Alþýðublaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1974, Blaðsíða 1
•*•££] SUNNUDAGS- \m LEISARINN Mestu auðæfi landsins MeB byggingu orkuversins við Biirfell og samningum við Svisslendinga um að reisa álverið við Straumsvik til að hagnýta hina miklu orku héldu íslendingarinn á algerlega nýja braut i atvinnumálum. Þetta gerðist i tið viðreisnar- stjórnarinnar svonefndu, og haföi Magnús Kjartansson þá forustu um harðvituga andstöðu gegn þessari stefnu, sérstaklega samningunum við Sviss- lendinga. Þegar Magnús var sjálfur orku- og iðnaðarmálaráðherra lá fyrir að reisa aðra stór- virkjun, við Sigöldu. Hann hafði ekki setið lengi i ráðherrastóli, er hann gerði sér ljóst, að óhag- kvæmt væri að reisa svo mikla virkjun án þess að hafa orku- frekt iðnfyrirtæki til að kaupa verulegan hluta rafmagnsins. Magnús sneri við blaðinu, lét hefja samninga við voldugan, ameriskan auðhring og var að þvi kominn að ljúka þeim samningum i meginatriðum, þegar hann fór úr ráðherrastól. Er þessi stefnubreyting Magnúsar einn athyglisverðasti lærdómur, sem þjóðin hlýtur af vinstri stjórn undanfarinna þriggja ára. Alþýðuflokkurinn hefur fylgt þeirri stefnu, að ekki beri að opna landið fyrir erlendum fyrirtækjum með almennri lög- gjöf, heldur meta hvert atvik eftir aðstæðum. Flokkurinn studdi samningana við Alusuisse um álverið, en taldi þá um ýmislegt hafa sérstöðu, þar eð slik fyrirtæki hefðu ekki fyrr verið reist hér. Flokkurinn hefur einnig stutt það i meginatriðum, að samið verði við erlendan aðila um að reisa málmblendiverksmiðju á Hvalfjarðarströnd i samhengi við Sigölduvirkjun, en flokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til einstakra atriða samninganna, þar sem þau liggja ekki fyrir. Það er eitt af einkennum efnahagsþróunar siðustu ára, hve alþjóðlegum auðhringum hefur vaxið fiskur um hrygg. Eru völd þeirra orðin alltof mikil, og verður að hafa hemil á starfsemi þeirra. Þessi félög eru svo risavaxin, að þau má sum hver telja valdameiri en heilar þjóðir, meðal annars á peninga- og gjaldeyris- mörkuðum. Islendingar verða að hafa auga meö þessari þróun og læra af reynslu annarra, en fara sjálfir með gát, er þeir semja við erlend stórfélög. Ekki væri þó rétt að neita sér um ávinning af slikum samningum af almennum ótta við þróun auðhringanna erlendis. Þjóðin getur flutt inn fé, tækni- þekkingu, aukið atvinnu og fjöl- breytni i efnahagslifi, bætt gjaldeyrisstöðu sina og unnið margt fleira, ef hún fylgir af gætni þeirri stefnu, sem þegar hefur verið mörkuð, og Magnús Kjartansson snerist til fylgisviö þegar hann var ráðherra. Mikil orkukreppa er nú á jörðunni, meðal annars vegna stórhækkaðs oliuverðs. Það er þvi gæfa Islendinga, að eiga miklar ónotaðar orkulindir, og sjálfsagt að hagnýta þær eins og hægt er. Nóg er um erlenda aöila, sem vilja koma hingað með fyrirtæki og kaupa orkuna, auk þess sem orkunotkun þjóðarinnar sjálfrar fer ört vax- andi, og gengur það auðvitað fyrir öðru. Það er skoðun margra sér- fróðra manna, að Jslendingar geri of litið til þess að fylgjast með þróun orkuverðs erlendis, og þyrfti að halda uppi nákvæmum og stöðugum athugunum á þvi sviði. Slik starfsemi mundi reynast hag- kvæm sökum þess, hve mikil verðmæti eru i húfi, þegar orka stórra virkjana er seld. Það er sorgleg staðreynd, að skipulag orkumála á Islandi er i mesta ólestri, enda þótt þessi mál hafi veigamikla þýðingu fyrir þjóðina. Uppbygging Landsvirkjunar er úrelt og hlutur Reykjavíkurborgar þar óeðlilega hár, eins og verkefnum fyrirtækisins er nú háttað. Þá eru Rafmagnsveitur rikisins umdeildar og raunar dæmdar til f járhagslegra vandræða, sem nú siðast hafa verið leyst með nýjum skatti á þjóðina. Er rik nauðsyn á að taka öll þessi mál til alvarlegrar endurskoðunar og koma þeim i viðunandi lag, svo að þjóðin geti á hagkvæman og skynsamlegan hátt nýtt mestu auðlindir landsins, sem svo mjög hafa hækkað i verði siðustu misseri. Aðkallandi er að ganga frá samningum um málmblendi- verksmiðju við Hvalfjörð vegna þess, hve framkvæmdum við Sigölduvirkjun miðar áfram, og æskilegt er að Hrauneyjarfoss verði síðan virkjaður i beinu framhaldi. Hins vegar verður að fara varlega i gerð samning- anna, þvi að þeir eiga að verja Island gegn hættum, sem fylgja kunna viðskiptum við hina voldugu auðhringa. BGr Sunnudagur 22. sept. 1974 - 183. tbl. 55. árg. O

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.