Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 08.02.1969, Blaðsíða 16
ISIR iMgnegl 178 - Sjtii 21120 Keitjng; Laugardagur 8. febrúar 1969. Munið^- ^Múlokuffi nýju -<Cm Simi grillið 37737 ICrtTlfln plslrar ’ilrvínn af Maðurinn þekkir' gœðin. A skemmtistað unga fólksins munu ungar stúlkur ganga um beina. Nælonsokkaverksmiðja á Sauðár- króki að hefja framleiðslu Hefur þegar sölu fyrir ársframleiðsluna 9 Þessa dagana er Sauökrækl- ingum að bætast nýtt atvinnufyrir- tæki, sem væntanlega mun verða nokkur lyftistöng í hinu erfiða at- vinnuástandi þar. — Þetta er næl- onsokkaverksmiðja, sem a. m. k. i fyrstu mui. aöallega framleiða krepsokkabuxur fyrir kvenfólk og börn. Verksmiðjan verður mjög bú- in vélum, og er verið að senda um 40 vélar norður þessa dagana. Þrátt fyrir góðan vélakost munu um 20 manns fá atvinnu í verk- smiðjunni. Vísir bar þessa frétt undir Pálma Jónsson í Hagkaup, en hann er einr aðalhluthafinn í þessu fyrirtæki. Staðfesti hann iregnina. Kostnaðaráætlun verksmiðjunn- ar er miðuð við 200 þús sokka- 'iuxna framleiðslu á ári og hefur ^egar tekizt að selja þetta magn. taup.endur eru raunar vongóðir um að hægt verði að selja tölu- vert meira, enda á ekki að vera neinn munur á þessum sokkabux- um og innfluttum. Vélamar eru þær sömu og notaðar eru erlendis og tveir sérfróðir menn í fram- leiðslu þessari munu starfa í verk- ■miðjunni. Annar er íslenzkur, en hinn ítali, sem mun starfa í verk- smiðjunni a. m. k. hálft ár meðan i'ramleiðslan er að komast í gang og verið er að þjálfa starfsfólk í meðferð vélanna. Vélamar eru frá 3andaríkjunum og Ítalíu. Þær verða prufukeyrðar nú á næstu dögum um leið og þær koma norö- ur, en vonazt er til, að hægt verði að hefja framleiðsluna eftir u. þ. b. tvo mánuði. Nælonsokkaframleiðsla er ein af þeim framleiðslutegundum, sem einkennandi eru fyrir heimamark- aðsframleiðslu og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að verk- smiðja þessi gefi góða raun, þó að dapurlegt dæmi sé til um hið gagnstæða. Þarf hörku til jbess oð standa sig á svona mófum — segir Friðrik Olafsson eftir mótið í Hollandi Símtöl til Evrópu fara í gegnum Montreal — Scottice hefur verið sfítína i 2 vikur — lcecan hefur slitnað 20-30 sinnum á 6 árum ■ Scottiee og Icecan heita þeir sem eru í senn lifibrauð og hausverkur talsambands við út- lönd, þeirrar deildar Landssím- ans, sem sér um afgreiðslu allra talsambanda Islands við umheim inn. Þetta eru neðansjávar- kaplarnir, sem iiggja vestur og austur um haf til Skotlands og Kanada. Fyrir rúmri viku voru þeir báðir slitnir og vorum við þá sambandslausir við umheim- inn nema með radíósambandi, sem nýtist oft illa vegna trufl- ana. Icecan komst í lag fyrir viku, en Scottice hefur verið slitinn við Færeyjar í hálfan mánuð. Nær öll símtöl frá ís- landi til Evrópu fara þvi nú í gegnum Montreal í Kanada. Þetta skapar okkur mikla vinnu, sagði Pétur Franzson, yfirumsjónar maður talsambandsins í viðtali við Vfsi i gær. Afgreiðsla talsambands fyrst til Kanada og síðan þaðan til Evrópu tekur miklu meiri tíma en við eölilegt ástand. Þetta er f annað skiptið, sem báðir kaplarnir hafa veriö slitnir samtfmis, en áður gerðist það í nóvember 1968. Það er Icecan, sem hefur óftast slitnaö. Síðan hann Friðrik Ólafsson er nú aftur setztur við skrifborð sitt í dóms- málaráðuneytinu eftir keppnis- ferð til Hollands. Þar varð hann sem kunnugt er fimmti í efsta riðli stórmóts í Bewervijk. Vísir hitti Friðrik stuttu eftir heim- komuna oe spurði hann nánar um frammistöðuna. — Ég held að ég þurfi ekki aö vera svo óánægður með frammi- stöðuna, þó að kannski hefðu verið tök á að hafa hana betri. Það þarf aðeins meiri hörku í svona mót og þaö þarf reyndar margt að hjálpast að, ef verulega góður árangur á að nást. — Hvaö er svo framundan, svæðismótið? — Já, ég reikna með að taka þátt í næsta svæðismóti, sem verð- ur trúlega í vor eða haust. Tími og staður hefur ekki verið ákveðinn. Svæöismótið er sem kunnugt er undanfari heimsmeistarakeppn- innar. Annar fslenzkur skákmaður, Guðmundur Sigurjónsson, hefur rétt til þátttöku í svæöismóti. — Er ekki erfitt að tefla á stór- mótum með svo löngu millibili? — Það eru sjálfsagt takmörk fyrir því hvað menn geta farið æf- ingalitlir á svona mót. Það getur að vísu verið gott að vera „ferskur" — en æfingin hefur mikið að segja. Þétta mót í Bewervijk er dálítið sérstætt. Það eru stálverksmiðjur, ofnaverksmiðjur, sem kosta þetta mót. Þarna tefldu um 475 manns í mörgum flokkum. — Fyrir neðan pfsta flokk var meistaraflokkur og þar tefldu sterkir skákmenn, auk þess voru skipulögð mót yfir helg- ar fyrir skákmenn, sem ekki gátu dvalið lengi. — Og menn sóttu þetta hvaðanæva. 13 síða var tekinn f notkun 19. ágúst 1963 hefur hann slitnað 20—30 sinnum. Ýmist hafa borgarísjakar höggvið hann sundur við Hvarf á Græn- landi, eða togarar á Nýfundnalands miðum hafa slitið hann. Scottice aftur á móti hefur aðeins slitnað í örfá skipti, en hann hefur verið í notkun lengri tíma. Viögerðin á Scottice hefur ekki getað hafizt við Færeyjar enn vegna veðurofsa á þeim slóðum, þar sem hann er siitinn. Viðgerðar- skipið hefur einu sinnj þurft að hörfa f var til Skotlands vegna veö- urhæöarinnar, en nú er veðrið að ganga niður og standa vonir til að viðgerð veröi lokið á næstu dög- um. Staðurinn, þar sem kapallinn er slitinn er fundinn á þann hátt, að nákvæm mælitæki um borð í við- gerðarskipinu ná upp rafmagns- boöum, sem magnar á kapl- inum senda frá sér. Þannig fikrar skipiö sig áfram og slæðir upp endana, þegar staöurinn er fund- in. Við hagstæö veðurskilyrði tekur ekki nema 12 — 14 klukku- stundir að gera við slitinn neðan- sjávarkapal. Hú dansar æskan í eigin húsi! Allar „sexurniir## í Síafra-flutnlngusn tt Nýlega voru undirritaöir samn- ingar milli Transavia í Hollandi og Loftleiöa um leigu á DC 6B flug- vél Loftleiöa, TF-LLB, til 1. októ- ber. n.k. og var flusvélin afhent Transavia í gær. Verður hún aðal- lega notuö í Evrópu, en hó ætlað aö vera til vara vegna Sao Tome — Biafraflutninganna. @ Eru þannig allar þær fjórar DC 6B flugvélar, sem nú eru í eigu Loftleiða beint og óbeint leigöar vegna Bíafraflugsins. Hinn nýi tómstunda- og skemmtistaður unga fólksins opnar i kvöld ■ Æskan í Reykjavík dans- ar í kvöld í eigin-húsh —— æskulýðshöllinni þar sem'vefír ingastaðurinn Lídó var um árabil til húsa. Á næstunni mun æskan sjálf veija sér -nafn—á-staðinn,1 y borgarráð fcvað upp þann Salómohsdöm að úr því ekki var eining miili þess og æskulýðsráðs um nafngiftina, skyldu ungling- arnir sjálfir skera úr um nafn i8. Reyndar verður æskan viS völd á kvöldin á þessum stað, — en þeir í féiagsmála- ráði borgarinnar munu hafa húsið að degi til fyrir starf- semi fyrir aldrað fólk. Skemmtistaður unga fólksins veröur opinn fimmtudags-, föstu dags-, laugardags- og sunnudags kvöld, en aðra daga leigt fyrir skóladansleiki og ýmis félaga- samtök. Aðgangseyrir verður mismunandi eftir því hversu mikiö verður lagt í skemmtiatrið in aHt frá 25 krónum upp í 80 krónur. Veitingar er hægt að fá, bæöi mjólk og gosdrykki og létta rétti, t. d. franskar kartöfl ur og hamborgara, — hamborg- ari með kartöflum mun kosta 75 krónur. Reykjavikurborg festi kaup á húsnæði þessu fyrir 12 millj. kr. fyrir nokkrum mánuöum, og hef ur nú verið varið nær 900 þús. krónum til ýmissa breytinga og kaupa á tækjum. Innrétting er gerð af Manfred Vilhjálmssyni, arkitekt í samvinnu við áhalda- hús borgarinnar, sem fékk það nýstáriega verkefni að smíða húsgögnin í salinn. Af nýstárieg um hugmyndum má nefna gluggatjöld fiéttuö úr snæmm, sem fengin voru frá Hampiðj- unni, gólfteppagerö á sama hátt var stöðvuö af borgar- læknisembættinu, sem fann því fyrirtæki allt til foráttu. Sá sem mun ráða húsum í 13. sfða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.