Alþýðublaðið - 10.11.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.11.1976, Blaðsíða 4
4 SJðWABWHÐ AAiðvjkudagur 10. nóvember 1976 Gunnlaugur Stefánsson skrif ar: Nýlega lauk flokksþingi Alþýöuflokksins. Telja veröur aö þetta flokksþing hafi á margan hátt markaö timamót í sögu Alþýöuflokksins. Kemur þar margt til eins og samþykktir um opiö prófkjör viö val frambjóö- enda i Alþingis- og sveita- stjórnarkosningum, opinberun hinni raunverulegu fjárhagsstööu flokksins og hin nýja stefnuskrá. Þrátt fyrir þessi timamótamál þá tel ég að á þvi leiki enginn vafi aö þetta flokksþing var merkilegast fyrir niöurstööur sinar í utanrikismálum. Um langt árabil hafa samtök ungra jafnaðarmanna barist einarölega fyrir því aö Alþýðu- flokkurinn láti af stuðningi sinum við ameriska herstöð á Islandi og aðild íslands aö vopnabanda- laginu Nato. Hefur barátta okkar ungra jafnaöarmanna i þessu máli ætiö verið hörö enda hefur málstað okkar jafnan eflst fylgi annarra flokksmanna er telja það samræmast grundvallarhugsjón jafnaöarmanna aö herinn fari af landi brott og Island segi sig úr Nató. — Einn andstæöinga okkar i þessu máli hefur ætfð veriö flokksforysta Alþýðuflokksins, sem haldið hefur á lofti þeirri skoðun aö afstaöan i herstööva- málinu og Natómálinu skipti ekki máli um þaö hvort flokksfélaginn sé góður eöa slæmur jafnaöar- maður. Ég tel aö slik rök séu firra ein þvi starfsemi og saga Nato og Bandarikjanna eru i engu samræmi við hugsjónir jafnaöar- stefnunnar heldur þvert á móti erkifjendur hennar. Þar af leiðandi getur enginn verið einaröur jafnaöarmaöur án þess að berjast gegn andstæðingum jafnaöarstefnunnar þar meö talið amerískum herstöövum á Islandi og vopnabandalaginu Nato. Þessari skoðun vex ört fylgi innan Alþýöuflokksins hjá öldnum sem ungum þrátt fyrir að flokksforystan berji hausnum viö steininn og righaldi við afstööu sina auk þess að neyta allra bragöa til að viðhalda henni. Þrátt fyrir þaö hafa áhrif herstöðvaandstæöinga á stefnumótun i þessu máli oröiö æ augljósari. út á viö hef ur oft veriö látið f það skina aö hér sé ekki um mikilvægt mál fyrir flokkinn aö ræöa að þaö skipti máli fyrir stöðu og þátttöku flokksfélagans i Alþýöuflokknum. Þetta er rangt, þvi ekkert mál hefur verib notaö meira af flokksforystunni og áköfustu stuöningsmönnum hersetu og Nato sem mælikvarði á hæfileika og almennar stjórn- málaskoðanir flokksfélagans. T.d. hafa herstöövaandstæðingar innan Alþýðuflokksins oft verið kallaöir kommúnistar og þaöan af verri orðum sem eru að mati margra hin verstu pólitisku illyrði er menn láta sér um munn fara. Þá er það einnig staðreynd aö afstaöan um herinn og Nato hefur jafnan ráöiö úrslitum þegar um val I mikilvægar trúnaöarstööur er aö ræöa. Þab er t.d. engin tilviljun aö , enginn herstöövaandstæðingur sé i þingliði Alþýðuflokksins. Vegna þessa hefur unga fólkið innan SUJ, átt mjög erfitt uppdráttar innan Alþýðuflokksins við að koma fram sósialistiskum baráttumálum sinum. Þetta hefurleitttil þess aö nokkrir fyrri baráttumenn SUJ hafa skyndilega breytt um afstööu i herstöðva- og Nato málum og samlagast skoðunum þrýsti- valdsins, þegar framahvötin gerir kall til áhrifaembætta. Þessa lexiu hefur forystuvald flokksins kennt fylgisveinum sinum að hlýöa i gegnum þykkt og þunnt. En nú eru timarnir að breytast. Vegna einarðrar baráttu i samræmi viö leikreglur lýðræðis náðu herstööva- og Nato- andstæðingar merkum áfanga á siöasta flokksþingi Alþýðu- flokksins. Ný stefnuskrá fyrir Alþýöuflokkinn var samþykkt á þinginu. Þar eru engin orö aö finna um áframhald hersetu á Islandi' eða aðild að Nato þrátt fyrir að kaflar um slíkt heföu verið i svokölluðum drögum að stefnuskrá. Þingið samþykkti aö hafna Natoaöild og áfram- haldandi hersetu i stefnuskrá flokksins þrátt fyrir aö tillaga frá ungum jafnaðarmönnum sama efnis heföi verið felld á aukaþingi flokksins er haldiö var fyrir ári siöan en var á þessu þingi samþykkt. Nú samþykkti flokks- þingiö nýjan kafla i stefnuskrána er fjallar um nauösyn afnáms hernaðarbandalaga og afvopnun i heiminum. Hér eru um atriði að ræða er ýmsum heföi þótt bera keim „kommúnista” fyrir árieða árum siöan. í stjórnmálaályktun flokksþingsins er aftur á móti enn talin nauösyn á þátttöku I sameiginlegum vörnum Atlants- hafsrikjanna en orðalag er efablandnara en áður. Þess skal getið að þó stjórnmálanefnd leggði þetta til við þingiö aö lokum, þá haföi stjórnmálanefnd Alþýðuflokkur á tímamótum samhljóða ákveöið fyrr á þinginu að leggja fyrir þingið aðra stefnu er innifól aö Alþýðuflokkurinn tæki ekki afstööu til veru hersins og aðildar aö Nato heldur leggði til að málunum yröi skotið til þjóðaratkvæöagreiðslu. Þessari stefnu lét stjórnmálanefnd undir forystu alþingismannanna Jóns Arm. Héðinssonar og Sighvats Björgvinssonar dreifa á flokks- Frá SUJ m Sambandi ungra jafnaðarmanna E3 Umsjón: Tryggvi jónsson, Bjarni P. Magnússon, Guðmundur Árni Stefánsson, Óðinn Jónsson þinginu sem endanlegu áliti stjórnmálanefndar þingsins um mál þessi.Þegar þessi niöurstaöa kom fyrir augu þeirra Benedikts Gröndals, Kjartans Jóhannssonar og Gylfa Þ. Gislasonar, fulltrúa forystu- valdsins innan flokksins, brugðu þeir skjótt við og heimtuöu nýjan fund I stjórnmálanefnd þingsins, sem gjört var þrátt fyrir að nefndarstörf væru ekki á dagskrá þingsins þvi þeim var i aöal- atriðum lokið. A þessum fundi kröfðust þremenningarnir óbreyttrar stefnu i Nato og herstöðvamálum með þeim árangri að nefndin leystistupp en nokkru siðar var dreift öðru áliti stjórnmálanefndar i blóra við hið fyrrnefnda að þvi leyti að nú var mælt með einhverri aðild aö Nato. En þrátt fyrir háværar kröfur forystunnar um óbreytta stefnu i herstöðvamálinu þá varð henni allkostar ómögulegt að brjöta á bak aftur þann byr er herstöðvaandstæðingar höfðu á þinginu. Þar samþykkti þingið gjörbreytta stefnu frá þvi sem flokksþing hafa áður samþykkt. Orðrétt segir i stjórnmálaályktun þingsins: „Þingið leggur jafnframt áherzlu á, að vakað verði yfir fyrsta tækifæri til þess að láta varnarliðiö hverfa úr iandi án þess að öryggi þjóöar- innar stafi hætta af og að um þá ákvörðun veröi höfð þjóðarat- kvæðagreiðsla. (leturbr. minar) Hér er i fyrsta sinn um langan tima getið um nauðsyn þess að herinn hverfi úr landinu, og þjóðinni verði gefið tækifæri til þess að láta vilja sinn I ljós i þjóðaratkvæðagreiðslu. En mikilvægast i þessu sambandi er að Alþýðuflokkurinn hefur tekið afstöðu um að berjast með herstöðvaandstæðingum f þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem lagt er til að fram fari eins og tillagan ber glögg merki um. Þvi mun Alþýðuflokkurinn leggja til við kjósendur þessa lands i þjóðar- atkvæöagreiðslunni: Látiö herinn fara. Nti er mál að linni. fig hef i orðum minum greint að nokkru frá stöðu herstöðva- og Natomálsins innan Alþýðu- flokksins. Eins og flestum er kunnugt þá ■ hefur verið ágreiningur um mál þessi innan Alþýðuflokksins. Nú eru aftur á móti þeir timar I nánd þar sem sh’kur ágreiningur verður aö baki eins og niðurstöður flokks- þingsins sýna. Það er engum vafa undirorpið að Alþýðuflokkurinn er i sókn. I þeirri sókn verður ekki staðar numiö heldur verður barist I anda jafnréttis — frelsis — bræðraiags.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.