Alþýðublaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 4
sími 81866 Skipstjóri: Sjó- menn illa sviknir Nú 24. janúar sl., sendi Verðlagsráð sjávarút- vegsins út nýtt verð á fiski, og var jafnframt lýst yfir, að fiskverð hækkar um 1%, eða þvi sem næst. Aðal breyt- ingin var falin i þvi, að stærðarmörkum á ýsu var breytt, þannig að smærri ufsi flokkast nú i fyrsta stærðarflokk en áður. Siðanvar 2. og 3 fl. lækkaður um h.b. 30 til 33%.2. og 3 fl. getur ver- ið i fyrsta stærðarflokki, en flokkast niður tvo og þrjá gæðaflokka i fersk- fiskmatinu, þvi ekki má rugla saman stærðar- • flokki og gæðaflokki. Sjómönnum finnst þeir illa sviknir, með þvi að lækka ufsaverð nú i enda mánaðarins, þegar þeir eru nýbúnir að kyngja fyrri lækkunum, og eru þeir þannig blekktir til að róa i janúar á fölsk- um forsendum. Við fá- um ekki skilið, hvernig stórfelld lækkun eins og þessi er, geti kallast 1% hækkun. Sá ufsi sem veiöist i net hér viö S-vestur-, Suður-, og S-austurland, er undantekninga- litiö stór ufsi. Gæti hann þess vegna flokkazt i I. fl. En þegar matsmenn ferskfiskseftiriitsins eru búnir að kryfja sinar prufur, sem eru 10 fiskar af hverjum bilfarmi úr viðkomandi afla, þá verður útkoma þeirra 15 krónur meðalverð p. kg., eða minna en áður var, sem var 18—20 krónur. En til samanburðar vil ég geta þess, að á sama tima og við fáum 15krónur fyrir hvert kiló, þá fæst 95til 112 kr. fyrir kilóiö, ef siglt er með þennan sama fisk á Þýska- landsmarkað, og er þá búið að veltast með aflann i bátunum i allt að 20 daga, þegar að sölu úti er komið. Fiskkaupendur hér á landi fá aflann hins vegar næturgamlan eða isaðan eftir 2 til 3 sólarhringa. Þegar fyrri lækkunín var dulbú- in, var auglýst hækkun, sem raunar faldi i sér lækkun á ufsa. Þá var verð á stðrþorski hækkað ogeinnig á stórýsu. Þessi hækkun var þess eðlis, að hægt var að fela lækkun á ufsa, þannig að Utkom- an var hækkun á heildarverði aö prósentutölu. Þá hefur verðlags- ráð verið öruggt um að ekki veiddist stór þorskur og stór ýsa á þvi timabili sem hækkun á ýsu og þorski gilti þ.e.a.s. janUar, febrUar og meiri hluti marz mán- aðar. Aftur á móti voru þeir vissir um að aflinn yrði nær eingöngu ufsi, sem raunar er rétt. Þessum herrum er alveg óhætt að leita að nýjum blekkingarað- ferðum, þó svo að þeir skáki I þvi skjóli, að Isl. fiskimenn séu svo ósamstæðir að þeir láti bjóöa sé hverja kjaraskerðinguna á fætur annarri. Staðreyndin er sú, að kjör fiskimanna eru orðin al- gjört hneyksli, og gjörsamlega óraunhæf. Fyrir þvi liggja margar ástæður, sem ég ætla ekki að fjölyrða um nú. Með þess- um fiskverðslækkunum, er verið aðnlðast á sjómönnum, sem ann- ars eiga ekkert nógu gott skilið. Það er siður en svo undarlegt, þó að treglega gangi að manna islenzk fiskiskip, á meðan þannig er staðið að málum, og er mikið ósamræmi I kjörum þeirra við mismunandi veiðiskap ofan á slfelldar hækkanir til lifsviður- væris. Nei, hér þarf annaö koma til, svo framarlega sem stjórnvöld ætlast ekki til að fiskiskip verði bundin við bryggjur sem sýn- ingargripir I náinni framt., en allt virðist ætla að stefna I þá áttina. Það er farið að hlæja að mönnum sem ráða sig á fiskibáta, þvi að I landi hafa menn betri laun i flest- um greinum, svo ekki sé talað um vinnutima mismuninn. Vonlaust er að tala um að hægt sé að gera út fiskiskip, nema skulda stofnun, og á ég þar við báta sem eru á veiðum næstum allt árið og afla vel. Virðist hinn kosturinn betri, að róa sem fæsta róðra á árinu, og fiska sem minnst, því þá fer lítið I sjóðakerfið. Þó er hægt að fá meira úr þvi, með þvl að spila á kerfið, og láta sér liða vel i landi, á meðan hinir róa, og borga i sjóðina. Otkoman er sú að skuss- inn er vel launaður, en sá sem aflar er hegnt ósvikið. Fyrirgreiðsla útgerðar, er vægast sagt léleg og mjög óhag- stæð, svo sem sjá má á bátaflota landsmanna viðs vegar á landinu. Meiri hluti þeirra er fúahró, og ryðgaðir járnkláfar, en endurnýj- un bátaflotans, er tómt mál að tala um, vegna brostins grund- vallar. Erlingur Ævarr, skipstjóri FRAMHALDSSAGANtM Þingið, sem hélt áfram eftir hádegisverðinn, var sann- kölluð sigurganga fyrir dr. Martin — og fyrir Söndru, sem þurfti að flytja erindi hans. Þegar öllu var lokið og gest- irnir byrjaðir að fara, þakkaði hann henni hjartanlega fyrir hjálpina og sagði henni, að hún ætti aö taka leigubil á skrifstofuna með öll skjölin. Þegar hún kom á læknastöðina, sá hún að nokkur ljós loguðu þar inni, en I lyftunni var hún eini farþeginn. Lyftustjórinn sagði fáein meðaumkunarorð um alla eft- irvinnuna, en bætti svo við: — Ég var að enda við aö fara upp með unga dr. Desjardins. Hann vinnur vlst lika eftir- vinnu. Sandra var viss um, að hún heföi roðnað, þegar hún fór út úr lyftunni. Hvaö I ósköpunum var Noel aö gera? Kannski sækja eitthvað. Hún opnaði dyrnar og kveikti ljósið. A gólfinu lá umslag, sem hún tók upp. Það var enskt frimerki á þvl og hún fann til heimþrár. Hún varð vist að opna bréfið. Það gat verið eitthvað árlðandi. ,,Þar sem við teljum Alan Haines flugstjóra einhvern efnilegasta flugmann okkar, er það okkur sönn gleði að sjá svo um, að hann komi aftur til skoðunar eins og þér leggiö til, og við vonumst til að fá góðar fréttir, þegar sú stund rennur upp.” Sandra las bréfið aftur. Mikið langaði hana til að sýna Alan það.... en hvað honum liði betur, ef hann vissi, hvaöa álit félagið hefði á honum. En, hún gat ekkert gert I því máli núna, og hún varð að ganga frá. Hún gekk frá skjölum dr. Martins og lagaði til eftir sig. Það var hringt að dyrum um leið og hún leit I slðasta skipti kringum sig. Það var Noel. Aldrei þessu vant leit hann út fyrir að vera hálfleiður. — Fyrirgefðu þetta meö hádegismatinn. Ég bjóst við, að við gætum setið saman. Égáttiekki voná... Sandra hjálpaði honum. — Það gerði ekkert til. Ég skil þig. Og nú verð ég aö koma mér heim. Janet er vlst farin að undrast um mig. — Farðu ekki, Sandra. Ég verö að tala við þig. Þetta er alveg að gera mig vitlausan. Sandra leyndi brosi. Hann hafði alveg sleppt öllum viröuleikanum. — Þú ættir að ræða málið við Bettlnu, sagði hún alvar- leg. Noel ieit hneykslaður á hana. — Hún vill ekki hlusta á mig — hún segist ekki ætla að hlusta á mig, fyrr en ég sé með fullu viti aftur. — Elskarðu Bettinu ekki, Noel? spurði Sandra ákveðin. — Nei,ekkieinsogégættiaögera. Hún er meira einsog systir mln en unnusta. Ég liti kannski öörum augum á þetta, ef fjölskyldan væri ekki svona áköf að koma okkur I hnapphelduna. Hann leit hugsandi á hana — Nennirðu að hjálpa mér? — Hvernig þá? spuröi hún. — Jú, sjáöu nú til, hingað til hefur Bettina haft and- styggð á mér. Ég er bara eitthvaö, sem hún fær á silf.ui4- diski. Það er enginn sigur þar, engin samkeppni, en hún Alþýðublaðið hefur meiri áhuga á mér frá þvi að þú komst fram á sjón- arsviöið. Þess vegna sting ég upp á eftirfarandi, chérie: Viö sjáumst hvarvetna. Ég er mjög hrifinn af þér. Ég kenni þér á skautum og skiðum! Augu hans ljómuðu. — Það verður gaman, stórskemmtilegt, og aðeins við tvö vit- um, aö þetta er allt leikaraskapur einn! Sandra starði skelfingu lostin á hann. — Ertu genginn af göflunum! Þetta verður til þess eins að særa marga menn! — Hvers vegna? Þetta stendur aöeins til.... ja, til jóla... svo hnakkrifumst við og öllu er lokið. Þá hefur Bettina séð, aö ég er ekki sá leiðindakurfur, sem hún hefur v át haldið, og allt verður brey tt, þegar ég bið hennar. — En fólk verður með sifelldar spurningar, benti Sandra honum á. — Hvaö gerir það! Við horfumst aðeins I augu og segj- umst vera góðir vinir, ekkert annað. Við erum að segja satt. Allt annaö er imyndun ein og getgátur — en enginn fær að vita það fyrir jól. Ertu til? Sandra hefði vist skilið hættuna betur, ef hún heföi ekki verið svona þreytt, en hún var of þreytt til að sjá öll vand- ræðin, sem þetta hlaut að hafa I för með sér. — Égskalþá gera það, Noel... enef eitthvað gerist fyrir jólin slitum við samningnum með beggja samþykki. — Það er llka það eina rétta, ef við erum bæöi sammála. Hann tók undir handlegg hennar og kyssti hana hrifinn á báðar kinnar. — Byrjum núna! — Nóel! Viö erum að þykjast! Hann brosti breitt og sleppti henni. — Þetta var aðeins I æfingar- og þakklætisskyni, chérie. Komdu, nú ek ég þér heim, svo aö þú getir skipt um föt, og á eftir förum við út aö borða. Söndru leið hálf illa, þegar hún gekk við hlið Noels inn á veitingarhúsið, sem hann hafði valið. Allt var baðað ljós- um og við boröin sátu flnir gestir, sem vant var að minn- ast á i blaðadálkum hefðarfólkið. Ef til vill var þaö henni til aðstoöar, að hún haföi fengið allt þetta hrós fyrr um daginn sem staðgengill dr. Martins. Hún var sér ekki meðvitandi um það, en hún rétti úr sér og brosti. Sumir þingmeðlimirnir voru hér I mat með konum slnum og þeir brostu til hennar og kölluðu á hana til að hrósa henni fyrir framkomu hennar á þinginu. Þetta var nýnæmi fyrir Söndru, og hún ljómaði vegna alls áhugans og aödáunar- innar, sem henni var sýnd, svo mjög, að Noel brosti hreykinn til hennar. Hún brosti á móti. Um leið sást ljós- glampi, þvi að ljósmyndari tók mynd af þeim. Sandra hrökk við. — Noel... fólk heldur áreiðanlega... hún þagnaði. Noel vtók róandi um hönd hennar. — Er það ekki einmitt það, sem við viljum, að fólk haldi, chérie? Sjáðu þarna! L Renée var aö koma inn. Við getum treyst þvl, að fréttin (! verður komin um alla borgina á morgun. Sú frétt, að við ” séum hrifin hvort af ööru. -----------------------------------—-------------| . Renée og herrann hennar komu að borðinu þeirra. Þau j heilsuðust og svo dró Renée Söndru afsiðis og hvislaði: — j Ætlið þér ekki að hugleiða tilboð mitt, Sandra? Sandra brosti sykursætt og svaraði: — Jú, madame le | Blanc, og ég skal svara fljótlega. En eins og þér sjáið, er | ég harla upptekin núna. Ef Renée le Blanc reiddist þessu, sást það ekki á henni. I Hún lét sér nægja að segja rólega: — Ég sé það og aðrir á- j reiðanlega lika! Svo fór hún áður en Sandra fékk tækifæri J til að svara. Noel sat með hrukkað enni, þegar Sandra kom aftur til | hans. — Ég treysti ekki þessari konu. Það er eitthvað | skrltið með það, hvað hún hefur fljótt komist upp I hæðirn- | ar. Hún hlýtur að eiga bakhjarl... — Renée er bæöi aðlaðandi og sniðug kona, Noel, sagði I Sandra kuldalega. Noel leit undarlega á hana og skipti svo um umræöuefni. I Það sem eftir liföi kvölds skemmti Sandra sér mjög vel, J og þegar hann hafði ekið henni heim og boðið henni góða J nótt fyrir utan dyrnar hjá Janet, kyssti hún hann bllðlega. j Henni fannst áætlun hans hafa byrjað vel — og hvern gat j þetta sært? j I ------ I Hún var ekki jafnviss næsta morgun. í sunnudagsblööunum var mikið af myndum af Söndru, J sem horföi brosandi á Noel og slúðurdálkarnir gáfu I skyn, j að búist væri viö, að trúlofunin yrði opinberuö fljótlega. | Janet, sem hafði lesið þetta allt kom með aðvaranir um, | að Sandra ætti ekki að taka Noel alvarlega, og hún var | blátt áfram kuldaleg, þegar Noel kom skömmu seinna og I sagöist vilja fá Söndru með sér I hádegismat. Sandra var aö hugsa um að segja, aö hún ætti of annríkt, • en það var erfitt að standast Noel, þegar hann skrúfaði frá J töfrunum. Hún vissi ekki fyrr til, en hún hafði játað og sat J viö hlið hans á leiðinni út úr borginni. / I I I Hvers vegna fórstu? Sunnudagur 1. febrúar 1976

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.