Alþýðublaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.09.1978, Blaðsíða 4
alþýðu- i n FT»m Útgefandi Alþýðuf lokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu- múla 11, sími 81866. Fimmtudagur 14. september 1978 Sólnes skammar unga íhaldsmenn Grýluböm ■dekurbör — Kröflu skal ekki gagnrýna Jón G. Sólnes alþingismaöur er heldur betur illur Ut i sam- flokksmenn sina, og þá sérstak- lega yngri menn Sjálfstæöis- flokksins. t Morgunblaðinu i gær fer Jón háðulegum orðum um þá samflokksmenn sina sem leyft hafa sér að gagnrýna Kröflu ævintýrið. Fyrirsögnin á grein Jóns er GRÝLU- BÖRN-DEKURBÖRN, og er það eflaust nafngift sem hann telur hæfa þessum félögum sinum, er ekki una alskostar skoðunum Jóns á Kröflu sinni. 1 þessari grein sinni segir Jón Sólnes m.a.: „Tilefni þess að ég leyf:i mér að stinga niður penna útaf þessum málum eru ummæli sumra ágætra samflokksmanna minna, sem hafa hnigið i þá átt, að umtalsvert tap Sjálfstæðis- flokksins i siðustu kosningum hafi ekki hvað sist verið að kenna framkvæmdunum við Kröflu. Einn af helstu hug- myndasérfræðingum flokksins af ungu kynslóðinni afgreiddi málið einfaldlega á þann hátt, að framkvæmdirnar við Kröflu hefðu verið henyksli. Ekki taldi þessi ágæti ungi maður ástæðu til þess að skilgreina það mál nánar, t.d. af sjónarhóli sjálf- stæðismanns. Verður þvi að telja að þessi ágæti hugmynda- fræðingur flokksins hafi talið fullyrðingar og skrif Vilmundar Gylfasonar og fleiri slikra um þessi mál fullnægjandi til þess að hanngæti myndað sér skoöun á þessumáli. Annar ágætur full- trúi ungra sjálfstæðismanna talaði um glórulausa fram- kvæmd og fjárfestingu vió Kröflu undir stjórn sjálfstæðis- manna og vegna Kröflu komust kratar i feitt.” Og Sólnes heldur áfram og gerir að þvi skóna að hér sé um að ræða málflutning og dreif- býlissinna innan Sjálfstæðis- flokksins.: „Þessi sami ágæti fulltrúi ungu kynslóðarinnar i Sjálf- stæöisflokknum hafði raunar áður sýnt hug sinn til hinnar þýðingarmiklu framkvæmda fyrir dreifbýlið sem Kröflu- virkjun vissulega er, með þvi að flytja fyrirspurn í borgar- stjórn Reykjavikur um það hve mikið rafmagnsverð i Reykja- vik myndi hækka vegna dreif- býlisframkvæmdar. Og svo brátt var þessum ágæta fcr- ystumanni ungra sjálfstæðis- manna i brók, að hann flutti um- rædda fyrirspurn utan dag- skrár.Þaðvarekki hægt að biða eftir þvi að flytja málið með eðlilegum hætti.” Það er greinilegt að Jón G. Sólnes er ekki aðeins mótfallinn þvi, að kratar skipti sér af Kröfluvirkjun og þeirri óráðssiu sem kringum hana var. Engin skal dirfast að mæla gegn Kröflu á nokkurn hátt. Atvinna — Smurstöð Vélaverkstæði Óskum að ráða hið fyrsta vanan mann á smurstöð, einnig bifvélavirkja eða mann vanan vélaviðgerðum. Upplýsingar hjá verkstjóranum i Borgar- túni 5, Reykjavik. Vegagerð rikisins. Laus staða Staða yfirmatsmanns við Framleiðslu- eftirlit Sjávarafurða með búsetu á Aust- fjörðum er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Framleiðslueftirliti Sjávarafurða Hátúni 4 a Reykjavik fyrir 8. okt. 1978. Framleiðslueftirlit Sjávarafurða Lögta ks úrs kurður Sýslumaðurinn i Árnesþingi hefur i dag kveðið upp lögtaksúrskurð fyrir ógreidd- um en gjaldföllnum útsvörum, aðstöðu- gjöldum og kirkjugarðsgjöldum álögðum i Selfosskaupstað 1978 svo og dráttarvöxt- um af gjaldskuldum. Samkvæmt úrskurði þessum hefjast lögtök fyrir gjöldum þess- um að liðnum átta dögum frá birtingu hans. Selfossi 12. september 1978 Bæjarritarinn á Selfossi. Til Alþýðuflokksfélaga um land allt Nú þegar farið er að hausta, fer flokksstarf Alþýðuf lokksfélaganna um land allt að fara í 9an9- það er þv|- mjður svo að flokksstarf vill liggja niðri um sumar- tímann, nema þegar kosningar fara fram, en þá að sjálfsögðu er unnið á fuliu. Flokksstarf Alþýðuflokksfé- laganna má helst aldrei liggja niðri, hvort sem er á vetri eða sumri. Alþýðuflokkurinn vill i starfi sinu vinna með fólki, og vill að hinn almenni flokksmað- ur eigi þátt i stefnumótum flokksins. Flokkur sem vill starfa á lýðræðislegum grunni má aldrei losna úr tengslum við fólk. Styrkur hvers flokks liggur i þvi starfi sem unnið er innan hans. Þvi starfi sem hinn al- menni flokksmaður leggur af mörkum. Alþýðublaðið vill hvetja flokksfélögin um land allt til öfl- ugs flokksstarfs, og senda okkur fréttir Ur starfinu. Alþýðublaðiö á að vera tengiliður flokks- manna um land allt, og þvi gætu fréttir af öflugu flokksstarfi ein- hvers staðar verið öðrum flokksfélögum hvatnig og veitt ýmsar hugmyndir, um alskonar nýbreyttni i starfi. Smíðakennari óskast i 2/3 stöðu við Gagnfræðaskólann i Mosfellssveit. Upplýsingar gefur skóla- stjórinn Gylfi Pálsson, simi 66186 og 66153. Tilkynning Athygli er vakin á ákvæðum reglugerðar nr. 316/1978 um niðurfellingu söluskatts á matvörum, og ber þeim sem hlut eiga að máli að lækka verð á viðkomandi vörum um 16,67% frá og með föstudeginum 15. september 1978. Ennfremur itrekað að hlutaðeigandi áttu að hafa lækkað verslunarálagningu frá og með 11. september 1978 sbr. tilkynningu Verðlagsstjóra nr. 32/1978. Reykjavik, 13. september 1978 Verðlagsstjórinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.