Alþýðublaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 2
STJORNMÁL Dýr kosningavixill Sjálfstæ6is(lokkurinn i Reykjavik hefur ávallt leik ið sama leikinn tii þess að vinna sér fylgi á kosninga- ári. Það ár, sem borgar- stjórnarkosningar á að halda, hefur borgarstjórna- rflokkur ihaldsins jafnan farið i mikinn framkvæmda- ham og ráðist i álika miklar framkvæmdir á þvi eina ári og jafnaðariega hafa verið unnar á tveimur „venjuleg- um” árum. Og ávailt hefur íhaldið sagt, að þetta kosti nú svo sem ekki neitt — nema viijann! A þvi ári, sem siðast var kosið til borgarstjórnar, var þessi sami, gamli leikur enn leikinn. Þá átti að gera aiit fyrir alla — og hljóðlega og án þess að nokkuð bæri á steypti borgin sér í 600 m.kr skuld við Landsbanka is- lands fyrir vikið. Þetta var kosnin ga vixill borgar- stjórnarihaidsins og með hann að vopni var svo lagt út i sigursæla baráttu um atkvæði. En vfxia þarf að borga — lika kosningavfxla — og þessi kosningavixill er nú orðinn borgarbúum dýr, þvf auðvitað kemur greiðslan ekki úr vasa borgarstjórans þótt svo sé látið Hta út fyrir i kosninga- baráttu. áreiðuskuld ?engistryggð. Skömmu eftir að kosningarnar voru um garð gengnar lét borgarstjóri breyta kosningavixli sínum I Landsbankanum I iangtima, gengistryggt lán. Vegna tveggja gengisfellinga á s.l. fimm mánuðum hefur lán þetta nú hækkað í isl. kr. um nálægt 160 m.kr. Og aðeins er búið að borga af þvf um 22 milljónir þannig að það lætur nærri, að lánið hafi hækkað áttfait á við það sem það hef- ur verið borgað niður. Og ekki er séð fyrir endann á ævintýrinu enn. sama fyrirhyggjuleysið. Af þessari litlu dæmisögu má sjá, að sama fyrir- hyggjuleysiö rfkir i stjórn fjármála Reykjavikurborg- ar og rikt hefur og rikir enn I stjórn fjármála Islenska rikisins. Gömul boðorð eins og það að taka ekki gengis- tryggð ián til almennrar eyðslu heldur aðeins til arð- bærra framkvæmda er hjá hvorugum aðilanum I heiöri haft. Og svo þarf al- menningur aö borga — landsmenn allir fyrir fyrir- hyggjuleysi landsstjórnend- anna og Reykja vikingar fyrir ábyrgöarleysi borgar- stjórnendanna. SB ÍSLANDSVINUR FÓRST í JÁRN- BRAUTARSLYSI Tönnes M. Andenæs, Stór- þingsmaður, var einn þeirra sem lét lifið i hinu hörmulega járnbrautarslysi við Lille- NORRÆN SAMLEIKS- KEPPNI Á undanförnum árum hefur verið efnt til samkeppni meðal ungra norrænna flytjenda tón- listar á vegum norræna Menn- ingarmálasjóðsins. Keppt hef- ur verið i söng, pianóleik, orgelleik, leik á strengjahljóð- færi og blásturshljóðfæri, og nú fer fram keppni i gitarleik. Akveöið hefur verið að halda þessari keppni áfram enn um sinn, en I stað þess að byrja að nýju á keppni i söng eða leik á eitthvert hljóðfæri, er nú i ráði aö efna til norrænnar keppni i samleik. Keppendur munu ekki koma fram sem einleik- arar, heldur sem dúó, trió, kvartett eaða kvintett. hammer i Noregi á laugardag- inn var. Andenæs hefur setið i norska Stórþinginu frá 1969 fyrir Verkamannaflokkinn. Vinátta hans og tryggö viö Island og Is- lendinga var sérstök. Atti hann marga trygga vini hér á landi, Andenæs sat Noröurlandaráðs- þingið hér á dögunum og átti Al- þýðublaðið þá viðtal við hann, sem birtist i blaðinu 20. febrúar. Aður en Andenæs var kjörinn þingmaður norska Verka- mannaflokksins árið 1969, haföi hann veitt forstöðu Universi- tetsforlagen i Oslo, og raunar gert það að stórveldi á sinu sviði. Tönnes M. Andesnæs var 51 árs að aldri, og lætur eftir sig konu og uppkomin börn. I eftirmæl- um i norskum blöðum i gær, er hann talinn hafa verið sér- stæður persónuleiki, sem átt hafi marga vini en enga óvini. Beðið eftir stjórninni Engar tillögur um frekari ráðstafanir I efnahagsmálum né heldur um hliðarráðstafan- ir, sem þó hljóta ávallt að fylgja öllum gengislækkunum, voru lagðar fram á þingi I gær. Sjónvarpsstóllinn Kr. 27.200. — með örmum. Kr. 24.200. — án arma. Fótskemill kr. 9.700. —. Leðurlíki eða tau áklæði. Margir litir. Vörumarkaðurinn hf. Armúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-lll, Vefnaðarv.d. S-86-113. Höfðu þó margir búist viö þvi, að eitthvað slikt kæmi frá rikisstjórninni eftir rösklega viku hlé, sem gert var á fund- um Alþingis vegna þings Norðurlandaráðs i Reykjavik. Eftir þvi, sem næst verður komist, hafa stjórnarflokk- arnir enn ekki komist að nið- urstöðu um þá heildarstefnu- mótun I efnahagsmálum, sem menn eru nú orðnir ansi lang- eygir eftir. Var þó talið i þing- sölum i gær, að i dag, þriðju- dag, myndi rikisstjórnin vænt- anlega leggja fram á Alþingi tillögur um nýjar aðgerðir I efnahagsmálum og var þvi spáð, að þeim tillögum myndi sist verða betur tekið af laun- þegasamtökunum en þeim til- lögum og aðgerðum, sem þeg- ar eru íram komnar. Hart b „loðnuto Samkvæmt skýrslum Fiskifélags Is- lands fengu 99 skip loðnuafla i síöustu viku og var vikuaflinn samtals 53.255 lestir. Vitað er um 106 skip er fengið höfðu einhvern afla frá byrjun vertiö- ar og var heildaraflinn sl. laugardags- kvöld orðinn samtals 206.108 lestir. Á sama tima i fyrra var heildarafl- inn samtals 307.193 lestir og þá höfðu 135 skip fengiö einhvern afla. Aflahæsta skipið i vikulokin var Gisli Árni RE 375 með samtals 5.633 lestir. Skipstjóri er Eggert Gislason. 1 lok fyrri viku var Börkur aflahæstur, en hann er nú I öðru sæti og munar 15 lestum. Loðnu hefur verið landað á 18 stöðum á landinu auk bræðsluskipsins Norglobal. Mest hefur verið landað i Vest- mannaeyjum eða samtals 37.028 lestir, næst er bræðsluskipið Norglobal með samtals 25.217 lestir. Hér fer á eftir listi yfir þau skip er fengið hafa 1.000 lestir eða meira svo Nafn skips magn (lestir) Gisli Árni RE 375 5633 Börkur NK 122 6618 Sigurður RE 4 5527 Súlan EA 300 4832 Loftur Baldvinsson EA 24 4476 Pétur Jónsson RE 69 4382 Helga Guðmundsd. BA 77 4343 Guðmundur RE 29 4325 Asberg RE 22 4273 Rauðsey AK 14 4261 Hilmir SU 171 3927 Jón Finnsson GK 506 3894 Þorsteinn RE 303 3892 Héðinn ÞH 57 3863 Eldborg GK 13 3780 Fifill GK 54 3720 örn KE 13 3706 Asgeir RE 60 3695 Heimir SU 100 3681 Faxaborg GK 40 3665 Gullberg VE 292 3651 Öskar Halldórsson RE 157 3636 , Reykjaborg RE 25 3583 Grindvikingur GK 606 3314 Þórður Jónasson EA 350 3291 ÓskarMagnússon AK 177 3266 Höfrungur III AK 250 3012 Náttfari ÞH 60 2768 Albert GK 31 2725 Sæberg SU 9 2711 Dalvikingar vilja nýjan skuttogara Utgerðarfélag Dalvikinga hyggst nú leggja út i kaup á nýjum skuttogara, til viðbótar skuttogaranum Björgvin, til þess að treysta enn frekar vinnu við frystihús KEA á staönum, segir i siðasta tölu- blaði tslendings á Akureyri. Hefur blaðið eftir Hilmari Danielssyni, stjórnarfor- manni útgeröarfélagsins, að þegar hafi verið lögö inn um- sókn til riksistjórnarinnar um togarakaupin, og þegar hafi fengist góð tilboð I smiöina frá skipasmlðastöðvunum i Kristjánssandi og Flekkufirði. Aö sögn Hilmars hafa skut- togararnir Baldur og Björgvin hingað til dugað til að skapa samfellda vinnu I fiskiðnaðin- um á Dalvik, en nú hefur skapast óvissa um rekstur fyrrnefnda togarans, en hann er rekinn af Aðalsteini Lofts- syni útgerðarmanni, og bregð- ist hún er fyrirsjáanlegur hrá- efnisskortur. Ástæðuna fyrir þvi, að leitað verður til erlendra skipa- smiðastöðva um smiði togar- ans, sagði Hilmar þá, að engin islensk skipasmiðastöð reynd- ist geta afgreitt hann nægilegE fljótt. Skipasmiöastöðin I Flekkufirði getur afhent hann I byrjun næsta árs, en lengur sagði Hilmar, að útgerðarfé- lagið geti ekki beðið. Nýi togarinn verður 3.5 m lengri en Björgvin, en hann er 46 metra langur og 407 brúttó- lestir. Reiknað er með, að kaupverð togarans verði um 14 milljónir norskra króna, eða 420 milljónir islenskar. ^ Afgreiðslutimi: $.Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 •Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. | I $ AL/r n£jímum u &• SÍMI: 33978 — 82532, §; Í BLÐMASKREYTINEflH I ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA i KR0N % Dunn i GlflEflBfE /ími 84900 © Þriðjudagur 25. febrúar 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.