Alþýðublaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.06.1974, Blaðsíða 1
Maður kemur í manns stað Maður kemur i manns stað segir máltækið og það sannast á framboðslistum sem öðru. í OPNU i dag birtum við framboðslista Alþýðuflokksins til alþingiskosninganna á næstunni og einnig lista þá, sem Alþýðuflokkurinn bar fram til siðustu al- þingiskosninga — 1971. OPNA MIÐVIKUDAGUR 5. jóní 1974 - 91. tbl. - 55. árg. BORGIN OG BSRB TOGAST Á UM LlFEYRISGREIÐSLUR LÖGREGLUMANNA Ekki hefur enn orðið samkomulag um til- færslu lifeyrissjóðsrétt- inda nálega 200 lög- regluþjóna i Reykjavik, en sem kunnugt er, urðu Skuttogari á nauðungar- uppboð? Fyrsta nauðungar- uppboð á skuttogara er auglýst i Lögbirtingar- blaðinu þann 24. mai sl., en i þvi blaði auglýsir sýslumaðurinn i Suður- Múlasýslu 14 báta og skip til uppboðs sam- kvæmt beiðni Fisk- veiðasjóðs islands. Meðal þeirra er skut- togarinn Hólmatindur vegna eftirstöðva af veðskuldabréfi, fransk- ir frankar 908.467.11, eða um 17.5 milljónir króna, en upphaflega var bréfið fr. fr. 1.742.000.00 en kröfur Fiskveiðasjóðs vegna þessara 14 skipa nema náiægt 54 milljónum króna. Tilviljun ræður þvi, að Hólmatindur kemst fyrstur' á þetta blað, en alls ekki það, að eig- endur hans standi siður i skilum en eigendur annarra slikra skipa, en samkvæmt opinberum skýrslum hefur rekstur skuttogaranna gengið mjög erfiðlega, eins og áður hefur veriö sagt frá. allir lögregluþjónar Reykjavikurborgar að rikisstarfsmönnum um áramót, og áttu samkvæmt þvi að flytjast úr lifeyrissjóði borgarstarfsmanna yfir i lifeyrissjóð BSRB. Breytingin átti sér stað um áramótin, sem fyrr segir, og hafa lög- reglumennirnir greitt i lifeyrissjóð BSRB siðan, en framlög þeirra i lifeyrissjóð borgar- innar hafa ekki fengist færð yfir enn, til óþæg- inda fyrir nokkra lög- reglumenn. Rikið hefur að visu fallist á að hlaupa undir bagga hjá þeim með lán i trausti þess, aö fram- lög þeirra til lifeyris- sjóðs borgarinnar fáist færð yfir. Þá hefur þetta ósam- komulag einkum bitnað á eftirlaunaþegum, enda hafa þeir ekki fengið neinar hækkanir frá siðustu áramótum. Borgin segir, að það sé mál BSRB og BSRB telur þaö mál borgar- innar að leysa. Samkvæmt öruggum heimildum blaðsins, mun ósamkomulag þetta einkum vera um fyrirkomulag ellilif- eyrisgreiðslna, og á meðan sjóðsstjórnirnar geta ekki komiö sér saman, kemur ástandið einmitt niður á ellilif- eyrisþegum. — Viðræður um þessi mál hófust strax i fyrra- haust, aö ljóst varö að lögreglumennirnir yrðu rikisstarfsmenn, og enn er ekki útséö hvenær samkomulag næst. — Jón Arason höggvinn heima á Hólum í sumar Þjóðleikhúsið sýnir Jón Arason eftir Matthias Jochumsson f túninu á Hólum i Hjaltadal hinn 23. þessa mánaðar, ef allt fer að óskum. Er þessi sýning liður i Þjóðhátiðinni i samvinnu ÞjóðhátTðar- nefndar Skagfirðinga, Þjóðleikhússins og Þjóðhátiðarnefndar Islands. Verður þetta fyrsta leiksýning Þjóðleikhússins undir beru lofti, og raunar fyrsta leikritið, sem þannig er fært upp á tslandi. Randver Þorláksson, aöstoðarleikstjóri, og leiktjaldamálari Þjóð- leikhússins, fóru norður að Hólum nú um Hvita- sunnuhelgina til þess að kanna allar aðstæður til þess að setja þessa viðamiklu sýningu á svið i Hólatúni. Haraldur Arnason, skólastjóri bænda- skólans að Hólum, er formaður þjóðhátiðar- nefndar Skagafjarðar. Var hann til leiðsagnar um aðstæöur heima á Hólum. Var það mál allra, sem að þessari athugun stóðu, að kjörið sýnigarsvæði væri i lægð i Hólatúni, neðan við bústað skólastjóra. Vigri enn bilaður og afla- tjónið orðið 50 milljónir Skuttogarinn Vigri, i eign ögurvikur þvi að Vigri bilaði til dagsins i dag, Skuttogarinn Vigri, I eign ögurvikur h/f, hefur verið bilaöur og frá veiðum siðan i febrúar sl. og er ekki væntanlegur úr viðgerð fyrr en i ágúst, að þvi er Gisli Hermannsson, framkvæmdastjóri, sagði i viðtali við blaðið i gær. Sagði Gisli að ógerningur væri að gera sér grein fyrir, hversu tjónið af þessu er orðið mikið, að svo komnu máli, nema hvað það væri gifurlegt og að skipið hefði verið komið úr ábyrgð seljenda þegar bilunin varð. Þó má gera ráð fyrir, að aflatjónið frá þvi að Vigri bilaöi til dagsins i dag, nemi um 50 milljónum króna, þvi systurskip Vigra, ögri, hefur aflað fyrir það verðmæti á þeim tima, en skipin veiddu alveg álika meðan bæði voru við. Eins og blaðið skýrði frá á sinum tima, varð bilunin i aflfærslugir togarans, sem er sumpart sérsmiðaður, og er nú verið að smiða nýjan gir. Gisli sagði, að ekkert væri sannað, hvort um galla hafi verið að ræða eða ekki, en yfirleitt endast girar i togurum i fjölda ára. Upp frá lágri hvilft, sem þarna er i túninu, ris jörðin, svo að ákjósanlegt áhorfenda- svæði verður á a.m.k. tvo vegu, Ekki tókst blaðinu að ná i Gunnar Eyjólfsson, sem er stjórnandi leiks- ins, og á siðasta orðið um það, hvort þessi leiklistarviðburður getur orðið á Hólum. Um þetta leyti eru leikarar og annað starfsfólk Þjóð- leikhússins að fara i sumarleyfi. Hefur þetta áform þó fengið svo góöar undirtektir þess- ara starfskrafta, að þeir munu allir ráðnir i þvi að leggja þvi lið. Rúrik Haraldsson leikur hlutverk Jóns Arasonar biskups. Leik- urinn gerist að nokkru leyti að Hólum en ef að likum lætur skrikar Rúrik ekki fótur, þótt höggstokkurinn að Skálholtsstað verði af framangreindu tilefni fluttur af fjölum Þjóð- leikhússins norður að Hólum. Þessa skemmtilegu mynd tók Friðþjófur fyrir skömmu af flutningatæki nútimans og flutningatæki fortlöarinn- ar. 1 sumar fær flutningatæki fortiðarinnar, hesturinn, nokkra uþpreisn æru, þegar hestalest fer meö póst norð- ur Iland. Að vlsu er það bara gert til hátfðabrigða. Póstlest með lúðraþeytara norður í sumar Hestpóstur leggur af stað úr portinu við gamla Pósthúsið i Reykjavik þriðja júli og fer á ellefu dögum norður á Vind- heimamela I Skagafirði, þar sem hestamannamót hefst 14. júli. I póstlest- inni verða 20 pósthestar, en henni eiga að fylgja sex menn, undir stjórn Þorláks Ottesen. Allir verða mennirnir i póst- jökkum með pósthúfur, og leiðsögumaðurinn verður með póstlúður. sem póst- og simamála- stjórn leggur til. A hest- unum verða eftirlikingar af gömlum póstkoffort- um. Póstferð þessi verður að likindum sú siðasta á Islandi, en nýlega var hætt að flytja póst á hest- um til afskekktustu byggða á Vestfjörðum, að sögn Péturs Hjálmsson- ar, formanns Landssam- bands hestamanna, en það er sambandið og póst- og simamálastjórn, sem standa fyrir póstferðinni. Einnig var ferðin skipu- lögö i samráði viö Þjóð- hátiðarnefnd 1974, en að sögn Indriða G. Þor- steinssonar, fram- kvæmdastjóra, kom hug- myndin um landpóstferð á hestum fram snemma á fundum nefndarinnar. I vor tók Landssam- band hestamanna málið upp, og þá i sambandi við hestamannamót, sem veröur á Vindheimamel- um 14. júli. Póst- og sima- málastjórn tók að sér all- an tæknilegan undirbún- ing undir feröina og fékk leyfi samgöngumálaráð- herra til þess.að senda megi með lestinni póst, sem sérstaklega yrði merktur „hestapóstur”, og stimplaður með sér- stökum stimpli, bæði i Reykjavik og á Vind- heimamelum. Einnig hef- ur verið látið gera sérstök fyrstadagsumslög eftir teikningu Baltasar af póstlest til að senda norð- ur með hestapóstinum, og að sögn frimerkjasér- fræðinga mun þessi póst- ur verða mjög verðmætur og hafa mikiö söfnunar- gildi. Pétur Hjálmsson sagði i samtali viö Alþýöublaö- ið i gær, að fyrst hefði hugmyndin veriö sú, að farin yrði gamla póstleiö- in, en siðar hafi verið horfið frá þeirri hug- mynd. Farið verður að mestu eftir núverandi þjóðleið, en mestu krókar þó teknir af. Fyrsti áning- arstaður verður aö Kiða- felli i Kjós, en siðan verð- ur gist að Hesti i Bæjar- sveit og þriðju nóttina Siðumúlaveggjum i Staf- holtstungum. Þá verður farið framhjá Norötungu i Þverárhlið, sem er gömul póststöð, en siðan riðið yfir Grjothálsoggist næst i Sveinatungu i Norðurárdal. Næst verð- ur gist að Stað i Hrúta- firði, þá Læjarmótum i Miðfirði, Torfulæk i As- um, Æsustöðum i Langa- dal og siðustu nóttina verður gist að Viðimýri i Skagafirði og riöið þaðan á Vindheimamela. Aö hestamannamótinu loknu verður riðið sömu leið til Reykjavikur aftur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.