Alþýðublaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.07.1977, Blaðsíða 3
FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS 40 TOURIST BUREAU --- ^W-w r-r m>*' .Vw' - Umfangsmikið starf land- kynningar og ferðalaga Ferðaskrifstofa ríkis- ins hefur nú starfað i um 40 ár. Tii þess að minnast þessara tímamóta buðu forráðamenn skrifstof- unnar blaðamönnum austur að Laugarvatni fyrr i vikunni/ og kynntu fyrir þeim starfsemina. Fulltrúar Ferðaskrif- stofu ríkisins í þessari ferð voru þeir Kjartan Lárusson settur forstjóri og Halldór Sigurðsson, en hann sér um skipulagn- ingu hópferða á vegum skrifstofunnar og segist þekkja landið eins og lóf- ann á sér, — á landakorti! Hins vegar fullyrti hann, að hann myndi óðara vill- ast, ef hann yrði settur eitthvað verulega út fyrir þéttbýliskjarna höfuð- borgarsvæðisins, — hans þekking væri bundin við fjarlægðir milli staða, heppilegar dagleiðir milli áningarstaða og slíkt á landakorti. Hér á eftir veröur reynt að gera nokkra grein fyrir starf- semi Ferðaskrifstofu rikisins á fjörutiu ára starfsferli: Einokunarfyrirtæki í upphafi Þegar Ferðaskrifstofa rikis- ins var stofnuö áriö 1936 var hlutverk hennar að sjá um allan flutning feröamanna til og frá Islandi. HUn var þvi algjört ein- okunarfyrirtæki fyrstu árin. Fyrsti forstjórinn var Eggert Briem og gegndi hann störfum fram að upphafi heimsstyrjald- arinnar, en þá lagðist starfsemi Feröaskrifstofu rikisins niður að mestu leyti. Eftir aö strlðinu lauk var starfsemin endurvakin, og Þor- lákur Þórðarson ráöinn for- stjóri. Hann gegndi starfinu til ársins 1973, aö Sigurður Magnússon fyrrum blaðafull- trúi Loftleiöa var ráðinn. Hann stóö þó stutt við þvi áriö eftir var Björn Vilmundarson ráðinn forstjóri Feröaskrifstofu rikis- ins. Björn var siðan leystur frá störfum um óákveðinn tima i nóvember mánuði s.l., og Kjart- an Lárusson settur forstjóri. Eins og fyrr segir var Ferða- skrifstofa rikisins meö aigera einokun á feröum manna til og frá landinu fyrstu árin. En I hlutverki hennar var einnig að sjá um landkynningu hvers kon- ar erlendis I samvinnu við hið opinbera. Einnig hafði skrifstof- an forgöngu I að bæta aðbúnað ferðamanna vlöa um landið. Rútubílar og minjagripir Rekstur langferðabifreiða var talsverður hluti af starfi Ferða- skristofu rlkisins I upphafi, eða þar til Bifreiðastöð Islands var stofnuð. Einnig beitti skrifstof- an sér fyrir framleiðslu minja- gripa, þegar eftirspurnir eftir slikum uröu slfellt háværari hjá erlendum feröamönnum. Voru þá einstaklingar með hagleiks- hendur mjög hvattir til að skera út og smlða þjóölega gripi, sem unnt væri að selja erlendum ferðamönnum, sem gjarnan vildu hafa eitthvaö meö sér heim til að sanna ferö sina norö- ur á hjara veraldarinnar, enda ferðalag til Islands ekkert smá- ævintýri. Upp úr þessu fóru að sjá dags- ins ljós lambagærur I öllum regnbogans litum, auk aska, rokka og fleiri gamalla þjóð- legra gripa I vasaútgafu. Þessar umgetnu lambagærur hljota raunarað hafa kitlað mjög for- vitni útlendinga á ferðalagi, þvl hvernig hlýtur ekki hjörö slík fénaðar aö lita út þegar rekiö er til rétta? Oti fyrir Hotel Eddu i Húsmæöraskólanum á Laugarvatni. Frá vinstri Kjartan Lárusson forstjóri, Ing- óifur Pétursson og Halldór Sigurösson. (Ljósm.: AH) Or gömlu Baöstofunni f Hafnarstræti. Þarna hófst minjagripasala Feröaskrifstofu rikisins. Aðalsölustaður minjagrip- anna var I Baðstofunni, gömlu húsi við Hafnarstræti, sem nú er horfiö en setti skemmtilegan svip á borgina á sinum tlma. Hóteirekstur Feröaskrifstofa ríkisins hefur nú um fimmtán ára skeiö rekiö Edduhótelin svonefndu. Upphaf þess rekstrar má rekja til þess, aö mistök urðu I bókun hótels nokkurs noröur á Akureyri. Þar haföi veriö pantað hótelpláss fyrir nokkra útlendinga, en þeg- ar máliö var kannað morguninn áður en feröalangarnir skyldu halda noröur, kom I ljós, aö pöntunin haföi aldrei verið færð I bækur hótelsins. Þvl var gripiö til þess ráðs, að prófa heimavist MA. Meö góðra manna hjálp tókst þetta með ágætum, og þar meö var fræi hótelrekstrar sáð I hjörtu forráöamanna Feröa- skrifstofu rlkisins. Hótel Edda hóf starfsemi sina, eitt af öðru og eru nú ellefu á tiu stöðum á landinu, — tvö á Laugarvatni. Nýjasta hótelið er að Stóru- Tjörnum viö Ljósavatn I Þing- eyjarsýslu. Verðlag Edduhótela er alls staðar þaö sama, eða kr. 3.800 á nóttina fyrir tveggja manna herbergi, en 2.850 fyrir eins manns herbergi án baðs. Morg- unverður kostar 665 kr. Hér veröur aö vlsu að undan- skilja hótelið i Húsmæðraskói- anum á Laugarvatni, en þar fylgir bað hverju herbergi, auk þess sem sauna er I húsinu. Þar kostar tveggja manna herbergi 6.080 krónur, en fyrir eins manns herbergi þarf að greiöa 4.750 krónur. Aöstaða til hvers konar ráð- stefnuhalds er mjög góð I hótel- unum, að sögn þeirra Kjartans og Halldórs, auk þess sem þau eru ákjósanlegir áningarstaðir fyrir sumarferöir starfshópa eða félagssamtaka. Nýtt launakerfi 1 sambandi viö rekstur Eddu- hótelanna er rétt aö vekja at- hygli á nýju launakerfi sem ttökazt hefur viö rekstur þeirra frá árinu 1974. Hér er um að ræöa prósentukerfi, sem gefur starfsfólkinu ákveöinn hluta af ágóöa hótelsins. Starfsemin er nánast færð I hendur starfs- fólksins, sem ákveöur innkaup á hráefni og sllkt. Aö sögn var þetta kerfi fyrst prófaö I hótelinu aö Krikju- bæjarklaustri og gaf það mjög góða raun. Þá hafði verið veru- legt tap á hótelinu um þriggja ára skeið, en snarskipti yfir I ágóða strax fyrsta árið, sem þetta nýja kerfi var reynt, og hefur veriö svo síðan. Sama reynslan er I öllum öörum Edduhótelum, sem tekið hafa upp þetta bónuskerfi, — tapið breytist I ágóða og laun starfs- fólksins hækkar að mun, allt upp I 50%. Aö söng Ingólfs Péturssonar, sem se‘r um rekstur Edduhótel- anna, byggist breytingin mest á þvi, að nýting öll verður mun betri. Hráefni nýtast betur og vinnutimi starfsfólksins einnig. Þetta leiöir aö vlsu af sér meiri skorpuvinnu, því starfsfólk er I lágmarki að fjölda, en leiðir aftur til lengri frla, ef eitthvaö lát verður á komu gesta. Meðalvinnutima á sólarhring, þegar upp væri staöiö eftir ver- tiðina, kvaö Ingólfur állta 8-9 tima. önnur starfsemi. Ef viö snúum okkur að ann- arri starfsemi Ferðaskrifstofu rikisins, þá felst hún I skipu- lagningu hóp- og einstaklings- ferða um landið, auk þess sem skrifstofan sér um skipulagn- ingu ferða fyrir þá tslendinga, sem ferðast erlendis utan hóp- ferba. Skipulagning hópferða fyrir tslendinga erlendis er liðin tíb hjá fyrirtækinu, enda hafa einkaskrifstofurnar tekið slika starfsemi yfir. Mikill fjöldi ferða hefur verið auglýstur hjá Ferðaskrifstof- unni yfir sumarmánuðina, frá 5. júnl fram I september. Að sögn þeirra Kjartans og Halldórs er vinsælasta feröin þar 10 daga hringferð, en I þeirri ferð er komið við á flestum fjölsótt ustu ferðamannasöðum hér lendis. I slikar ferðir er farið tvisvar I viku allt sumarið. Þá eru einnig farnar vikulegar 5-6 daga ferðir, og þá til skiptis farið um Suðurland, austur I Skaftafell og I Borgarfjörðinn, en I hinni noröur um Kjöl I Húnavatnssýslu, til Akureyrar og Mývatns og suður um Sprengisand. Framhald á bls. 10 Sff Sunnudagur 10. júlí 1977

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.