Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 29.11.1969, Blaðsíða 8
8 Kt&m VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannwsson Augiysingar: Aðalstræti 8. Símar 15610, 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands í iausasöla kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Sameiginlegir hagsmunir §tór meirihluti íslenzku þjóðarinnar mun telja að nauðsyn beri til að nú verði komið í veg fyrir kjara- deilur, sem gætu lamað framleiðsluna og atvinnu- lífið um lengri eða skemmri tíma. Þjóðarheill krefst þess, að reynt sé að afstýra þeirri ógæfu. Hins vegar er vitað að til eru öfl innan þjóðfélagsins, sem ávallt reyna af fremsta megni að spilla fyrir friðsamlegu samkomulagi um kjaramál. Þeir menn láta sig það aldrei neinu skipta, hverjar afleiðingar langra og ill- vígra kjaradeilna verða fyrir þjóðarbúið og þá, sem att er út í verkföllin. Nú hefur sjómannasamningum, sem kunnugt er, verið sagt upp frá næstu áramótum. Það væri mikil ógæfa, ef þá kæmi til verkfalla og ef til vill langrar stöðvunar veiðiflotans. Munu margir vilja taka undir þau orð Sverris Júlíussonar, formanns L.Í.Ú., er hann mælti nú á aðalfundi samtakanna, að hann tryði því ekki fyrr en hann tæki á,_ að til átaka kæmi að þessu sinni út af kjaramálunum, enda væri það upplýst, að útgerðin gæti ekki risið undir auknum útgjöldum um- fram þær kjarabætur sjómanna, sem samið var um í byrjun ársins og koma til framkvæmda nú um ára- mótin. Eins og formaður L.Í.Ú. benti á, væri mjög æski- legt, að fiskverðið væri ákveðið nú sem allra fyrst, og gæti sú ákvörðun Verðlagsráðs ef til vill komið í veg fyrir að deilur risu um áramótin. Því er oft haldið fram manna á meðal, að of seint sé brugðið við til þess að reyna að afstýra kjaradeilum þegar þær séu í að- sigi. Þess kunna að vera dæmi, en hitt mun þó algeng- ara, einkum á seinni árum, að byrjað sé að þreifa fyrir sér um samkomulagsgrundvöll miklu fyrr en al- menningur veit. Það er staðreynd, hvort sem ófriðar- öflum þjóðfélagsins líkar betur eða verr, að verkföll eru orðin úrelt vopn í kjaradeilum, enda tap þeirra, sem láta telja sér trú um að þeir hagnist á þeim, oft- ast meira en ávinningurinn, sem kallaður er. Svo enn sé vitnað í ræðu formanns L.Í.Ú. er það brýnasta hagsmunaatriði íslenzks sjávarútvegs nú, að bæta meðferð aflans og gera ráðstafanir til þess, „að hver fiskur, sem til manneldis getur farið, sé þannig meðhöndlaður, frá því að hann kemur inn fyr- fr borðsí okkinn og þar til að hann er kominn til neyt- andans, að allir aðilar geri sér grein fyrir því, að ver- ið sé að meðhöndla viðkvæma matvöru, sem neyt- endur gera kröfu til að sé fyrsta flokks “ Til þess að svo megi verða þarf samvinnu sjómann- anna og þeirra, sem við aflanum taka þegar að landi kemur. ’Takist þetta verður aflinn verðmeiri og hlut- ur sjómanna um leið hærri. Það eru æskilegustu kjara- bæturnar af því að þær koma af aukinni getu fram- leiðslunnar, sem vitaskuld er hér eins og endranær hinn eini raunhæfi grundvöllur kjarabótæ VIS IR . Laugardagur 29. nóvember 1969. rnnr i i i i mn iinriii iii iiwi—nr——■mhihm M i i m . Fugl fellur fyrir olíunni og barizt gegn olíupestinni — þegar ,Torrey Canyon* strandaði ' við Bretlandsstrendur. ER MAÐURINN AÐ TOR- TÍMA SJÁLFUM SÉR? V'isindamenn óttast □ 123 000 tonn af olíu runnu út í sjóinn, þegar olíuskipið „Torr- ey Canyon“ brotnaði við Bretlandsstrendur árið 1967. Útgerðarfélagið hefur nú boðið nær sex milljónir króna í skaða- bætur ríkjum þeim, sem biðu tjón af þessu, Frakklandi og Bretlandi. 10 000 sjófuglar urðu hungurmorða fyrir nokkrum vikum í ír- landshafi. Eiturgas, sem sökkt var eftir seinni heimsstyrjöldina, er tal- ið hafa mengað sjóinn. Fjórum milljónum tonna af skordýraeitri með klóri er dreift yfir jörð- ina ár hvert. Mikiö magn af skordýraeitr- inu DDT hefur safnazt í manns- líkamann, segja vísindamenn i Bandaríkjunum. Kjöt af dýrum með svipuöu eiturmagni yrði tal ið óætt. DDT orsakaði krabba- mein í lungum og lifur músa, samkvæmt rannsóknum í Banda ríkjunum. Unnið er að því víöa að minnka þessa daglegu og „lúmsku“ hættu, sem mannkyn- inu er búin. Endalok fuglalífs við Kaliforníustrendur Bandaríska visindaritið „Sci- ence“ upplýsti í stuttri grein ár- !ð 1968, aö DDT tálmaöi plönt- unum f vinnslu þeirra á blað- grænu úr orku sólar. Vísinda- maður í Kaliforníu smíðaði árið eyðingu jurta og dýra 1969 orðið „Ökohrun", sem tákn ar það, að maðurinn eyöileggur sjálfan sig. Veldi hans hrynur í rúst vegna hans eigin aðgerða, svo sem að eitra fyrir sjálfum sér náttúruna, sem hann lifir af, deyða fugla sína og fiska. Kali- fomíumanni þessum rann til rifja, þegar fuglar dóu unnvörp- um við strönd Santa Barbara og hann boöaði endalok alls fuglalífs við Kaliforníustrendur, vegna þess að kolvetnin (til ,dæmis í, skpr^ýraeitrj) hindfa viðkomu þeirra. Main. Pessi kenning var svo útfærð af líffræðingnum dr. Erlich, einn ig frá Kaliforníu. Hann spáði endalokum alis lífs í sjó fyrir árið 1979. Orsakirnar voru þær sömu, maðurinn eitrar fyrir sjálf um sér. Mengunin í lofti dregur úr sólarljósi og eiturefni smjúga jafnframt inn í jurtimar. Hvort tveggja vinnur saman að útrým- ingu jurtalífsins, einkum í sjón- um. Hörmulegast fyrir fiskveiðiþjóðir Lifverurnar lifa hver á ann- arri. Dýr merkurinnar og gróður f eitrun og mengun jarðar eru fæða mannsins. Bili hinn minnsti hlekkur í keðjunni, rofnar hún. Öll þekkjum viö ö.r- lög geirfuglsins og vandann að halda lífi í islenzka erninum. Einn mesti voðinn er búinn þjóð um, sem lifa af sjónum. Emil ' Jónsson, utanríkisráðherra, hef- ur lagt þunga áherzlu á vanda- • málið af vaxandi mengun sjáv- , ar, er hann hefur talaö á þingi , Sameinuðu þjóðanna. Þau sam- ' tök hafa einnig tekið vandamálið ' til meöferðar. >' Ómældir skammtar af eitur- • efnum streyma frá iðjuverum t út í sjó og vötn og ár og er , blásið í loft upp. Fréttir berast stöðugt af hörmulegum afleið- ingum þessa fyrir dýr og jurtir. • Til dæmis eru stöðuvötn í Banda f ríkjunum víða svo menguð við f strendur, að veiði er þar nær, engin lengur, þar sem fyrir ör- f fáum árum var gnótt fiskjar. — ' Rannsóknir hafa leitt í ljós, aö ’ fólk veikist af mengun í lofti, / einkum í stórborgum með sinn, mikla fjölda bifreiða. Miklir hagsmunir Víöa er reynt aö sporna við þessari óheillaþróun. — Menn segja þó í Bandaríkjunum, að sektir, er fyrirtæki greiði vegna eitrunar andrúmslofts og vatna séu lægri en kostnaðurinn yrði við að koma upp varnarkerfi viö menguninni. Fyrirtækin greiði 1 þvi heldur sektina, og flytji eft-1 ir megni ýfir 1 verðlagið, heldur , en að gera úrbætur. Miklir fjárhagslegir hagsmun-- ir koma hér við sö,gu. Það er- ekkert smáræðisátak, þegar ráð- izt er gegn skordýraeitrinu DDT' eða cyklamat eöa til dæmis' vindlingum, þar sem milljaröa, fyrirtæki og samsteypur eiga í hlut. Þó benda þessi atriði til' þess, aö einhver skriður sé að ' komast á andófið gegn því, sem, sumir vísindamenn kalla „sjálfs- morð mannkynsins". • Þeir segfa... „Gleymið ekki Niirnberg“ „Bapdarjkjamönnum ber að segja heimipum sannleikann, bæði sem þjóð og sem einstaki- ingar innan heildarinnar, Gera verður grein fyrir málinu f smá atriðum og gera það opinbert.. Út úr þessu kynni að skapast ró samari íhugun og ný byrjun, sem er Bandaríkjunum mikilvæg ara en það, hversu margir her- menn falla og særast í Víetnam. Segja ætti í hreinskilni, að um þjoðamiorð sé að ræða. Fjölda morðum í þorpum í Suður-Víet- nam má aöeins samlikja við glæpi fasista í Evrópu og fjölda- morð á myrkustu tímum nv- lenduveidanna. Bandaríkjamenn höfðu for- vstu í Niirnberg-réttarhöldun- um. Þeir vita, hvers vegna þau . voru haldin. Allur heimurinn er nú að minna þá á þetta og aövara, og gerir þaö í góðum tilgangi." Borba (Júgöslavíu)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.