Alþýðublaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.03.1977, Blaðsíða 2
8 FRÉTTIR Laugardagur 5. marz 1977- mSm RÍKISSPÍTAIARNIR tausar stöður LANDSPÍTALINN: M)STŒ)ARLÆKNAR. Á Barna- spitala Hringsins óskast til starfa þrir aðstoðarlæknar i sex mánuði hver. Einn frá 1. mai n.k. og tveir • frá 1. júli n.k. Umsóknum, með ná- kvæmum upplýsingum um náms- , feril og fyrri störf ber að skila til skrifstofu rikisspitalanna fyrir 5 april n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitalans. HJÚ KRUNARFRÆÐINGAR OG SJÚKRALIÐAR . óskast til starfa á hinar ýmsu deildar spitalai's nú þegar eða eftir samkomulagi. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar veitir hjúkrunarfram- kvæmdastjórinn simi 24160. VÍFILSSTAÐASPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa frá 15. april. n.k. i eitt til tvö ár eftir samkomulagi. Umsóknir, er greini aldur námsferil og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspital- anna fyrir 2. april n.k. Nánari upp- lýsingar veitir yfirlæknirinn. KÓPAVOGSHÆLIÐ: ÞROSKAÞJÁLFAR OG SJÚKRA- LIÐAR óskast til starfa á hælinu nú þegar eða eftir samkomulagi. AÐSTŒÐARFÓLK við uppeldi og umönnun vistmanna óskast einnig til starfa á hælinu. Starfið gæti reynst góður undirbúningur undir nám á félagssviði. Nánari upplýs- ingar veitir forstöðumaður hælisins. Umsóknareyðublöð eru til staðar á skrifstofu hælisins. KLEPPSSPÍTALINN: H JÚ KRUN ARDEILD ARST JÓ RI óskast nú þegar á deild II. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast nú þegar á deild I. Ibúð i starfsmannahúsi getur fylgt . Nánari upplýsingar veitir hjúkr- unarforstjórinn, simi 38160. Reykjavík 4. marz 1977, SKRIFSTOFA RÍKISSRÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 stórmAl, sem lætur LÍTIÐ YFRIR SÉR Benedikt Gröndal mælti fyrir tillögu um fljótvirkari og ódýrari meðferð minnháttar mála Síðastliðinn fimmtudag var tekin fyrir á Alþingi þingsálykt- unartillaga um fljótvirkari og ódýrari meðferð minniháttar mála fyrir héraðsdómstólum. Flutningsmenn tillögunnar eru þeir: Bragi Sigurjónsson, Tóm- as Arnason, Eðvarð Sigurðsson og Magnús Torfi Ólafsson. Bragi Sigurjónsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar er sem kunnugt er varaþingmaður fyrir Alþýöuflokkinn, en Bragi er ekki á þingi um þessar mund- ir. Það kom því I hlut Benedikts Gröndal aö fylgja tillögunni úr hlaöi. í ræðu sinni benti Benedikt á, að mikið væri rætt um það að dómsmeðferð hjá Islenzkum dómstólum væri seinvirk, og það jafnvel svo að menn töluðu um að það borgaði sig ekki að leita réttar slns fyrir dómstól- um. Fyrirhöfnin væri of mikil og kostnaðarsöm og þegar loksins kæmi að þvl að úrskurður væri upp kveðinn hefðu menn I raun tapað málinu i krónnrn faiaj. jafnvel þótt málið nefði unmzt að ööru leyti. Þá benti Benedikt á, að form- leg meðferð minniháttar mála hefði það einnig í för með sér að Tómas Árnason ólafur Jóhannesson afgreiðsla meiriháttar mála tefðist, enda væru yfirleitt sömu dómararnir, sem dæmdu I öll- um málum, að undanskildum sérdómstól I ávana- og fikni- efnamálum. Hérer tvimælalaustá ferðinni stórmál, sem að visu lætur ekki mikið yfir sér, en á eftir að hafa veruleg áhrif á gang dómsmála ef málið nær fram að ganga og lög verða sett um meðferð minniháttar mála. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að leggja fyrir rikisstjórnina, að hún láti nú þegarsemja frumvarp til breyt- inga á lögum og geri aðrar ráð- stafanir til undirbúnings þvi, að komið verði á fljótvirkari og ódýrari meðferð minni háttar mála fyrir héraðsdómstólum. M.a. geti dómari ákveðið, að mál, sem höfðuð eru af við- skiptavini verslunar eða þjón- ustufyrirtækis vegna viðskipta viö fyrirtækið, hljbti skjótari og ódýrari afgreiðslu en nú tiðkast. Meðferð þessari megi beita við minni háttar mál, sem varða allt að 100 þús. kr. Við þessar lagabreytingar verði meðferð likra minni háttar mála i öðrum löndum höfð til hliðsjónar, en reglur færðar til islenskra að- stæðna. 1 greinargerð með tillögunni segir m.a. svo: 1 neysluþjóðfélagi eins og þvi islenska fer ekkihjá þvi, að upp komi fleiri eða færri deilumál m.a. milli neytenda og þeirra, sem selja þeim vörur og þjón- ustu. Mörg þessara mála varða hvert um sig ef til vill ekki mik- illi upphæð, og verður það óhjá- kvæmilega til þess, að neytend- anum þykir ekki borga sig að eyöa ilma og fé fyrir dómstól- unum. A þennan hátt fer for- görðum heilbrigt aðhald, sem verslunarstéttunum er nauð- synlegt. Siðan segir i greinargerðinni: Það mun mála sannast, að mál þau.sem fyrirdómstóla eru lögð i dag, eru mjög mismun- andi. Sum þeirra eru tæpast þess eðlis, að full þörf sé á eins vandvirknislegri meðferð og nú tiðkast. Rétt er, að dómari ákveði, hvort þessa meðferð megi við hafa, þar sem hann er I bestri aðstöðu til þess að meta hvort hún eigi við. Rétt er að meðferð málsins fari eftir eðli þess, en venjulega ætti ekki að þurfa að krefjast eins rikra sannana og i venjulegu máli og aöilar ættu aö mega leggja mál- ið fyrir á þann hátt sem þeir kjósa. Stefna ætti að þvi, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu að mestu. Sérfræðileg atriði er að jafnaði rétt að leysa með aðstoð meðdómenda. Úr- skurður samkvæmt þessari meðferð ætti að hafa sömu áhrif og dómur i venjulegu dóms- máli. Auk Benedikts Gröndal tóku til máls um tillöguna "þeir Tóm- as Arnason, sem er einn af flutningsmönnum tillögunnar. t ræðu sinni vék Tómas að þvi, að núverandi dómsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson, hefði unnið mikið starf I endurbótum á dómskerfinu i landinu. Þessi til- laga væri i sama anda og það starf sem dómsmálaráðherra hefði unnið i þessum málum. 1 siðari ræðu sinni við þessar umræður sagðist Benedikt Gröndal sizt af öllu vilja gera litið úr þvi, sem dómsmálaráð- herra hefði gert til þess að bæta dómskerfið og réttarfar á Is- landi. Hann fagnaði þvi mjög að undirtektir ráðherrans hefðu verið jákvæðar til málsins, en ráðherra hafði einmitt lýst þvi yfir að hann teldi þessa þings- ályktunartillögu stefna I rétta átt. —BJ Benedikt Gröndal Bragi Sigurjónsson Kjaramálin Bjöm Karl Steinar Kristin Björn Jónsson, forseti ASt og Karl Steinar Guðnason formaður Verkalýðs-og sjó- mannafélags Keflavikur og nágrennis ræða kjaramálin á fundi Alþýðuflokksins i dag laugardaginn 5. marz. Fundarstjóri verður Kristfn Guðmundsdóttir formaður Sambands Alþýöuflokkskvenna. Fundurinn verður haldinn i tðnó, uppi og hefst hann stundvfslega kl. 14.30. Alþýöufiokksfólk fjöimennið og takið með ykkur gesti. Fylgizt með málefnum Alþýðuflokksins og þvi sem er að gerast f fslenzkum stjórnmálum og hinum ýmsu málaflokkum. Alþýðuflokksfélag Reykjavfkur. ANNA TRAUIALA frá Finnlandi: Fyrirlestur (á sænsku) með litskyggnum um finnskar barnabækur og barnabóka- myndskreytingu I Norræna húsinu sunnu- daginn6. mars kl 16:00 í bókasafni og and- dyri: Sýning á myndskreytingum barnabóka eftir 13 finnska listamenn. Litskyggnusýn- ing um þróun myndskreytinganna. Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.