Alþýðublaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 8
útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu- Laugardagur 9. júní, 1979 múla 11, sími 81866. 729 atvinnulausir i maímánuði: HELMINGS AUKNING — á einum mánuði Alls voru 729 einstaklingar á atvinnuleysisskrá á landinu um siðustu mánaðamót. Er það tals- verð aukning frá mánaða- mótunum april — mai, en þá var talan 393. Atvinnuleysi er mjög mismikið á hinum ýmsu stöðum. 1 Reykjavik voru 280 karlmenn atvinnulausir 1. júnl s.l. og 264 konur. A Akureyri voru á at- vinnuleysisskrá 32 karlmenn og 13 konur. 1 Hafnarfirði voru 16 karlar og 10 konur. Atvinnuástand virðist hvað best á austfjörðum, þvi á Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifiröi eru engir á atvinnulevsisskrá. Sömu sögu er aö segja um nokkra aðra staði á landinu. Enginn er á skrá i Grindavik, Njarðvikum, Garða- bæ, ólafsfirði, Isafirði og Bolungarvik. Einnig er mjög gott atvinnuástand i Vestmanna- eyjum, Seltjarnarnesi, Akranesi og viðar. A Siglufirði virðist ástandið slæmt. Þar eru 3 karlmenn á skrá, en hvorki fleiri né færri en 47 kvenmenn. Flestir hinna atvinnulausu á landinu koma úr röðum verka- manna og sjómanna. Eru 259 karlmenn úr þeim starfstéttum án atvinnu. 360 verkakonur og iðnverkakonur eru og atvinnu- lausar. Svo virðist sem atvinnuástand á landinu öllu fari versnandi. Er eins og getið var i upphafi um helmings aukning atvinnulausra i landinu á einum mánuði. Alvinnuástand er hvað verst i verkamanna- og sjómannastéttinni eftir tölum atvinnuleysisskráningar að dæma. Pétur og félagar láta ekki deigann siga: VIUA SVÖR FRA BSRB Andóf '79 heldur áfram baráttu sinni. Eins og landslýð er kunnugt felldu rikisstarfs- menn, i allsherjaratkvæða- greiðslu félagsmanna^samninga stjórnar BSRB við rikisvaldið. Andóf '79 var stofnað vegna þeirrar atkvæða greiðslu og barðist hatramlega gegn þeim samningum. I kjölfar kosningaúrslitanna saidu talsmenn Andófs ’79 bréf til BSRB þarsem i voru nokkrar kröfur. Sú kröfugerð er birt hér aðneðan. Aðsögn Andófsmanna hefur BSRB ekki séð ástæðu til að svara bréfi þessu. Bréf Andófs ’79 fer hér á eftir.: Til forystu Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Við undirrituð, talsmenn Andófs ’79 innan BSRB, krefj- Ihaldið ræðir um þjóð- mál! I kvöldfréttum útvarpsins s.l. miðvikudag var frá þvi greint að þingflokkur Sjálfstæöis- flokksins heföi komið saman þann dag til að „ræða ástandið” (aldrei þessu vant). Þingflokknum tókst, áöur en fundartimi var úti, að koma sér saman um sameiginlegt álit á rikisstjórninni: „Algert at- hafnaleysi” voru orðin sem þingmennirnir urðu sammála um að láta fiá sér. I nefndri frétt var þess getið að þingflokkurinn kæmi saman daginn eftir til aö fjalla nánar um ástand þjóðmálanna. — Málefnalegur flokkur Sjálf- stæðisflokkurinn! I Allir saman nú Ingvar Gislason er maður móðgaöur i meira lagi. Hug- renningar hans i Morgunblaðinu s.l. miövikudag vegna útgöngu þingmanna þegar ,,láns”-fjár- heimildin var til umræöu 1 viröast skynsamlegar. Ingvar hefði kcsiö aöra skipulagningu við útgönguna, þ.e.a.s. að Iólafur G. Einarsson heföi ekki óundirbúiö hlýtt kalli Sighvatar Björgvinssonar. Þessi óskipu- lagða útganga var ekki sú | „marsering” sem þingmaöur- umst þess af forystu BSRB aö hún: a) geri réttindakröfu félags- manna BSRB um fullan og óskoraðan samnings- og verkfallsrétt að baráttumáli BSRB nú þegar. b) geri félagsleg og hags- munaleg réttindi félags- manna ekki að verslunar- vöru, en það þýöir að kröfur og ákvæði um réttindi veröi ekki tengd launaliðum samninga á nokkurn hátt. c) Setji fram skýra afstöðu sina i þessu máli nú þegar, a.m.k. fyrir 19.5. 1979. Formannaráðstefna og samninganefnd BSRB hefur áður (sept. og okt. 1978) fjallað um kröfuna um óskoraðan samningsrétt fyrir BSRB og lagt hana til grundvallar réttindabaráttu félaga BSRB. A þeim grundvelli og á grundvelli ómótmæltra yfirlýsinga forystumanna BSRB um að fullur samnings- og verkfalls- réttur sé sjálfsögð mann- réttindi, er forystu BSRB fátt að vanbúnaði að setja framan- greinda kröfu um óskoraðan samningsrétt fram nú þegar sem kröfu BSRB. Nýafstaðin allsherjarat- kvæðagreiðsla innan BSRB sýndi ljóslega að kjaramála- stefnu forystu BSRB var hafnaö i veigamiklum atriðum. Þvi hefur lika veriö hafnað af félögum BSRB að ákvæði um réttindi séu tengd launaliöum samninganna. Pétur Pétursson, þu'.ur. Helga Jóhannesd., félagsráðgjafi. Albert Einarsson.kennari. inn heföi kosið. Nú þegar þjóðhátiö fer I hönd verður mikið um hópgöngur., Meinhorni þykir Ingvar illa fjarri góðu gamni þar sem hann situr ekki I þjóðhátiðarnefnd. Væri óskandi aö hann sæi sér fært aö taka smáorlof frá greinaskrifum um göngumál, en yrði þess i stað nefndinni innan handar varöandi skipu- lagningu gangna. Verði liöveisiu hans synjað gæti hann hikstalaust skipulagt göngu þingflokkssins, slikt myndi óneitanlega setja I skemmtilegan blæ á hátiöar- : höidin. Þar eð þeir eru nú bara : tólf, eins og postularnir, ætti dæmiö aö verða einfalt við- fangs: Annaöhvort þrisvar sinnum fjórföld röð eða fjórum sinnum þreföld. Meinhorn hallast þó fremur jj aö siðarnefnda möguleikanum. ; G.Sv. [1 islendingum er ekki mögulegt aö ferðast til annarra landa á svona farartækjum — bilum. Við eyjarskeggjar verðum að fljúga eða sigla ef við ætlum að sækja erlendar þjóðir heim og ef útlendingum dettur I hug að heimsækja land elds og isa. Mikill gestagangur 18646 útlendingar hafa komid til landsins frá áramótum Frá áramótum og til siðustu mánaðamóta komu alls 18646 útlendingar til íslands, annað- hvort meö skipum eða flug- vélum. Fyrir sama timabil i fyrra var talan eilítið hærri eða 18878. tslendingar sem komu til sins heimalands eftir dvöl i útlöndum voru á þessu sama timabili (6 mánuðum) alis 18087 á þessu ári en 19227 i fyrra. Tölur um komu farþega til Islands nú I siðast liðnum mai- mánuði eru þessar. Otlendingar: 6037, tslendingar 4232. Gestir víða að Útlendingarnir skiptast þann- ig eftir þjóöernum: Danmörk: 559, Bandariki Norður- Ameriku: 1989, Noregur: 425, Finnland: 79, Sviþjóð: 691, Argentina: 5, Astralia: 21, Austurriki: 44, Belgia: 54, Bólivia: 32, Brasilia: 4, Columbia: 2, Equador: 1. Filipseyjar: 3, Frakkland: 251, Grikkland: 5, Guyana: 1, Hol- land: 101,Indland: 1, Irland: 11, tsrael: 6, Italia: 33, Japan: 37, Júgóslavia: 1, Kanada: 80, Kenýa: 2, Kina: 6, Libia: 1, Liechtenstein: 2, Lúxemburg: 5, Mexicó: 9, Nigeria: 4, Nýja- Sjáland: 8, Pólland: 13, Portúgal: 2, Rikisfangslausir: 3, Rúmenia: 1, Rússland: 22, Sierra Leone: 2, Singapore: 1, Spánn: 7, Stóra-Bretland: 506, Suður-Afrikusambandið: 9, Sviss: 298, Tékkóslóvakia: 1, Thailand: 2, Togo: 1, Tyrkland: 2, Ungverjaland: 4, Uruguay: 3, Venezuela: 2, Austur-Þýska- land: 2, Vestur-Þýskaland: 689, Shri Lanka: 2, Hong-Kong: 1. Það er ljóst af ofangreindu yfirliti að það eru gestir frá hinum óliklegustu þjóðum og þjóðarbrotum sem okkur tslendinga sækja heim, um lengri en þó oftar um skemmri tima. —GAS Isafjörður Um allt land „Astandið prýði- legt eins og er” — segir Kristján Jónasson bæjarfulltrúi Á isafirði eru sjálf- stæðismenn og óháðir í bæjarstjórnarmeirihluta. Hlutföllin eru þannig að sjálfstæðismenn hafa fjóra fulltrúa, Alþýðu- flokkur tvo. Framsókn, óháðir og Alþýðubandalag hafa einn hver. Alþýðublaðið leitaði til Kristjáns Jónassonar, fulltrúa Alþýðuflokks, og spurðist fregna af gangi bæjarmála. „Þetta hefur nú gengið vel hingað til hjá okkur. Þær framkvæmdir sem nú eru i gangi voru flestar vandlega undirbúnar af okkur sem sátum i stjórn siðasta kjörtimabil. Það hefur aðeins verið i gatnagerðarmálum sem á hefur brostið. Við höfum áætlað að leggja oliumöl á tvo og hálfan kilómetra, en nú er allt útlit fyrir að aðeins verði lagt á íimm til sexhundruð kilómetra. Voriö kom seint og frost til þess aö gera nýfariö úr jörðu. Það gefur auga leiö að þetta hefur taf- ið okkur töluvert, en veður- guðirnir hafa vist gefið okkur grænt ljós þannig að ekki er ástæða til annars en bjartsýni.” — Iivernig er ástandið i atvinnumálum ykkar? „Jú, þau eru i ágætu lagi. Við höfum útvegað um sextiu unglingum störf yfir sumarmán- uðina. Unglingarnir eru aðallega i hreinsunum og skógrækt.” — Er eitthvað um aðfluttan vinnukraft? „Já, það eru þá helst iönaðar- menn við byggingarstörf, en hér fara nú fram miklar byggingar á skömmum tima. Af sjálfu heima- fólkinu, sem er rúmlega 3000, eru svo allflestir annaðhvort i útgerðinni eða fiskvinnslunni.” — Er mikill ágreiningur i bæjarstjórn? „Nei, þegar ágreiningur kemur upp er hann sjaldnast flokks- pólitiskur — menn skiptast yfir- leitt bara eftir málefnum hverju sinni.” Kristján kvað félagslif vera i miklum blóma: „Hér starfa alla- vega klúbbar og félög. Sérstak- lega vil ég minnast á leikklúbb- inn, i honum hefur verið óvenju- mikil gróska.” Að lokum spurði blaöið Kristján álits á landsmálunum. Hann kvað fyrirhugað verkbann koma mjög illa niöur á þeim Isfirðingum og Vinnumálasambandið bjarga litlu, þar eð S.l.S. hefði aðeins eitt kaupfélag á staðnum. Hins vegar vildi hann lýsa ánægju sinni með árangur jafnaðarmanna I raunvaxtastefnunni. G.Sv

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.