Alþýðublaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.07.1974, Blaðsíða 2
Þjóðhátíð í Hafnarfirði: Barnakennarar vilja verkfalls- rétt og miklar úrbætur í skólamálum 23. fulltrúaþing S.t.B. var haldib I Reykjavfk 4.-7. júni 1974. Aðalmál þingsins voru launa- og kjaramál, og einnig var mikiö rætt um hinn geig- vænlega húsnæðisskort skúi- anna. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar, og eru þessar meðal hinna helstu: 23. futltrúaþing S.t.B. 1974, iýsir yfir þeirri stefnu sinni að lita beri á kennarastarfið sem heils árs starf og miða launa- kjör kennara við það. Kennslu- skyldu barnakennara beri að lækka niöur I 30 kennslustundir á viku, til þess að þeir geti innt það uppeldis- og kennsiustarf af hendi, sem nútfmaþjóöfélag krefst. Þingið minnir á það fyrirheit i málefnasamningi rikisstjórnar- innar, aö opinberir starfsmenn skuii fá verkfallsrétt og skorar á samtök þeirra aö ganga ákveðið eftir efndum á þessu fyrirheiti og fylgja kröfunum um verk- fallsréttinn fast eftir. 23. fulltrúaþing S.t.B. skorar á ráðamenn skólamála að bæta alhliða aðstöðu mynd- og hand- menntagreinanna I skólum landsins. Þingið lýsir óánægju yfir þvl, aö þessum námsgrein- um skuli ekki ætlaður rýmri timi I hinu almenna skólakerfi, en raun ber vitni. Þingið telur brýna nauðsyn bera til: Að efla mynd- og hand- menntagreinar I Islenska skóla- kerfinu og flétta saman bóklegt og verklegt nám á skynsamleg- an hátt, ef heiliarlkur árangur á að nást. Að nauösyn sé að bæta að- stöðu verklegra greina á allan hátt og að verknám hljóti verð- ugan sess I starfi skólanna. Fulltrúaþing S.l.B. 1974 leggur áherslu á, að tónlistar- uppeldi verði stóraukið I is- lenskum skólum, hvetur til þess, að námskrá I söng- og tón- mennt verði aukin og að sú kennsla, sem nú fer fram I tón- listarskólunum verði smám saman og i æ ríkari mæli fiutt inn I skyldunámsskólana og veröi þannig gildur þáttur I hinu almenna skólakerfi. 23. fulltrúaþing S.t.B. ítrekar enn á ný fyrri kröfur slnar um einsetinn skóla og samfellda stundaskrá nemenda og kenn- ara. Fulltrúaþing S.I.B. 1974 vekur athygli á skorti á hjálp fyrir þá nemendur, sem Inámi vikja frá meðalafköstum skólasystkina sinna. Þingið skorar á yfirvöld: Að rýmka svo kvóta skólanna til hjálpar- og stuðningskennslu, aö tryggt sé, að sérhver nem- andi fái kennslu við sitt hæfi. Fulltrúaþing S.t.B. 1974 skor- ar á stjórnvöld að hlutast til um, að fjárveiting til námskeiöa- halds fyrir kennara veröi stór- lega aukin. Mynd: Friðþjófur Listsýning, skrautsigling og flytur hátiðarljóð samið af Magnúsi Jónssyni, kennara. Inga Maria Eyjólfsdóttir syngur einsöng. Fimleikafélagið Björk sýnir fimleika og keppt verður i viöavangshlaupi. Sérstök skemmtiatriði verða fyrir börn, leikþáttur og fleira. Karlakór- inn Þrestir og Lúðrasveit Hafnarfjarðar munu syngja og leika á Hörðuvöllum og munu þeir jafnframt stjórna fjölda- söng allra hátiðisgesta. Haldið verður i skrúögöngu kl. 17.00 frá Hörðuvöllum og að Thorsplani. Þar mun verða sér- stök sýning á tækjum bæjarins og bæjarstofnana. Mun verða ekið með tækin i göngu um mið- bæinn. Keppni verður i boð- hlaupi á milli Hauka og F.H. Sérstök skrautsigling báta verö- ur i innri höfninni. Formlegum hátiöarhöldum veröur lokið kl. 19.00 á sunnu- dagskvöld. Hafnarfjarðarkvikmyndin verður sýnd i Bæjarbiói bæöi laugardags- og sunnudags- kvöld. hús Bjarna riddara opnað Um næstu helgi halda Hafn- firðingar þjóðhátið sina. Laug- ardaginn 20. júli nk. verður opn- uö yfirlitssýning hafnfirskra málara I Iðnskóla Hafnarfjarö- ar. Munu þar sýna 13 hafnfirskir málarar verk sín. Verður sú sýning opnuð kl. 14.00. Hús Bjarna riddara Sivertsen verður opnað kl. 16.00 sama dag, svo og sýning á sjóminjum i Brydehúsi og gömlu slökkvi- stööinni. Hús Bjarna hefur nú verið endurbyggt og gert úr garði, eins og menn telja, að það hafi litið út, er Bjarni riddari Sivertsen bjó i húsinu. Húsið verður búið húsgögnum og munum úr búi Bjarna. — Við opnun hússins munu Gunnar Agústsson, hafnarstjóri, Þór Magnússon, þjóðminjavöröur, og Kristinn Ó. Guðmundsson, bæjarstjóri, flytja ávörp. Lúðrasveit Hafnarfjaröar mun leika fyrir utan húsið. Aðal hátiðisdagurinn verður sunnudaginn 21. júli. Þá munú skátar flagga á Hamrinum kl. 9.00. Kl. 9.30 hefst guösþjónusta i Hafnarfjarðarkirkju og mun sira Garðar Þorsteinsson, pró- fastur, predika. Vigsla heiðurs- merkis sjómanna, sem staðsett er við Strandgötu, fer fram kl. 10.00. Forseti bæjarstjórnar, Stefán Jónsson, flytur ræðu. Rannveig Vigfúsdóttir afhjúpar minnismerkið, Ingveldur Hjaltested syngur einsöng. Karlakórinn Þrestir og Lúðra- sveit Hafnarfjaröar leika og syngja við heiöursmerkið. Heið- ursmerkið er hannað af Þorkeli Guðmundssyni, innanhússarki- tekt. Minnismerki Arnar Arnar- sonar á horni Austurgötu og Strandgötu veröur vigt kl. 11.00. Vigsluræðu flytur Jóhann Gunn- ar Ólafsson, fyrrv. bæjarfógeti. Sigurveig Hanna Eiriksdóttir les úr ljóðum skáldsins. Karla- kórinn Þrestir syngur við minn- ismerkið og Lúðrasveit Hafnar- fjarðar leikur. Safnast verður saman I Hellisgerði kl. 13.30 og leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar þar i hálfa klukkustund. Formaður þjóöhátiðarnefndar Hafnar- fjarðar, Hrafnkell Asgeirsson, setur hátiöina kl. 2. Frikirkju- prestur, sira Guðmundur Óskar Ólafsson flytur hugvekju. Karlakórinn Þrestir syngur sálma á undan og eftir ræðu síra Guðmundar. Gengið veröur i skrúðgöngu frá Hellisgerði og að Hörðuvöll- um og hefst dagskráin þar kl. 15.00. aðalræðu hátiðarinnar flytur Kristinn O. Guðmundsson, bæjarstjóri. Ester Kláusdóttir Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA f KR0N 1 í í Dúnn GlflEflBflE 'ími 64900 © Fimmtudagur 18. júli 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.