Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 14.08.1969, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Fimmtudagur 14. ágúst» VISIR Otgefandi: ReyKjaprent h.f. Framkvæmdastjóri SveinD R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómartulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla- Aðaistræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 Unur) \skriftargiald kr 145.00 * mánuði innanlands I lausasölu kr 10 00 eintakið ^rentsmiðja Vlsis — Edda h.f. Margt l'ikt með skyldum J>ví hefur oft verið haldið fram, að margt sé líkt með nasisma og kommúnisma. Hvort tveggja er harð- stjórnarkerfi, sem stjórnað er eftir með ríkislögreglu og hervaldi. Hjá báðum er mál- og ritfrelsi afnumið og frjáls hugsun bæld niður með ofbeldi. Allir, sem uppvísir verða, eða eru grunaðir um að hafa aðrar skoðanir en foringjarnir, eru sviptir mannréttindum, fluttir í þrælabúðir eða umsvifalaust teknir af lífi. Þannig var þetta í valdatíð Stalins í Rússlandi og Hitlers í Þýzkalandi. Mátti ekki á milli sjá hvor harð- stjórinn væri verri, enda aðferðirnar svo til nákvæm- lega eins. Eftir dauða Stalins héldu margir að horfið yrði að mannúðlegri stjórnarháttum í Sovétríkjunum, og svo kann að hafa verið gert meðan Krjúseff var við völd, en nú verður ekki annað séð en fyrri siðir hafi verið teknir upp aftur. Það sýna m.a. ofsóknirn- ar gegn rithöfundunum, að ógleymdum þeim þræla- tökum, sem valdhafarnir í Kreml beita nágrannalönd- in, sem eru undir járnhæl þeirra. íslenzkir kommúnistar töldu það til skamms tíma guðlast, að legja þá að jöfnu Stalin og Hitler og stjórn- kerfi þeirra. Þegar stjórn Sovétríkjanna lýsti því yfir, að Stalin hefði verið samvizkulaus harðstjóri og glæpamaður varð Þjóðviljinn að hegða sér sam- kvæmt því og hætta að lofsyngja Stalin og stjórnar- hætti hans, en rétt mun þó að sumir, sem miklu ráða við blaðið, hafi aldrei hætt að tilbiðja hann í hjarta sínu og vonað að hann fengi fyrr eða síðar uppreisn æru og allt, sem Krjúseff sagði og lét segja um hann, yrði dæmt markleysa og tekið aftur. Hitler hélt því fram, eins og allir vita, að Þjóðverjar væru hin útvalda þjóð, hreinir Aríar. og kjörnir af for- sjóninni til þess að stjórna heiminum. Nú er það haft eftir Victor Zorza, sem Þjóðviljinn segir að sé sá „borgaralegra blaðamanna, sem skrifar af einna mestri þekkingu um sovézk málefni“ —að hætta sé talin á, að í Rússlandi komi fram nýtt afbrigði af þjóð- ernissósialisma. Mætti þá búast við að foringjar Rússa færu að halda fram sömu kenningunni og Hitler um hina útvöldu þjóð. Væri það þá enn ein sönnun þess, hve margt er líkt með skyldum. Allt ber að sama brunni, kommúnisminn er, eins og nasisminn, ofbeldis og kúgunarstefna, sem aldrei get- ur sigrað nema með svikum og ofbeldi. Engin þjóð, sem býr við fullt skoðanafrelsi og mannréttindi, kýs yfir sig kommúnisma. Hún veit að með því væri hún að afsala sér réttinum til að lifa sem fljáls þjóð. Þetta er það þjóðskipulag sem íslenzkir kommúnistar og aðalmálgagn þeirra, Þjóðviljinn hafa verið að berjast fyrir að koma hér á síðustu 40 árin, og þeir vilja það enn, þrátt fyrir þá lýðræðisgrímu, sem þeir hafa sett upp til þess að villa um fyrir þjóðinni. Það má alltaf auðveldlega lesa á milli línanna í Þjóðviljanum. HARÐNANDI BARÁTTA GEGN ÍSRAEL ■ NO í vikunni gerðist það óvænt og skyndilega að til stjórnarkreppu kom í Jórdan- íu. Moneim Rifai og ráðherrar hans allir gengu á fund Huss- !( Hussein eins konungs og sögðu af sér og hafði stjórnin þá verið viö völd frá 24. marz sl. Ekki tók nema skamma stund að mynda stjórn að nýju. Hinn nýi forsætisráð- herra — Talhouni — hefir ávallt verið vinveittur flóttamönnum og skæruliðum. Fráfarandi for- sætisráðherra er vara-forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra hinnar nýju stjórnar. Alls eiga sæti í hinni nýju stjóm átta fyrrverandi ráðherr- ar og athyglisvert er, að í henni eiga sæti hvorki fleiri né færri en 9 Palestínu-Arabar, þar af tveir, sem flýöu til Jórdaníu frá hinum hertekna hluta Jórdaniu sem er á valdi Israels. Ekkert var i fyrstu sagt opin berlega um orsök þess aö stjórn Rifai baðst lausnar, en það þurfti ekki að fara í neinar graf götur um að tilgangurinn var að veita skæruliöum aukinn stuðn- ing, og þetta varð enn ljósara, er Hussein konungur gaf nýju stjórninni fyrirmæli á þeirri for sendu, að nú væri tími til þess að herða sóknina gegn ísrael, „aö ganga til orustu“, eins og hann kvaö að orði. Og hann tók einnig fram, að efla vrði her Jórdaníu til aukins stuðnings við sækruliðana. Athyglisvert er, að átök fara harönandi milli fsraels og Jórd- aníu, en heldur hefir dregið úr þeim seinustu dagana við Súez skurð. Hussein konungur hefir um nokkurra mánaða skeið verið víg reifari en hann áður var og helzt ur hvatamaður að fundi æðstu leiðtoga Arabaríkja til þess að satneina kraftana gegn ísrael. Fjórveldin halda áfram aö þreifa fyrir sér um leiöir til þe s að ræða samkomulag, en hvorki hefir gengið eða rekið, og jafn- vel þótt þau nái einhverju sam komulagi um leiðir, er engan veginn víst að það sem þau leggja til fái jákvæðar undirtekt- ir. Spár þeirra, sem í upphafi sögðu, að vandinn yrði ekki leystur ineð afskiptum stórveld- anna, virðast i rauninni hafa rætzt, ef ekki var vonlaust i upp hafi, i fyrsta lagi að þau gætu komið sér saman um lausn og í öðru lagi, að aðilar í styrjöld- inni féllust á þá lausn sem mælt væri með. ísrael hefir aldrei hvikað frá þeirri afstöðu að aðilar í júní- styrjöldinni semdu sin á milli beint, en þvi hafa Arabar neit- að — vitandi að þeir gætu þó áfram fengið vopn og stuðning frá Sovétríkjunum. Og á hinn bóginn telja ríkisstjómir Araba landanna sig til neyddar að taka æ meira tillit til samtaka hermd arverkamanna og flóttamanna, sem ekki mega heyra neitt sam komulag nefnt. Einn þeirra stjórnmálamanna Bandaríkjanna, sem um þetta hafa rætt opinberlega, er Theo- dore C. Sörensen, sem var einn helzti ráðunevtur Kennedys for seta, en Sörensen hyggst nú bjóða sig fram til þess að taka sæti Roberts Kennedys í öld- ungadeildinni. Hann lagði í vikunni sem leið til við Fjórveldin að þau hættu viðræðum um frið í Austurlönd- um nær, því að ekki væru minnstu líkur fyrir jákvæðum árangri, Landnámsáform á herteknu svæðunum. Það hefur komið fram í frétt- um að fsraelsmenn hafa þegar byrjað landnám á herteknu svæð unum en í smáum stíl. Líka hef ir verið unnið að athugunum á stórfelldri athugun á hvort leysa megi hluta flóttamannavanda- málsins meö landnámi á Sinai- skaga — koma fyrir 50.000 flóttamönnum Gazaspildunnar í og í grennd við E1 Arish á Sinai Sörensen skaga. Frá þeim athugunum verður nánara sagt, en geta má þess, að tveggja ára athuganir sýna ótvírætt, að minnst hætta er á ágreiningi og árekstrum, þar sem efnahagur Araba er sæmilegur, en hafi menn ekk- ert viö að vera, verði að sitja auðum höndum ár eftir ár í von- leysi, geta menn orðið gripnir 8r væntingu og er ofstækisfullum leiötogum vel ljóst hvar þeim hentar bezt að bera niður vanti þá menn. Stöku menn ala þá von, að sá tími komi — þótt hann kunni að vera langt undan, að vandamál- in leysist með stofnun ísraelsk- arabísks sambandsríkis en eitt höfuöskilyrði er að forustumenn Araba falli frá tortímingarstefn- unni og hagnýti sér dýrmæta reynslu og þekkingu ísraels- manna. Pilsfaldurinn í ísraelsku kvennahersveitunum má ekki vera meira en 3 cm fyrir ofan hnéskel, en ísraelski herlögreglumað- urinn, sem greip tii málbands, en slíkt er óheimilt, fékk 35 daga fangelsi. aiiam

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.