Alþýðublaðið - 27.08.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.08.1974, Blaðsíða 1
 Bílasmiöjan h.f. hættir starfsemi sinni 1. október nk., og hefur starfsmönnum verið boðin öll tæki fyrirtækisins til láns endurgjalds- laust vilji þeir setja upp eigin bílasmiðjur. — Hús Bilasmiðjunnar að Tunguhálsi 2 hefur verið selt Rikis- spítölum, en sá að- íli hafði áður keypt hluta af húsinu og rekur þar þvotta- hús. > 3 Nú á að sigra í Bikarnum einnig Þröstnr StefániMl Bet !s- landsmeistarabikarinn, sem Skagamenn sibast 197«. ,,Við erum mjög ánægðir með þjálfarann okkar hann Kirby og þökk- um honum þann árangur, sem liðið hefur náð í sumar," sagði Þröstur Stefánsson mið- vörður Akurneáihga í viðtali við Alþýðu- blaðið eftir leikinn við Víking, en eins og kunnugt er sigruðu Skagamenn Víkingá Skipaskaga á laugardaginn og urðu þar með (s- landsmeistarar ,,Ég tel okkur leika bestu knatt- spyrnuna á íslandi og eigum við því þennan heiður fylli- lega skilið. Lið okk- ar er mjög jafnt og enginn einn leik- maður, sem skarar framúr. Fólk tekur helst eftir því ef leikmaður á slakan leik. Kirby hefur mjög góða stjórn á leik- mönnunum og held- ur góðum aga. Þeg- ar við komum á æf- ingar þá hefur hann alltaf eitthvað nýtt og við vitum aldrei hvað verður á næstu æfingu. . Næst er að vinna Bikarinn, við höfum leikið fimm sinnum til úrslita í Bikar- keppninni og alltaf tapað. Núna er ætlunin að sigra bæði íslandsmótið og Bikarkeppnina. Að því stefndum við frá upphafi", sagði Þröstur að lokum. Kaninn sást aldrei betur í Reykjavík, en þegar nýja loft- netið var prófað! Nú eru aðeins fimm dagar til mánaðamóta, en fyrir mánaðamót- in eiga sendingar Keflavíkur- sjónvarpsíns að vera takmarkaðar við"VÖIIinn einan." Á sunnudags- morguninn sl. voru tæknimenn vallar- sjónvarpsins að reyna hinn nýja út- búnað, sem komið hefur verið upp á nýbyggðu mastri, og voru þeir í stöðugu sambandi við þrjá aðila í Reykjavík, til þess að fylgjast með hvernig til tækist. Kom þá í Ijós, að sja Idan haf a sendingar Kefla- víkursjónvarpsins sést betur í borg- inni, og voru allir þrír sammála um það. N ý j u ú t - sendingatækin sendu í fyrstu út á 100 watta styrk- leika eins og til stendur, en þar sem hindrunar- skermurinn hafði engar truflandi verkanir, var út- sendingastyrkur- inn lækkaður. Það var ekki fyrr en styrkurinn hafði verið lækkaður í 40 wött, að myndin á sjón- varpsskermunum í Reykjavík varð að snjó, en þá sást heldur ekki neitt í sjónvarpstækjum á Ke f I a v í.k u r- flugvelli lengur. GEIR FORSÆTISRADHERRA Geir Haligrímsson, formaöur Sjálfstæðis- flokksins, verður forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar islands. ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, mun ganga á fund forseta islands fyrir hádegi í dag og tilkynna honum, að flokkarnir tveir hafi komið sér saman um myndun nýrrar ríkis- stjórnar undir forsæti Geirs. Ráðherrum verður fjölgað um einn og verða þeir átta talsins, fjórir frá hvorum flokki. Gunnar Thoroddsen verður iðnaðarráð- herra, Matthías Bjarnason, sjávarútvegs- málaráðherra og Matmias A. Mathiesen verður fjármálaráðherra. Auk þessa munu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fara með kirkjumál, félagsmál, heilbrigðismál og tryggingamál. ólafur Jóhannesson verður viðskipta- og dómsmálaráðherra, Einar Ágústsson verður utanríkisráðherra áfram og Halldór E. Sig- urðsson verður áfram landbúnaðarráðherra og mun einnig fara með samgöngumál. Fjórði ráðherra Framsóknarflokksins verð- ur Vilhjálmur Hjálmarsson og verður hann men nta má la ráðherra. VILJA ENDURVINNA HÉRLENDIS ,, V/id höfum lengi verið að velta þessu fyrir okkur, — fyrst og fremst með þjóð- arhagsmuni fyrir augum, en allir vita, hvað flutningsgjöld á pappír til (slands eru gífurlega há, auk þess sem hrá- efni eru að ganga til þurrðar um allan heim". Þetta sagði Gunnar Ásgeirsson í samtali við frétta- mann Alþýðublaðs- ins í gær, en hann og félagi hans, Jón Steinar Guðmunds- son, hafa farið þess á leit við borgarráð, að borgin veiti þeim stuðning til að koma á fót aðstöðu til söfnunar og endur- vinnslu á pappir og pappa. „Við höfðum vonaö, að einhver annar færi i þetta, en þegar þaö varö ekki, ákváðum við að ganga i það sjálfir, en viö gerum okkur grein fyrir þvi, að það tekur mörg ár að koma þessu i kring”, sagði Gunnar ennfremur. Hafa þeir félagar viðað að sér upplýsingum um þessi mál frá nágranna- löndunum, og hefur Jón Steinar, sem er efnafræð- ingur að mennt og er nú að taka doktorsgráðu i Englandi, m.a. skoðað verksmiðjur þar i landi, þar sem pappir er endur- unninn. Hugmynd þeirra félaga er að koma i fyrstu á söfnunarkerfi til að safna saman pappir og pappa, og reisa til þess skemmu, sem að þeirra áliti þarf að vera 1000 fermetrar að stærð. bar yrði pappirinn flokkaður eftir verðgildi og notagildi og fluttur út i stórum skömmtum, t.d. fjórum sinnum á ári, þar til búið væri að koma upp verksmiðju, sem ynni úr pappirnum hér. Sagði Gunnar, að hugmyndin sé að safna pappir hjá stærri fyrirtækjum, en ekki fara út i að taka hann úr sorpi frá heimahúsum. Að sögn Gunnars fór fram fyrir 15árum á veg- um Iðnaðarmálastofn- unarinnar, sem þá hét, ram.sókn á þessum mál- um. Kom þá til landsins bandariskur sérfræðing- ur, sem sagði að rann- sókninni lokinni, að ekki væri hagkvæmt að setja upp endurvinnslu þá, þar sem hvorki væri nægilega mikið af úrgangspappa né markaðurinn nógu stór. Sagði hann, að eftir 20 ár eða svo gæti endur- vinnsla orðiö hagkvæm. 40 ÁRA VINNA HENNAR I GARD- INUM Á AD FARA UNDIR STEIN- STEYPU KERFISINS I BAKSÍÐA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.