Alþýðublaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.04.1977, Blaðsíða 9
sisær Þriðjudagur 5. apríl 1977 FRETTIR 9 Reykingar í rút- um takmarkaðar Hin þrotlausa barátta, sem háð hefur verið gegn reykingum hér á landi undanfarið, virðist nú vera farin aö bera talsverðan árangur. Til dæmis hafa nú all- flestir kaupmenn tekið niður tóbaksauglýsingar i verzlunum sinum og reykingar á skemmti- stöðum fyrir unglinga hafa ver- ið takmarkaöar eöa þeim hætt með öllu. Samgönguráöuneytið hefur nú einnig látið málið til sin taka. Við útgáfu sérleyfa til fólks- flutninga með bifreiöum, sem gefin voru út á öllum sérleyfis- leiðum i siðasta mánuði, til næstu fimm ára, var tekið upp nýmæli varðandi reykingar i langferðabifreiðum. Er þar skýrt tekiö fram, að sérleyfis- hafi skuli hafa hæfilegan fjölda sæta i fremri hluta fólksflutn- ingsbifreiða sinna,þar sem reykingar verði ekki leyföar. Með þvi er vonast til að hægt sé að losa þá farþega er ekki reykja viö óþægindi sem skap- ast af þvi að sitja i reykjastybbu lengri eða skemmri vegalengd- ir. —JSS STAÐA Á SKÁKÞINGI 1 'Otm 3<inssoó 0 h > 0 2 óumvafiwflnJOi T / 3 MVwárVisjíss.i •A 'k a 4 3ön LÁrnason 1 I l 5 CúirvinaTfirmU- o I o 6 M wð&'rf&wjj. 0 / 7 Aswr kÁtnM- / 0 h 8 tíelði 'Olafao* / / 9 ÞÓTÍr'Olafsson 0 o 0 10 Sj'frnk»rsiá«i ‘/i 0 I ' 11 Þristut fctf/it h 0 1Z Vúl.'us Fri&jon 1 o 'A Landsliðsflokkur 1 l Ö o 2 EinarVzlJimSO* 0 o l 3 Oig-linsson [ 1 ± 4 Har. Haraldson '4 0 l 5 (iyl (tþirkollsS- 0 & 6 Si9-6u«nayss- 1 0 7 Stlgur ö / O 8 GuvmarFitmss. 1 0 9 Oo'li.&rnii'jurj-Sai l 10 Q)6»nSig«4s°1 o I h 11 HannesÖWaon 1 0 0 12 ieiíwJSrt-joti 1 0 1 Áskorendaflokkur Langar og stuttar ferðir um páskana Um páskana er boðið upp á margar og fjöl- breytilegar ferðir inn- anlands. Ferðafélag ís- lands og Útivist efna til eins til fimm daga ferða alla páskadag- ana. Gönguferðir við allra hæfi. Á vegum útivistar verður farið ifimm daga ferð um Snæfellsnes. Gengið verður á f jöll og jökla, og vítt og breitt um Snæfellsnes. Gist verður á Lýsuhóli allar næturnar. Lagt verður af stað á fimmtudags- morgun og komið aftur á mánudag, annan i páskum. Eftirmiðdagsferðir verða farnar alla hátíðardagana. A Skirdag verður gönguferö i fjör- ur i Skerjafirði, á Föstudaginn langa veröur gengið út i Gróttu og Seltjarnarnesfjörur, á laug- ardag verða gengnar Kræklingafjörur i Hvalfirði og fyrir þá sem vilja er lika gengiö á Esju. A Páskadag verður gengiö út i Viðeyjarsund og ann- an i páskum veröur farið aö Búrfellsgjá. Þar veröur með i förinni Jón Jónsson jaröfræð- ingur. Tvær páskaferðir Ferðafélagið býöur ekki siöur upp á fjölbreytilegar feröir. Farið veröur I tvær fimm daga feröir. Aðra i Þórsmörk, þar sem gengiö verður á fjöll og haldnar kvöldvökur að kvöldi. Lagt verður af stað klukkan átta á skirdagsmorgun og komið aft- ur að kvöldi annars f páskum. Hin fimm daga feröin er i öræfasveitina og alla leiö til Hornafjarðar. Þar verður skoö- aö allt þaö markverðasta á leiö- inni og gist á Kirkjubæjar- klaustri og Hrollaugsstööum. Ferðafélagið býður upp á margar dagsferöir. Meðal þess sem fariö verður má nefna, göngu á Vffilfell á Skirdag, og jafnvel ökuferö til Þjórsár, sem ku vera stórfeng- leg um þessar mundir. A föstu- daginn langa 'verður gengiö á Svfnaskarð í Kjós, Meöalfell og Hvalfjaröareyri. Þá verður Seljadalur heimsóttur, Vatns- eysuströndin, gengið á Þri- hnúka og fariö i Dauðadala- hella. —ab enn breytum viö til batnadar. Við höfum bætt við tveimur færibandaafgreiðsluborðum, þannig að þau eru nú orðin fjögur. Er þetta gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum vorum betri þjónustu. Fljótari afgreiösla — Minni biö. Komið og sannfærist. Einnig höfum við sett upp nýjar og glæsilegar hillur undir brauðvörur, sultur matarolíur og fl. ’ Komið og kaupið heilsuvörurnar úr nýjum, laglegum hillum. Kaupgardur á leidinni heim. Kaupgardur Smiöjuvegi 9, Kópavogi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.