Alþýðublaðið - 25.08.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.08.1974, Blaðsíða 3
BÍLAR OG UMFERÐ Séð á vélarrúm og farangursgeymslu Simca Matra Bagheera. VÉL: Fjögurra strokka linu- vél i miðju. Borun/slaglengd: 76,7/70 mm. Rúmtak 1294 ccm. Þjappa 9,8:1. HESTÖFL: 84 DIN viö 6000 snún/min. Tveir tvöfaldir Weber blöndungar. GÍRKASSI: Fjórir girar áfram, allir samhæföir. BREMSUR: Diskar að framan og aftan. Hjálparátak. Tvöfalt kerfi. HJÓLABCNAÐUR: Snúningsarmar og jafnvægis- stengur. STVRI: Tannstöng. MAL OG VOG: Lengd 397 sm, breidd 173 sm, hæð 118 sm. Dekk 155/185 IIR — 13 Radial. Hæð undir lægsta punkt 14 sm. Sporvidd aftan/framan 138/143 sm. Snúningsradius 10 m. Eigin þyngd 885 kg. (rocky pinion)) og framúrskar- andi nákvæmt og öruggt. Yfirbyggingin er mjög stil- hrein og falleg, en hún er hönn- uð hjá Matra, sem Chrysler hefurkeypt, og billinn er sagður arftaki Matra 530. Þar sem vélin er staðsett fyrir ofan afturöxulinn er ekki pláss fyrir annað en „framsæti”, en billinn er svo breiður (173 sm), að sætin eru þrjú. Vélin er i kassa aftan við sætin, en þar fyrir aftan er nokkur farangursrými. Fremst er aðeins rúm fyrir varadekk. Efnið i yfirbygging- unni glerfiber, og er það ein af ástæðunum fyrir þvi, hvað billinn er léttur. Framluktirnar eru felldar niður, þegar þær eru ekki i notkun, til þess að eyði- leggja ekki linuna i yfirbygging- unni, og vafalaust til að minnka loftmótstöðuna. Og hvað kosta svo herlegheit- in? Reiknað er með, að billinn kosti hér um 1100 þúsund, og ekki verður annað sagt en það sé lágt verð fyrir þennan bil, — ekki sist ef hann er t.d. borinn saman við bil eins og Maserati Bora, sem er meira en fjórum sinnum dýrari. En hann er lika með V—8 vél, sem er 310 DIN hestöfl. Siðustu árin hefur komið fram á sjónarsviðið ný gerð af sport- bilum, sem eru að þvileyti frá- brugðin öðrum sportbilum, að vélin er staðsett i miðjunni, þ.e. fyrir ofan afturöxul, beint fyrir aftan ökumanninn. Þessi stað- setning vélarinnar er sú sama og tiðkast hefur um árabil á Formula kappakstursbilum og þykir gefa betri aksturseigin- leika en áður hafa þekkst. Fyrsti billinn af þessari gerð hefur nú verið fluttur til lands- ins, en það er Matra Simca Bag- heera frá frönsku Chrysler verksmiðjunum, sem Vökull hf. hefur umboð fyrir hér á landi. Vökull tók bil af þessari gerð til landsins i vetur, en nýlega var hann skrásettur, og i vik- unni bauðst mér tækifæri til að reyna gripinn litillega. Eftir þann reynsluakstur get ég ekki annað sagt en að aldrei fyrr hef ég tekið i virkilegan sportbil, þótt ég hafi haldið annað fram að þeim tima. Þegar ég hafði komið mér fyrir undir stýri þannig að ég sat nánast flötum beinum og hélt um stýrið með þvi nær útrétta handleggi hafði ég það á tilfinningunni, að fram- undan væri maður með köflótta veifu tilbinn að ræsa LeMans, — i þeim 24 stunda kappakstri var þessi bill einmitt sigurvegari árið 1972. Að sjálfsögðu verð ég að fara frekar verlega i lýsinguna á þeim akstri, sem eftir fylgdi, — það gerir alltsjáandi auga um- ferðarlögreglunnar, sem reyndar var illa fjarri i þetta skipti. 1 sannleika sagt fannst mér ég vera kominn i kapp- aksturshringinn, þegar ég ók norður Vesturlandsbeginn og fór framúr hverjum bilnum á fætur öðrum á um 100 km hraða i öðrum gir. Þegar framundan var frir sjór var ekki hægt að standast þá freistingu að reyna dálitið þolrifin i bilnum, en hvernig sem ég reyndi að leggja hann i beygjurnar uppi i Mos- fellssveit fylgdi hann veginum nákvæmlega, eins og þægur rakki. Á vegum af þessari gerð á hann lika heima. Þar sem ég var nú einu sinni staddur á ís- landi brá ég mér austur eftir Þingvallaveginum, sem raunar er ekki nema svipur hjá sjón eftir þjóðhátiðina miklu, og þrátt fyrir þann augljósa galla, að billinn var á radialdekkjum, verð ég að segja, að það var hrein unun að aka honum, jafn- vel i lausamöl. Þótt ég segði, að Matra Simca Bagheera sé virkilegur sport- bilí, er þess að gæta að vélin er ekki ýkja stór. Hún er aðeins 1294ccm, eða með öðrum orðum sama vél og er i Simca 1100 TI, og hestöflin eru 84 DIN. Hins- vegar er snúningshraði vélar- innar talsverður, m.a. vegna þess, að á henni eru tveir tvö- faldir blöndungar. Þó verður að segja, að vélin sé talsvert stór miðað við þyngd bilsins, en hann er ekki nema 885 kg. Af sjálfu sér leiðir, að svona litil vél vinnur aðallega á snúning- um, enda er hámarksaflið mið- að við 6000 snún/mfn. og snúningshraðamælirinn sýnir 7000 snúninga. Samt sem áður hefur Matran furðanlegt svið i girunum, þannig að t.d. er óhætt að fara allt niður i 60 — 70 km, hraða i fjórða gir og fá samt talsvert viðbragð með þvi einu að gefa i botn. Viðbragðið 0 — 100 k er gefið 12,5 sek og bensin- eyðslan 10 — 12 1 á 100 km. Fjöðrunin er mjög sérstæð, en hvorki gormar né fjaðrir eru undir bilnum, heldur þver- armar að framan og langarmar að aftan, svonefndir snúnings- armar, og ekki er annað að sjá en þeir gefi mjög gott veggrip, á mölsem á malbiki, og með það i huga, að hæð undir lægsta punkt er 14 sentimetrar, er ekkert sem mælir á móti þvi, að billinn henti á vegunum okkar, — að minnsta kosti þeim skárri. Diskabremsur með hjálpar- átaki eru að framan og aftan, og t betri bremsur hef ég ekki kom- ist i kynni við. Það virðist vera sama á hvaða hraða bremsað er niður, og á hverskonar vegi, ökumaður hefur fulla stjórn á btlnum og það liggur við, að hægt sé að stjórna honum með bremsunum einum saman. Þá er stýrið af tannstangargerð Reynsluakstur Alþýðublaðsins: SIMCA MATRA BAGHEERA Sunnudagur 25. ágúst 1974. UMSJÓN: ÞORGRiMUR GESTSSON o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.