Alþýðublaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 18.11.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. nóvember 1977 11 Bíóin/LeUcliúsln I GAMLA Stmi 11475 ► "* * Astríkur hertekur Róm Bráðskemmtileg teiknimynd gerð eftir hinum viðfrægu myndasögum René Gosciuuys tSLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9. í iJvtKt Gor*» frtOxtm Charles Bronson ________James Coburn The Streetf ighter ...Jilllreland strotber Martln Hörkuspennandi ný amerlsk kvikmynd I litum og Cinema Scope með úrvalsleikurum. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 10. TONABÍÓ *& 3-11-82 Ást og dauöi Love and death 3* 1-89-36 The Streetfighter ÍSLENZKUR TEXTI *& 1-15-44 Alex og sigaunastúlkan Alex and the Gypsy tiamansömbandarlsk litmyndj með úrvalsleikurum, frá 20th Century Fox. Tónlist eftir Henry Mancini. Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Genevieve Bujold. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. WOODY DIANE ALLE\ KEATON “LOVTand DEATH" rrrp United Artists Ein frægasta og stórfenglegasta kvikmynd allra tíma, sem hlaut 11 Oscar verðlaun, nú sýnd með islenzkum texta. LAUGARAfc B I O Simi32075 Ný hörkuspennandi bandarisk mynd um ólöglegan kappakstur þvert yfir Bandarikin. Aðalhlutverk: Did Carradine, Bill McKinney, Veronion Hammel. ISLENZKUR TEXTI Bönnuö börnum innan 12 ára Sýnd kl. 5,7, 9 og 11. Sýnir stórmyndina Maðurinn með járngrím- una ■"' The man in the iron mask sem gerð er eftir samnefndri sögu eftir Alexander Dumas. Leikstjóri: Mike Nexell. Aðalhlutverk: Richard Camber- lain, Patrick McGoohan, Louis Jourdan. Bönnuð börnum Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bráðskemmtileg ný norsk litkvikmynd fyrir alla fjöl- skylduna. Sýnd kl. 6 og 8. „Kæruleysislega fyndin. Tignarlega fyndin. Dásamlega hlægileg.” — Penelope Gilliatt, The New Yorker. tí*'- Leikfélag Kópavogs SNÆDROTTNINGIN eftir Jewgeni Schwarz sýning- ar i félagsheimili Kópavogs laugardaga kl. 15.00 Sunnudaga kl. 15.00. Aðgöngumiðasala I skiftistöð S.V.K. við Digranesbrú simi 44115 og í félagsheimili Kopa- vogs sýningardaga kl. 13-15. Simi 41985 Ritstjórn Alþýðublaðsins er i Síðumúia 11 — Sími 818661 „Allen upp á sitt bezta.” — Paul d. Zimmerman, News- week. „Yndislega fyndin mynd.” — Rex Reed. Leikstjóri: Woody AUen. Aðalhlutverk: woody AUen, Di- ane Keaton. ÍSLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9. i.KIKFf-IAC'. *íl 2á l RKYKIAVÍKIJK WF GARY KVARTMILLJÓN i kvöld, uppselt. Fimmtudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. SKJALDHAMRAR Laugardag kl. 20.30. Þriðjudag kl. 20.30 SAUMASTOFAN Sunnudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. Miöasala i Iðnó kl. 14-20.30. BLESSAÐ BARNALAN 1 AUSTURBÆJARBIÓI í KVÖLD KL. 24 LAUGARDAG KL. 24 Miðasala I Austurbæjarbiói. kl. 16-24. Simi 1-13-84. Tataralestin Alistair Macleans Hin hörkuspennandi og viöburöa- rika Panavision-litmynd eftir sögu ALISTIAIR MACLEANS, meö CHARLOTTE RAMPLING DAVID BIRNEY Islenzkur Texti Bönnuð innan 12 ára Endursýnd kl. 3-6-7-9 og 11.15. Auglýsið í Alþýðublaðinu Atvinnuvegur eða ríkisþjónusta! Brugðið á leik! Dagblaðið undir ritstjórn Jón- asar Kristjánssonar hefur um langa hrið verið ötult við að ræða islenzk landbúnaðarmál, ■ eins og margkunnugt er. Vitan- lega eru alls ekki allir sammála hinum skelegga ritstjóra, enda mætti fyrr vera i þessu þras- gjarna þjóðfélagi. Margir átta sig eft til vill ekki á þvi, hvort hér er um að ræða básúnublástur til krossferðar gegn islenzkum landbúnaði, eða Jónas sé öðrum þræði að striða bændunum. Ekki skal hér reynt að skera úr, hvort heldur er. En það ligg- ur i hlutarins eðli, að bændur vilji ógjarnan láta sér verða svara vant. Þeir hafa fyrir allnokkru komið sér upp einskonar „gen- eral”, til þess að hafa með höndum skipulagningu til sókn- ar eða varnar, hvort sem heldur við á hverju sinni. Þar er á ferð Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bændasamtakanna. Eins og prýðilega sæmir ó- háðu blaði, hefur Dagblaðið vit- anlega léð Agnari rúm fyrir svargreinar og eflaust ekki talið það eftir. Það er þó alltaf dálka- fylling! Eins og gefur að skilja hafa fjárlögin, eða öllu heldur fjár- lagafrumvarpið, sem nú liggur fyrir, orðið ágætis efni til að ræða málin á visindalega töl- fræðilegan hátt! Og hér skal ekki dregið i efa, aðbáðirséufullvel að sér i með- ferð einskonartalna, enda er sú kunnátta óspart borin á torg! Það er nokkuð athyglisvert, að báðir taka sér sömu viðmið- un og það reyndar ekki af verri endanum. En þessi viðmiðun er Krafla! Jónas hafði — annaðhvort af striðni, eða blákaldri vandlæt- ingasemi — reiknað það út, að styrkir til bændanna næmu sviplikri, eða þó heldur hærri upphæð á ári en einni Kröflu- virkjun! Mun hann hafa viljað láta I það skina, að hvorttveggja væri álika arðbært fyrir þjóðar- búið. En nú snerist Agnar hart við og vitnaði auðvitað i sömu heimild og Jónas (fjárlaga- frumvarpið). Hann kemst að þeirri vis- dómslegu niðurstöðu, að „styrkir” til heilbrigðisþjónustu nemi hvorki meira né minna en andvirði þriggja Kröfluvirkjana áári! Segi menn svo, að islenzk- ir bændur séu einu styrkþegar rikisins! Þegar hingað er komið má nú vist flestum skattgreiðendum vera farið að blöskra yfir öllum þeim ófakostnaði, sem er þvi samfara, að halda lifi og heilsu landsmanna i sómasamlegu horfi! Hætt er nú samt við, að ýmsir vildu gerast til þess, að bera fram nokkrar athugasemdir við þennan útreikning, eða öllu heldur grundvöU hans, þó sam- tagning liðanna sé ekki véfengd Ekki væri fráleitt að benda á, að Iramiagið — eða styrkurinn ll1 Tryggingarstofnunar rikis- ins, hvort sem menn vilja held- ur kalla — fer nú ekki alfarið til heilsugæzlu. Tryggingarstofn- unin annast nefnilega einnig lif- eyrisgreiðslur til landsmanna, ellilaun og örorkubætur. Hér er hvorki staður né stund til þess að Hða þessar greiðslur niður til einstakra stétta. Lúmskur grunur mætti þó að mörinum læðast, að eitthvað af þessu hrjóti einnig á borð bændastétt- arinnar, sem sjálfsagt er. Vel mætti og svo vera, að um gæti verið að ræða nokkuð af uppgjafabændum, sem flutzt hafa i þéttbýlið ýmissa hluta vegna. Ekki er verulega auðvelt að sjá, hvað Agnar á við þegar hann talar um niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Þetta er al- veg ný skýrgreining á hugtak- inu niðurgreiðsla. Venjulegir menn myndu nú liklega telja, að kostnaður viö tiltekna þjónustu, sem lands- menn eiga allir aðgang að, geti varla verið stéttbundinn á sama hátt og niðurgreiðslur til at- vinnuvega. Og þá er komið að þvi, sem telja verður allra athyglisverð- ast. Varla verður annað skilið á þessum samanburði bænda- generalsins en að hann vilji telja landbúnaðinn undir rlkis- þjónustu! Fram að þessu hafa menn meira að segja Jónas ritstjóri, talað um hann sem atvinnuveg! Draga verður i efa, að bænda- stéttin sé ákaflega þakklát fyrir skýrgreiningu Agnars, enda má segja, að höggvi sá, sem hlifa skyldi! En jafnvel þó við vildum fallast á rikisþjónustuhugmynd blaða- fulltrúans, virðist hann hafa gleymt (?) nokkuð veigamikl- um þætti i samanburðinum. Velflestir landsmenn munu vita, að inni i kostnaðinum við heilbrigðisþjónustuna er falin ó- keypis sjúkrahúsvist og læknis- hjálp yfirleitt, nokkuð af lyfja- kostnaði einnig. Sjúklingar, sem yfirgefa sjúkrahúsin lifs, þurfa ekki að gera ráð fyrir öðru en kostnaður við þá hafi verið greiddur af hinu opinbera. En sé nú þessi kostnaður við heilbrigðismálin borinn saman við það, sem Jónas ritstjóri tel- ur „styrki” til landbúnaðarins með réttu eða vafasömu, er þó enn eftir að bæta við þvi verði, sem almenningur greiðir fyrir framleiðsluvörur/ landbúnaðarins, til þess að samanburðurinn verði raunhæf- ur. Þetta liggur ekki tölulega fyrir enn, frá þessu ári. En gæti það nú ekki skeð, að upphæðin færi að slaga hátt upp i aðra Kröfluvirkjun, að þessu við- bættu?! Spyr sá, sem ekki veit, en vildi gjarnan vita, án þess að vilja blanda sér meira inn i þann blindingaleik, sem hér hefur verið ræddur. Hinu væri fróðlegt að fá svar- að einnig, hvort bændur eru ginnkeyptir fyrir að fallast á, að atvinnuvegur þeirra heyri al- farið undir rikisþjónustu! í HREINSKILNI SA I'Licúm liT Grensásvegi 7 Simi 82655. RUNTAL-OFNAR Birgir Þorvaldsson Sími 8-42-44 Au.Gyl'jSeDcW I AUGLvSiNGASlMI BLAOSINS ER 14906 Svefnbekkir á verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik. SENDIBÍLASTOÐIN HF

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.