Alþýðublaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.02.1975, Blaðsíða 2
STIÚRNMAL Skuldug þjóö Alþýðublaðið skýrði frá þvi á dögunum, að skuldir íslands i erlendum gjaldeyri næmu nú um 40 þúsund mill- jónum króna. Þetta sam- svarar þvi, að sérhver vinn- andi tslendingur skuldi er- lendis 420 þús. kr. Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar bætti mjög á skuldabyrðina og rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar hefur haldið áfram i sama anda, enda jukust erlendar skuldir okkar uin röskar 9 þúsund milljónir króna á s.l. ári og var þeim nýju lánum varið til þess að standa undir auknum innflutningi til landsins. Vera kann þó, að enn séu ekki öll kurl komin til grafar. Lillegt er, að mjög mikið fé vanti i ýmsa fjár- festingalánasjóði eigi þeir að sinna þeim verkuin, sem þeir eru skyldaðir til i lögum. , Og hvernig verður þeirri fjárvöntun mætt? Að feng- inni reynslu er það a.m.k. ekki fráleitt að búast við þvi, að rikisstjórnin muni leggja i enn nýjar lántökur erlendis. Breytir sennilega litlu þar um, að mjög erfitter nú að fá hagstæð lán á alþjóðlegum lánamörkuðum og að láns- traust lslendinga er senni- lega i lágmarki. Athugum okkar gang Aður en ráðist verður i að taka ný erlend lán ættum við þó að athuga okkar gang. Enginn eir.staklingur getur lifað af lánum og þvi siður nokkur þjóð. Fyrr eða siöar kemur að skuldadögunum og þá verður að vera hægt að borga án þess að greiöslu- byrðin verði of þung fyrir þjóðina. í þeirri stöðu, sem islenska þjóðin er nú i, verður hún að fara mjög varlega i útgjöldum — jafnvel varðandi útgjöld, sem ráðstafa á til þarfra hluta. Aö undanförnu hefur það gefið góða raun að slá lán innanlands með sölu verðtryggðra rikisskulda- bréfa. bannig hafa vega- framkvæmdirnar um Skeiðarársand og Djúpvegur verið fjármagnaðar og þannig á nú að fjárinagna gerð vegar með varanlegu slitlagi noröur og austur um land. En þessi lán þarf lika að borga — og i verðbólgu eins og hún hefur verið s.l. ár geta vextir af slikum lánum numiö allt að 50% á ári. Er það ekki nokkuð dýr lántökukostnaður, jafnvel þótt frainkvæmdin sé þörf og nauðsynleg? Við veröum að athuga okkar gang jafnt varðandi lántökur innanlands sein utan. Allir viljum við geta gert sem mest á sem stytstum tima — en hversu mikið viljum viö borga fyrir það og hversu lengi getum við lifað af lánum? —SB HALLDÓR VALDIMARSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR SLEUTH Nýja bíó Leikstjóri: Joseph J. Mankiewich Leikarar: Laurence Olivier Michael Caine Það væri hægt að skrifa margt og mikiðum þessa mynd. Efnið sem hún tekur til méð- ferðar er framkoma mannsins gagnvart náunga sinum, leikur hans að tilfinningum og hvötum annarra og upphafning hans á sjálfum sér, gegnum niðurlæg- ingu annarra. Þótt svo myndin fjalli um ákveðna menn, á á- kveðnum tima og i ákveðnu rúmi, er hún staðsetningar og timalaus og fjallar um hvern og einn, en engan sérstakan. Tákn- myndakerfi hennar er hvasst og rætið, i henni er varpað fram spurningu og henni svarað. Niðurstaðan ereinföld: Hversu mikið sem maðurinn er niður- lægður og yfirunninn, glatar hann ekki þeim eiginleikum er grundvalla samskipti hans við meöbræður sina. Glæpasögu- höfundur með ofvaxið ego, verðurhinn sami, þrátt fyrir að hann sé niðurlægður með sinum eigin aðferðum og hræðslan við það að setja niður i augum heimsins, er það eina sem getur breyttleikjum hansi alvöru, þvi hann skynjar enga aðra ógnun sem raunverulega. ftalskættaði hárgreiðslumaðurinn, sem kominn er af hrakfallabálkum i VILTU HJÁLPA? Vinafélag Skálatúns, sem hef- ur að megin markmiði að styöja starfsemi Skálatúnsheimilisins i Mosfellssveit, hefur ákveðið að fara þess á leit við fólk á höfuð- borgarsvæðinu, að það gefi heimilinu skiðaútbúnað, sem það er hætt að nota og getur séð af til vistmanna. Skáltúnsheimilið er sjálf- seignarstofnun og starfrækt fyr- ir vangefna, eins.og kunnugt er. Þar eru nú 58 vistinenn á aldrin- um 4-46 ára, en tiltölulega flestir eru i 10-20 ára aldurshópnum. Yfir vetrarmánuðina er erfið- ara að finna vistmönnum við- fangsefni úti við en að sumrinu — og ætti heimilið skiðaútbúnað fyrir vistmenn yki hann á fjöl- breytni og ánægju útiverunnar. Ýmsir, sein eiga i geymslum sinum skiði og tilheyrandi, sem enginn notar lengur, mundu styðja gott málefni og veita vistfólki að Skálatúni margar ánægjustundir, ef þeir drægju þennan útbúnað nú fram og kæmu honum i notkun með þessu móti. t þessu sambandi vekur Vinafélag Skálatúns at- hygli á ofanrituðum upplýsing- um um aldur vistmanna — og ennfremur að ekki er aðeins þörf fyrir skiði, bindingar og stafi, heldur einnig skófatnað sem hæft getur. Þeir, sem aðstöðu hafa til að sinna þessu, geta næstkomandi laugardag, 1. febrúar, hringt i sima 84464 og 82307 og verður útbúnaðurinn þá sóttur heim. Svarað veröur i þessum simum frá kl. 1 til kl. 6. Kjósi einhverjir fremur að koina við i Skálatúni með þann útbúnað, sem þeir vilja gefa i þessu skyni — t.d. fólk, sem fer á skiði um helgina — þá verður öllu sliku góðfúslega veitt mót- taka i heiinilinu nk. laugardag og sunnudag. Berist meiri skiðaútbúnaður en þörf er fyrir, verða önnur heimili vangefinna látin njóta hans. • GENGISSKRÁNING Nr. 21.- 'Jl. janúar 1975. Skrác frá Eining Kl. 13, 00 Kaup Sala 29/1 1975 l Bandarikjadollar 118, 60 119, 00 30/1 - 1 Sterlingspund 282,00 283,20 - - 1 Kanadadollar 118, 80 119, 30 31/1 - 100 Danskar krónur 2126, 45 2135,45 * - - 100 Norskar krónur 2347,30 2357,20 * - - 100 Sænskar krónur 2956,00 2968, 40 * - - 100 Finnsk mörk 3391,00 3405, 30 - - 100 Franskir frankar 2745, 80 2757, 40 * - - 100 Belg. frankar 338, 65 340, 05 4 - - 100 SvÍBsn. frankar 4743, 90 4763. 90 # - - 100 Gvllini 4866,60 4887, 10 * - - 100 V. -Þvsk mörk 5065, 70 5087, 10 4 30/1 - 100 Lfrur 18, 52 18, 60 31/1 - 100 Austurr. Sch. 712,45 715, 45 * - - 100 Escudos 487,80 489, 80 * 29/1 - 100 Pesetar 210, 95 211,85 30/1 - 100 Yen 39, 81 39, 98 2/9 1974 100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99, 86 100, 14 29/1 1975 1 Reikningsdollar- Vöruskiptalönd 118,60 119, 00 IFRÁBÆR • MJÖG GÓÐ GÓÐ > ÞOKKALEG LÉLEG Laugarásbíó The Sting Tónabíó Síöasti tangó í Paris Hafnarbió Papillon Breyting £rá siCustu skráningu. báðar ættir, hlýtur að tapa leiknum að lokum, þvi hann get- ur ekki heldur breyst. Laurence Olivier er maður ekki óreyndur á leiksviði og i hlutverki reyfararitarans beitir hann hæfileikum sinum og reynslu svo sem best má vera. Leikur hans er mjög góður, á köflum stórkostlegur. Michael Caine kemst að visu ekki með tæmar þar sem meistari Olivier hefur hælana, en einnig hann kemst nokkuð vel frá sinu og skilar hlutverkinu með liðlega meðal árangri. A stundum nær hann þvi jafnvel að vera mjög góöur og fatast hvergi svo áber- andi sé. Saman mynda þessir tveir leikarar heild, sem tengir saman imyndun og raunveru- leika, þannig að myndin verður lifandi og heldur athygli áhorf- andans, þrátt fyrir langdregna kafla sem myndu skemma hana öðrum ksoti. t stuttu máli: mjög góð mynd og á sina fjóra punkta, sem byggjast þó mest á leikurum hennar, enda ekki furða þar sem hún hvilir að öllu leyti á þeirra herðum. í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Landið gleymda? Naumast hefur verið meira rætt um annað i al- mennum fréttum undanfarið en vandkvæði Norðlendinga vegna rafmagnsskorts. Þjóðkunnug er raunasagan uin siðustu virkjun Laxár, sem búið var að binda þær vonir við, að skytu á frest frekari orkuþörf þar nyrðra. Að vonum leita nú forráða- menn ýinissa ráða, til þess að forða frá yfirvofandi hættu á orkuskorti i nánustu framtið. Ætla mætti, að það væri mikið áhugamál allra, sem um þessi mál fara, að freista að koma til liðs. Einn er sá staður á Norðurlandi, sem engin kvörtun hefur enn borizt frá um orkuskort Siglufjörður. Raunar eru Siglfirðingar svo vel aflögufærir, að Ólafs- fjörður er á þeirra snærum um raforku. Vitað er og, að þeir eru langt komnir með viðbótarvirkjun við Skeiðsfoss, og má gera ráð fyrir, að það gæti verið áhugamál þeirra, aö koma einhverju af orkunni, sem þar fæst, i verð. Nú liggur og fyrir, að Laxárrafmagn er tengt til Dalvikur og ennfremur, að milli Ólafsfjarðar og Dal- vikur er ekki mikið meira en löng bæjarleið. Hún er erfið, satt er það. Samt er hún áreiðanlega ekki örðugri til orkuflutnings en t.d. Stuöla- heiði milli Reyðarfjarðar og Fáskúrðsfjarðar, svo dæmi sé tekið. Fróðlegt væri að vita, hvort nokkuö hefur verið at- hugað að ráði um tengingu Siglufjarðarveitu við aðal orkulinur norðanlands. Enn- fremur hversu mikið Sigl- firðingar gætu af mörkum látið af orku, þegar viðbótar- virkjunin er fullgerð. Ef til vill liggur þetta fyrir, þótt það sé ekki á vitorði manna yfirleitt. Að visu er það rétt, að hér er um einkaveitu að ræða, en heldur er ótrúlegt, að það yrði látið fyrir kaupi standa, væri hér um nokkurt orku- magn að tefla. Og vissulega væru Siglfirðingar vel að þvi komnir fyrir sitt framtak i orkumálum, ef þeir gætu fengið nokkurn létti meö orkusölu, ekki sizt þegar aðra og nágranna sárvantar vöruna. Ef marka má blaða- fregnir, virðast ráðamenn festa sérstaklega augun á ( Dettifossvirkjun. Það yröi’ auðvitað rennslisvirkjun fyrst og fremst eða alger- lega. í fljótu bragði virðast tveir vankantar á þessari fyrirætlun. Hér yrði virkjað á aðaleldgosasvæðinu norðanlands og er ekki beint álitlegt, að leita uppi þá að- stöðu, til þess aö reisa dýr mannvirki. Svo mikið hefur þetta tiðkazt hér syðra, að engu er likara en verið sé að setja allt á eitt spil. Hinn er sá, að erfitt er að sjá, hvað Þingeyingum dettur i hug þegar til framkvæmda kæmi, ef marka má Laxár- deilurnar. Talið er hinsvegar, aö langt sé komið rannsóknum á Blöndusvæðinu, sem liggur vel við um orkuflutninga i báðar áttir, norður og suður, með byggðum. Þar er naumast um að ræða alvar- leg umbrot i iðrum jaröar, sem settu virkjunina i hættu. Nóg vatn mun vera þar að fá i uþpistöðu. Margt bendir þvi til, aö þar væri einna álit- legust aðstaða af þeim stöðum, sem til greina koma. Hafnarfjaröar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. BLÓMABÚÐIN BLBMASPIRE YTIN&fl R ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA f KR0N Dúnfi í CUEflBflE /ími 64900 Laugardagur 1. febrúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.