Hjúskaparafmælið. Þýðandi Jón Thor Haraldsson 20.55 Krunkað á skjáinn. Þáttur með blönduðu efni. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 21.30 „Myllan”. Bandarísk ádeilumynd byggð á heimildum með léttu ivafi. Myndina gerði Emil de Antonio um stjórnmálaferil Richards Millhouse Nixons, Bandarikja- forseta allt fram til ársloka 1971. Þýðandi og þulur Þrándur Thoroddsen. 23.10 Dagskrárlok. Keflavík Mövikudagur 20. mars. 2.55 Dagskráin. 3,00 Fréttir. 3,05 Another World. 3.25 Dinah’s Place. 3.45 Good’n plenty lane. 4.20 Mike Douglas. 5.30 Electric Company. 5.55 Dagskráin. 6,05 Þáttur um orkuskortinn i heiminum og orsakir hans. 6.30 Fréttir. 7,00 (JrdýrarikinuWild kingdom. BIOIN TÚHABfÚ Simi 31182 Murphy fer i stríð Murphy’ s War Heimsstyrjöldinni er lokið þegar stríð Murptiys er rétt að byrja..... Óvenjuleg og spennandi, ný, brezk kvikmynd Myndin er frábærlega vel leikin. Leikstjóri: Peter Yates (Bullit). Aðalhlut- verk: Peter O’Toole, Phillipe Noiret, Sian Phillips. Islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. HÁSKÚLABÍO Simi 22140 Maðurinn á svörtu skónum Le Grand Blond Une Chaussure Noire Frábærlega skemmtileg, frönsk litmynd um njósnir og gagnnjósn- ir. Leikstjóri: Yvcs Robert. Aðalhlutverk: Pierrc Richard, Bernard Blier, Jean Rochefort. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. SAFNAST ÞEGAR SAMAN 0 SAMVINNUBANKINN Alþýðublaðið inn á hvert heimili 7,30 Please, don’t eat the daisies. 8,00 Land of the small, skyggnst inn I ’Mini’ heim skordýranna, með þul af stærri gerðinni, Gregory Peck. 8,50 THE Cat. 9.15 Skemmtiþáttur Dean Martin. 10,05 Kúrekaþáttur, Gunsmoie. 11,00 Fréttir. 11.15 Helgistund. .11,20 Skemmtiþáttur Johnny Carsons, Tonight Show. Blaðið ber ekki ábyrgð á skránni, þar sem stundum verða breytingar á dagskránni með örstuttum fyrirvara.- HAFNARBÍÚ -simi .«444 Hver er Harry Kellerman? Skemmtileg og sérstæð, ný, bandarisk litmynd um afar ráð- villtan tónlistarmann. Leikstjóri: Ulu Grosbard. islenskur texti Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. LAUGARÁSBlO Simi 32075 Reikningsskil Spennandi, bandarisk mynd, tek- in i litum og Todd-A-0 35. Leikstjóri: George Seaton. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. KOPAVOGSBÍÓ Slmi 41985 Miðvikudagur 20. marz kl. 8.30: Karlakórinn Fóstbræður, stjúrn- andi Jón Ásgeirsson. Söngflokk- urinn Hljómeyki, kynnir Rut Magnússon. Hljómsveit Tón- listarskóla Kópavogs, stjórnandi Páll Gröndal. Barnakór Tónlistarskóla Kópa- vogs, stjórnandi Margrét Dann- heim. r>tr,*9a TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUOM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 ANGARNIR Miðviku<0gur 20. marz 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.