Vísir - 09.05.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 09.05.1969, Blaðsíða 9
í SIR . Föstudagur 9. maí 1969. 9 oll mm- LEIÐSLULEYNDARMÁUN — segir forstjóri mesta loðskinnafyrirtækis Finna, sem aðstoðar Sambandið við uppbyggingu loðskinnaframleiðslu □ Gæði íslenzku gærupelsanna eru slík, að við notum ekki venjulegar aðferðir með sýningarstúlkum og þvíumlíku, þegar við seljum þá. — Nei, við tökum pelsana og vöðlum þeim í hnút og réttum viðskiptavininum þá þannig á sig komna. „Finnið, hvað hann er Iéttur,“ segjum við, „30-40% léttari en nokkrir aðrir sambærilegir pelsar. Setjizt svo ofan á þá og reynið það síðan, t. d. við enska pelsa.“ Og við erum ekkert að leika okkur við eldinn. Islenzku pelsarnir þola það og allan samanburð við hvaða gærupels sem er. Enda borgum við helmingi meira fyrir hráefnið héðan en fyrir nokkrar aðr- ar gærur, t. d. frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi eða Argentínu. voru þá 380 þúsund manns, í sjó- her þeirra voru herskip að buröarmagni 320 þúsund tonn, þar í mátti telja 2 orustuskip, 9 stór beitiskip, 4 létt beitiskip, 2 flugvélamóöurskip, 14 tundur- skeytabáta, 18 kafbáta og 80 minni skip, í flugher Frjálsra Frakka voru 30 þúsund manns og réði hann yfir 500 bardaga- flugvélum. Ég held að þessar tölur, sem eru óvefengjanlegar, sýni, aö hlutur Frakka í hem- aöargetunni var ekki lítilvægur, þvert á móti furðu mikill miðað við allar aðstæður, Og kaup- skipafloti þeirra sem starfaði í þágu bandamanna, var 1,2 millj- ónir tonna. Hitt var svo annað mál, að þessi mikli herstyrkur var ekki nýttur eins og hægt hefði veriö, og það stafaði af miklum deil- um milli de Gaulles og Banda- ríkjamanna, bæði á hinu póli- tíska sviði og hernaðarskipu- laginu. Tjað er engin nýjung, að marg- víslegar deilur koma upp milli stjómenda á stríðstimum. Við höfum glöggar fregnir af hinu sífellda reiptogi Montgo- merys marskálks við Banda- ríkjamenn, við vitum einnig um það hve óþægur og frekur Patton hershöfðingi var og nú á síðustu tímum erum við að fá sigrinum upplýsingar austan frá Rúss- landi um hina grimmdarlegu samkeppni sem stöðugt var milli rússnesku hershöfðingjanna Zhukovs, Malinovskys og Konévs. Deilur de Gaulles við Banda- B ríkjamenn vom nokkuð skyldar þessu, n :ma þær vom oft á æðra sviði, það er f þjóðernis- legri pólitík. Það má sjálfsagt líta á það þeim augum, að de Gaulle hafi verið einstrengings- legur og þóttafullur og hann hafi þannig spillt fyrir hemað- araögeröum. En það em tvær § hliðar á því máli eins og öðmm og við það að kynna sér þessar deilur, þá get ég ekki séð, að það sé hægt að komast fram hjá þeirri staðreynd, að Banda- ríkjamenn áttu mjög mikla sök á þessum vandræðum með al- rangri pólitískri stefnu gagnvart Frakklandi. Það er nú marg- sannað, að Bandaríkin ýttu und- S ir svikarastjórn Pétains og Lav- R als í Frakklandi og fengust ekki g til að viðurkenna fomstuhlut- g verk de Gaulles fyrr en eftir að | París hafði verið náð. Síðari at- fe burðir sönnuðu það, að þessi g stefna hafði verið röng, og það jj viðurkenndi utanrfkisráðherra g þeirra Cordell Hull að lokum | í minningabók sinnj og enn skýrar kom það fram hjá Harry Hopkins hinum sérstaka sendi- fulltrúa Roosevelts forseta. Jþessi fjandskapur og barátta Bandaríkjamanna gegn de Gaulle kom fram I svo marghátt- uðum og furöulegum aðgerðum, að það var engin von á öðru en að de Gaulle reyndi að verja sig og Frakkland gegn því. Alvarlegustu aðgerðimar vom tilraunir Bandaríkjamanna til að ýta Giraud hershöfðingja fram til valdaaðstöðu í Noröur- Afríku, sem hafði það i för meö sér að þjálfun og útbúnaði geysi mikils mannafla Frakka seink- aði í hartnær ár. Þetta kom einnig fram í þvf að Bandaríkja- menn vildu taka frönsk herskip með valdi og manna þau banda- ■•ískum sjóliðum. Það kom enn- íremur fram í þvl, að þeir þver- skölluðust lengi við að fela 1M>- 10. siða. SÍS-bruna snúið í sókn Það er forstjóri stærsta skinnavömfyrirtækis í Finn- landi, sem segir þetta á blaða- mannafundi hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga, þar sem Er- lendur Einarsson forstjóri og Harry O. Frederiksen, fram- kvæmdastjóri iðnaðardeildar SlS skýra frá því, hvernig ætl- unin er að breyta SfS-brunan- um mikla á Akureyri upp í sókn með stórkostlegum áætlunum um loðskinnaverkun og meiri háttar loðskinnaiðnað í sam- bandi við hana. Pertti Hellemaa forstjóri Frii- tala ætti að vita hvað hann er að tala um, þegar hann lýsir yf- ir þessari hrifningu á gæöum is- lenzku gæranna, því aö fyrir- tæki hans hefur nú imnið úr gærum héðan í 14 ár, en auk þess er hann sérstakt yfirvald I Finnlandi, þegar loðskinn og loðskinnaiðnaður er annars veg- ar. Hann er forseti sambands loðskinnaiðnrekenda í Finnlandi, forseti sambands loðskinnafram leiðenda og forseti syndikats loðskinnaiðnaðarins. Sauðkindin okkar vel vaxin fslenzka gæran virðist hafa allt sér til ágætis að því er Helle- maa og Pentti Lahtonen, fram- kvæmdastjóri sútunardeildar Friitala, upplýsa blaðamenn. ís- lenzkt sauöfé virðist einstaklega vel vaxið fyrir pelsaframleiðslu. Gærumar eru tiltölulega langar og mjóar, en aðrar gærur aftur á móti of breiðar til að góð nýt- ing fáist úr þeim við pelsasaum. Þá er háralagið mjög gott og þeir þakka íslenzka loftslaginu það og þeirri staðreynd að íslenzka sauðkindin lifir í fjöllum veiga- mesta tímabilið, — lömbin raun- ar nær alla sína Iífstíð. Þeir kváðust mjög vantrúaðir á, að rétt væri að reyna að kyn- bæta íslenzka sauðféð. — Við höfum því miður orðið þess var- ir, að kynbætur hafa oft nei- kvæðan árangur. segir Hellemaa, enda segir hann þess ekki þörf. Finnarnir voru hér á ferð til að undirskrifa samninga við Sambandið um samvinnu við uppbyggingu nýju sútunarverk- smiðjunnar á Akureyri, en finnska fyrirtækið mun veita alla tæknilega aöstoð bæði við uppbygginguna og slðar við fram leiðsluna og einnig við sölustarf á fullunnum pelsum og öðrum skinnavörum. Þeir eru raunar reiðubúnir til að kaupa alla loð- skinnaframleiðsluna. Kostar 90 en gefur 180 milljónir Sútunarverksmiðja SÍS á Ak- ureyri á að vera tilbúin að ári og er áætlað að hún geti sútaö 300 þús. gærur á ári. Fullreist með öllum vélum á hún að kosta um 90 milljónir króna, en fram- leiðsluverðmætið á ári veröi um 180 milljónir. Af þeirri upphæö mun verksmiðjan kaupa hráefni fyrir um 60 milljónir á ári. 120 —150 manns munu fá vinnu í verksmiðjunni, en við byggingar- framkvæmdimar 40—50 manns. Það, sem skiptir höfuömáli f þessari samvinnu er sú tækni- aðstoð, sem við munum fá, sagði Erlendur Einarsson forstjóri. Þeir munu veita okkur aðgang að öllum framleiðsluleyndarmál- um sínum og okkur gefst tæki- færi til að senda fólk út til þeirra til þjálfunar. Ragnar Ól- afsson, efnaverkfræðingur, sem hefur verið ráðinn forstjóri verk smiöjunnar, er þegar kominn til Friitala, en margir munu fylgja I kjölfarið. Auk þess munu bæöi sérfræð- ingar og venjulegt iönverkafólk koma hingað frá Friitala til að kenna rétt vinnubrögð og hafa eftirlit með framleiðslunni og umfram allt gæðunum. — Meö þessu flytjum við inn verkkunn- áttu I þessari iöngrein. Þá kunn- áttu er erfitt að meta til fjár, sagði Erlendur. Er þetta ekki lélegur „busi- ness“ fyrir Friitala? spyrjum viö Hellemaa? Nútíma hagfræði Nei, alls ekki. Við höfum lengi gert okkur grein fyrir því, að það er þjóðhagslega ófýsilegt að flytja þungar saltaðargærurmilli landa. Þaö samræmist ekki nú- tímaviðhorfum hagfræðinnar. Það eru því hagsmunir ykkar, að vinna gærurnar hér heima, og það eru hagsmunir okkar einnig. Hagurinn af þessu samstarfi fyrir okkur er þó fyrst og fremst sá, aö kenna ykkur að vinna fvrsta flokks vöru úr fyrsta flokks hráefni, og þessa vöru er- um við tilbúnir til að kaupa, því að hún samræmist kröfum okk- ar og við vitum aö hún gerir það. Þá er samvinna I sölustarfi mjög æskileg frá okkar bæjardyrum. Þannig fáum við betri nýtingu úr sölukerfi okkar. Sömu rökin gilda, þegar þið farið nánar út í fulla vinnslu á loðskinnunum I pelsa og annað. Þá er það okkur nauösynlegt að vera þess fullvissir, aö gæði vör- unnar standist kröfur okkar. Og seinna, þegar ykkur vex fiskur um hrygg má vænta þess, aö við getum fengið verömætar upp lýsingar frá ykkur. Loðskinnaiðnaðurinn er ekki „statískur". Þvert á móti, þróun- in er mjög ör og það er nauö- synlegt aö vera I brjósti fylk- ingar, segir Hellemaa. Það tók okkur 8 ár aö þróa framleiðsluaðferðina á mokka- pelsunum úr íslenzku gærunni og höfðum við þó reynslu viö framleiðslu mokkapelsa áöur. Og þó að við höfum náð þessum árangri, að engir mokkapelsar standast samanburðinn við ís- lenzku mokkapelsana, er engu endanlegu takmarki náð. Þróun- in heldur áfram og það er nóg pláss fyrir okkur báða á mark- aðinum, þannig að engin fyrir- staða er fyrir góðri samvinnu. Þess má geta, að Friitala er reiðubúið til að láta SÍS-verk- smiðjunni I té alla fvrirgreiðslu, sem hugsanleg er, ekki aðeins viö framleiðslu skinnanna sjálfra, heldur einnig upplýsing- ar um þróun I tízku, snið, að- stoð við sölumennsku o. s. frv. -vj IfSMBIR MHRM: □ Vilja ljósmæður víkja fyrir sjúkl- ingunum? Kona in hringdi 1 gær með eftirfarandi tillögu í tilefni af umræðum um viðbótarhúsnæði við Fæöingardeildina: „Ég veit ekki betur en að við Fæðingardeildina sé myndarleg álma, sem ljósmæðraskólinn ræður yfir. Ekki efast ég um að hinar ungu, tilvonandj ljós- mæður mundu rýma þessa álmu fyrir dauövona sjúklingum, sem bíða eftir plássi. Hægt mundi að útvega stúlkunum ágætar vistarverur hvar sem er, enda nóg framboö af slíku um þess- ar mundir. í staðinn yrði hægt að koma upp þeirri aöstöðu. sem ekki er fyrir hendi 0 □ Krossaprófin gleymast fljótt Nú sitja landsprófsnemendur sveittir við prófborðin, skrifa ritgerðir og útfylla krossapróf- in. Þegar prófinu er lokið og þeir komnir heim muna þeir ekki nema lítinn hluta af spurn- ingunum á krossaprófinu Þetta gleymist I hita prófsins og þeir fá auðvitaö ekki að eiga krossa- prófseyðublööin. í fyrra var tekin upp sú nýbreytni að birta landsmönnum öllum landspróf- in I heild sinni. Var það öllum til mikillar ánægju, ekki einung- is nemendum, sem tóku aö muna svör sín heldur einnig al- menníngi, sem fór jafnvel aö spreyta sig við prófin. Nú I ár hefur þessum ágæta hætti ekki verið viðhaldið og væri ósk- andi að þráðurinn yrði tekinn upp að nýju. G. Á. G. & □ Geymið frekar fréttina Kæru Vísismenn: í gærdag færið þið okkur lesendunum frétt á forslðu, þar sem segir að sjómaður hafi drukknaö i Vestman-- ..eyjahöfn. — Nafn mannsins var ekki birt vegna þess, að ekki hafði tekizt að ná til aðstandenda hans. Geymið slíkar fréttir þar til nafnið er hægt að birta, því það setur mikinn fjölda úr sambandi, að ástæðulausu. Látið þetta ekki endurtaka sig. Reiður lesandj Vísis. (Ath. Vísismönnum er ekki kunnugt um, að neins staðar í nágrannalöndunum sé til siðs að þegja f ákveð'nn tíma yfir hörmulegum fréttum. Þær eru alltaf sagðar strax. Hitt er rétt, að nafnbirtingarleyndin veldur stundum fólki ótta að ástæðu- lausu. Þesá vegna væri bezt ef blöðin birlu nöfnin strax, svo að ekki fari á miiii mála, hver hafi lent f siysinu. Það hlýtur að vera trassaskapur, ef ekki næst í aöstandendur á tímanum frá því að slysið verður og þang- að til næsta blað kemur út). Hringið í síma 1-16-50 ki« 13-15 Svona réttum við viðskiptavininum fslenzka mokkapelsinn, segir Hellemaa (t. h.) og réttir Erlendi Einarssyni eintak af þessum heims- ins ódýrustu lúxuspelsum. Á milli þeirra standa Pentti Lahtonen og Harry Frederiksen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.