Vísir - 21.08.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 21.08.1969, Blaðsíða 4
Dýrlingurinn orðinn leikstjóri Roger Moore, sem einnig geng- ur undir nafninu Dýrlingurinn, hefur gerzt leikstjóri síðan við sáum hann síðast í sjónvarpinu. Hann hefur tekið að sér að fram- leiða nýjan sjónvarpsþátt, sem hefur þó ekki hlotiö neitt nafn ennþá. Þótt þátturinn sé ekki lengra kominn, er NDC-sjónvarp ið svo trúað á væntanlegar vin- sældir þáttarins, að það hefur ceypt réttinn til hans á 20 milijón sænskra króna. * April, april ný kvikmynd Þau Catherine Deneuve og Jack Lemmon eiga að leika saman í nýrri amerískri kvikmynd, sem mun bera heitið: Aprfl, aprfl. Það f fyrsta skiptið, sem hún kem ur fram í amerískri mynd. -K Milli austurs og vesturs Viðskipti Bandaríkja Norður- Ameríku við kommúnistaldndin í Austur-Evrópu jukust á sl. ári um nálega 415.5 milljónir dollara. Þó nam þessi upphæð einungis 0,6% af heildarviðskiptum landsins við útlönd. Otflutningur Bandaríkj- anna til kðmmúnistalanda nam á árinu 216,8 milljónum dollara, og var þar að meiri hluta um að ræöa landbúnaöarvörur. * Afbrot Óvíða er meir um alls kyns af- brot en í Bandaríkjunum. Á sl. ári voru framin þar meir en 261 þús und rán, 1 millj. 828 þús innbrot, 3 millj. 442 þúsund þjófnaðir og 750 þúsund bílastulc&r. BLAIBERG NAUT LÍFSINS MEÐAN ÞAÐ ENTIST Suður-afríkanski hjartaþeginn Philip Blaiberg, sem nú er nýlát- inn, naut hverrar stundar í þá 1S mánuði og 15 daga, sem lækn- um tókst að lengja líf hans um. Læknar óttuðust þó jafnan, að tannlæknirinn færi of kæruleysis lega með sig. „Ég er sem nýr maöur og ákaflega hamingjusamur“, sagði Blaiberg þann 17. marz 1968, þegar hanr var útskrifaður frá Grothe Schur sjúkrahúsinu í Höfðaborg eftir hinn ævintýra- lega hjartaflutning, sem markaði tímamót í sögu læknavísindanna. Philip Blaiberg, sem fékk hið nýja hjarta sitt 2. janúar 1968 og var sá hjartaþega, sem lengst hafði lifað, var sem kunnugt er fluttur á júkrahús f þriðja sinn frá aðgerðinni og í þetta skipti tókst ekki að framiengja líf hans. í bók sinni „Looking at my Heart“, sem út kom fyrir nokkr- um mánuðum síöan, segir Blai- berg: „Nýtt hjarta var einasta tækifæri mitt til þess að fá að lifa lengur. Ég greip þetta tæki- færi vegna þess, að það hefur alltaf borgað sig fyrir mig að grípa tækifærin, þegar þau gef- ast. Nú er ég hamingjusai .asti maðurinn í bænum, óendanlega þakklátur fyrir að vera á lífi. Ég hef komizt að raun um það, að ekkert er meira virði en góð heilsa.“ Þegar Louis Washkansky fékk nýtt hjarta fyrstur allra 3. des- ember 1967, lýsti Blaiberg því um svifalaust yfir, að hann vildi verða næstur. Mánuði síðar fékk hann sv- nýtt hjarta úr 28 ára gömlum múlatta, sem látizt hafði úr heilablæðingu. Hjartaflutningur úr múlatta í hvítan mann vakti mikla hneyksl un hinna hleypidómafullu kyn- þátta-aðskilnaðarmanna í Suður- Afríku. „Mikið er ég glaður að þurfa ekki lengur að drattast með þetta hjarta". sagði Blaiberg, þegar Christian Bamard, læknir sýndi fv-um gamla hjartað og út- skýröi galla þess fyrir Blaiberg. Hjartaflutningurinn hafði i för með sér gjörbyltingu á aðstöðu bæði Barnards læknis og Blai- bergs. Báðir \ urðu samstundis heimsfrægir, hlutu ógrynni gjafa Philip Blaiberg áleit sig heimtan úr helju fyrir sakir kraftaverks. Hann vildi því njóta lífsins til hinztu stundar. "i og tilboða um feröalög og kvik- myndaleik. En meðan Barnard 1 .knir .erðaöist heimshorna milli, liföi Blaiberg góðu lífi heima í Höfðaborg og var á stundum svo óstýrilátur, að kona hans kvartaði yfir því, að hún ætti fullt í fangi með mann sinn. „Hann hegðar sér eins og tvítug- ur unglingur", sagði hún. „Næst þegar læknar græða nýtt hjarta í mann, ættu þeir ekki að láta und- ir höfuð leggjast að gefa konu hans eitt nýtt.“ Áður fyrr var Blaiberg að jafn- aði svartsýnn og nöldursamur, en gjörbreyttist eftir hjartaflutn- inginn, varð léttur í lund og nægjusamur. Tíminn skipti hann engu framar, hann naut hverrar mínútu í svefni og vöku og taldi lifið kraftaverk. Nathalie Delon hefur alveg náð sér eftir leiðind in í kringum skilnaðinn við Al- ain Delon og aflar yfirheyrslur lögreglunnar viðvikjandi morði júgóslavneska lífvarðarins. Hún hefur nýlokið leik í mynd Henr ys Glaesers, Hendinni, sem fjallar um erfiðleika þess að losa sig við lik. Um þessar mundir skemmtir hún sér í St. Tropez. „undrun og aðdáun Aþenubúa á yður og þjóð yðar.“ * Geimfari heiðraður William A. Anders, geimfari i Apollo 8, dvaldist fyrir skömmu f sumarleyfi 1 Grikklandi. Þá afhenti borgarstjórinn f Aþenu, Dimitrios Ritsos, honum borg- arlyklana að Aþenuborg með Fornminjum stolið Tólf 16.-a!dar trfálíkneskj- um af dýrlingum og englum var stolið um síðustu helgi úr St. Rocco kirkjunni í Condino á Ital iu. Sérfræðingar telja þessa list muni meðal hinna beztu f land- inu frá fyrri öldum. * Spáin gildir fyrir föstudaginn 22. ágúst. Hrúturinn, 21. marz — 20. april. Vertu glaður og reifur og láttu ekki á þig fá þótt velti á ýmsu einkum fram eftir deginum. Það getur verið að þú tapir á einhverju, en þá vmnurðu það eflaust upp á öðru. Nautiö, 21. apríl — 21. maí. Það verður í ýmsu að snúast hjá þér fram eftir deginum, og ár- angurinn verður alltaf nokkur, en varla þó að hann samsvari fyrirhöfninni. Þegar líður á dag inn, verður allt rólegra. Tviburamir, 22. maí — 21. júní. Reyndu eftir megni að taka líf- in i með ró í dag, þú kemur á- hugamálun þínum betur fram með því að fara þér hægt og nafa þig ekki mjög í frammi, að minnsta kosti fyrri hluta dagsins. Krabbinn, 22. júnf — 23. júli. Það Ktur helzt út fyrir að dag- urinn einkennist af annriki og átökum, vafalaust lætur þú tals vert til þín taka og kemur miklu í framkvæmd, en það kostar þig erfiði. Ljónið, 24. júlí - 23. ágúst. Það er ekki ólklegt að þú sætir nokkurri gagnrýni í dag, en rla að þú þurfir að taka hana nærri þér. Þú skalt samt athuga hvort þar verður ekki um ein- ' verja ábendingu að ræða. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept. Taktu öllum,þeim leiöbeiningum feginsamlega, sem þú finnur aö.gefnar eru af góöum hug, en Iáttu samt þína eigin dóm- greind og reynshi skera úr um allt, sem máli skiptir í því sam- bandi. Vogin, 24. sept. — 23. okt. Einbeittu þér að viðfangsefnum þínum, einu í einu, og láttu það ekki hafa nein áhrif á þig þótt einhverjum finnist þú fara þér hægt. Hvíldu þig svo vel að dagsverki loknu. Drekinn, 24. okt. — 22. nóv. Fram eftir degi getur reynzt nokkuð þungur róður, en eftir það verður ýmislegt auðveldara. Farðu ekki eftir sögusögnum, sem geta komið sér flla fyrir fjarverandi vini þína. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Geröu þér far um að athuga vel öll smáatriði í sambandi við starf þitt, eins skaltu hafa fyllstu aðgæziu í öllu, sem snert peningamálin, litlar upphæð- ir skipta máli þegar saman kem ur. Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Þ • u.átt gera ráð fyrir góðum gesti þegar líður á daginn, eða góðum fréttum, sem snerta þig og vini þína. Þú ættir ekki að fást mikið við viðskipti fyrr en eftir hádegið. Vatnsberinn, 21. jan. — 10. febr. Taktu vel eftir því, sem er að gerast í næsta nágrenni við þig f dag, það lítur að minnsta kosti út fyrir að þú getir orðið þér þannig úti um gagnlegar upplýsingar. Fiskam’r, 20. febr. — 20. marz. Farðu gætilega f peningamálum í dag, einkum skaltu varast að festa kaup á nokkm því, sem þú hefur ekki beina þörf fyrir í biii. Ekki ættirðu heldur að lána peninga sw nokkru nemi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.