Vísir - 08.04.1969, Blaðsíða 3

Vísir - 08.04.1969, Blaðsíða 3
ems menn, sem Megn óánægja með framkvæmd „Islands- mótsins" i knattspyrnu innanhúss — Akranes vann sigur AKRANES vann sigur í fyrsta „íslandsmótinu“ í knattspyrnu innanhúss. Því miður verður að nota gæsalappir utan um nafn þessa móts, sem virðist ekki eiga rétt á svo stóru nafni vegna afleitrar framkvæmdar af háifu KSÍ og KRR og reyndar dómara- félagsins. Hins vegar er ekki á- stæða til að sverta frammistöðu Skagamanna, sem var ágæt, en það er Ijóst, að í fram- tiðinni er von um að þessi grein íþrótta verði mjög vinsæl, sjald- líflegir í Laugardal og í þessum leikjum, — en breytinga er þörf á framkvæmdinni og útsiáttar- fyrirkomulagið eins og þarna átti sér stað til hreinna vand- ræða. Akranes, Valur, Keflavík og Ár- mann komust í 4-liða úrslit, Ár- mann með þ'ví að sitja hjá, en Akra- nes með því að vinna Þrótt í fyrsta leiknum í gærdag, 5:3, Keflavík vann Fram 6:3 og Valur Víking með 6:3. I undanúrslitum vann Akranes Ármann með marga efnilega leik- menn komst langt í keppninni, e. t. v. lengra en eðlilegt gat talizt, en heppni réði þar miklu um, og eins það að dómarar geröu glappa- skot, sem komu liðinu til góða. Ármann og Keflavík kepptu um 3. sætið og vann Ármann örþreytta Keflvíkingana, 3:2. I úrsiitunum tókst Akranesi að ná 2:1 fyrir hálfleik og síðan 3:1 og 4:1, en Valsménn voru nærri búnir aö jafna, skoruðu 2 síðustu mörkin og lauk ieiknum 4:3. Framkvæmd þessarar fyrstu inn- anhússkeppni í knattspyrnu eftir reglum, sem gilda víða um heim, varð fyrir miklu aðkasti og ekki að tilefnislausu. Stjórn mótsins virt- ist algjörlega í lausu lofti og þeir Skagamenn — sigurvegarar á hinu umdeilda innanhússmóti um páskana — Ríkharður þjálfarl er með bikarinn. Knattspyrnufélög Bjóðum hagstælt verð og fjölbreytt úrval SPALL fótboltar ★ HENSON búningar ★ LISPRO legghlífar ★ BONETTI hanzkar ★ KOPA skór ★ UWIN sokkar ★ Einkaumboð fyrir Benjamin flóðljós Allt fyrir leikmanninn og félagið HALLDÓR EINARSSON • HEILDVERZLUN Lækjargötu 6b • Pósthólf 1015 virtust ekki hafa skipulagt neitt nægilega vel. Þannig mátti sjá dóm- arana vera að glugga I reglumar í fyrsta skipti rétt áður en þeir fóru inn á völlinn að dæma. (Einn þeirra hreinlega dæmdi KR út úr keppn- inni af vangá, vísaði einum leik- manna KR út af gegn Ármanni, fyrir að KR-ingar SÓTTU 4 í einu, en bannað er að VERJAST fjórir í senn). Þá breyttust reglur um markverö ina í miðju móti. Ákveðið var að lið væri úr eftir TVO tapleiki, skyndilega var því breytt,. lið í úrslitakeppninni væri úr eftir einn tapleik. Þá kom upp rökræða um jafntefiisleikina, þegar fyrsti slíki leikurinn fór fram, voru menn ekki á eitt sáttir um hvort framlengja j bæri, eða jafntefli gilti sem „hálft tap“, varð sú útkoman og var það sannarlega verr. Annars var mótið mjög skemmti- legt og margir leikjanna spennandi. Þá var greinilegt að 1 liðum meist- araflokks í ár eru mun fleiri ungir og efnilegir leikmenn en fyrr, leik- menn, sem gaman verður að fvlgj- ast með f keppni í sumar, — og reyndar eru margir þeirra f 2. deild, t. d. f Haukum, Þrótti, FH og Víkingi, og Ármenningarnir lofa margir góðu. Úrsiit urðu þessi í undankeppn- inni: Akranes:FH 4:3 — Þróttur:Sel- foss 8:0 — Fram:Stjarnan 5:0 — Breiðablik:Kefiavík 1:6 — KR:Hauk ar 8:2 — Víkingur:Ármann 1:0. Val- ur sat yfir. 1 annarri umferð á skírdag fóru leikar svo: Keflavík:Stjaman 7:1 — Þróttur: Akranes 3:1 — Haukar:Selfoss 4:1 — Ármann:KR 4:3 — Víkingur:FH 4:3 — Valur:Breiðablik 4:4. Fram sat yfir. í þriðju umferð á laugardaginn fóru leikar svo, en þá hafði verið dt’rgið að nýju milli 10 félaga, en 3 voru úr leik með tvo tapleiki: Þróttur:Keflavík 2:2 — Valur: Haukar 6:3 — Fram:Ármann 1:1 — Akranes:KR 2:1 — Víkingur: Breiðablik 5:3. EINAR — mesta skytta mótsins ÞORSTEINN - beztur Einn Akurnesinganna brýzt í gegn í úrslitaleiknum gegn Val. Þorsteinn „körfu- knnttleiksmaður úrsins 1968## — en Einar Bollason bezta skyttan M Það kom engum á óvart, þegar Bogi Þorsteinsson, formaður KKÍ tilkynnti, að leik ÍR og KR loknum, að Þor- steinn Hallgrímsson hefði verið kjörinn „körfuknattleiksmaður ársins“ með miklum yfirburð- um. Leikmenn í 1. deild kjósa sjálfir leynilegri atkvæða- greiðsiu og hiaut Þorsteinn 177 stig, en næsti maður, Einar Boiiason, Þór, hlaut 59, aðrir mun minna. Einar hlaut hins vegar tvenn verðlaun f sárabót, hann var bezta skytta ársins með sam- tals 318 stig i 10 leikjum, eða nær 32 stig f leik að jafnaði, Þórir Magnússon, KFR, skoraði 251 stig í 10 lcikjum, Þorsteinn Hallgrímsson 206 stig í 11 leikj- um, Kolbeinn Pálsson, KR, var í 4. sæti með 160 stig í 10 leikjum. ■ Þá var Einar með frábæran árangur í vítaskotum sín- um, þau urðu alls 124 ng hitti hann 97 þeirra, eða 78.3%, sem er á við það bezta t. d. í háskóla- leikjum í Bandaríkjuniun. Þor- steinn Hallgrímsson hittl 46 skot um af 62 eða 75% og Gunnar Gunnarsson, KR, 20 skotum af 28 eða 71%. ■ Þess skal að lokum getið, að félag Einars, Þór á Akureyri, kom bezt út úr vítaskotunum, ef félögin eru reiknuð út, Þórs- menn hittu 125 af 194 skotum og á Einar þar greinilega bróð- urpartinn; Þór er meö 64% hittni, ÍR með 191 skot og 105 hitt eða 47% og stúdentar með 209 skot og hittu 112 skotum eða 48%, hin félögin voru lak- ari. VVSAAAAAAA/VSAAAAAA/SA V í S IR . Þriðjudagur 8. apríl 1969. Er hægt að tala um íslandsmeistara?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.