Alþýðublaðið - 10.05.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.05.1974, Blaðsíða 12
[alþýdui Bókhaldsaðstoð með tékka- KÓPAVOGS APÓTEK L gai færslum Opið öll kvöld til kl. 7 1 n rfTrl BÚNAÐAR- Laugardaga til kl. 2 INhiUUI [/\J BANKINN Sunnudaga milli kl. 1 og 3 =j'^77m í dag má búast við ANA strekkingi, jafnvel stinningskaida. Bjart verður að mestu, en jió gstu komið skúrir. Hiti getur farið í 8 stig. KRILIÐ SKÝRINGAR: LARÉTT: 1. Liffæri. 5. Dæld. 6. Tveir eins. 7. í æsku. 9. Skaði. 11. Eignast. 13. Lit. 15. Demants- tákn. LÓÐRÉTT: 1. Löng. 2. Játun. 3. Stefna. 4. Toga. 5. Blað. 8. Ró. 10. Litil skófla. 12. Skoðun. 14. Sting. LAUSN SÍÐASTA KRÍLIS: LARÉTT: 1. Italia. 6. Sadat. 8. Göng. 10. Oft. 12. Kæn. 13. Sara. 15. Orkan. 18. Oskina. LÓÐRÉTT: I. Is. 2. Tarfa. 3. A.D. 4. Lag. 5. ítök. 7. Agn. 9. Næpa. 10. Ost. II. Tros. 14. Ark. 16. K.I. 17. Ná. 125 FERM. EINBYLISHUS FYRIR ÞRJÁR MILUÚNIR Hver slægi hendinni á móti þvi að byggja 140 fermetra ein- býlishús fyrir 60% af þvi verði, sem venjulegt er? Þeir væru liklega ekki margir, og ekki hugsuðu þeir sig um tvisvar, þegar þeir fréttu, að þeir gætu auk þess reist húsið á tveimur mánuðum. Til þess að fá svolitla verðviðmiðun má geta þess, að ekki er fjarri lagi að áætla byggingakostnað 140 fermetra einbýlishúss um fimm milljónir króna, og væri þá unnt að reisa það hús, sem um ræðir á þrjár milljónir. En hvernig má þetta vera, þegar byggingakostnaður eins og annar kostnaður er á stöðugri uppleið, og enginn hlutur lækkar i verði? Við sögðum frá nýrri bygginga- aðferð hér i Alþýðublaðinu i haust, byggingaaðferð, sem þrir verkfræðingar hafa fundið upp, og það er með henni, sem byggingakostnaðinn má lækka svo mikið sem hér um ræðir. Við gerum þessa byggingaað- ferð að umræðuefni nú að umræðuefni af þeim sökum, að seinnipartinn i vetur var reist tilraunahús úti á Álftanesi með aðferðinni, og ennfremur hefur verið lögð fram einkaleyfis- umsókn. Tilraunahúsið reisti Pétur Jóhannesson, trésmiður, á fimm vikum. Það er 70 fer- metrar að stærð, og hann vann að mestu leyti að þvi einn. Byggingakostnaður við húsið var 400 þúsund krónur, en þar i er ekki reiknaður kostnaður við þann hluta mótanna, sem nota má aftur. Pálmi Stefánsson, verkfræð- ingur, einn uppfinningamann- anna, sagði i viðtali við Alþýðu- blaðið fyrir skömmu, að hann trúi ekki öðru en þessi nýjung ryðji sér fljótlega til rúms, en þvi miður taki slikt tiðum langan tima á Islandi. Þeir félagar hafa stofnað félagið Hagbyggi h.f., sem hugmyndin er að veiti húsbyggjendum nauðsynleg leyfi til að notfæra sér uppfinninguna og útvegi þeim nauðsynlegar vinnuteikn- ingar af mótunum. Þegar eru komnir fjórir aöilar, sem hyggjast byggja þannig i Mos- fellssveit. Þeir biða eftir að fá úthlutaða lóð og fá fleiri með sér, en aðferðin er hagkvæmust ef byggð eru tiu eins hús sam- timis. Kostar þá sá hluti mót- anna, sem færö eru á milli, ekki nema um 90 þúsund krónur. Byggingaaðferðin, sem þegar hefur verið lýst i Alþýðublaðinu, er i stuttu máli sú, að steypu- mótin eru i jafn — stórum einingum, sem raðað er saman á staðnum. Á innra by-rði mót- anna ereinangrun og raflögnum komið fyrir áður en bygging hefst, og innra og ytra byrði fest saman með teinum, sem ganga i gegnum plasthólka. Þakbitar eru felldir ofani mótin áður en steypt er. Eftir að steypt hefur verið er aðeins ytra byrðið tekið, og er þá ekki annað eftir innanhúss en holufylla þar sem teinarnir voru og pokadraga. Að innan er húsið tilbúið undir tré- verk, en hurða- og glugga- karmar eru settir upp áður en steypt er. Það sem sparast i vinnu er einkum frásláttur, móta- hreinsun og múrverk. Ekki þarf að pússa veggi að innan, en ráða má að sjálfsögðu hvaða viður er , notaður i innra byrðið. Er reiknað með, að það sem eftir stendur, þegar ytra byrðið hefur verið tekið frá, kosti 60-120 þúsund krónur, eftir þvi hvað dýr viður hefur verið valinn. Þverskurð arteikning af mótum Hagbyggis. Ytra byrðið, sem tekið er i burtu, þeg- ar steypan hefur harön- a ð , e r vinstrameg- in (merkt „út”), en hægra meg- in er innra byrðið, og sem skilið er eftir sem veggklæðn- ing. Bylgjótta linan merkir einangrun- ina, sem sett er i áður en steypt er. PIMM 6 förnum vegi FINNST ÞER FORSÆTISRAÐHERRA HAFA FARIÐ RETT AÐ? Þorkell Björnsson, húsvörður Mjólkursamsölunnar: Ég hef nú velt þessu dálitið fyrir mér og ég held að þessi afstaða hans sé skynsamleg. Þetta er náttúr- lega einföld leið — en hann átti ekki margra kosta völ. Gunnlaugur Ingason, bygg- ingarmcistari: Mér finnst þessi afstaða hans alröng, tilraun til einræðis. Ég hef fylgst vel með atburðum undanfarið og liki þeim hiklaust við stjórnarfar i Austur-Evrópu. Haukur Jóhannsson, verka- maður: Nei. Hann átti auðvitað að segja af sér tafarlaust. Soffia Kristinsdóttir, húsmóðir: Já, mér þykir það vera. Hann situr svo áfram með sina ríkis- stjórn þar til fólkið fær að kjósa aftur. Erlendur Þorbergsson, skrif- stofumaður: Nei, ég tel hann hafa farið rangt að. Hann átti hreinlega að segja af sér. Framundan sér maður ekki annað en einræðisstjórn. wtami an mmtma

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.